Tíminn - 26.09.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.09.1963, Blaðsíða 8
MINNING Ásmundur Jónsson skáld frá í dag klukkan 10,30 fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík minn ingarathöfn um Ásmund Jónsson skáid frá Skúfsstöðum. en síðan verður kista hans flutt norður að Hólum í Hjaltadal og jarðsett þar. Asmundur Jónsson var fæddur 8. júlí 1899, og var faðir hans Jón Sigurðsson bóndi og sýslunefndar- maður á Skúfsstöðum, héraðskunn ur maður og merkur á marga nmd, en kona hans var Guðrún Þorsteins dóttir. Ásmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Skúfsstöðum og hlaut góða heimamenntun, varð vel lesinn ' Ijóðum og sögu. Hann fór ungur til Reykjavíkur og gerð- ist starfsmaður danska sendiráðs- ins þar, en fékkst einnig af og til við verzlunarstörf og fleira. Ásmundur dvaldist síðan lengi erlendis, mest í Danmörku og Þýzkalandi og kvæntist þar 1938 vel menntaðri danskri söngkonu af pólskum og þýzkum ættum, Irmu Weile, sem lifir mann sinn. Eftir seinna stríðið fluttust þau heim til Reykjavikur og hafa búið þar síðan. Ásmundur Jónsson var ágætum gáfum gæddur, víðlesinn einkum í islenzkum ljóðum og minnisfróð- ur svo að af bar. Hann hafði mik- i'ð og gott vald á íslenzku tungu- taki, jafnt í mæltu máli sem rit- uðu, og var einstakur frásagn- armaður. Hann var skáldmæltur vel og komu út eftir hann þrjár ljóða- bækur, Haföldur 1922. Skýjafar 1936 og ljóðaflokkur um Hóla í Hjaltadal 1932. Ásmundur var einnig viðriðinn blaðamennsku og gaf t. d. út blaðið Neista á Siglu- firði 1919 og auglýsingablað í Reykjavík nokkru síðar. Ásmundur frá Skúfsstöðum, eins og hann kallaði sig jafnan, varð hverjum þeim, sem honum kynnt- ist, harla minnisstæður. Hann var fyrirmannlegur og aðsópsmikill í allri gerð og framkomu, og tungu- tak hans hlaut að vekja óskipta at- hygli. Ásmundur bar djúpa virð- ingu fyrir íslenzkri tungu og vand- aði mál sitt. af mikill alúð. Frásögn hans varð ætíð svipmikil, og minni hans og kynni af mönnum og mál- efnum á tveim fyrstu áratugum þessarar aldar voru fágæt. Fáum var eins lagið að bregða upp drátt- skýrum myndum af liðnum atburð um ,og engum duldist, að hann hafði haft mikil og furðulega ná- in kynni af ýmsum hræringum og mönnum, er hæst bar i menning- úr- og stjórnmálastraumi þessa tímabils. Mun það illa farið, að ekki varðveitist í rituðu máli meira af fróðleik Ásmundar um þetta en raun ber virni. Hann átti margvís- legan þátt í ýmsum félagshræring- um sjálfur, en var að öðru leyti 6- trúlega náinn og glöggskyggn á- horfandi. í skáldskap var þróttmikið og íagurt tungutak æðsta markmið hans. en þótt hann væri nær jafn °amall þessari öld, var hann grein á þeim skáldmeiði, sem laufríkast- ur var fyrir 1920. — A. K. WVXQPfífí ::::::::::ý;:::::::::::::j:;:::::::v$::io: Fregnin af andláti Ásmundar Jónssonai frá Skúfsstöðum kom vinum og kunningjum hans á ó- vart, pótt hann ætti jafnan við erfiðan sjúkdóm að stríða. Varð ckki annað séð á Ásmundi en hann gengi heill til skógar en stundum xiðu tímar svo, að hann sást lítt á ferii, og þá var það, að hann háði hína þöglu glímu. í annan tíma var hann hress og málreifur. Við Ásmundur kynntumst svo að segja yfir moldum Sigurðar Skagfieid, óperusöngvara, en þeir böfðu verið góðkunningjar. Og nú þegar þeir eru allir, er eins og siðasta handsveifla aðalsmennsk- unnar hafi horfið með þeim. Báðir báru þeir sig með sérstökum hætti, þótt ólikir menn væru, eins og borfinn tími mannreisnar væri í hreyfingum þeirra. Og það yljaði nianni stundum um hjartað að sjá þá ganga leiðar sinnar með hið sviplausa almenna göngulag fjöld ans á báðar hendur. Ásmundur lét sér óvenju annt um minningu manna eins og MatthíasarJoehumssonarog Einars Benediktssonar. Og þegar hann hóf upp raust sina um þá. stigu þeir fram í sérstæðu og skýru ljósi; urðu menn og skáld í senn, og ég efast um að þeim hafi verið' gerð glæsflegri eftirmæli en þau, sem Ásmundui flutti á góðri stund, þegar mælska hans fékk að njóta sín, en orðgnótt hans var dæmafá. Hann vissi einnig flest markvert um helztu andans menn aldaskipt- anna og hafði gert sér far um að kynnast þeim, Þess vegna var stundum ems og hann tilheyrði einungis liðnum tíma, og þegar talið hvarf til samtíðarinnar, var auðheyrt að þar var allt lágkúru- legra og lítilsverðara. Hann kom hingað heim í stríðslok eftir langa útivist. Þá mætti honum breytt iand og bieytt þjóð. Eg veit ekki hvort hann hefði kært sig um að verða henni jafnstiga, hefði hann getað. Ásmundur er minnisstæðastur fyrir málsnilld sína. Það var allt- af stórkostlegt að hlusta á hann þegar hann tók mann tali. Hann var skáld gott, og síðastur íslend- inga til að flytja konungi kvæði, en mikið skortir á um rétta mynd mannsins, þegar hvergi eru festar á blað orðræður hans, sem sýndu hvflíkur völundur hann var á ó- bundið mál. Þó hefði þar ekki sézt. hvernig hann fylgdi eftir orðum sínum og lyftist við hita minning- anna um góða menn eða mikils- verða atburði. En orðræða hans náði ekki lengra en til stríðsloka. Það var eins og honum fyndist menn og kynni lítt frásagnarverð eftir það. Kann eignaðist ýmsa góða vini í Danmörku, meðan hann dvaldi þar og minntist þeirra stund um. En hér heima varð erfitt að festa rætur og liðinn tími varð ekki endurheimtur. Ásmrndur Jónsson frá Skúfs- stöðum verður jarðsettur aðHólum i Hjalíadal Þar er hin gamla sókn arkirkja hans. Og þótt hann gerði ekki tíðförult heim, fer vel á því að hann skuli fluttur þangað nú. Fáar sóknir munu eiga til veg- legri kirkju að sækja og þar andar sögu frá hverju leiði. Heimsmaður og skald er horfinn til moldar sinnar. I.G.Þ. SJÖTUGUR: Aöalsteinn Siswrösson oddviti I dag, 26. september, er ACalsteinn Sigurðsson, bóndi og oddviti á Öxn- hóli í Skriðuhreppi í Hörgárdal, sjöt- ugur að aldri. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson, sem var bóndi á sama stað (Öxnhóli) um langt skeið, og kona hans, Helga Jóhanna Ólafs- dóttir, smiðs á Sævarlandi, Ólafs- Bonar. Aðalsteinn ólst upp á Öxnhóli. — Vakti hann snemma á sér athygli fyrir frábæran dugnað, fjármálavit og fyrirhyggju. Vann hann þegar í æsku hörðum höndum og hlífði sér hvergi. Náði hann miklum líkams- þroska, þrátt fyrir það, eða ef til vill vegna þess, og er hann maður hár vexti, karlmannlegur og svip- mikill enn í dag. Sótti hann búnaðar skólann á Hólum 1915—1917, og mun fcafa tekið við búi af föður sínum 1918. Árið 1920 byggði hann íbúðar- bús á Öxnhóli, óvenju stórt, og var nokkur hlUti þess samkomuhús hreppsins í nokkur ár. Byggði síðar öll. peningshús, en þá úr steini. Aðalsteinn var kosinn í hrepps- nefnd árið 1919, hefur átt sæti í r.efndinni alla tíð siðan og verið odd viti frá og með 1934. Árið 1928 kvænt ist hann Elísabetu Haraldsdóttur org- anleikara, en hún er alsystir Jóhanns 6. Haraldssonar, tónskálds á Akur- eyri. Börn Aðalsteins og Elísabetar eru Hulda Vordís, húsfreyja á stórbýl- inu Syðri-Bægisá í Öxnadal; Hakon, bifreiðastjóri, búsettur á Akureyri, og Hreiðar, sem er enn í foreldra- liúsum. Aðalsteinn var snemma, eins og að líkum lætur, kvaddur til opin- berra starfa, og hefur hann átt sæti í fléstum nefndum, sem um er að ræða í 'sveitarfélögum. Síðastliðin 40 ár hefur hann veitt forstöðu Spari sjóði Skriðuhrepps. Aðalsteinn mun mega teljast vel fjáður maður að veraldl'egum auði, en þó að hann hafi verið og sé enn umsvifamikill bóndi og héraðshöfð- ingi, er hann engihn „tómthúsmað- ur" í andlegum efnum. Hann er hugsandi maður, á stórt bókasafn og hefur áhuga á mörgum og óllkum viðfangsefnum, jafnvel á hinum dýpstu rökum mannlegrar tilveru. Er gaman að ræða við hann um hin margvíslegustu efni, því hann kann bæði að hlusta og að tjá skoðanir sínar á viðfelldinn og hógværan hátt. Hánn er mildur f tlómum og um- burðarlyndur og áreiðanlega mann- vinur, sem vill hvers manns vand- ræði leysa. En þó að hann hafi skop skyn gott, er gaman hans jafnan græskulaust, og held ég, að þó að hér væri leyfður vopnaburður, mundi hann aldrei bera vopn á aðra, nema þá í ýtrustu sjálfsvörn. Mun hann að eðlisfari vera mannasættir og vel til þess fallinn að setja niður deilur. Hann er hjartahlýr maður og góðgjarn. Sá, sem þessar línur ritar, hefur mörg hin siðari ár komið að Öxnhóll og jafnan mæfct þar frábærri gest- risni af hálfu húsráðenda. Yfir hús freyjunni er reisn og þokld, ekkl síður en húsbóndanum, enda hefur báðum tekizt að „gera garðinn fræg- an" og laða þangað gesti úr grennd og firrð. Þegar ég hef nálgast Öxn- hól á ári hverju nú um langt skeið, hefur mér alltaf fundizt, að vitJ mér brosti „herragarður", höfðingja setur, þar sem fortíð og nútlð mæt- ast á viðfelldinn hátt og haldið er' uppi'heiðri íslenzkrar bændastéttar. Útsýni er mjðg fagurt frá öxnhóli, ( og má vera, að það hafi átt nokkurn i þátt í því að móta skoðanir og lífs- viðhorf bóndans þar og gera hvort tveggja jafn viðfeðma og giftusam- Iegt og það er. Eitt af því sem gestsaugað kemst ekki hjá að sjá á Öxnhóll, er frábær umgengni og snyrtimennska, bæði úti og inni. Hjónin eru að mörgu leyti samvalin, enda mun sambúð þeirra hafa verið hin bezta, og má segja, að mikil hamingja hafi jafnan ríkt á Öxnhóli. Eg óska oddvitanum á Öxnhóli — fjármálaráðherranum í Skriðu- hreppi — aHra heilla sjötugum. Gretar Fells. öxnhóll í Skrlðuhreppi. T f M I N N, fimmtudaginn 26. september 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.