Tíminn - 26.09.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.09.1963, Blaðsíða 5
K T í M I N N, fimmtudaginn 26. september 1963. HINN árlegi landsleikur i Norðmanna og Dana í | knattspyrnu fór fram fyrir B rúmri viku og þótt leikur- 1 inn væri háður í Oslo unnu | Danir auðveldan sigur, 4:0. MYNDIN hér til hliðar er frá atviki í leiknum. Mark- vörður Dana, Erik Lykke Sörensen, B1913, horfir á eftir knettinum fram h|á sér — en utan stangar — og honum tókst að halda marki sínu hreinu. NTB-Vín, 2S. sept. ■£? Austurríki og Eire gerðu jafntefli í Evrópubikarkeppni landsliða í dag. Leiknum lykt- aði cneð jafntefli, 0:0. Þetta var fyrri leikur landanna. Þess má geta, ag Eire sigraði ísland í fyrstu umferð keppninnar. NTB-Glasgow, 25. sept'. •fc Spánska liðið Real Madrid sigraði Glasgow Rangers í fyrri leik liðanna í Evrópubikar- keppninni, Spánska liðig skor- aði eina mark leiksins í síðari hálfleiknum. NTB-Liege, 25. sept. -jV Standard Liege sigraði Norrköping 1:0 (0:0) í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninn- ar. Annar leikur liðanna verð- ur í Norrköping. NTB-Helsinki, 25. sept. ■fc Finnska liðið Haka sigraði lið Luxemborgar í Evrópu- keppninni í dag. Þess má geta, að Haka keppti á íslandi í sum- bikarnum AlLReykjavík, 25. sept. Valsmenn slógu Vestmannaeyinga út úr bikarkeppninni á Meiavellin- um í dag. Þeir skoruSu tvö mörk gegn engu Eyjamanna. í sjálfu sér var leikurinn alls ekki svo ójafn, en Valur getur einkum þakkað mark verði sínum, Björgvini Hermanns- synl, aS sigur vannst. Hvað eftir ann að greip hann snilldarlega inn í, þegar hinir eidfljótu sóknarmenn Vestmannaéyja voru komnir einlr inn fyrir Valsvörnina, og varði. Ann ars átti Vaisliðið mjög þokkalegan leik, og það var oft gaman að sjá til hinna ungu sóknarleikmanna. Bergsveins og Hermanns, sem sýndu lagleg tilþrif. Eftir öllum gangi leiks Ins hefði jafntefli e.t.v. verið rétf. lát úrslit, en hin óútreiknanlega knaftspyrna spyr ekki ailtaf hvað sé réttlátt, mörkin telja. Valsmenn skoruðu fyrra markið á 25. mínútu leiksins. Það var Berg Bréf til Iþróttasíðunnar frá Akurnesingi: RÉTT er að láta þess getið, að bréf Björns Guðmundssonar, sem hér birtist. túlkar málstiað Akur- nesinga mn þau atvik, sem áttu sér stað eftir leik KR og B-liðs Ak- umesinga i bikarleiknum á sunnu- daginn var, en eru hins vegar á engan hátt skoðun íþróttasíðunn- ar á málinu. Rétt er þó að birta bréfið svo þessi hlið málsins komi fram, en ef einhverjir hafa eitt- hvað við hana að athuga er þeim heimilt rúm hér á síðunni, endia oftast tvær hliðar á hverju máli. — Hallur Símonarson. „Það getur stundum verið sárt að fara halloka í leik og það er iika misjafnt hvernig brugðizt er við mótlæti. Þetta sýndu greini- lega viðbrögð nokkurra leikmanna í og að loknum leiknum milli liðs KR og B-liðs Akurnesinga á sunnudaginn. Úr þeim leik fóru KR-ingar að vísu með bæði stigin, en flestir eru víst sammála um ,að eigi að síður biðu þeir mikið afhroð. ekki sízt þegar á það er litið, að þarna attust við' íslandsmeistarar, marg- íaldir bikarmeistarar, sem skört- uðu 8 landsliðsmönnum og hins vegar næst bezta lið úr litlum fiski Hér hefur Björgvtn markvörSur misst af lestinni, en Ami er tii staðar og bjargar. (Ljósm.: Kári). svoinn Alfonsson, sem átti allan heið ur af því. Hann var fljótur sem eld- ing að notfæra sér mistök í Vest- mannaeyjavöminni,. hljóp inn í send ingu, sem ætluð var markverði, og skoraði með fastri jarðarspyrnu. Páll í markinu hafði ekki nokkra mögu- leika á að verja skotið, en gerði samt til'raun. Sú tilraun varð honum dýrkeypt, því hann meiddi sig ilia á fingri um leið og hann kom niður og varð að yfirgefa völlinn af þeim sökum. Þetta var eina markið í fyrri hálf leiknum. Liðin skiptust á upphlaup- um oe áttu Vestmannaevinear mun Vísir - og ieikur KR-inga gegn B-iiBi Ákraness mannabæ. í dagblaðmu Vísi birt- ast í gær furðulegir eftirþankar um þennan leik og af þeim skrif- um þykjast margir ráða. að á bak við þau standi einn leikmanna KR, fyrrverandi starfsmaður við blaðið, þótt ekki skuli um það fullyrt hér að.svo komnu máli. í þessari „frétt“ er tæpt á ýmsu og mjög frjálslega farið með sann leikann, þótt ekki sé meira sagt. Þar sem undirrituðum er vel kunn ugt um, hvað fram fór, telur hann ; étt, að allur sannleikur komi fram j þessu máli. í „frétt Vísis“ er fyrst vikið að samskiptum eins leikmanna KR og ánorfanda, liðsmanni A-liðs Akra- ness. Staðreyndir málsins eru þess ar: Tómas Runólfsson, sem af öll- um. sem til þekkja er annálaður fyrir prúðmennsku og drengskap í hvívetna, gekk að leiknum lokn- um til eins leikmanna KR, sem var á ieið til búningsklefa ásamt liði sínu. klappaði á öxl hans og -agði: Hvar eru nú landsliðsmenn- rnir. Viðbrögð fyrrgreinds leik- manns úr KR við spaugsyrðunum arðu skjót, en á þann veg, að ó- verjandi er að láta liggja í þagn- argildi. Landsliðsmaðurinn, sem margsinnis hefur verið valinn til þess að vera fulltrúi þjóðar sinnar, hér heima og erlendis, íslands- meistarinn og margfaldur bikar- meistari, sneri sér að íþróttabróður Framh a 1 hættulegri tækifærL Þrisvar sinnum skeði það í fyrri hálfleiknum, að sóknarmenn Vestmannaeyja komust inn fyrir vömina hjá Val, sem var mistæk, en þeir strönduðu í öll skipt in á Björgvin markverði, sem annaö hvort varði vel, eða bjargaði með út hlaupi. Annað mark Vals kom svo á 7. mínútu síðari hálfleiks. Það var allt á tjá og tundri í vöminni hjá Vest- mannaeyjum — og í upplausninni náði Hans, miðherji Vals, knettinum við vítaspyrnupunkt, og skaut lausu skoti á markið. Hefði markvörður- inn verið vel á verði, hefði hann átt að verja, en knötturinn sigldi ró- lega inn fyrir marklínuna. Aðeins þremur mínútum síðar lá við, að Valúr skoraði þriðja markið. Hermann Gunnarsson, vinstri útherji lék skemmtilega upp kantinn og gaf fyrir markið, þar sem' Bersveinn fceið tilbúinn og skallaði mjög fast í átt að markinu. Knötturinn smali í þverslánni og út aftur. Lagleg til- þrif hjá þeim yngstu. Annars var síðari hálfleikurinn keimlíkur þeim fyrri og tækifæri urðu til á báða bóga og oftar en einu sinni skall hurð nærri hæium upp við Valsmarkið. í heild var leikurinn ekki svo óskemmtilegur — og talsvert um laglegan samleik. Hiá Val voru beztu menn Björgvin í markinu, Berg- sveinn og Hermann. Vörnin var nokkuð mistæk og oft opin og kom það kannski til af því, að hvorugur framvarðanna dróg sig til baka. — Hjá Vestmannaeyjaliðinu átti Viktor miðvörður athygllsverðan leik. Atli framvörður var nokkuð góður, svo og Þorsteinn, hægri útherji. Dómari í leiknum var Hannes Þ. Siaurðsson oa dæmdi vel Hafsteinn Guðmundsson, Keflavík, dró í gærkvöldi, á skrifstofu ÍBR, samair lið í næstu umferð í bikarkeppn- inni. Upp kom, að saman leika KR og Keflavik og Valurog Akranes. Á myndinni eru einnig Slgurgeir Guðmanns- son; Einar Björnsson; Halldór Sigurðsson og Jón Magnússon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.