Tíminn - 29.10.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKID
WILLIAM L. SHIRER
•kyæmt tilmælum þeirra, eða að
minnsta kosti með samþykki
þeirra.
Svörin voru í öllum tilfellum
neikvæð . . . Satt er það, að ég
gat ekki látið spyrjast fyrir um
þetta hjá nokkrum ríkjanna og
1 K’óðanna, sem nefnd eru, vegna
þess að þau sjálf — eins og t. d.
Sýrland — eru ekiki nú sem stend-
ur sjálfstæð ríki, heldur hernum-
in og þar af leiðandi hafa hermála
fulltrúar lýðræðisríkjanna svipt
i þau rétti þeirra.
Burtséð frá þessu hafa samt öll
ríki á landamærum Þýzkalands
fengið enn meira bindandi stað-
festingar . . . heldur en Roosevelt
fór fram á í hinu undarlega skeyti
•hans til mín . . .
Ég verð að beina athygli Roose-
vel'ts að einni eða tveimur skekkj-
um í sögunni. Hann minntist t. d.
á írland og bað um yfirlýsingu
um, að Þýzkaland mundi ekki gera
árás á írland. Nú hef ég rétt í
þessu lesið ræðu eftir De Valera,
hinn írska Taoiseach (Hitler gætti
1 þess vel, að nota keltneska orðið
yfir forsætisráðherra), þar sem
j hann andstætt skoðun Roosevelts
j ásakar Þýzkaland ekki um að
sækja að írlandi, heldur sakar
hann England um stöðugar árás-
ir á írl'and ....
Á sama hátt virðist sú staðreynd
i hafa farið fram hjá Roosevelt, að
1 Palestína er nú sem stendur her-
numin, ekki af þýzkum hersveit-
um heldur enskum, og að frelsi
þess lands er takimarkað með
hinni ruddalegustu valdbeitingu.
Samt, sagði Hitler, var hann
reiðubúinn „að gefa hverju því
ríki, sem hann nefndi, staðfest-
ingu, sams konar þeirri, sem Roose
velt óskaði eftir“. En meira en
það! Augu hans ljómuðu.
— Ég vil ekki láta þetta tæki-
færi hjá líða, án þess að gefa
fyrst af öllu forseta Bandaríkj-
anna staðfestingu varðandi þau
lönd, sem myndu eftir allt saman
verða til þess að vekja mestan
ótta hans, nefnilega Bandaríkin
sjálf og önnur ríki í Ameríku.
Ég lýsi því hér með yfir í ein-
lægni, að allar þær fullyrðingar,
sem verið hafa á kreiki um fyrir-
hugaða árás Þjóðverja eða innrás
í amerískt land, eru ekkert annað
en . vitleysa og ósannindi, fyrir
utan það, að slíkar fullyrðingar,
hvað við kemur hernaðarmögu-
leikum, geta ekki átt annars stað-
ar upptök sín en í ímyndun manna.
Þingheimur öskraði af hlátri.
Hitler stökk ekki bros, og hélt
áfram að vera fullkomlega alvar-
legur á svipinn.
Og þá kom niðurlagið — það
snjallasta, sem hann nokkru sinni
lét hljóma í eyrum Þjóðverja.
Herra Roosevelt! Ég skil full-
komlega, að stærð þjóðar yðar og
hin miklu auðæfi hennar gera
það að verkum, að þér finnið til
ábyrgðar vegna sögu alls heims-
ins og vegna sögu allra þjóða. Ég,
herra minn, er niður kominn í
miklu minna og hógværara um-
hverfi . . .
Ég tók eitt sinn að mér stjórn
ríkis, sem við blasti ekkert nema
eyðileggingin, þakkað sé trausti
þess á loforðum annarra landa
heims og illri stjórn lýðræðis-
stjórnarinnar . . . ég hef ráðið nið
urlögum ringulreiðarinnar í
Þýzkalandi, komið aftur á röð og
reglu og aukið feikilega fram-
leiðsluna . . . bætt umferðina, lát-
ið byggja mikla vegi og grafa
skurði, komið af stað risastórum
nýjum verksmiðjum og á sama
tíma reynt að bæta menntun og
menningu þjóðar okkar.
Mér hefur tekizt að finna enn
einu sinni atvinnu fyrir allar þær
sjö milljónir atvinnulausra, sem
í landinu voru . . Ég hef ekki
aðeins sameinað þýzku þjóðina
stjórnmálalega, heldur hef ég
einnig búið hana vopnum á ný.
Ég hef einnig reynt að eyðileggja
síðu fyrir síðu sáttmálann, sem í
sínum fjögur hundruð og fjörutíu
greinum hefur að innihalda sví-
virðilegustu kúgun, sem þjóðir
eða mannlegar verur hafa nokkru
sinni orðið að sætta sig við.
Ég hef aflað ríkinu aftur land-
svæða, sem stolið var frá okkur
árið 1919, Eg þef ie^tiiáffú^ $
iim'taí ðí--, ... infi 'in -H'ij
heimalands míns milljónir Þjóð-
verja, sem slitnir voru frá okkur
og lifðu við þjáningar . . og,
herra Roosevelt, án þess að út-
hella nokkru blóði og án þess að
láta hörmungar styrjaldarinnar
leggjast á þjóð mína, og þá um
leið einnig á aðrar þjóðir . .
Þér, herra Roosevelt, hafið
miklu auðveldara hlutverki að
gegna í samanburði við þetta. Þér
urðuð forseti Bandaríkjanna árið
1933, þegar ég varð kanslari rík-
isins. Frá því fyrsta urðuð þér
æðsti maður stærsta og auðugasta
ríkis í heiminum . . Skilyrðin
eru slík í landi yðar, að þér hafið
tíma til þess að beina athyglinni
að alheimsvandamálum , Um-
hugsunarefni yðar og tillögur ná
yfir miklu stærra svæði en mínar,
af því að minn heimur, herra
Roosevelt, þar sem forlögin hafa
sett mig niður, og ég er því skyld-
ugur að vinna, er því miður miklu
smærri, enda þótt mér sé hann
meira virði en nokkuð annað, því
að hann takmarkast við mína eig-
in þjóð!
Ég trúi því samt sem áður, að
á þennan hátt verði ég til mests
gagns fyrir það, sem við erum all-
ir að hugsa um, þ. e. a. s. réttlætið,
velmegun, framfarir og frið alls
samfélagsins.
Þessi ræða var mesta meistara-
verk Hitlers, framkvæmt á hinum
afvegaleiddu og hálfblindu Þjóð-
verjum. En þegar ferðazt var um
Evrópu næstu daga á eftir, var
auðvelt að sjá, að þessi ræða, ólíkt
því sem var um margar af fyrri
ræðum Hitlers, var þess ekki leng
ur megnug að blekkja fólkið eða
stjórnirnar í öðrum löndum. Þær
gátu séð í gegnum svikavefinn,
ólíkt því, sem var um Þjóðverjana
sjálfa, og þær gerðu sér ljóst, að
foríniginn; þrátt fjrrir alla,
hans málsnilld, og fyrir háSið um
Roosevelt, hafði ekki fyllilega svar
að grundvallarspurningum forset-
ans: Væri hann hættur við allar
árásir? Myndi hann ráðast á Pól-
land?
Það átti svo að fara, að þetta
var síðasta mikla opinbera ræða
Hitlers haldin á friðartímum.
Þessi fyrrverandi austurríski flakk
ari hafði komizt eins langt í þess-
um heimi og hægt var á málsnilld
sinni Upp frá þessu átti hann eft-
ir að reyna að reisa sér minnis-
varða í sögunni sem stríðsmaður.
Hitler svaraði ekki opinberlega
svari Póllands, því að nú fór hann
til fjallaseturs síns í Berchtesgad-
en til þess að dveljast þar um sum
arið, en pólska svarið barst hon-
um 5. mai í ræðu Beck ofursta til
þingsins og í opinberri skýrslu,
sem Þýzkalandi barst sama dag.
Yfirlýsing Pólverja og ræða Becks
voru virðulegt, sáttfúst, en um leið
ákveðið svar
— Ljóst er (stóð þar), að samn
ingaviðræður þar sem eitt ríki
leggur fram kröfur og annað ríki
er neytt til þess að ganga að
þeim óbreyttum, eru engar samn-
ingaviðræður.
íhlutun Rússa
í ræðu sinni í þinginu 28. apríl
hafði Hitler sleppt að ráðast á
Sovétríkin, eins og venja hans var.
Ekki var minnzt einu orði á Rúss-
land. Beck ofursti hafði í svari
sínu drepið á „ýmislegt annað,
sem minnzt hafði verið á“ hjá
Þýzkalandi, „og sem ekki var ver
ið að ræða um“ og áskildi sér
þann rétt „að taka það til athug-
unar síðar, ef nauðsyn krefði“', en
hér var auðsjáanlega verið að tala
um fyrri tilraunir Þjóðverja til
þess að fá Pólland til þess að
ganga í sambandið gegn kommún-
En sársaukinn var of mikill,
meðvitundarleýsið tók hvað eftir
annað af honum ráðin. Hann ör-
magnaðist. Sótthiti og óráð báru
vilja hans ofurliði.
Enn þá gat hann þó hugsað.
Hann gat meira að segja hugsað
um ástandið með kaldri ró. Hann
var að deyja. Það var ekki gott.
Deyja í blóma lífsins, án þess að
geta látið drauma sína rætast.
Drauma sína. Hann hugsaði með
eftirsjá um allt, sem hann hafði
ætlað að gera í framtíðinni, sem
hafði blasað við honum, full af
fyrirheitum. Hann hafði ætlað að
vinna að mikilvirkum rannsókn-
um á sviði læknavísinda, rannsaka
orsakir fósturláts og ófrjósemi.
Hann hafði ætla'ð að vinna mikið
og gott verk.
Hann hafði líka ætlað að ferðast,
ferðast mikið. Til dæmis hafði
hann hugsað sér að ferðast til
Nýja-Sjálands. Hann hafði hugs-
að sér að eyða heilu sumri á Gaspé
skaganum, og hann hafði ætlað
að ferðast til Skandinavíu, — ó,
hvað hann hafði hlakkað til að
fara þangað! Og hann hafði gert
miklar áætlanir um veiðiferðir,
meira en hann hafði getað leyft
sér hér í Idaho, sjóstangaveiði,1
laxveiði í Kanada . . .
Og hann hafði dreymt um að
búa í húsi með útsýni yfir hafið.
Ef til vill hefðu fjöllin í Idaho
samt getað komið í staðinn fyrir
hafið. Það var sárara en nokkur
tannpína að sjá alla þessa drauma
í rústum. Þvílík kvöl!
Honum var slík raun að liggja
þarna og frjósa í hel, án þess að
geta nokkra björg sér veitt. að
hann hefði getað grátið. Hann
byrjaði á ný að berjast um, hrópa
og kalla á hjálp. En hann var orð-
inn máttfarinn af blóðmissi og
taugaáfalli. Kuldinn sljóvgaði
| smám saman limi hans og vilja.
j En hugsanirnar héldu áfram að
j þyrlast um huga hans. Hann hafði
ætlað að verða mikill læknir, láta
eitthvað reglulega gott af sér leiða
í læknavísindum. Hann hafði ekki
ætlað að verða „sveitalæknir“, né
heldur vinsæll þorpslæknir. Ber-
ilo var ekki of lítill staður, en of
einangraður. Hann hafði ekki upp
á næg tækifæri að bjóða. Lækn-
arnir á Berry og Chappell létu sér
um of nægja annarra uppgötvan-
ir. Berry og Chappell var gott
sjúkrahús, en það samrýmdist ekki
beinlínis hugsjónum Phils. Hann
hafði ætlað sér göfugra hlutverk
en að stjana við útslitnar og von-
sviknar eiginkonur fjallabænda og
verksmiðjukarla.
En nú voru allar hans áætlanir
orðnar að engu. Hann mundi
deyja þarna í þessu litla gili í
Klettafjöllum, þrjátíu og þriggja
ára gamall, Draumar hans mundu
deyja, eins og ungur og hraustur
líkami hans. Allt erfiði liðinna
ára var orðið að engu.
Ef til vill mundi hann ekki finn
ast fyrr en með vorinu. Snjórinn
mundi hylja lík hans, leggjast of-
an á hann, þyngra og þyngra. Þeg
ASTIR LÆKNISINS
ELIZABETH SEIFERT
| ar hann bráðnaði á ný, yrði hann
1 ekki orðinn annað en beinahrúga.
j Og Marynelle! Ekkert hljóð
! heyrðist frá henni, engin hreyf-
ing. Hún hlaut að vera dáin, því
að Phil gat ekki varizt andköfum,
| hversu lítið sem hann hreyfði sig.
j Marynelle hafði ekki hreyft sig
í tímunum saman. Hún hlaut að
vera dáin. Og hann, Philip Scoles
læknir, hafði myrt hana. Hann
hafði þrætt við hana, reitt hana
til reiði, og hún hafði ætt burt
frá honum út í opinn dauðann
Meðvitundarleysið kom til hans
og veitti honum líkn. Hann barð-
ist ekki lengur gegn því. Hann
var þakklátur fyrir að fá nú loks-
ins hvíld.
ÞRIÐJI KAFLI.
Phil kom ekki aftur til meðvit-
undar, fyrr en á mánudag. Honum
var þegar í stað ljóst, hvar hann
var niður kominn. Hann var í her-
bergi nr. 617 á Berry og Chappell.
I Ilann var aleinn, en hljóðin, sem
j bárust til hans utan af ganginum,
i létu kunnuglega í eyrum hans.
j Sjúkrahúslyktin kitlaði hann nota
I lega í vitin. Blómin á gluggasyll-
unni sögðu honum sína sögu.
Hann hafði legið þarna a. m. k.
i svo lengi, að einhverjum hugul-
sömum hafði unnizt tími til að
senda honum blóm. Hann þreifaði
um höfuð sér og fann, að það var
reifað. Brjóstið var einnig reifað,
og hin minnsta hreyfing orsakaði
sársauka. En hann var vakandi,
og hann var lifandi! Hann hafði
báða fætur heila, báðar hendur,
og hann hafði meðvitund. Hann
mundi halda áfram að lifa!
Hann vissi, að hann þurfti ekki
annað en kippa í bjöllustrenginn
við höfðalagið, og þá mundi hann
fá að vita allt, sem hann fýsti. En
honum lá ekkert á. Til að byrja
með var honum nóg að vita, að
hann var á lifi, að honum hafði
gefizt nýtt tækifæri til að fram-
kvæma allt, sem hann var að
hugsa um, þegar hann lá og beið
dauða síns í snjónum. Ferðalögin,
veiðiferðirnar, húsið, en þó fyrst
og fremst starfið! Rannsóknirnar,'
uppgötvanirnar. framlag hans til
læknavísindanna. i
Já, nú skyldi hann lifa lífinu
öðru vísi. Hann ætlaði ekki að
eyða tímanum til ónýtis, því að
nú vissi hann, hve snögglega og
miskunnarlaust kallið gat komið.
Framvegis skyldu engar sjálfsaf-
sakanir komast að, og enginn utan
að komandi skyldi fá að hafa
áhrif á ákvarðanir hans. Hann
varð að slíta sambandi við Mary-
nelle, það hlaut einhvern veginn
að blessast.
Einmitt á þeirri stundu var lík-
fylgd Marynelle að leggja af stað
frá kirkjunni í átt að kirkjugarð-
inum. En það gat Phil ekki vitað.
Og hann gat heldur ekki vitað,
hvernig við fundum hann á laug-
ardagskvöldið. Þegar leitarflokk-
ur okkar, vopnaður ljóskerum,
fann þau seint um kvöldið, var
Phil langt leiddur af blóðmissi og
kulda, en Marynelle augljóslega
látin fyrir mörgum klukkustund-
um. Við bárum þau upp fjallshlíð-
ina til veitingahússins. Ég gerði
það, sem ég gat fyrir Phil. aðal-
iega til að draga úr áhrifum tauga
áfallsins Síðan fór ég með hon-
um í flugvélinni til bæjarins, þakk
látur fyrir. að flugið tók ekki
nema tæpa klukkustund, því að
Phil þarfnaðist nauðsynlega blóð-
gjafar og súrefnis. Sjúkrabíll beið
okkar á flugvellinum, og við ókum!
sem hraðast til sjúkrahússins —]
til sjúkrahússins, sem hann hafði
farið að hugsa til með lítilsvirð-
ingu meðan hann lá í snjónum og
sem hann hugsaði enn til með
lítilsvirðingu. þegar hann vakn-
aði þennan sólbjarta mánudag,
öruggur í hlýju, hvítu sjúkrarúm-
inu.
Læknir er aldrei góður og þæg-
ur sjúklingur, sérstaklega ekki á
sínu eigin sjúkrahúsi. Phil var
engin undantekning. Hann gaf
sínar eigin fyrirskipanir og tók
ekkert tillit til annarra. Hvorki
læknir, hjúkrunarkona né ganga-
stúlka gat gert honum til hæfis,
og hann sparaði ekki kvartanirn-
ar. Ef Phil hefði sjálfur einhvern
tíma þurft að eiga við slíkan
sjúkling, hefði hann gefizt upp
á honum. Hann hélt því fram í
römmustu alvöru, að enginn mað-
ur hefði nokkru sinni þjáðst eins
mikið og hann. Þær stundir komu,
þegar við iðruðumst þess öll, að
hann skyldi hafa komizt til með-
vitundar, og sum okkar ráðgerðu
jafnvel, hvernig hægt væri að
þagga niður í honum á auðveldan.
hátt.
Ef hann hefði þá minnzt á ráða-
gerðir sínar um að yfirgefa okk-
ur, hefði okkur áreiðanlega öllum
litizt ljómandi vel á þá hugmynd.
Við vorum í stuttu mál'i alveg
dauðþreytt á honum og öllum
hans ósanngjörnu kvörtunum.
Hann þóttist ekki geta sofið á
nóttunni, hélt því fram, að fólk
hlypi fram og aftur um ganginn
á hörðum skóm í þeim eina til-
gangi að halda fyrir honum vöku.
Hann heimtaði, að öll vinna á
rannsóknarstofunni við hliðina á
herberginu hans væri stöðvuð á
kvöldin, svo að hann hefði frið
til að hlusta á útvarpið. Hann
mótmælti harðara en nokkur ann
T I M I N N, þriðjudaginn 29. október 1963.
14