Tíminn - 26.09.1963, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.09.1963, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 26. 206. tbl. LEIÐARAR í IÍTVARPINU! KH-Reykjavík, 25. sept. Dagskrármenn Ríkisútvarpsins vinna nú öllum stundum að vetr- ardagskránni, sem væntanlega verður kynnt næstu daga. Tim- Inn hefur áður skýrt frá þelrri nýbreýtnl, sem tektn verður upp í vetur, að byrja útvarp einni klukkustund fyrr en áður, eða kl. 7 á morgnana. Lengingu út. varpstimans verður aðallega mætt með auknum tónlistarflutn- ingi. En nú er önnur nýjung í deiglunni, sem vafalaust mun vekja athygli, hvernig svo sem vinsældir verða, útdráttur úr leiðurum dagblaðanna. Enn er ó- ráðið, hvernig þessum dagskrár- lið verður hagað, en að líkind- um verður hann einhvern tíma á morgnana. FRÉTTIR I FÁUM ORDUM HE-Rauffalæk, 25. sept. Fjallmenn á Holtamannaafrétti fundu hest við Biskupsþúfu, en hann hafði tapazt við Kerlingar- fjöll í sumar. Hesturinn var ljón- styggur, en þó tókst að handsama hann og flytja fram. Eigandinn er í Reykjavík. KH-Reykjavík, 25. sept. Þyngslafæri er á vegum norðan- lands, og um tíma í dag var Langi- dalur og Svínvetningabraut í V- Húnavatnssýslu alveg lokaðar um- fer^ vegna ófærðar. Næturrútan milli Akureyrar og Reykjavíkur kom frá Akureyri til Blönduóss kl. 8 í morgun, hafði þá verið ell- efu tíma á ferð. Holtavörðuheiði var orðin sæmilega fær bílum cneð keðjur í dag. ED-Akureyrí, 25. sept. í nótt var hætt að bora í Bjarn- arflagi. Þá var borholan orðin 426 metrar og heitari en í víti, sögðu menn. Hætt var a$ bora þegar þeir hittu fyrir sprungu, og nú er von á stórgosi á hverri stundu. ED-Abureyrt, 25. sept. f gær vildi svo til, að maður að nafni Nívarð Jónsson,' bóndi í Garði í Ólafsfirði, leviti undir dráttarvél og slasaðist. Nívarð var á leið heim til sín á dráttarvél frá Ólafsfjarðarkaupstað. Þegar hann átti skammt eftir ófarið, mætti hann bíl og fór við það svo tæpt GS-ísafirffl, 25. sept. Togarinn Giles frá Hull fékk á sig brotsjó út af Horni í gær- kvöldi. Einn skipverja, piltur um tvítugt, rotaðist til dauðs, annar handleggsbrotnaði. Skipið kom hingafi í dag. — Mikil sjókoma var í dag, svo moka varð götur í á vegbrúnina, að dráttarvélin valt. Nívarð lenti undir henni, en það varð honum til lífs, að menn voru nálægt, sem gátii lyft vélinni ofan af honum. Fimm rif brotnuðu og auk þess marðist Nívarður illa. Hann var nýráðinn sláturhússtjóri í Ólafsfirði, en liggur nú heima í meiðslum sínum. bænum. Allar heiðar eru nú teppt- ar. GÓ-Stóra-Hofi, Gnúpverj-ahreppl, 25. sept. Jóhann Kolbeinsson, bóndi á Hamarsheiði og fjallkóngur Gnúp- verja um 30 ára skeið, þar til í fyrra, er áttræður á morgun, á réttadaginn., Hann hefur verið einn traustasti bóndi sveitarinnar, hreppsnefndarmaður í áratugi, sóknarnefndarmaður og gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. GÓStóra-Hofl, Gnúipverjahreppi, 25. sept. Fjallmenn á Gnúpverjþafrétti fundu fjóra þýzka náttúrufræðinga á Bólstað, fyrir innan Kisu, en þeir höfðu farið frá Reykjahlíð við Mývatn þann 15. ágúst og engan mann hitt, fyrr en fjallmenn riðu fram á þá í gær. Þjóðverjarnir höfðu farifl á gúmbát vestur yfir Þjórsá hjá Sóleyjarhöfða, en ætl- uðu að vera komnir að Galtalæk í Landsveit þann 27. þ.m. Þeir voru sæmilega búnir og leið vel, en tóku samt þann kostinn að fylgjast með safnmönnum til byggða. ED-Akureyri, 25. sept. Verið er að byggja félagsheimili í Köldukinn í S.-Þingeyjarsýslu. En í óveðrinu í gær fauk uppslátt- ur, sem búið var að reisa, og varð af því töluverður skaði. VERZLUNAR MANNAFÉL. MÓTMÆLIR KVQLDSÖLU REGLUGERÐ Félagsfundur í Verzlunar- mannafélagi Reykjavikur hald Inn í Iðnó 24. sept. 1963, mót mælir harðlega afgreiðslu til lagna um breytingu á reglu- gerð um afgreiðslutíma verzl ana i Reykjavík o.fl. í borg arstjórn Reykjavíkur 19. þ.m. Telur fundurinn sérstaklega ámællsvert, hvernig unnið var að þessum málum frá upp hafi, þar sem Verzlunarmanna félagl Reykjavíkur ’ var ekki gefinn kostur á að hafa eðli- leg afskipti af undirbúningi og afgreiðslu málsins, þrátt fyrir ftrekaðar tilraunir Verzl unarmannafélags Reykjavíkur til að fá viðræður við vi»- semjendur sína, á hvern hátt þeir hyggðust framkvæma umræddar breytingar. Er það álit fundarins, að umrædd afgreiðsla muni auka tortryggni og torvelda lausn málsins. Verzlunarmenn kreffast allt að 144% hækkunar! TK-Reykjavík, 25. sept. Á MJÖG fjölmennum fundi í Verzlumarmannafélagi Reykjavík- ur voru kröfur um launiahækkan- ir og breytingar á kjarasamningi við vinnuveitendur samþykktar og voru þær sendar vlnnuveitendum í dag. Tillögur þessar fela í sér mjög víðtækar breytingar frá núgildandi kjarasamningi félagsins og segir stjórn félagsins, að þær séu „við það miðaðar, að í framtíðinni séu kjarasamningarnir í raunverulegu samræmi við það, sem almennt ger izt Fela kröfurnar í sér allt að 144% hækkun á kauptaxta skv. núverandi samningi. Skv. núgild- andi samnmgi eru laun verzlunar- stjóra í efsta aldursflokki kr. 7.204. 00 en félagið gerir kröfu til að mánaðarlaun verzlunarstjóra verði kr. 17.629,00 eftir 10 ára starf. f fréttatilkynningu stjórnar Verzlunarmannafélagsins segir, að við samningu þessara krafna hafi verið höfð hliðsjón af breytingum h.iá ríkis- og borgarstarfsmönnum, jafnframl því sem hafðar hafa ver ið í huga röksemdir kjaradóms um það, að atvinnuöryggi og ýmis rétt indi og hlunnindi ríkisstarfsmanna séu miklu méiri en launþega í einkarekstri. Enn fremur segir stjórn félagsins, að óraunhæft sé að gera samanburð við núverandi kauptaxta V.R. þar sem vitað sé, að meginþorri verzlunar- dg skrif- stofufólks er stórlega yfirborgað. Hér fer á eftir úpptalning á nið rrröðun i launaflokka og kröfur um laun til handa hverjum ein- stökum flokki; en launaflokkar eru fiestir stighækkandi, þ. e. byrjun- arlaun, eftir 1 árs starf, 3 ára starf, 10 ára starf og 15 ára starf, hlið- stætt og hjá opinberum starfsmönn um: 1. flokkur: Unglingar að 14 ára aldri, kr. 3.780.00. 2. flokkur: Unglingar 14 til 16 ára, kr. 4.500,00. 3. flokkur: Nýliðar á skrifstof- :im og verzlunum (reynzlutími 3 mánuðir), kr. 5.376,00. 4. flokkur: Aðstoðarfólk á skrif- stofum og afgreiðslufólk eftir 3 mánaða reynzlutíma, kr. 5.846,00. Eftir 1 ár kr. 6.171,00. 5. flokkur: Simastúlkur, — kr. 6.328,00. Eftir 15 ár, kr. 7.806,00. 6. flokkur: Ritarar II. Inn- heimtumenn, kr. 6.586,00. Eftir 15 ár, kr. 8.120,00. 7. flokkur: Bókarar II. Fólk við bókhaldsvélar. Lagermenn. Bif. reiðastjórar hjá smásöluverzlun- 1 Framh á 15 síðu LISTVINAHÚSIÐ HVERFUR KH-Reykjavík, 25. sept. Iðnskólinn er byrjaður að færa út kvíarnar á lóð sinni á Skóla- vörðuholtinu, og nú hefur borgar- ráð samþykkt að láta fjarlægja svo fljótt sem unnt er þau hús, sem fyrir eru á þeirri lóð. Þar á meðal er Listvinahúsið. Blaðið átti tal við Einar Guð- mundsson, eiganda Listvinahúss- ins, og spurði hann um framtíðar rekstur þessa gamla fyrirtækis. Einar sagði, að ekki kæmi ann- að til mála en halda rekstrinum áfram, sennilega mundi hann byggja yfir hann einhvers staðar, en hann vissi ekki enn þá, hvenær hann yrði að vera á brott með allt sitt. Þetta hús er nú orðið allgam- alt, ríkið byggði það í kringum 1926, og var það upphaflega ætlað sem sýningarsalur. Aðeins fáar sýningar voru samt haldnar í hús- inu, en Kjarval bjó m. a. 1 því um skeið. Síðan var það fyrir um það bil 35 árum, sem Guðmundur heit inn frá Miðdal, faðir Einars, hóf þarna starfrækslu fyrstu leir- brennslunnar hér á landi og rak hana þarna, þangag til fyrir sex árum, að Einar tók við rekstrin- um. Einar kvaðst búast við, að hann fengi nokkurn tíma til að koma sér út, enda væri það um- fangsmikið, hann væri þarna með Uo bræðsluofna, slípivél og fleira sem ekki yrði flutt á einum degi. En hann sagði, að rekstrinum yrði örugglega haldið áfram. Undirbúningsframkvæmdir vi8 stækkun Iðnskólans eru hafnar. Lengst tll hægri er ListvinahúslS, elnn skúr- anna, sem verður að hverfa. (Ljósm.: KÁRI),

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.