Tíminn - 26.09.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.09.1963, Blaðsíða 7
Útgefc ndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjárrsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305 Skrif stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. t lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Fjárfestingariánin Holslteflur óðadýrtíðarinnar, sem riðið hafa yfir á síðustu árum og missirum, snerta fleira en daglegt líf fólksins í landinu. Þær sópa brott að meira eða minna teyti þeirri uppbyggingu, sem fram fer í landinu, nema sérstakar ráðstafanir séu gerðar af opinberri hálfu. Þetta hefur komið greinilega í ljós í tíð núverandi ríkisstjórnar. Engin stjórn hefur misst eins gersamlega tökin á dýrtíðarmálunum, og engin stjórn hefur verið eins sinnulaus og vanmáttug við að verja uppbyggingu þjóðarinnar áföllum af holskeflum dýrtíðarinnar. Stjórnin hefur horft á það sem næst aðgerðarlaus, að oðadýrtíðin svelgi í sig framkvæmdafé landsmanna; jafnt einstaklinga sem sjóða. Táknrænasta dæmið um það er, að opinber lán til íbúðabygginga duga nú ekki einu sinni. fyrir þeirrí hækkun, sem orðið hefur á byggingakostn- aði. Ríkisstjórnin hefur engin haldbær úrræði haft til að jafna þau met. Hún hefur þótzt vera að efla fjárfestingar- lánasjóði landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar, og haft um það mikið auglýsingaskrum. En sá dýrtíðareldur, se*- stjórnin kveikti og jós á olíu með hinni hendinni, hefur gert miklu meira en eyða þ«im faimaðgérðum að fullu. Það blasir því við á þessum haustdögum, að almennir framkvæmda- og fjárfestingarlánasjóðir, hvort sem er til uppbyggingar í landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði eða íbúða byggingum, eru gersamlega aflþrota af völdiim óðadýr- tíðar stjórnarinnar, og hafa aldrei verið fjær því að gegna hlutverki sínu. Þess vegna blasir það nú við, að stóffelldur samdrátt- ur hlýtur að eiga sér stað í uppbyggingu almennings. jafnt í meginatvinnugreinum landsins sem íbúðabyg'ging- um, ofan á það, sem þegar hef.ur orðið á síðustu árum. ef ekki verður gripið til raunhæfra aðgerða af opinberri hálfu til þess að fyrirbyggja þennan þjóðháskalega kyrk- ing og stöðvun. í því efni er efling fjárfestingarsjóðanna til mótvægis við dýrtíð uppbyggingarinnar eina haldbæra ráðið. og það verður að sitja fyrir ýmsu oðru. Stöðvun uppbygg- ingar landsmanna er sú afleiðing óðadýrtíðarinnar, sem hefnir sín lengst og verst í lífi þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn mun þess vegna á bví þingi, sem senn kemur saman, beita sér af alefli fy,rir efl- ingu f járfestingarsjóSanna, svo aS vegiS geti gegn óSa- dýrtíSinni, og freista þess aS draga meS því úr aukn- um kyrkingi í uppbyggingarstarfinu. í þessum efn- um verSur aS fara fram alger endurskoSun og ný- skipan á fjárfestingarlánakerfinu. Stjórnargjaldþrot Um fátt verður mönnum nú eins tíðrætt og hið algera gjaldþrot stjórnarstefnunnar, sem við blasir. Helzta fyr- irheit og yfirlýsta markmið stjórnannnar var í upphafi jafnvægi í efnahagsmálum og stóðugt verðlag. Þetta hefur mistekizt svo gersamlega, að fáar eða eng- ar íslenzkar ríkisstjórnir eiga sér -slíka hrakfallasögu. Þessi stjórn er nú að fullkomna met sitt i óðadýrtíð, og hvert skipbrot og gjaldþrot stjórnarstefnunnar af öðru ríður yfir. Fólk fylgist furðu lostið með þessu og undr ast að ekki skuli brydda á neinum nýjum úrræðum. Það hefur misst alla trú á þessa stjórnarforystu, sem virð: torna hagsmunum almennings og efnahagskerfi þjóðar mnar purkunarlaust á altari sérgróðamennskunnar. Menn eru sammála um, að aldrei hafi ráðslag stjórnr innar verið gott ,en þó hafi ráðleysi hennar keyrt um þverbak í sumar, og aldrei hafi verið eins Ijóst, að i ráðherrastólunum sitja menn, sem hafa gefizt upp. Fegrun og umgengni með þjóð- vegum í næsta nágrenni Rvíkur Eins ci* greint heflr veríð frá í Tímanum, kom til umræðu á borgarstjórnarfundi 5. sept. tUI. um að hreinisa burtu hrörlega kumba'lda og húskofa meðfram aðalþjóðvegunum í nágrenni Reykjavíkur. Björn Guðmundsson varabongarfltr. mælti fyrir tili., og þur sem mál’ið er ekki að öllu Ieyti staðbundið og víffar ástæða til að taka til hendi, er ræða hans birt hér á eftir: Tillaga sú, sem hér er til um- ræðu, er ekki stór í sniðum. Nú hallar sumri og haustar að. Borg- arbúar hafa notið sumarsins og ferðazt mikið innanlands og utan. Innanlands hafa þeir farið um fjöll og firnindi og mörg falleg héruð. Þeir l'eita að víðfeðma og björtu út'sýni og fallegum dvalar- stöðum. Og flestir sumargestir ganga vel um þá. Veldur þar metn- aður þeirra, að spilla ekki náttúru landsins með hirðulausri um- gengni. Einnig koma til áhrif frá þjóðhollum fegurðarunnendum, sem hafa brýnt fyrir mönnum í ræðu og riti, að sýna fyllstu snyrti mennsku í ferðum sínum um landið. Og þegar borgarbúar ferðast um sveitir landsins, kernur góð um-i gengni á sveitabæjum þeim í gottj skap. Vel ræktuð tún og myndar- leg hús, vel máluð, er aðalsmerki á hverjum. sveitabæ og gerir sveit- irnar og landið byggilegra og vek,æ: metvaðarkenndan hlýhug ■ til íbúanna. Og ferðamaðurinn slækkar. sjálfur í návist góðra verka samlanda sinna. En þar sem illa er gengið um og illa hýst, vekur gagnstæðar kennd Þessi stutti inngangur er um skemm.i- og sumarferðalög borg- arbúa út um landsbyggðina, og hvað það vekur heilbrigðan metn- að og ánægju margra, að sjá land- inu sýndan sóma með byggingum og í umgengni. En hvernig rækjum við þetta sjálfir, borgarbúar, í höfuðborg- inni og nágrenni hennar? — Margt er vel um borgina sjálfa. Og fjöldi borgarbúa leggur sig fram um að fegra og prýða hús sín og garða, og sameiginlega er margt vel gert, þótt enn séu jafnvel inni í mið- biki borgarinnar hrörleg skúr- skrifli, sem lítinn rétt virðast eiga ; sér. Nægir þar að taka sem dæmi „kálfinn" við Mbl.höllina, sbr. fyrri umræður hér í borgarstjórn- inni. En um það skal ekki nánar rætt hér. Og ekki heldur svipmyndirn- ar, sem ber fyrir augu í næsta nágrenni þessa virðulega húss, sem við nú erum í, einkum úr gluggum fundarsalar borgar- ráðs!--------- En till. lýtur ag næsta nágrenni Reykjavíkur. Þar er hlutur borg- arbúa, að gera útlitíð eins og það er bezt í nágrenni sveitabæj- anna. Engir óþarfa skúrar eða braggar, eða spýtnabrak eða járna rusl. Allt hreinl'egt, snoturt og fágað. Ferðamönnum þykir mikill kost- ur, að sjá skilti me?j greinilegu nafni sveitabæjarins, við vega- mótin heim að bænum. Hvers vegna skyldi höfuðborgin sjálf ekki einnig taka upp þenna góða sið, svo allir, sem tíl Rvíkur koma eftir alþjóðavegunum, sjái hvar borgin byrjar? Fyrsti útvörður höfuðborgarinn ar vestan Hellisheiðar, er eyðibýl- ið Lögberg, með svo ömurlegum húskofum og gapandi tóttum, að þar er bezt að hafa sem fæst orð um. Lógberg er ekki eign Reykja- vikur, og nú er eigandi þess byrj- aður á að láta rífa og hreinsa til. En það gengur grátlega seint. Og vissulega hefði verið ástæða fyrir höfuðborgina, að beita áhrifum sínum fyrir löngu, til ag handa- verk manna misþyrmdu ekki náttúru landsins, líkt og þau hafa gert harna síðustu árin. Og enn þá kann að vera ástæða til þess. Nýlega er búið að rífa gamla Geitháls, en byggja snoturt skýli nær veginum. og er þessi breyt- ing td prýði. En þegar nær dregur Reykjavík, aukast eða fjölga lág- reist mannaverk, — og færi vel á að grisja sumt af því rækilega. — Síöast innan við Elliðaárnar, i litlum hvammi og snotrum, standa óþjóðlegir herbraggar. Þeir standa þama sem eins konar út- verð'ir við borgarhlið Reykjavíkur og aðalþjóðveg inn í borgina. Og er furðu litil reisn yfir! Allmikið er af sumarbústöðum við Rauð'avatn og víðar í nágrenni Reykjavíkur. Eru ýmsir þeirra snotrir, en aðrir gerðir af vanefn- um. Ekki skal fjölyrt um þá, en aðeins sagt þetta: Sumarbústaða- 'öndum i nágrenni og eign Reykja víkur, 'parf að fylgja sú kvöð, að snyrtilega sé byggt á þeim og vel haldið við mannvirkjum, ella fjar- iægð. Allmikið hefui verið reist af 7-arðkofuir i kartöflugörðunum. Þeir eru margir sæmilegir, en burfa að vera það allir Ekki er istæða tii að amast við þessum smáhúsum en þau þurfa að vera skipulega sett niður og helzt öll máluð. Þeim sem gefur sér tíma til að <ara rólega um nágrenni Reykja- víkur þykir sem ýmislegt megi bet ur fara og að ekki muni alltaf kosta mikið. að laga til og prýða fyrir augað Og það er heilbrigður metnaðui að gera ekki minni kröfur til nágrennis borgarinnar, eða innkeyrslu heim til hennar, heldur en gerðar eru tíl heim- keyrslu á myndarlegum sveitabæj um. Eg hef hér ekki mikið fleiri orð um. Tillagan skýrir sig sjálf. Hún er tilraun til að leita að leið til að næsta nágrenni Reykjavíkur verði um að'búnað, samboðið feg- urð þeirri, sem náttúran hefir af rausn sinni veitt borginni. Málið kemur senn til úrlausnar hér á fundinum. Borgarfulltrúar sýna með atkvæði sínu, hvort þeir vilja fela hinum ötula borgarverk- fræðingi, að grisja til og hreinsa kalkvistina burtu. Þetta er ekki barátta um völdin hér í Reykja- vik. En það getur verið barátta við vaid vanans! Skylt er að taka fram, að samþ. till. getur haft einhvern kostnað ' för með sér En menn lifa ekki á einu saman brauði! Borgarfulltrúar Sjálfst.manna samþykktu breytta tillögu frá sér, þar sem þeir þökkuðu borg- arverkfræðingi og borgarlækni fyr ir forystu í að hreinsa til í ná- grenninu. Geta menn, sem um veg ina fara, séð hvað fyrir er þakkað! Þakklætið getur stundum verkað sem háð. Morgunblaðið hefur ekki enn sagt frá þessari tillögu sinna manna! En hún var samþykkt með f>:6 atkvæðum Leikskóli Um næstu mánaðamót mun taka tíl starfa ieikiistarskóli á vegum le'kfélaganna í Kópavogi og Hafn arfirði, og mun skólinn verða starf iæktur í allan vetur. Kennsla fer íram seiumpart dags eða að kvöld inu, og virður kennt þrisvar í viku. Auk pess verða fyrirlestrar eða fræðslutímar um ýmis efni í sam handi við námsgreinarnar, sem í ráði er að fá hina færustu menn í leikarastéft til að flytja, og verða þeir tímac þá einnig ætlaðir þeim sem lengra eru komnir og eru fé- iagar í filögunum. Leikféiögin í Kópavogi og Hafn arfirði hafa bæði á undanförnum árum staríað af miklum áhuga að le’klistarmaium, og bæði starfrækt lciklistarskola hvort í sínu byggð- arlagi, en hafa nú ákveðið að starfa srman um rekstur skóla og reynd ar um fleiri þætti sinna áhugamála Félögin eru bæði um þessar mund ir að hefja starfsemi sína, og er í ráði að sett verði upp 5—6 leik- rit á vegum félaganna í vetur. i Steinn í » ÞAÐ hefur að vonum vakið nokkra athygli, að Sambandi ís- lenzkra samvinnufélaga var af ríkisstjórninni neitað um leyfi til að taka bráðabirgðalán í Banda- ríkjunum til að bæta úr brýnni þörf vegna skorts á rekstrarfé. Staksteinamanni Morgunblaðs- ins finnst hins vegar eðlilegt, að slíkt leyfi fengist ekki, þar sem SÍS hygðist nota lánið til „eigin eyðslu” og það mundi „auðvitað leiða til aukinnar þenslu”. Bankarnir höfðu þó ekkert við slíka lántöku að athuga og sam- þykktu hana fyrir sitt leyti. Rök hafa verið leidd að því, hvernig þrengdir hafa verið kostir sam- vinnufélaganna, vegna þess að afurðalán og rekstrarlán til l'and- búnaðarins hafa staðið í stað að krónutölu þrátt fyrir hækkað götu verð á afurðum og aukna fram- leiðslu. Sýnt hefur verið fram á, hvernig hið ameríska lán var hugsað sem bráðabirgða hjálp vegna þessa ástands. Allir vita, að hér var ekki um „eyðslulán” að ræða. Hins vegar hefðl lánið um stundarsakir bætt að nokkru úr vanrækslumyndum valdhaf. anna gagnvart lánum út á af- urðir bænda. Og á hinu sama ári og sambandinu er neitað um þessa Iántöku án ríkisábyrgðar eða bankaábyrgðar, og sem bankarnir höfðu veitt leyfi til fyrir sitt leyti, tekur ríkið sjálft stór lán erlendis. Verður mörg- um á að spyrja, hvernig komizt verði hjá, að það lán auki á verðbólguna í landinu, ef bráða- birgðalán SÍS var þjóðarskútunni svo hættulegt. P. H. J. $ T f M I N N, flmmtudaginn 26. september 1963. %

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.