Alþýðublaðið - 19.08.1942, Side 7

Alþýðublaðið - 19.08.1942, Side 7
Miðvikudagur 19. ágúst 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^Bærinn í dag. ? Næturlæknir er í nótt Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími 2714. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12,10—13,00 Hádegistúvarp. 15,36—16,00 Miðdegisútvarp. 19,25 Hljómplötur: Létt lög, leik- in og sungin. 20,00 Fréttir. St j órnmálaumr æður. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarmálaf ærslumaður, sem unnið hefir í lögfræðiákrif- stofu Stefáns Jóh. Stefánssonar og Guðmundar I. Guðmundssonar, hefir opnað eigin lögfræðiskrif- stofu 1 Aðalstræti 8, sími 1043. Bæjarstjórnarfundur er á morgun. 6 mál eru á dag- skrá, þar á meðal hitaveitumálið. 50 ára afmæli átti í gær Loftur Guðmundsson, hinn þekkti ljósmyndari í Reykja- vík. Trúlofun sína opinberuðu í Hreðavatns- skála síðastliðinn sunnudag ungfrú Ragnlieiður Vigfúsdóttir Þormar frá Geitagerði á Fljótsdalshéraði og Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans. Ferðafélag íslands ráðgerir að fara skemmtiför í Kerlingarfjöll um næstu helgi. Lagt af stað laugardags eftirmið- dag og ekið austur um Gullfoss með viðkomu í Hvítárnesi og í Kerlingarfjöll og gist þar í sælu- húsinu. Á sunnudagsmorgun geng- ið á fjöllin og skoðað hverasvæðið. Komið heim aftur á sunnudags- kvöld. Áskriftarlisti á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5, og séu farmiðar teknir fyrir kl. 4 á föstudag. 2 þfisind kr. stolið nr Mð í fpraday. Rum var stolið í fyrradag ÚMLEGA 2 þúsund krón- úr íbúð hér í bænum. Peningarnir höfðu verið geymdir í skáp í stofu íbúðar- innar. Eldd er vitað hvenær dagsins þjófnaðurinn var fram- inn, en við og við var íbúðin mannlaus. Mun íbúðin hafa verið dirkuð upp. FREYJUFU NDUR í kvöld kl. 8,30. Venjuleg fundarstörf. Br. Jón Árnason og s. Hall- dóra Sigurjónsdóttir annast hagnefndaratriðin. — Næst- komandi sunnudag verðu far- ið í sameiginlega skemmti- ferð til Þingvalla. Nokkrum miðum er enn óráðstafað. Fé- lagar tilkynni þátttöku sína æðstatemplar í síðasta lagi á fimmtudagskvöld. Eftir það verða farmiðar seldir öllum templurum, sem óska. Far- seðillinn kostar kr. 16,00 fyr- ir íhvern. Lagt verður af stað frá Templarahúsinu kl. 9 á sunnudagsmorgun. — Fjöl- mennið á fundinn í krvöld og í skemmtiferðina á sunnudag inn. Prestur og fallhlífarhermaður. Þessi ameríkski herprestur, sem iheitir sera Raymond S. Hall og er ifrá Lowell, Ma.ss., fekk þá fiugu í hofuðið, að 'hann yrði að mæta sömu hættum og. ajörð hsns, hermenn- irnir. Gerðist hann því fallhiífarhermaður og svífur nú eins og engill af -himnum ofan til þess að mcssa fyrr her-' mennina sína. 6 milijón króTi riþ isÉfeFiÓ fyrii Síjln- fjðrð íii virkjiinar Fljótaár. F JÓRIR alþingismenn, Finn- ur Jónsson, Garðar Þor- steinsson, Einar Arnason og Aki Jakobsson, flytja þingsályktun- artillögu um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að ábyrjast 6 millj- ón króna innanlandslán fyrir Siglufjarðarkaupstað, til virkj- unar Fljótaár í Skagafirði, gegn þeim trygginum, sem hún met- ur gildar, enda sé vaxtahæð ekki yfir 4% á ári og lánstími ekki undir 25 árum og ekki yfir 40 ár. í greinargerð segir svo: ,,Með lögum nr. 98 frá 3. maí 1935 var Sigluíjarðarkaupstað heimilað að virkja Fljótaá í Skagafjarðarsýslu með þerm skilmálum, sem nefndir eru í lögunum. 'Hafa farið fram ýtarlegar rannsóknir á virkjunarmögu-. leikunum. iSamkvæmt þeim og fram komnum tilboðum í efni og vélar frá Ameríku hefir bæj- arstjórn Siglufjarðarkaupstaðar einróma ákveðið að ráðast í virkjunina, ef lán fáist í þeim tilgangi, með eigi verri vaxta- kjörum en 4% p. a. og til eigi skemmri tíma en 25 ára. Upphæð sú, sem til virkjunar- innar iþarf, er 6 milljónir króná, þar í innifalin greiðsla á lánum núverandi rafveitu, 300 þús. kr. Við rannsókn á peningamark- aðinum hefir komið í Ijós, að eigi muni hægt að fá slíkt lán án ríkisábyrgðar, og er lagt til, að hún verði veitt. í iþessu sambandi er vert að geta þess, að virkjun sú, sem um er að ræða, gerii* allan rekstur síldarverksmiðjanna á staðnum öruggari og lækkar að verulegu leyti stofnkostnað nýrra síldarverksmiðja.“ Hreinlætisvikan ber flíiömi aia.ifur. leim tsa’elnsa vel kringnim hás sin. Eft 70 kærur hafa börizt. JJf REINLÆTISVIKAN 9 í *• *“* ætlar að bera góð- an árangur.“ Þetta sagði Pét- ur Kristinsson lögregluþjónn við Alþýðublaðið í gær- kveldi. „Þeir, sem á annað borð hafa hreinsað kringum hús sín, hafa gert það mjög vel. — Aðrir snerta ekki við því og láta allt dankast.“ í gær bárust lögreglunni um 70 kærur um sóðaskap á húsa- lóðum og er nú verið að rann- saka þessar kærur. Lögreglunni . eru slíkar kærur eða vísbend- ingar kærkomnar. Hún rann- sakar allar slíkar kærur og sér svo um, að fyrirmælum hrein- lætislögreglunnar um hreinsun sé fýlgt út í æsar. í gær var farið um allar göt- ur, sem ákveðnar voru, og eftir því litið að hreinsað væri kring- um húsin. í dag verður farið um eftir- taldar götur: Verkamannabú- staðirnir í Vesturbænum. Mið- bær: Öll hús, þar sem veitinga- stofur eru reknar. Austurbær: Bankastræti, Skólavörðustígur | að Óðinsgötu, Grettisgata, Ei- ríksgata, Leifsgata, Egilsgata, Freyjugata. Enn fremur verður farið um allar þvergötur, sem að þessum götum liggja. Það ætti ölium' að vera mjög kærkomið tilefni nú að hreinsa kringum hús sín, athuga sorp- ílát sín og lagfæra það, sem er ábótavant. Menn mega ekki undir neinum kringumstæðum álíta, að hér sé um þvingunar- ráðstafanir að ræða af hálfu heilbrigðisyfirvaldanna. Hér er aðeins snúið sér til almennings og hann hvattur til þess að auka þrifnaðinn. Lögreglan er í þessu FRIÐRIK ÖLAFSSON, fyrrverandi skipstjóri, andaðist í Landsspátalanum ihinn 17. þ. m. Systkini hins látna. efni aðeins að leita samvinnu við almenning um mjög nauð- synlegt mál. Hins' vegar vita menn, að alltaf eru til einhverj- ir, sem eru svo hirðulausir, að þeir skeyta ekkert um það, hvernig út lítur í kringum þá, og gegn þessum mönnum verð- ur lögreglan að beita þeim að- ferðum, sem hún hefir vald til samkvæmt heilbrigðisreglugerð bæjarins. fyrsta flokbsnótið byrjar í kvðld. LANDSMÓT fyrsta flokks í knattspyrnu hefst í dag með leik milli Vals og Fram. Dómari: Haukur Óskarsson og var'adómari Baldur Möller. Annað kvöld keppa Haukar —Víkingur. Dómari Friðþjófur Thorsteinsson, varad. Þráinn Sigurðsson. Næstu kappleikir eru: Valur —K.R. Dómari Sighv. Jónsson, varad. Þorsteinn Einarsson. Valur—Víkingur: Dómari Sig- urjón Jónsson, varad. Sighv. Jónsson. Valur—Haukar: Dóm- ari Þorsteinn Einarsson, varad. Sigurjón Jónsson. Fram—K.R. Dómari: Baldur Möller, varad. Guðjón Einarsson. Fram—Vík- ingur: Dómari Þorsteinn Ein- arsson, varad. Guðmundur Sig- urðsson. Fram—Haukar: Dóm- ari Haukur Óskarsson, varad. •Jóhannes Bergsteinsson. Hauk- ar—K.R.: Dómari Þráinn Sig- urðsson, varad. Jón Þórðarson. Víkingur—K.R.: Dómari Friðþ. Thorsteinsson, varad. Jóhannes Bergsteinsson. 3. flokks landsmót hefst 23. þessa mán. með leik milli Vals og K.R. 1: Dómari Jón Þórðar- son, varad. Haukur Óskarsson. Þá keppa Fram—K.R.2: Dómari Haukur Óskarsson, varad. Guð- mundur Sigurðsson. Og loks Haukar — Víkingur: Dómari Guðmundur Sigurðsson, varad. Sigurgeir Kristjánsson. Reykjavikurmótið: E.B. vanit Fraro, 2:1. ÆSTSÍÐASTl leikur móts- ins fór framí gærkveldi og vann K.R. með 2 mörkum gegn 1 og voru öll mörkin sett á fyrstu 15 mínútunum. Þetta var annars leiðinlegur leikur. Mikið um spark, minna um spil. Deyfð og dugleysi ein- kenndi leikinn frá byrjun til enda. ,Var mesta slembilukka að nokkurt mark varð, enda komu öll mörkin áhorfendum að óvör- um og jafnvel leikmönnum líka. K.R. hélt uppi nokkurri sókn í fyrri hálfleik. Skoraði Þórar- inn mark er 5 mínútur voru af leik, að nýafstaðinni horn- spyrnu. Var Þórarinn nokkuð betri nú en síðast, þó hann sé sjáanlega lítt æfður og sýni því ekki þann leik, sem hann hefir átt til. Jón skoraði næsta mark, rétt- um 10 mínútum eftir leiksbyrj- un að nýafstöðnu frísparki á Víking, en eftir 5 mínútur höfðu Víkingar kvittað annað markið. Eftir það skeði lítið. Það dofnaði yfir leiknum og var stundum eins og margir leikmannanna væru hættir. Víkingur hélt uppi sókn síðari hálfleikinn og hallaði talsvert á K.R. seinni hluta leiksins, þó' ekki tækist að kvitta. Stoðaði ekkert þó Brandur færði sig um set, enda lögðu K.R.-ingar þá aðaláherzluna á vörnina. Jó- hannes Bergsteinsson dæmdi. Hélt hann leiknum ekki nægi- lega vel í skefjum og sá undar- lega fátt af því, sem aflaga fór. K.R. hefir nú 4 stig Valur 3 •—- Fram 2 — Víkingur 1 — Næsti leikur verður milli Vals og Fram. Vinni Valur, er það úrslitaleikur, því þá hefir Valur 5 stig, en allir kappleik- ir um garð gengnir. Verði aftur á móti jafntefli, kemur til átaka milli K.R. og Vals, sem þá verða með sín 4 stigin hvort. Vinni hins vegar Fram, verður það að keppa aft- ur og þá til úrslita við IC.R. Áh. Charckill ræðir vii Smntz og de Banile i Kairo. GHURCHILL kom við í Kairo á leið sinni til Riiss- iands og átti viðræður við þá Smutz, marskálk frá Suður- Afríku, og de Gaulle, foringja hinna stríðandi Frakka. Var frá þessu skýrt i dag og þess jafn- framt getið, að W. C. hafi farið í ameríkskri Liberator sprengju flugvél og ameríkskur flugmað- ur flaug vélinni. Smutz, eða „gamli góði karl- inn frá Suður-Afríku“, eins og Bretarnir kalla hann, skýrði frá því eftir viðræðurnar, að rætt hafi verið um allar hliðar stríðsins. Kvaðst hann álíta, að viðræður Churchills í Moskva muni hafa víðtæk áhrif á gang stríðsins. . Hvarvetna um lönd Banda- manna hefir fréttunum um fund þeirra Churchills og Stalins verið tekið með miklum fögn- uði. Þykir fundurinn hinn mesti viðburður og er talinn hafa ver- ið hinn mikilvægasti. Hefir víða . komið fram, að Bandamenn hafi unnið mikinn stjórnmálasigur, því að samvinna Rússa við Breta og Bandaríkjamenn er , talin munu aukast stórum og kynning þjóðanna eykst hröð- um skrefum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.