Tíminn - 13.10.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.10.1963, Blaðsíða 1
221. tbl. — Sunnudagur 13. okt. 1963 — 47. árg. lil-O'IH: . ,V;;: 1 iHÍiilÍÍtfcÍÍfili1 : . .. m...... .. :t. t„\ í'f' ■'•'•■í'-i''-.: ■ESFmn FLOTINN BYST ENN Á VEIÐAR BÓ-Reykjavík, 12. okt. Tugir sklpa liggja i Reykjavík- urhöfn og bí5a átekta meðan nýr síldveiðltími fer I hönd. f morg- un var lltla hreyfingu að sjá I krlngum skipin, en undanfarna daga hefur verið dyttað að einu og öðru um borð. Síldin er farin að veiðast. Höfr- ungur II. kom með 70 tunnur til Akraness í gærkvöldi, og Sigurð ur landaði 100 tunnum í Ólafsvík. Þrír Akranesbátar voru á veið- um í nótt. Höfrungur fékk 230 tunnur; Höfrungur II. 130, og Sig urður, en um afla hans var ekki kunnugt, þegar blaðið talaði við Akranes í dag. Hrafn Sveinbjarn arson III. mun hafa fengið 500 —600 tunnur og Hamar 140. — Bátarnir voru 50 mílur út af Jökli, og þaðan er 9—10 tíma sigling til Akraness. Síldin sem Höfrungur II. kom með í gær var stór og falleg og fitumagnið 18—25%. Þetta mun vera góður árgangur, 7 ára síld. Akranesbát- ar eru nú margir því nær tilbún ir að halda út. Þorsteinn þorskabítur fer sennilega út á mánudagskvöldið, en gera má ráð fyrir að flestir bátar, sem nú liggja i Reykja- víkurhöfn doki við þar til Þor- steinn þorskabítur sendir fréttir af miðunum. 1 morgun hittum við þó einn formann, Halldór Þorvaldsson á Þorláki ÁR 5, sem ætlaði vestur í dag, Þeir héldu vestur í Kollu álinn í fyrradag og lóðuðu þar síld, en hún stóð djúpt og fékkst ekki. Báturinn kastaði einu sinni. Þorlákur er 102 lesta bátur með 11 manna áhöfn, en sá tólfti er skipshundurinn Kátur, sem var að leika sér í netunum á bryggj unni. . 'fiJHU '' Nú er mikill siglutrjáaskógur við Grandabryggjurnar. — Myndin hér að ofan er af skipverjum á Þorlákl frá Þorlákshöfn, þar sem þelr eru að setja veiðarfærln um borð. (Ljósm.; Tímlnn—GE) mmmm FB-Reykjavík, 12. okt. Fisksölur landsmanna ganga nú með afbrigSum vel, og virð ist mœtti selja margfalt það magn, sem á boðstólum er. Sem dæmi má nefna, að SÍS gæti self helmingi meira af frysta fiskinum, sem er lang verðmætastur. en frystihúsin fá ekki nægilegt magn til vinnslu. Góðar horfur eru í skreiðarsölum og feikileg eft- irspurn eftir saltfiski, og all- ir markaðir tómir erlendis. — Síldarmjö! og lýsi voru í lágu verði framan af, en hvoru tveggja *-vkur nú út á góðu verði. Sama máli gegndi um fiskimjölið, en það er nú mest ellt farið úr landi. Frystur fiskur: Gífurleg eftir- spurn hefur verið eftir þorski og ýsu í sumar og haust, og hafa af- skipanir hjá frystihúsum SÍS gengið vel og litlar birgðir verið í frystihúsunum. í ágúst var beðið um þorsk og ýsu í bæði Englendi og Frakklandi, og var hér farið fram á meira magn en nam áætl- aðri heildarframleiðslu Sambands- húsanna til áramóta. Á sama tíma hefði mátt selja tvöfalt þetta magn til Bandaríkjanna. Mikil eftirspurn hefur verið hjá SH á bolfiski, og ganga sölur vel í Bandarikjunum, og er sala Gold- water Seafood Co. nokkuð meiri nú en á síðasta ári. Saltfiskur: Mikil eftirspurn er nú eftir saltfiski á heimsmarkað- inum, og hér er engan veginn hægt að anna eftirspurninni, þar eð framleiðslan er um einum I þriðja minni en s.l. ár. Ástæð- urnar munu aðallega vera almenn- ur aflabrestur í öllu Norður-Atl- antshafi. Skreið: Söluhorfur eru mjög góðar á skreið, og er útflutningur síðustu vertíðar hafinn hjá SÍS. Skreiðin er að mestu flutt út jafn- óðum og hún hefur verið pökkuð, Þegar hefur allt það magn verið selt til Ítalíu, sem talið er nægi- lega gott fyrir þann markað. Sam- band skreiðarframleiðenda segir sömu söguna, að ástand sé yfirleitt gott, og mikið af framleiðslu árs- ins 1963 sg þegar farið út bæði til ítaliu og Nigeríu. Annars hef- ur markaðsástandið í Nígeríu verið nokkuð erfitt að undanförnu vegna gífurlegra rigninga, en það stendur til bóta. Skreiðarverðið er töluvert hærra nú en í fyrra. Fiskimjöl: Sala fiskimjöls gekk heldur treglega fyrri hluta árs, og söfnuðust allmiklar birgðir af því hjá verksmiðjum SÍS. Breyt- ing til batnaðar varð þó á þessu um mitt sumar, og hafa nú allar mjölbirgðirnar selzt, og þar' að auki áætluð framleiðsla til marz- loka. Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.