Tíminn - 13.10.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.10.1963, Blaðsíða 8
Skátastarfið er bæði gaman og alvara. Það fengu hinir 19 skátar, er þátt tóku í síðasta GiTwell- námskeiði á Úlfljótsvatni, svo sannarlega að reyna. Viku þá, er námskeiðið stóð yfir, fengu þátt- takendumir að kynnast sönnu skátalífi, bæði í leik og starfi. Texti: Arnfinnur U. Jónsson M y n d i r: Asgeir Sörensen Hjálpaðist allt að að gera þenn an tlma öllum ógleymanlegan. um vilja innan Skátahreyfingar- innar. Svo og að auðvelda þeim leiðbeiningu yngri skáta, sem eru að byrja sitt skátastarf. Var þetta gert bæði með fyrirlestrum og eins með verklegri þjálfun í hinum ýmsu greinum skátunar. Má því með nokkru sanni segja, að Gilwell sé eins konar „háskóli" skátaforingjans. DAGSKRÁIN Eins og áður var sagt, stóð námskeiðið yfir í vikutíma og á hverjum degi kom eitthvað nýtt fyrir, er jók kunnáttu þátttak- enda. Flokkamir héldu miicið hóp inn og störfuðu saman að lausn hinna ýmsu verkefna. Hver flokk ur setti t.d. upp sína fiokkstjald- búð og var mikill metnaður milii flokka að byggja þar sem flest, svo sem: fallegt hlið, góða girð- ingu, fánastöng með flokksfán- anum, matborð og fl. þ.h. Við fánaathöfn á hverjum morgni var flokki þeim, er skara þótti fram úr í tjaldbúðastörfum svo og I hreinlæti í skála og tjaldbúð, af- hent veifa, „Úlfljótur“ fyrir vel unnin störf. Eins og fyrr segir, þá var þetta þjálfunarnámskeið fyrst og. fremst. Við hlýddum á fyrir- lestra um hinar ýmsu greinar skátastarfsins, svo sem: Upphaf og sögu Skátahreyfingarinnar, uppbyggingu og skipulag starfs- ins, gönguferðir og tjaldbúða- störf, og svona mætti lengi telja. Við lærðum einnig reyringar (þ.e. aðferð til þess að binda saman tvær eða fl'eiri spýtur — trönur — svo tryggilega að með þessari aðferð má reisa mannheldar brýr og turna, án þesé að nagli komi TILGANGUR GILWELL Þetta námskeið, sem er hið fimmta sinnar tegundar hér á íslandi, var haldið dagana 21.— 29. september s.I. að Úlfljótsvatni. Stjórnandi var Björgvin Magnús- son D.C.C. honum til aðstoðar voru 6 aðrir skátaforingjar, en þátttakendur voru 12 piltar og 7 stúlkur, allt starfandi skátar víðs vegar að af landinu. Fyrsta Gilwell-námskeiðið í heiminum var haldið í London árið 1919 og var Baden-Powell sjálfur þar stjórnandi, Síðan hafa Gilwell-námskeið verið haldin á fjölmörgum stöðum út um allan heim, og öll eru þau haldin með svipuðu sniði og lík hinu fyrsta. T.d. eru nöfn flokka þeirra, sem þátttakendum er skipt I, ávallt þau sömu, þ.e. Uglur, Gaukar, Dúfur og Hrafnar. Hinn eiginlegi tilgangur Gil- well má segja að sé tvíþættur: Að gera þátttakendur hæfari, bæði andlega og likamlega, til þess að standast störf þeirra, er þeir hafa tekið að sér af frjáls- Þátttakendur á námskeiðinu. þar nálægf), rétta meðferð hnífa og axa, og svona mætti lengi telja. Eftir að hafa hlýtt kennslu í einhverri áðurnefndr-a greina, þá fengum við gjarnan verkefni til úrlausnar, til þess að viðkom- andi grein festist betur í okkur. Eða þá farið var í leiki, þar sem kunnáttan kom í góðar þarfir. Þannig var unnið frá morgni til kvölds, og áhuginn var svo mikill að varla gafst tími til að sinna máltíðum. HELGISTUND OG HIKEFERÐ Enda þótt þegar hafi verið sagt frá dagskránni eins og hún var í aðalatriðum, þá væri gaman að geta tveggja atriða sérstakiega. Eitt kvöldið var haldin helgistund í hinni litlu en failegu Úlfijóts- vatnskirkju. I-Iana sóttu, auk leið beinanda og þátttakenda nám- skeiðsins, forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, verndari Skátahreyfingarinnar: skátahöfð- inginn, Jónas B Jónsson; og Hrefna Tynes, varaskátahöfðingi. Þessi stund var mjög hátíðleg og mun okkur seint úr minni líða. En enn er „Hike“-ferðin ótalin. ,.Hike“ er nafn, sem notað er á öllum Gilwell-námskeiðum, yfir ferð þá, sem þátttakendur eru sendir í, — i enda námskeiðsins. Á íslenzku mætti kalla ferð þessa markferð, þ.e. ferð með ákveðnu markmiði. Og markmið þessarar ferðar, sem alltaf tekur nákvæm- lega sólarhring, er að koma skát- unum í sem nánust -kynni við náttúruna og kenna þeim að ferð ast á frumstæðan hátt. Því við höfum í huga orð Baden-Powells: „Skátalíf er útD'íf". Hver flokkur fer út af fyrir sig, og auðvitað gangandi. Næturgisting er venju lega þegin í útihúsi eða hlöðu, og flokkarnir elda allan sinn mat í ferðinni sjálfir, einfaldan og kjarngóðan. f byrjun ferðar fá svo flokkarnir ýmis verkefni til að leysa úr. Öll þessi verkefni miða að þvi að kynna sem bezt l'and það. sem farið er um. LÍÐUR AÐ LCKUM Ilér hefur verið reynt að gera f stuttu máli grein fyrir þessu 5. Gilwell-námskeiði hér á fs- landi, en þar sem efnið er óþrjót andi, hefur aðeins verið hægt að stikla á stóru. En þeir 19 skátar, piltar og stúlkur, sem dvöldu sem nemendur á Úlfliótsvatni dagana 21.—29. september s.l. munu telja Gilweli-námskeiðið 1963 skærustu stjörnuna á sínum skátahimni, og senda með þessum línum stjórn- anda og leiðbeinendum innileg- ustu þakkir og skátakveðjur. ?uj. Karl Kristjánsson, alþingismaöur: Ég var beðinn að skrifa um áfengismálin hugleiðingar til birt- ingar á bindindisdaginn. Ég vildi ekki skorast undan því, af því að enginn maður getur annað en haft áhyggjur af sívaxandi áfengis- nautn þjóðarinnar, þó að ég hins vegar hvorki telji mér farast að gerast mikill vandlætari né vilji vera það. Góð dæmsaga. Eitt sinn kom það fyrir í vín- kjallara, að tunna lak, svo að á gól'finu hjá tunnunni myndaðist pollur af víni. Mýs urðu þessa var- ar og „langaði í dropann“. Þær óttuðust kött hússins, sem allt í einu gat komið. Fóru því fyrst í stað mjög gætilega. Skutust fram úr fylgsnum sínum augnablik, til þess „að fá sér bragð“ úr vínpoll- inum, og stukku jafnharðan í fel- ur á ný. En eftir því sem áhrifa vínandans á þær gætti meira, urðu þær óvarkárari. Loks hljóp ein, sem orðin var „vel kennd“, upp á tunnuna og hrópaði: „Látið hel- vítis köttinn koma! Ég skal mæta honum“! Þessi saga greinir vel frá áhrif- um of mikillar áfengisneyzlu. Músin tapaði músarviti sí.nu við það að verða drukkin. Menn missa dómgreind sína og sjálfsmat á líkan hátt fyrir áhrif vínsins og verða glópaldar. „Hóflega drukkið vín“. Oft er vitnað t'il þess, að Saló- mon konungur hafi sagt: „Hóf- lega drukkið vín gleður mannsins hjarta“. Ekki þarf speki Salómons til að vita þetta. En það á aðeins við um „hófloga drukkið vin“ á rétt völdum stundum. Margt er það — og vafalaust talsvert mismunandi — sem lokk- ar menn til víndrykkju. Menn KARL KRISTJÁNSSON freistast til að fá sér i st'aupinu til að eyða feimni sinni og ein- urðarleysi, þunglyndi, þreytu og sléni, örva hugsun sína og gleði- kenndir, „lífga sálaryl“. Ýmsum lánast þetta, en alltof mörgum er það háskalega áhættu samt og sumum vís voði. Venjulega er það, sem með vín- drykkju fæst í örvun Íífsmáttar, eins og skyndilán, er greiða þarf næsta dag með ríflegum vöxtum. Og stu.ndum verður með engu móti jafnaður reikningurinn, af því að skuldin er þess eðlis. Áfengi getur vitanlega verið lækningarlyf, enda notað í lyfja- blöndur, sem látnar eru út á lyf- seðla. Samvizkusamur læknir og glöggur skammtar þar við hóf. En þegar Bakkus — vinandinn sjálf- ur — er ráðgjafinn, er ekki um heilbrigðisráðstöfun að ræða. Vandamálið er hvað hófið í neyzlu áfengis er vandratað. Einn sopinn býður öðrum heim. Maður- inn, sem gefur sig víni á vald, veit ekki þegar hann fer yfir markið, verður óttalaus vjð voðann og ögr- ar honum af vesældómi sínum, eins og drukkna músin í dæmi- sögunni kettinum. Ölvun er sjálfsköpuð geggjun. Löngum er „gleði“ og skemmt. un hins ölvaða manns blekking. Þessi staka lýsir allvel slíkri skemmtun: „Sit ég fullur sælt við spjall, síðar hroll þó veki. Vísnabull og skrum og skjall skín sem hollust speki“. Öðru fólki er hinn ölvaði mað- ur hvimleiður venjulega, þó að ekki gangi hann svo langt að vera fc T í M I N N, sunnudaginn 13. október 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.