Tíminn - 28.09.1963, Síða 14
o
WILLIAM L. SHIRER
frá hópi þýzkra hershöfðingja og
borgara, sem flestir höfðu þjónað
Hitler af laiklum dugnað'i fram
til þessa. Því, að minnsta kosti,
sumir andstæðingar þeirra í Lond-
og og París 'hafa ef til vill munað
óljóst eftir staðreyndunum í
þýzkri sögu: að herinn hafði að-
stoðað við að koma hinum fyrr-
verandi austurríska liðþjálfa til
valda, hafði fagnað' yfir tækifær-
unum, sem hann gaf hernum til
þess að endurhervæðast, hafði, að
því er bezt varð séð, ekkert haft
á métl þvi, að Þjóðernissósíaiism-
inn þurrkaði út allt persónufrelsi
eða gert nokkuð vegna morðsins á
einum af hershöfðingjunum, von
Schleicher hershöfðingja, eða því
að æðsta manni hersins, von
Fritsoh hershöfðingja, hafði verið
vikið frá eft'ir viðbjóðslegan sam-
blástur gegn honum; og fyrir
nokkru hafði herinn aðstoðað við
töku Austurríkis, og hafði sann-
arlega lagt af mörkum herstyrk-
inn, sem nauðsynlegur var til þess
að ihægt væri að gera það. Hvaða
sökum, sem hægt var að bera há-
aðal'nn í London og París, og þær
eru efalaust þungar, þá er stað-
reyndin áfram sú, að þýzku hers-
höfðingjarnir sjálfir, og borgar-
arnir, sem unnu með þeim að
samsærinu, létu fram hjá sér fara
ágætis tækifæri til þess að sker-
ast sjálfir í leikinn.
Uppgjöfin í Munchen
29.—30. sept. 1938
Áður en tíu dagar voru bðnir
frá því að Adolf Hitler hafði skrif-
að nafn sitt undir Miinchensáttmál
an — meira að segja áð'ur en lokið
hafði verið hinu friðsamlega her-
námi Súdetahéraðanna — sendi
hann af stað áríðandi leynileg
skilaboð til Keitel hershöfðingja,
yfirmanns OKW.
1. Hvaða liðst'yrkur er nauðsyn-
legur, eins og nú stendur á, til
þess að brjóta á bak aftur alla mót-
spyrnu Tékka í Bæheimi og á
Mæri?
2. Hversu langan tíma þarf til
þess að endurskipuleggja og flytja
á staðinn nýjan liðstyrk?
3. Hversu langur tími er nauð-
synlegur til hins sama, ef það er
framkvæmt eft'ir hina fyrirhuguðu
afvopnun og eftir að herinn hefur
verið fluttur burtu?
4. Hversu langan tíma þarf til
þess að herinn verði aftur orðinn
jafn vel uiidir aðgerðir búinn og
hann var 1. október?
Keitel sendi skeyti um hæl til
foringjans 11. október, þar sem
hann gaf nákvæm svör við þessum
spurningum. Ekki sérlega langur
tími né mjög mikill liðsauki var
nauðsynlegur. Þegar voru tuttugu
og fjórar herdeildir, þar á meðal
þrjár brynvarðar og fjórar véla-
herdeildir, í Súdetahéruðunum.
„OKW áiítur‘‘7 fullyrti Keítel, „að
fært yrði að hefja aðgerðir án liðs-
auka, þegar tillit er t'ekið til þess
veikleikavottar, sem komið hefur
fram í mótspyrnu Tékka.“
Eftir að hafa fengið þessar stað-
festingar, sagði Hitler herforingj-
um sínum hug sinn allan tíu dög-
um síðar.
RÍKISLEYNDAKMÁL.
Berlín, 21. október 1938.
1 Verkefni herjanna í framtíðinni
j og undirbúningur að styrjöld, sem
lleiða mun af þessu verkefni, verð-
! ur nánar t'ilgreint í skipunum, sem
j ég mun gefa síðar.
1 Þar til þessi skipun gengur í
gildi, verða herirnir að vera við-
búnir á öllum tímum, að eftirfar-
andi hluti geti þurft að fram-
kvæma:
1. Að tryggja landamæri Þýzka
lands.
2. Að útrýma því, sem eftir er
ef Tékkóslóvakíu.
3. Að hernema Memel-héraðið.
Memel var hafnarborg við Eystra
salt, sem Þjóðverxjar höfðu orðið
að láta af hendi við Litháen sam-
kvæmt Versalasáttmálanum. Þar
eð Litháen var minna og veikara
ríki en bæði Austurríki og Tékkó-
slóvakía, voru engin vandræði því
samfara fyrir Wehrmacht að fram
kvæma þetta, og I þessu bréfí
minntist Hitler aðeins lauslega á,
að borgin myndi verða , „innlim-
HSr:,*í-.W T--íaÆ^lE*JédSaáfcíá«aHíi
uð“. Hvað viðvék Tékkóslóvakíu:
Það verður að vera hægt að
greiða því, sem eftir er af Tékkó-
slóvakíu rothögg, ef stefna lands-
ins fer að verða andstæð Þýzka-
landi. i
Sá undirbúningur, sem herinn
þarf að gera vegna þessa verk-
efnis, er töluvert minni en undir-
búningurinn að „Grænu“. Samt
verður að vera öruggt, að viðbún-
aðurinn sé nokkru meiri, þar eð
fallið hefur verið frá áælluninni
um herútboðið. Skipulagning, þ.e.
orrusturnar og viðbúnaður her-
flokka þeirra, sem ætlaðir eru til
þessa verkefnis, skal miðast að því
á friðartímum, að um skyndiárás
sé að ræða þannig, að Tékkósló-
vakía sjálf verði svipt öllum mögu-
leikum á því að skipuleggja and-
spyrnu. Markmiðið er að taka Bæ-
héim og Mæri og skilja Slóvakíu
frá öð'rum hlutum'landsins.
Það var auðvitað hægt' að stía
Slóvakíu frá með stjórnmálalegum
aðferðum, sem gæti gert það ó-
nauðsynlegt að þýzku hersveitu.i-
um væri beitt, í þessu augnamið1
var þýzka utanríkisráðuneytið lát-
ið hefjast handa. Fyrstu dagana í
okt'óber hvöttu Ribbentrop og að-
stoðarmenn hans Ungverja til þess
að krefjast síns hluta af ránsfengn
um í Slóvakíu. En þegar Ung-
verjaland, sem varla þurfti á
hvatningu Þjóðverja að halda til
þess að'æsa upp ágirndina, talaði
um að ganga hreint til verks og
hernema Sl'óvakíu, setti Wilhelm-
strasse fótinn fyrir dyrnar. Þar
voru nefnilega til aðrar áætlanir
um framtíð þessa landssvæðis.
Pragstjórnin hafði nú þegar, þ.e.
a.s. strax eftir Munchen-fundinn,
veitt Slóvakíu mjög mikið sjálf-
stæði. Þýzka utanríkisráðuneytlð
gaf þau ráð,. að þessi lausn yrði
,.umborin“ um stundarsakir. En
hugsanagangur Þjóðverja kom
fram í skýrslu , sem dr. Ernst
Wörmann, yfirmaður stjórnmála-
deildar utanríkisráðuneytisins,
gerð'i 7. október. „Sjálfstæð Sló-
vakía“, skrifaði hann, „verður
stjórnarfarslega veikbyggð, og
myndi þar af leiðandi bezt þjóna
Þjóðverjum í sambandi við sókn-
ina og töku landanna í austri.“
Hér eru ný kaflaskil í sögu
Þriðja ríkisins. í fyrsta sinn er
Hitler að hefjast handa um að her
nema lönd, sem ekki eru þýzk að
uppruna. Síðustu sex vikurnar
hafði hann verið að fullvissa
Chamberlain í einrúmi og einnig
opinbsrlega um, að Súdetahéruðin
væru síð'asta landsvæðið í Evrópu,
sem hann gerði kröfu til. Og þrátt
fyrir það, að brezki forsætisráð-
herrann væri svo auðtrúa, að varla
sé hægt að trúa því, þegar um var
að ræða að trúa orðum Hitlers, þá
var nokkur ástæða til þess, að
hann tryði, að þýzki einræðisherr-
ann myndi nema staðar, þegar
hann hefði melt Þjóðverjana, sem
áður höfðu dvalizt utan Landa-
mæra Ríkisins og nú voru Itomnir
inn fyrir þau. Hafð'i ekki foringinn
hvað eftir annað sagt, að hann
vildi enga Tékka í Þriðja ríkinu?
Hafð'i hann ekki í Mein Kapf og í
ótölulegum fjölda ræða, sem hann
hafði haldið opinberlega, lagt á-
herzlu á nazista-kenninguna um,
að til þess að Þýzkaiand gætl orðið
valdamikið, yrð'i það að vera kyn-
þáttalega hreint, og því mætti það
ekki taka inn fyrir landamæri sín
neinar útlendar, og þá sér í lagi
ekki slavneskar þjóðir? Það hafði
hann gert. En hann hafði einnig —
og það hafði ef til viil gleymzt í
London — prédikað á margri síð-
unni í Mein Kampf um, ag fram-
tíð ÞýzkaLands lægi í því að ieggja
undir það L'ebensraum í austri. í
32
mr hlýlegur glampi í augum hans,
sem 'henni gazt vel að.
Hún svaf mest ailan daglnn.
Henni var færður matur og drykk
ur upp. Eiginkona Hsung kom af
og til upp að vita, hvort hún gæti
eitthvað fyrir hana gert. Og áður
en hún vissi af, voru karlmenn-
irnir komnir heim aftúr, og hr.
Manning stóð við rúmið og spurði
með sinni dimmu raust' hvernig
henni liði.
Hún sagði eins og satt var„ að
sér liði miklu betur. — Voru
nokkur skilaboð tii mín í dag, hr.
Manning? spurði hún með ákefð.
Hann hristi höfuðið.
— Nei, Hsung hefði sagt m.ér,
ef einhver hefðu verið.
Hún hallaði sér aftur út á kodd-
ann. Hún hafði vonað að Grant
myndi senda henni kveðju sína, og
þar með skyldi hún ekki hafa á-
hyggjur vinnunnar vegna. En hún
varð bara að flýt'a sér að iáta sér
batna.
Brett kom inn og sat hjá henni.
Hann var enn mjög vesaidarlegur
og auðmjúkur, og það fór honum
ekki vel. Henni fannst, að Brett
ætti ailtaf að vera glaður og hressi
legur; hann missti eitthvað not'a-
legt úr persónuleika sínum með
allri þessari auðmýkt.
— Einhver, sem kallaði sig
Bobby hringdi rétt áðan. Hver er
Bobby? spurði hann tortrygginn.
— Hann er yndisiegur. Hann er
aðstoðarmaður Grant og bezti vtn-
ur minn.
— Eg héit að ég væri beztl vin-
ur þinn?
Hún leit forviða á hann og
sagði:
— Ert þú vinur minn, Brett?
Hann virtist djúpt særður. Hann
hallaði sér fram. — Líturðu ekki
á mig sem vin þinn, GaiL?
Hún hristi höfuðið. — Eg veit
það ekki, Brett.
— En þú elskar mig, sagði hann
hásum, þrjózkulegum rómi. — Þá
hlýt ég að vera bezti vinur þinn.
Aftur hristi hún höfuðið.
— Heidurðu það, Brett? _Ef mað
ur er ástfangin af einhverjum, er
ég ekki viss um að maður geri
sér grein fyrir hvort sá sami er |
vinur manns eða ekki. Eg heid að |
vinátta sé gjöróiík ást. Ásiinni
slær niður í huga manns skyndi-j
Lega, og óvænt, en vinátta er dá-(
lítið, sem maður hugsar um, og
sem er lengi að verða t‘l. Hún
brosti til hans og rétti út höndv
ina. — Kannski verðum við vinir,
Brett. Eg vona það. |
Hann kyssti hönd hennar og lék^
sér að henni.
— Auðvitað verðum við líka
vinir elsku vina mín.
I
Þegar hún vaknaði morguninn
eftir, leið henni miklu betur, og
þegar læknirinn kom, sagði hann,
að hún væri hitalaus, en skyldi
liggja í rúminu til að henni slægi
jekki niður aftur. Tom var farinn
til vinnu sinnar og hafði beðið
Brett að koma með sér. Þeir fóru
árla morgunsins.
Gail leifj nú miklu betur, og
heK'fi fannst tíminn sniglast á-
rram. Hún hafði aldrei verið sér-j
lega þægur sjúklingur, ekki einu
sinni þegar hún var reglulega
sjúk. Nú var hún döpur í bragði,
þegar hún hugsaði til þess að
Bobby hafði hringt en ekki Grant.
Var hann mjög reiður út í hana?
Hún hafði svo miklar áhyggjur af
því, aa hún ákvað að hringja til
hans. Hún ætlaði að segja honum, j
að sér liði nú betur, og að hún
kæmi til vinnu daginn eftir.
Hún leit í kringum sig í her-
berginu, en þar var enginn sími,
en hún mundi að einhvers staðar
í húsinu hafði hún ség síma. Hún
mundi að það var á skrifborði hr.
Mannings í hinu stóra vinnuher-
bergi hans. Hún smeygði sér í
einn af hinum fallegu, kínversku
morgunsloppum, renndi fótum í
töfflurnar og fór niður stigann og
inn í vinnuherbergið.
Hún hafði ekki ség neinn á ferli.
Þetta var rétt eftir hádegið, og
hún bjóst við að þjónarnir hefðu
lagt sig. Hún leit í kringum sig
eftir símaskrá til að fietta upp
símanúmerinu. En hún sá hana
hvergi. Kannski var hún í ein-
hverri skrifborsskúffunni. Hún
dró þá efslU út og horfði furðu
Lostin á þag sem hún sá
Skúffan var troðfull af vega-
bréfum — vegabréfum frá ýmsum
löndum, brezkum, amerískum,
og frönskum, og þegar hún leit
nánar á þau, sá. hún að þau voru
öll frá þessu ári. Hvað í ósköpun-
um var hr. Manning að gera við
öll þessi vegabréf í skrifborðs-
skúffunni sinni?
Hún var enn að glápa á þetta,
þegar hún heyrði fótatak. Hún
snarsnerist á hæli, og skúffan var
enn útdregin. Hsung, aðalþjónn
hr. Mannings, stóð rétt hjá henni.
— Hvað eruð þér að gera hér,
ungfrú? í rödd þjónsins gætti ekki
aðeins tortryggni, heldur og
gremju.
Hún hafði aldrei imyndað sér að
hún gæti orðið hrædd við kín-
verska þjóninn. En hún var hrædd
núna. Hún hafði óvænt hugboð
um, að hún væri í mikilii hættu.
— Eg var að leita að símaskrá
og opnaði þessa skúffu í misgán-
ingi. Rödd hennar thraði ögn.
Hsung gekk nær. Hann lokaði
skúffunni og rétti henni símaskrá,
sem lá á litlu borði út'i í einu horn
inu. — Get ég fundið númerið
fyrir yður, ungfrú?
—- Já, þökk. fyrir. Það er Mal-
colm Henderson- rannsóknarstofn-
unin. Eg ætla að tala við doktor
Grant Raeburn.
Hann fletti upp númerinu,
hringdi og rétti henni síðan tólið.
Andartaki síðar kom Mildred í
símann. — Skrifst'ofa dr. Rae-
burns.
— Þetta er Gail. Viltu leyfa
mér ag tala við doktor Raeburn,
Mildred?
— Því miður er doktorinn ekki
við, og ég veit ekki hvar hann er.
— En Bobby, er hann við?,
byrjaði Gail. Þá heyrði hún Mild-
red taka andköf af undrun, og j
síðan kom Grant í símann. — Hver i
er það? Vilduð þér tala við mig?
— Það er Gail? Mér þykir það:
afskaplega leitt, en ég hef verið j
veik. Eg vona að það hafi 'ekki
komig sér mjög, illa fyrir yður.
En nú líður mér miklu betur.
— Mér skiist að,þér dveljið á
hehnili hr. Mannings, úti við
Djúpaflóa. Eruð þér orðnar nógu
hressar til að koma aftur?
— Já, já, svaraði^hún áköf.
Skyndilega gat hún ekki liugsag
sér að vera lengur í þessu húsi.
Það var ekki aðeins vegna þess-
ara dularfullu vegabréfa, sem hún
hafði séð; það var eitthvað í and-
rúmsloftinu, sem skelfdi hana.
— Eg skal koma og sækja yður,
sagði Grant og lagði símann á.
Hún sagði við Hsung.
— Eg verð að fara aftur>til
starfa minna. Eg ætla upp og hafa
fataskipti. Viljið þér láta mig vita,
þegar doktor Raeburn kemur?
Hsung leit á hana forvitnislega,
siðan sagði hann: — Veit herrann
að þér erug að fara?
— Nei. Eg ætla að skilja eftir
miða til hans, þar sem ég útskýri
málið.
— Herraaum geðjast kannski
ekki að því að ungfrúin fari, m.eð-
an hann er ekki heima. Ungfrúin
á ag í vera þangað til á morgun.
Rödd hans var mjúk og smeðju-
lega, en þa"ð var samt einhver
undirtónn. Gat það verið hótun?
Hún reyndi að hafa stjórn á sér
þegar hún sagði kuídalega og á-
kveðið.
— Eg geri þag sem mér þykir
bezt, Hsung. Eins og ég sagði, mun
ég skilja eftir miða.
Hún hraðaði sér up til herbergis
síns. Föt hennar höfðu verið þveg-
in og straujuð og lágu á stól í her-
berginu.
Hún flýtti sér að klæðast, og
einhverra Liluta vegna sá hún, að
hendur hennar skuifu. Hún hikað’
14
T í M I N N, laugardagur 28. september 1963.