Tíminn - 29.10.1963, Blaðsíða 8
Áttræð:
Sveinbjörg Brpjólfsdottir
AÐ HUGSA um liðna tímann,
rifja upp það, sem forðum var og
fyrir augu bar, minnir á skeljar
þær í hverjum heyrist fjarrænn
ymur hafsins, ef menn bera þær
að eyra sér.
Hinn 12. okt. varð Sveinbjörg
í Stóradal áttræð. Hún er fædd
og uppalin á Eyrarbakka, en kom
sem kaupakona, að Guðlaugsstöð-
um í Blöndudal vorið 1906 þá 23
ára.
E>ar bjó þá Jón Guðmundsson,
gildur bóndi og mikilhæfur. —
Hann var ekkjumaður, en átti tví-
tugan son, er einnig hét Jón. Ráðs-
kona á heimilinu var systurdóttir
bónda, Elín Sigurðardóttir frá
Eldjárnsstöðum. Þar voru líka tvær
eldri konur, sem dvöldu á heimil
inu til dauðadags og fleira vinnu-
fólk. Þarna hafði hver sitt ákveðna
verk að vinna og allt var mótað af
reglusemi, smekkvísi og velmeg-
un.
Vel líkaði bónda við ungu kaupa
konuna, þótti hún myndarleg í
sjón og reynd og drjúg á spildunni
við raksturinn.
Vorið eftir kom hún aftur á
þetta sama heimili, en þá höfðu
þeir Guðlaugsstaðafeðgar flutt bú-
ferlum að Stóradal og keypt þá
jörð, sem hafði verið föðurleifð
Guðrúnar konu Jóns Guðmunds-
sonar.
Sú jörð var betur í sveit sett,
en það var mikils virði, í þá daga,
þeim sem unnu mikið að félags-
málum og höfðu á hendi sveitar-
stjórn, en svo var um Jón eldra,
en nú skyldi sonurinn taka við.
Hann virtist líka vel þess fær,
hvers manns hugljúfi, vel menntað
ur, laglegur og fremur fíngerður
maður, háttvís og kunni vel að
umgangast háa sem lága.
Brátt þótti ljóst hver mundi
verða hin hamingjusama húsfreyja
unga bóndans í Stóradal. Haustið
1911 héldu þau Sveinbjörg og
Jón yngri brúðkaup sitt í Stóradal.
Mörg húnvetnska heimasætan
leit, að vonum, öfundaraugum til
ungu húsfreyjunnar, og hefðu
gjarna kosið að setjast í hennar
sæti.
Hvernig famaðist svo kaupstað-
arstúlkunni húsfreyjustörfin á
þessu mannmarga og gestkvæma
heimili, þar sem einnig var aldrað
fólk, sem þurfti að hjúkra?
Ég held, að mér sé óhætt að full
yrða, að það hafi tekizt með glæsi-
brag.
Sannarlega var hún húsmóðir á
sínu heimili, dugleg, frábærlega
þrifin, fjölvirk og hög. Hún hafði
í heiðri góða gamla siði ,en inn-
leiddi einnig sitthvað nýtízkulegt.
Á fyrstu búskaparárum þeirra
Stóradalshjóna, tóku þau oft á
heimili sitt að vetrinum, unga
sveina, sem Jón kenndi undir
skóla. Hann var frábær kennari,
hann kenndi, í þá daga, öllum
unglingum, sem hann náði til og
óskuðu eftir fræðslu. Um endur-
gjald var ekki talað, allt hans lífs-
starf miðaðist við að vinna fyrir
heildina, fremur en sjálfs síns hag.
Hann hafði sérstakt lag á því að
kveikja hugsjónaeld, hvetja unga
menn til dáða og sameina hugi
þeirra til félagssamtaka um öll
framfaramál. Það má með sanni
segja, að Stóradalsheimilið hafi
verið, í búskapartíð Sveinbjargar
og Jóns, vagga allra félagssamtaka
og fundarhalda hér I sveit. Jafn-
vel skemmtisamkomur voru helzt
þar, einkum eftir, að börn þeirra
hjóna uxu úr grasi. Þá var oft
gaman og glatt á Hjalla.. í þá daga
voru engin hótel úti um land og
ekki heldur félagsheimili, og það
kom því í hlut stærri heimilanna
oft á tíðum að taka á móti stórum
hópum af langferðafólki, sem ým-
ist var á hestum eða fótgangandi,
og þurfti gististað. Stóradalsheim-
ilið fór ekki varhluta af því. Það
má ljóst vera hversu mikla vinnu
og fyrirhyggju þetta allt kostaði
húsfreyju. Fram um 1920 var eng-
inn sími, engin frystihús, engir
bílar í sveitum. Þó gat Sveinbjörg
ætíð, svo að segja fyrirvaralaust,
framreitt myndarlegar og vandað-
ar veitingar handa gestum og gang
andi.
Stóradalshjón eignuðust þrjú
börn, sem öll eru óvenju fjölhæf
og gott fólk. Þau eru: Jón, núver-
andi bóndi í Stóradal, kvæntur Guð
finnu Einarsdóttur; Guðrún, gift
Hirti Hjartar, forstj. Skipadeildar
SÍS, Reykjavík, og Hanna, gift
Sigurgeir Hannessyni bónda í
Stekkjardal (Nýbýli frá Stóradal).
Þrjú börn ólu þau Stóradalshjón
upp, að mestu leyti, og mörg ung-
menni voru þar lengri eða
skemmri tíma, bæði sem verkafólk
og eins til að sjá fyrir sér mynd-
arskap og menningarbrag. Um
margra ára skeið var þar farskóli
á vetrum.
Oft þurfti Sveinbjörg að vera
bæði bóndi og húsfreyja, þar eð
bóndi hennar var tíðum fjarver-
andi t. d. m. landkjörinn þingm.
1929—1933.
Sumra líf er eins og lítið lag,
sem þægilegt er að raula fyrir
munni sér, annarra er eins og
hljómkviða öflugt og hratt. Þá eru
örlögin á ferðinni. Jón, fyrrver-
andi alþ.m. andaðist 14. des. 1939
og var öllum ,sem þekktu hann
harmdauði.
Nú dvelur Sveinbjörg hjá syni
sínum og tengdadóttur í Stóradal,
við góða heilsu þrátt fyrir áttatíu
árin sín. Enn sem fyrr er hún
skyldurækin og trygglynd og af
öllum er hún vel virt.
Við vinir hennar þökkum henni
hve heimili hennar var ætíð til fyr
irmyndar og sveit okkar til sóma.
Við þökkum henni ósérplægnina
og allt, sem hún hefur gert fyrir
þessa sveit og hérað, og allar glað-
ar stundir á heimili hennar, að
fornu og nýju.
Svo óskum við henni allrar bless
unar um ókomin æviár.
Það er kvöldfagurt í Stóradal.
Megi ævikvöldið þitt, Sveinbjörg,
eftir viðburðaríkan og starfsaman
ævidag, verða að sama skapi fag-
urt, í skjóli barna þinna og barna-
barna.
Sólin blessuð vermi þig.
Hulda Pálsdóttir.
Undanfarna daga hefur staSiS yfir i París keppni milli þjóSa í golfi, „Canada Cup" og keppa tveir golfleikarar
frá hverri þióS, en mjög mlkil þátttaka er í keppninni. Eftir fyrstu umferSina höfðu Bandaríkin forustu, en
keppendur eru frægustu golfleikarar heims, Árnold Palmer og Jack Nicklaus. Myndin aS ofan er af Palmer,
en maðurinn til vinstri i grárri peysu er Nicklaus.
Þórir Baldvinsson:
ORFA ORD UM1ANDVARNIR
í blöðum og á málþingum skýt-
ur öðru hverju upp umræðum um
syokölluð landvarnarmál., Þótt hér
sé um mikið alvorumál að ' ræða'
er það sjaldnast tekið þéim tök-
um, heldur notað til stríðni í Krá
skinnaleik þeim, sem stundaður er
af íslenzkum stjórnmálamönnum.
Er þetta hvimleitt og leiðigjarnt.
Til er hér umsvifamikill og há-
vær hópur manna, sem berst af
mætti gegn núverandi landvörn-
um. Skoðanir þessa fólks eru á
ýmsan hátt reikular og óraunsæjar
og hjá mörgum slungnar mislit-
um þráðuim. Nokkur hluti þessara
manna mun þó vera einlægur í trú
sinni, og því ekkert við því að
segja þótt þeir haldi skoðunum
sínum á loft í frjálsu landi. Hitt
er svo annað mál, að sá, sem ber
skoðanir sínar á borð, verður að
hafa sæmileg rök að mæla. Án
þess getur hann tæplega við því
búizt, að orð hans beri mikinn ár-
angur.
Allir munu vera á einu máli um
það, að tímar þeir, er við nú lif-
um á, séu einir þeir válegustu, er
'sagan getur. Þjóðir jarðarinnar
hafa skipað sér í tvær öndverðar
fylkingar og horfast nú á köldum
augum. Um allan heim er barizt
heitu og köldu stríði, og hefur ís-
land ekki farið varhluta af sínum
skammti fremur en önnur lönd.
Hvarvetna eru á ferð öfl upplausn
ar, óróa og tortryggni. Jafnan orka
þau sterkast á þá veiku og fávísu
og þar er þeim beitt af mestum
krafti og kænsku.
Vestrænar þjóðir og þær aðrar,
sem þeim fylgja, hafa oft farið
mjög halloka í þessari baráttu,
svo sem við mátti búast. Veldur
því að sjálfsögðu veikleiki frelsis
hyggjunnar. Vestrænar þjóðir
leyfa flestar andstöðuflokka síns
eigin þjóðfélags innan vébanda
sinna, og meta þannig andlegt
frelsi hærra efnislegri hagkvæmni.
Við trúum því enn, að þetta sé
rétt, en gjöldum þess einnig sár-
lega í baráttunni við þau öfl, sem
vilja þetta andlega frelsi feigt.
Ekki trúum við heldur á óskeikul-
leik gerða okkar, og við vitum,
að vestrænar þjóðir bera margar
gamlar syndir á herðum og viður
kennum það. Engir slíkir þankar
'veikja gerðir hinnar andstæðu
fylkingar. Vér einir vitum, segja
þeir, og efasemdirnar geymir
öxin og jörðin.
Ekki orkar það tvímælis, hvar
við íslendingar stöndum í fylk-
ingu. Við fylgjum vestrænu lýð-
ræði, og við höfum stært okkur
af lýðræðishugsjóninni frá fyrstu
tíð. Við höfum í frjálsu vali kosið
okkur leið með vestrænum þjóð-
um og tekið á okkur þær lögleg-
ar og siðferðislegar skyldur, sem
því fylgja.
Landvarnir íslands eru öryggis
nauðsyn þeim þjóðasamtökum,
sem ekki vilja fall vestræns lýð-
ræðis. Þær eru ekki framkvæmd-
ar vegna íslendinga eða Banda-
ríkjanna eða neinnar sérstakrar
þjóðar, heldur vegna heildarinnar
allrar. Það, sem um er að ræða,
er aðeins sú einfalda og augljósa
staðreynd, að „sameinaðir stönd-
um vér, en sundraðir föllum vér“.
Það er hins vegar ákaflega skilj
anlegt, að þeir, sem andsnúnir eru
samstöðu vestrænna þjóða og því
hugsjónakerfi, sem þær fylgja,
hugsi á annan veg. Gera má ráð
fyrir, að sumum þeirra væri ekki
óljúft að sjá Keflavíkurflugvöll,
einn stærsta og fulkomnasta flug-
völl samtakasvæðisins, opinn og
óvarinn hverjum þeim, sem á ör-
lagastund kynni að vera í árásar-
hug. Þeim, sem ekki hafa skilið
þetta til fulls, væri áreiðanlega
hollt að skoða betur hug sinn, áður
en þeir lána nöfn sín og fylgi
tvíræðum málstað.
Hitt er svo annað mál, að það
hlýtur jafnan að særa heilbrigðan
metnað sjálfstæðrar þjóðar, að er-
lendur her dvelji langdvölum í
landi hennar. Það getur raunar
aldrei verið annað en ábending
um, að sjálfstæði hennar sé á
einhvern hátt ábótavant. Brottför
varnarliðsins leysir þetta mál ekki,
því að algjört varnarleysi er í senn
háskalegt og sviksamlegt við þau
samtök, sem við erum aðilar að.
Samkvæmt stjórnarskránni er
hægt að kalla íslenzka borgara til
landvarna, ef nauðsyn þykir. Þetta
er í samræmi við það, sem tíðkast
með öðrum þjóðum og þykir ekki
tiltökumál, þótt menn taki á sig
þá fórn fyrir ættjörð sína og þjóð.
Ef varnarlið það, sem hér er nú,
væri kallað heim eða látið íara,
yrði tæpast hjá því komizt að nota
þetta ákvæði stjórnarskrárinnar,
ef ekki er gert ráð fyrir því, að
landinu verði stjórnað af hreinum
óvitaskap. íslenzk landvarnarlög-
regla mundi að sjálfsögðu ekki
geta reist rönd við árásarher stríð
andi þjóðar, en hún gæti samt
sem áður verið áminning um það,
að hér væri ekki algjörlega varnar
laust og sjálftekið land, opið
hverjum þeim hundadagakonungi,
sem vildi vansæmd okkar, fjár-
muni eða frelsi.
Það skal látið ósagt, hvort þjóð
in vill leggja á sig þann kostnað
og þær skyldur, sem af slíkum
landvörnum mundi leiða. Fórnar-
lund hefur ekki verið áberandi
þáttur í fari okkar þessa síðustu
áratugi, né heldur að því er virð-
ist vitund þess, að afleiðing fylgir
hverri athöfn.
En er ekki kominn tími til þess,
að við gerum okkur grein fyrir,
hvað það kostar að vera sjálfstæð
þjóð?
Vetraráætlun
Flugféiagsins
Um síðustu mánaðamót gekk
vetraráætlun innanlandsflugs Flug
félags ís'lands í gildi, tW hinn 1.
nóvember n.k. hefst vetraráætlun
millilandaflugs félagsins.
INNANLANDSFLUG.
Samkvæmt vetraráætlun innan-
landsflugs verður flogið frá
Reykjavík til eftirtalinna staða
sem hér segir:
Til Akureyrar verða morgun-
ferðir alla daga og síðdegisferðir
Framhald S 13 síðu
T í M I N N, þriðjudaginn 29. október 1963.
8