Tíminn - 26.09.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.09.1963, Blaðsíða 3
NTB-DJAKARTA, 25. SEPTEMBER. INDÓNESÍA rauf í dag allar samgöngur við Malay- síu-ríkjasambandið, bæði símasamband, útvarps- samband og annað. -^- SAMTÍMIS var frá því skýrt í Djakarta, að mörg hundruð hermenn hefðu verið sendir til landa- mærahéraðanna á Norður-Borneo, þar sem nú heit- ir Sabah. ENGAR útvarpssendingar frá Malaysíu-sarhbands- ríkjunum heyrast lengur í Djakarta, þar sem öfl- ugum truflunarstöðvum hefur verið komið fyrir á sömu bylgjulengd. Eins og áður hefur verið siýrt frá hafa Indónesar slitið öllu stjómmála íambandi við Malaysiu-sambandið í mótmælashyni við stofnun sam- bandsins. Síðdegis skýrði varnarmálaráðu- neytið í Djakarta frá því, að enn stæðu yfir sendingar fallhl'ífaliðs til landamærahéraðanna á Norður- Borneo og væru þær hersveitir til- búnar til bardaga. Enn er ekki vitað um, að til vopnaviðskipta hafi komið, en ástandið er sagt mjög alvarlegt, og talið, að upp úr geti soðið, þegar minnst varir. í höfuðborg Sarawak, Kuching, skýrði talsmaður brezku hersveit- anna í borginni frá því, að indversk ir hermenn hefðu síðast liðna nótt varpað sprengjum á þorp eitt, en ekki er vitað um manntjón af völd- um sprenginganna. í höfuðborg Malaysíu-sambandsins, Kuala Lumpur, var frá því skýrt í dag, að innan tíðar yrði tilbúið 2000 manna herlið Malaysiu-hermanna, sem tækju sér stöðu á landamæra- svæðinu. Þar eru þegar fyrir um 6000 brezkir hermenn. Varnarmálaráðherra Malaysíu-sam bandsins sagði í dag, að hersveitir NTB-Kaupmannahöfn, 25. sept. Viggo Kampmann, fyrrverandi forsætisráðh. Dana, skýrði for. seta þingsins frá því í dag, að hann óskaði eftir því að hætta þingstörfum frá og með 1. októ- ber næstkoman'di, vegna heilsu- ieysis síns. Kampmann er 52 ára sambandsins nytu aðstoðar erlends flugliðs og stórskotaliðs og myndi þessi aðstoð gera sambandinu kleift að verja sjálfstæði sitt. að aldri og lét af störfum forsætis ráðherra í september í fyrra, vegna heilsubrests. — Hann tók sæti á þingi árið 1935, en átti fyrst sæti í ríkisstjórn árið 1950. NTB-Aþenu, 25. sept. — Forsætis ráðherra Grikklands, Panayotis Pipinell, lagði 1 dag lausnar- beiðnt sína fyrir Grikkjakonung og vlll með því gera sitt til að draga úr hinni pólitísku spennu í landinu, en ráðherrann liefur sætt nokkurri gagnrýni. Bylting í Dominikanska ríkinu NTB-Santo Domingo, 25. sept. Herinn í Dominikanska lýðveldinu hefur gert stjdrnarbyitsngu, forseti landsins, Juan Boseh, hefur sagt af sér, kommúnistaflokkur landsins bannadur og þjódþingið leyst upp. f yfirlýsingu, sem herforingj- arnir sendu frá sér í dag, segir, að það óumflýjanlega hafi íobs skeð, að Castró-kommúnisminn í land- inu hafi verið stöðvaður. Þá er þess og get'ið, að kommúnistar «g stuðningsmenn forsetans hafi safnazt víða saman í Santo Do- mingo í dag, til þess að koma af stag óeirðum. Fólki í borglnni er ráðiagt að halda sig innan dyra, en öllum skólum í borginni hefur ver'ið lokað. Talsmaður bandarísks flugfé- lags á Miami sagði í dag, að flug- vellinum fyrir iltan Santo Do- mingo hefði verið” lokag um óá- kveðinn tíma og frá Washington berast þær fréttir, að ógerlegt hafi verið í dag að komast í síma- samband við Dominikanska lýð- veldið. í því sambandi skýrði símamið- stöðin á Miami frá því, að yfir- völd í Dominikanska lýðveldinu hefðu gefið skipun um að einungis mikilvægum símtölum af banda- rískri hálfu yrði hleypt í gegnum miðstöðina. Fregnirnar um þróun oiála í Dominikanska lýðveldinu hafa valdið mikilli óró meðal ráða- manna í Washington, og þegar loks náðist sarriband við Santo Do- mingo, 'hélt utanríkisráðuneytið bandaríska , línunni allan dagivm til þess að hafa samtíma fréttir af at'burðum. Af hálfu bandarískra ráða- manna er sú skoðun látin í Ijós, að herforingjarnir murii taka öll völ'd í landinu, en látin er í ljós óánægja yfir aðförinni að Bosch, forseta, sem kjörinn var í lýðræð- islegum kosningum í fyrsta sinn í 30 ár í landinu. Seinna í dag skýrðu herforingj- arnir frá því, að stjórnarskrá landsins hefði verið numin úr gildi og sú, sem áður gilti, sett í staðinn. Var því og lýst yfir, að bráðabirgðastjórn yrði skipuð svo fljótt sem unnt væri. Bandaríska stjórnin skýrði frá því í dag, að hún hefði rofið öll stjórnmálaleg og efnahagsleg tengsl við Dominikanska lýðveld- ið vegna atburðanna, sem þar urðu í gær. Valache morðingi yfirheyrður í gær! NTB-Washington, 25. september. Gífurlega umfangsmiklar öryggis- ráðstafanir voru gerSar í dag í Washington, er þingkjörin nefnd hóf yfirheyrslur yfir hinum alræmda ieigumorðingja, Joseph Valache, sem lagt hefur spiiin á borðið fyrir banda rísku sambandslögregluna FBl, og lofað að gera sift til þess að unnt verði að ganga milli bols og höfuðs á bandarísku glæpafélögunum, hinni ógnvekjandi Mafíu. Giæpafélögin hafa heitið 700.000 doliurum hverj- um þeim, sem rutt geti Valache úr vegi, áður en hann gefur mikilvæg- ar upplýsingar, og þar sem glæpa- félögunum hefur hingað til tekizt að þagga niður ( vitnum eln's og Valache, voru htnar miklu öryggis- ráðstafanir gerðar. Joseph Valache, sem nú er sextug- ur, er dæmdur fyrir morð og eitur- iyfjasölu, en eftir að hann sagði skilið við glæpafélaga sfna, hefur hann gefið bandarísku sambandslög reglunni upplýsingar um, hvernig glæpanetið er riðið hjá þessum glæpasamtökum. Þessar upplýsingar gaf Valache á mismunandi leynistöðum, en upp á síðkastið hefur hann verið í sér- stökum einangrunarklefa í Washing ton-fangelsinu og sterkur lögreglu- vörður gætir hans. Vitað er, að glæpafélagar hans reyna allt, sem þeir geta til þess að koma í veg fyrir, að Valache gefi þingnefndinni loka- skýrslu sína og af biturri reynslu í því sambandi, er vitnisins nú gætt sérstaklega vandlega. Fyrsta vitni nefndarinnar í dag var Robert Kennedy, dómsmáláráð- herra og sagði hann m.a., að upp- iýsingar Valache væru einkum merki legar í sambandi við baráttuna gegn glæpafélögunum, að þetta væri- í fyrsta sinn, sem meðlimur glæpasam takanna hefði rofið þagnarheit sitt, en við því liggur dauðarefsing innan samtakanna. Yfirheyrslurnar yfir Vaiache vekja gífurlega athygii og bíða menn nú með öndina í hál'sinum eftir því, livort lögreglunni takizt að vernda líf vitnisins. ■fo ER KENNEDY, Bandaríkjaforseti, ávarpaði Allsherjarþing SÞ lét hann m. a. í ljós von um að þrátt fyrir margs konar áereining gætu vísihda- menn Sovétrikianna og Bandaríkjanna unnið saman að undirbúningi túngl- ferðar mannaðs geimfars. — Ef sli’ tunglferð er 3 annað borð framkvæm- anleg myndi nún kosta svo gífurlegt fé að tæplega væri fært fyrir eina þjóð að standa að slíkri tilraun. sem ekki yrði séð ívnr, hve mikinn ávinn- ing veitti. En pott tunglfararnir yrf ekki þeir, sem ikopteiknarihn klæðir í búninginn i myndinni hér að ofah er það sjálfsagt flestra von, að á þessu sviði a. m. k. eætu Sovétríkin og US/ unnið saman. — Til hliðar er mynd af tunglfararbúnmgi, eins og menn hugsa sér hann. „Og þeir sem varla sjást saman á mynd á Jörðinni, hvað þá meira"! T i M I N N, fimmtudaginn 26. septembe 196' 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.