Tíminn - 26.09.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.09.1963, Blaðsíða 15
IJjrottir 8Ínum og hrækti beint framan í hann. Að vonum stóð Tómas al- veg orðlaus yfir þessum óþokka- skap, en ekki er að furða, þótt margur spyrji: Hvar hefur þessi fþróttamaður hlotið íþróttauppeldi sitt? Hvar er hin margumtalaði í- þróttaandi? f Vísi er þessu lýst svo. að einn af leikmönnum Akraness úr fyrri leik hafi ýtt „nokkuð duglega" einum leikmanni KR, en KR-ing- urinn hafi ekki verið að baki dottinn og hrækti duglega af engu minni dugnaði á Akurnesing- inn!! og verður ekki betur séð, en Vísi þyki KR-ingurinn hafa stað- ið sig þarna vel í stykkinu. Þá er og í Vísi talað um, að leik- menn Akurnesinga úr leiknum við Kram, hafi staðið á baki við „skríls læti“ gagnvart dómaranum Guð- mundi Axelssyni, og er birt mynd þessari rosafrétt ,,til sönnunar". Nú skorar undirritaður á Vísi að benda á, þó eklú væri nema einn lei'kmanna Akraness, á þessari mynd. Raungr vill svo „illa” til, að á myndínni er dómarinn brosandi út að eyrum og flestir þeir, er í kringum hann eru og auk þess verður ekki einn einasti leikmaður i nýafstöðnum leik, greindur á myndinni. Fyrir hverju KR-ingar hafa þótzt vera ,,að verja“ dómar- ann, er undirrituðum hulin ráð- gáta, en hann var staddur við þetta tækifæri og sá ekki, að dóm- aranum væri nein hætta búin af „skrílslátum“. Ef til vill hafa KR- ingar verið að byggja grunninn undir „rosafrétt“ þá, sem Vísir birti i gær. En að sjálfsögðu hef- ur KR-ingum þótt súrt í broti, hve áhorfendur fögnuðu B-liði Akraness innilega og þyrptust inn fyrir girðinguna í þeim tilgangi. Það má rétt vera, að eðlilegra hefði kannski verið, að áhorfend- ur hefðu gengið hnípnir og þöglir af vettvangi, eftir að hafa séð hina íræknu frammistöðu 8 landsliðs- fulltrúa sinna sem vart níun eigá sér hliðstæðu. Þá fullyrðir Vísir, að Akurnes- ingar hafi kært leikinn strax að leik loknum, Þetta er fleipur og á ekki stoð í veruleikanum. Sannleikurinn er sá. að Helgi Daníelsson og Rikharður Jónsson gengu til dómara í búningsklefa að leik loknum og bað Helgi hann að sýna sér landsdómaraskírteini sitt, sem dómarinn gat að vonum ekki lagt fram, því að hann^ hefur að- eins héraðsdómararéttin'di. Sagði Helgi þá, að þetta atriði væri nægilegt tilefni til kæru og er það rétt, sbr. nýlegt fordæmi. Hins vegar var leikurinn ekki kærð ur og verður ekki kærður. Raunar er dómarinn kapituli fyr ir sig, en hér verða aðeins nefnd fáein dæmi um, að honum væri réttara að auka réttindi sín, áður en hann gengur til annars slíks ieiks. Guðmundi S'gurðssyni, bakverði Akurnesinga var vísað út.af fyrir meintan grófan leik, en ekki hafði hann áður hletið áminningu. Bjuggúst nú flestir við. að hið ,,grófa brot“ Guðmundar vrði und irstrikað með aukaspyrnu. eins og réttilegt hefði verið. En það und- crlega skeðui .dómarinn dæmir uppkast! í byrjur, síðari hálfleiks gengur dcmarinri að Kristni Gunnlaugs- syni og segir vis hann. Kastaðu nú rétt inn i þéssum hálfleik. bað acfur þú ekki gert í þeim fyrri. En samt var aldrei dæmt á Krist :n! Þegar Helgi Hannesson fékk ?. aminninguna gekk dómarinn að honum og sagði: Þú leikur heldur fast góði, 3 áminning! Vonar svo undirritaður, að Vísh lesi rækilega ,,fréttir“ sínar yfir. aður en hann birtir þær athuga^ semdalaust. og ef um utanaðkom- rndi aðilp er að ræða, þá vandi hann betm val „fréttaritara" sinna. Björn Guðmundsson“, GÖNGUR Framhald af 1. síðu. fjall og Stafnsgil, en urðu að snúa frá. Þeir gistu í Stafni síð astliðna nótt. Þeir reyndu aftur að smala í dag, en urðu frá að hverfa á ný. Riðu þeir niður Svartárdal og fengu bíl á móti sér að Leifsstöðum, sem flutti þá heim. Björn sagði að mið- flokksmenn hefðu verið vel útbúnir og ekkert hefði orðið að. Tveir drengir voru í mið- flokk, 14—15 ára og tveir lítið eldri og létu þeir ekkert á sig fá i þessari svaðilför. En Björn sagði að veðrið hefði verið þannig, að það hefði verið á mörkunum að þeir rötuðu. Þó eru menn í miðflokk, sem hafa verið í göngum á þessari heiði frá barnæsku. Þeir, sem ekkert hefur spurzt til síðan á þriðjudagsmorgun, að þeir skildu við félaga sína í Afangaflá og mynduðu vest- flokk, eru flestir Húnvetningar. IFJÁRSKAÐAR í TRÉKYLLISVÍK GPV-Trékyll'isvík, 23. sept. Ekki ætlar að verða endasleppt með ctíðina þetta sumar og eríið leika af þeim sökum. Hefur veð- ur að undanförnu verið stórrysj- ótt og snjóað jafnt í sunnanátt sem norðan. Á mánudaginn var leitað. Þann dag var gott veður, en í gær brá aftur til hins verra. Þegar leið á daginn í gær, v^r komið norðan fárviðri með fann kyngi og í nótt var stórveður- ofsi fram undir morgun. Miklar fanndyngjur eru komnar og ill- | fært yfirferðar. í veðrinu hefur I" fé fennt og fjárskaðar orðið, þótt enn sé ekki full spurt til þess. Á Melum hafa þegar fundist 17 kindur dauðar, sumar þeirra far ið í sáóinn. Ráku 8 af þeim í dag.. Á Finnbogastöðum í Bæ fund- ust 2 kindur dauðar. Er viðbúið að mairi skaðar hafi orðið. Á morgun átti slátrun að hefjast á Norðurfirði hjá Kaupfélagi Strandamanna. Óvíst er að af því geti orðið, því ófært er að reka fé til slátrunar nema veður og færð batni. í dag er veðurhæð minni, en snjókoma og dimm- viðri. VERZUNARMENN Framhal? at lö síðu um, kr. 7.223 Eftir 15 ár kr. 8.658,00. 8. flokkur: Ritarar I. Skrifstofu- og afgreiðslufólk með verzlunar- skóla- eöa hliðstæða menntun eða þriggja ára starfsreynslu, nema það, sem fellur undir 9. flokk, kr. 7 694,00. Eftir 15 ár kr. 9.363,00. 9. flokkur: Afgreiðslufólk í kjöt-, i ifreiða- og "arahlutaverzlunum, Járn- byggingarvöru og veiðarfæra verzlunum með verzlunarskóla eða nliðstæöa menntun eða þriggja ára starfsreynslu kr. 8.008,00. Eftir 15 ár kr. 9.744,00. 10. flokkur- Sölumenn úti og n ni. Gialdkerar II. Lagerstjórar, kr 8.322.00 -- Eftir 15 ár kr. 10.125.00. 11. flokkur: Fulltrúar II. Bréf- tarar sem sjólfir geta annast bréfaskriftir á erlendum tungu- málum. kr 10 125.00. Eftir 15 ár kr 12.320.00 12. flokkur- Aðalbókarar Aðal- •’ iaidkerai Deildarstjórar Sölu- sijórar ki 11 682.00 Eftir 10 ár c 14 136 00 13. flokluir: Fulltrúar I Háskóla menntnði’ menn tviðskiotafræðing ar 'hagfræðmcar lögfræðingarl. sem ekk falR ondir 14 flokk, Kt 12 930.00 ECHr 10 ár kr. 15 893.00 14. fjqkkur ‘skrifstofustjórar. v'erzl'ma 't’órai 1 ~ nogpO Éftir 10 ar kr 17.629,00. Hafi þeir gist í Ströngukvíslar- kofa, eins og þeir voru að um- segja á þriðjudagsmorgun, er óvíst þeir nái til byggða í kvöld í því umbrotafæri, sem nú er á heiðinni. Miðflokksmenn gista í Stafni í nótt en ríða síðan heim á morgun. Gangnamenn hafa löngum átt góðu <atlæti að fagna i Stafni og svo er enn, er flokkur eftir flokk gangna- manna njóta þar gistingar og beina! Veður er nú að lægja á þessum slóðum en bleytuhríð var þar í dag. Erlingur Davíðssan, ritstjóri. á Akureyri, hringdi fyrir Tím- ann til ýmissa staða norðan- og norðaustan lands í dag. Hann fékk þær fréttir frá Ólafsfirði, að réttað hefði verið í neðri hluta sveitarinnar á mánudag, en fé af Reykjaheiði og Lág- heiði var réttað í Reykjarétt í gær. Á réttardaginn var hið versta veður, krapastórhríð, og komu fáir til réttarinnar. Eyfirðingar réttuðu yfirleitt á mánudaginn í blíðskapar- veðri, en Hörgdælir og Öxna- dælir réttuðu í gær og fengu ruddaveður. Göngum Fnjósk- dælinga hafði verið flýtt. Fóru þar fram dagana 13.—14. sept. og fengu þeir ágætt veður í fyrstu og öðrum göngum. Fé var þá óvenju neðarlega. Á svæðinu frá Fnjóskadal til Mývatnssveitar fengu menn á- gætt veður í göngum, sem voru um garð gengnar áður en veðr- ið skall á. I dag bárust þær fréttir frá Svartárkoti i Bárðar- dal að í gærkvöldi hefðu fjórar kindur verið dregnar úr fönn í Víðikeri. Stórfenni er nú í Fram-Bárðardal og á hálendmu fram af dalnum, en rifið á milli. Vont er orðið að koma kindum um jörðina og voru Bárðdælir allir að sinna fé sínu í dag. Frá Reynihlíð berast þær fréttir, að Mývetningar hafi lagt af stað í gær á austurfjöll í göngur. Var ætlunin að smala Grafarlönd og fleiri svæði. en þeir urðu að snúa við vegna veðurs. Þei- fóru aftur af stað í morgun. Þetta eru þriggja daga göngur. Nú er þarna ökla- snjór. í Axarfirði er búið að ganga nærheiðar og gekk það vel. — Snjólaust er í byggð og snjó- lítið efra. Hólssandur er aftur á móti ófær bifreiðum. Þeir í Þistilfirði höfðu lokið göngum fyrir áhlaupið, en eitt lamb fundu þeir fennt í Djúpárbotn- um á Axarfjarðarheiði. — Á Langanesi var lagt af stað í fyrstu göngur í dag. Veður var sæmílegt þar eystra og enginn snjór í byggð í gær átti að rétta í Fljóts- dalsrétt ,en því varð að fresta þangað til í dag vegna illviðris, eins og segir í blaðinu í dag. — Fjárdrætti var óvenju snemma lokið, því að féð var færra en venjulega Leitir a Austurlandi höfðu þó gengið allvel og var að mestu lokið fyrir hretið Réttað var í Þverárrétt í Þverárhlíð i dag. Fjárdrætti var lokið kl 13, íöngu fyrr en venjulegt et. enda var fátt fé í réttinni Stafholtstungumenn Þverhlíðingar og Hvítsíðingar rétta í Þverárrétt. og voru þ°;’ leitum i gær og fyrradae mánudag gengu þeir Tvídæg" og Holtavörðuheiði f ágæt - veðri og áttu eftir að vanga á um helmine leitarsvæð'SÍns í gær. en þá sást ekkert t') að !eita fyrir blindbyl n? urðu þeir að ski'ja mikið fé eftir Farið "erð’V" í aðra leM á bess’’ ;væði á föstudae smalað hest um og kindurr á latigardag o? snnnudag réttað hrosspm á •mnnudag os kindum á mánu- dag Leilarmern úr Mýrarsýslu muna ekk: eftir erfiðari fyrstu leitum en núna, og sumir segja, T f M 1 N N, fimmtudaginn 26. september 1963, að þetta hafi verið erfiðustu leitir á þessari öld. Mjög fátt fé var í Hítardalsrétt í dag, og stafaði m. a. af því, að ekki hafði tekizt að koma 2—300 fjár úr Hólsrétt í Hörðudal yfir fjall ið í tæka'tíð. Verið er að sækja það fé á fjall í dag. Réttað er í Skarðsrétt í Borgarhreppi á morgun, en síðasta réttin í Mýrarsýslu er Hraundalsrétt í Álftahreppi, sem verður á föstu dag. Álfthreppingar eru í fjög-- urra daga göngum inni á afrétt unum milli Mýra- og Dalasýslu. Þeir leituðu í góðu veðri á mánudag, en illviðri í gær, í dag er skafrenningur á fjalli, en engar hrakningasögur hafa bor izt til byggða. Biskupstungnamenn hrepptu á Kili versta leitarveður í mannaminnum. Þar var iðulaus hríð í þrjá sólarhringa. Leitar- menn héldu þó áfrarn í hríð- inni, en tilviljun ein réði, hvort þeir fundu kindur, og sumu töp uðu þeir aftur. f gærkvöldi komu þeir úr leitunum. Engin slys urðu á mönnum eða skepn- um, en unglingar voru slæptir, og komu þó hressir fram. Á morgun verður farið aftur inn á Kjöl. Mikið af fénu hafði hörfafi fram að afréttargirðing- unni, vegna illveðurs síðustu dægra. Bílfæri var þungt frá Hveravöllum í Fossrófur, og á Bláfellshálsi varð að rnoka til að koma bílnum fram. Hrunamenn voru að reka til rétta kl. 5 í dag. í nótt lágu þeir að venju fyrir innan Tungufell. Þeir hrepptu vonzku veður, en gekk þó sæmilega fram. Safnið var lítið, en mikið fé hafði áður verið sótt og rétt- að. Gnúpverjar komu niður með safnið í dag, en í gær varð ekki smalað fyrir illviðri. Þá var skarðalaus bylur allan daginn, fram til klukkan 6, öll gil fyllti af krapa og snjó, og þurftu leit- armenn að draga lömb og mátt arminni kindur upp úr krapa- elgnum. Svæðið frá Gljúfurleit að Hólaskógi er ósmalað, en í morgun riðu smalamenn aftur innúr. Um árangur er ekld vit- að, og heldur ekki um fjár- skaða. Safnið, sem komið er fram, er helmingur á við það vanalega, eða um 3000 fjár og það flest komið fram að afrétt- argirðingu áður en lagt var á fjali. Ása- og Djúpárhreppingar ferjuðu safnifl af Holtamanna- afrétti yfir Tungnaá á Haldi á mánudaginn, íisæmilegu veðri, og rájcu fram að Galtalæk í gær, í blindbyl. Sigurjón Rist hefur nýlega merkt léiðina inn að Haldi. Rekstrarmenn fylgdu merkjunum og komust fram við illan leik. í dag réttuðu þeir á Qaltalæk. Afrétturinn smalaðist fremur vel. Landmenn áttu að koma fram á morgun, ef allt hefði farið að skilum, en í gær brut- ust þeir með safnið úr Laug- unum út að Hell'i í aftakaveðri. Þeir höfðu tvo bíla með sér, annar er nú bdaður á Frosta- staðahálsi og hinn fastur í snjó í Dómadal. Fé og mannskapur er nú_ allur við Landmanna- helli. í morgun var gerður út leiffangur úr byggð til að svip- ast um eft'ir fjallmönnum, farið á bílum inn að Valahnúkum og gengið þaðan inn ag Helli. Leiðangursmenn komu aftur síðdegis og sögðu fréttirnar. í dag var jarðýta send af stað inn á afréttinn, en hún verður sólarhring að komast inn á Frostastaðaháls, þar sem annar bíllinn situr. Ýtan verður svo nottið til að ryðja fyr’r féð, ef með þarf. Rangvelltngar koma af fjalli á föstudaginn, ef að vana læt- ur, en til þeirra hefur ekki spurzt. Fjöll eru hvít ag sjá úr byggð og grátt niður á Rangár- vell'i. Engar fregnir eru af Hvol- hreppingum, en búizt við þeim fram annað kvöld eða á föstu- daginn. Þar er einnig grátt í byggð og hríð að sjá til fjalla í gær. Fljótshliðingar komu með safnið í gær og fengu slyddu- byl seinni part dagsins. Safnið er lítið, því margt af fénu var áður komið fram, en smala- mennskan gekk í alla staði vel. Vestur-Eyfell'ingar eiga að koma fram á morgun, en þeir smala Þórsmörk, Goðaland og Almenninga. Má gera ráð fyrir, áð þar hafi kyngt niður snjó, en undir Eyjafjöllum er nú hvít jörð, allt að sjó fram. í morgun var slyddubylur í byggð. AusturEyfellingar smala lít- íð frá byggð, og Mýrdælingar hafa lokið fyrstu göngum, Álftveringar áttu að koma fram í dag, en kukkan að ganga 7 hafði ekkert tii þeirra spúrzt. Var því gert ráð fyrir, að þeir mundu bíða til morg- uns. Skaftártunguménn eru vænt- anlegir á föstudaginn. Fólk á innstu bæjum í sveiUnni t'elur, að veðrig hafi ekki verið ýkja- hart á afréttinum. Vestur-Síðumenn, og þeir Meðallendingar, sem eiga upp- rekstur með þeim, áttu að koma fram í dag, en klukkan að ganga 7 höfðu engar fregnir borizt af þeim. Var gert ráð fyrir, ag þeir mundu bíða til morguns. Hörkuveður geisaði á afréttinum í þrjú dægur, þar til í dag, að stytti upp með blíðu. Á morgun átti að rétta í Heiðarrétt. Austur-Síðumenn, Fljóts- hverfingar og Meðallendingar, s?m eiga upprekstur meg þeim, eru ófarnir í göngur. innilegt þakklætl fyrlr auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ' 1 inr’ns míns og sonar ðiöjgvins Magnússonar,. : . a Tröllanesi, Neskaupstað, Hjarð'arhaga 54. Viktoría Kristjánsdóttir, Magnús Hávarðsson, Innllegar þakklr og kveðja til allra naer og fjær, sem heiðruðu m'nnlnou usnnsins mins og föður okkar ÓsvaítSs Eyvindsscnar Jóhanna Guðmundsdóitir Sophia Osvaldsdóttb Oavíð Osvaldsson, Anna Osvaldsdóttir Guðrún Osvaldsdóttir Guðmundur Osvaldsson. 15 / v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.