Tíminn - 29.10.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.10.1963, Blaðsíða 9
Þar búa þrír ætt- liðir félagsbúi Karl Björnsson >óndi í Hafra- fellstungu í Öxafirði er kunn- ur og fengsæll -askleikamaður meðal Þingeyina, sem ræktað •hefur og húsaí vel jörð sína í hinni sumar&gru sveit. Ekki hefur Karl ;ert tíðreist til Reykjavíkur un dagana, aðeins tvisvar komif hingað áður, og nú á hann ittræðisafmæli í dag. Þótt hanrsé kempulegur við fyrstu sýn varð mér á að spyrja hani í gær, er ég hitti var mikil fátækt heima, svo við fórurn snemma að vinna fyrir okkur systkinin. Ég var lengst í Mývatnssveitinni, og hvergi hefur mér liðið betur en á Skútustöðum hjá séra Árna og hinni ærlegu og góðu síðari konu hans, Auði Gisladóttur. Ég var vinnumaður hjá þeim síðustu árin, sem ég var í Mý- vatnssveitinni, eða þangað til séra Árni gerðist prestur á Hól um í Reykjafirði. Þá réð ég mig í vinnumennsku að Ær- voru þar orðin léleg og mér tókst að húsa jörðina áður en langt leið. Og öll aðstaða hefur batnað. Nú erum við búin að fá rafenagn, en það er nú ekki mér að þakka, heldur Birni syni mínum og sonum hans, sem byggðu heimarafstöð og leiddu rafmagn um 750 metra leið, svo að nú er rafmagn hjá okkur ekki aðeins til ljósa og suðu, heldur dugar þessi heima rafstöð okkur líka til að þurrka hey. Það varð ótrúleg breyting eftir að rafmagnið kom, híbýlin allt önnur eftir að rafljósin voru komin. Fyrstu árin í bú- skapartíð okkar urðum við að kynda með skógviði, og hann var ósköp leiðinlegur til kynd ingar. — Var ekki Hafrafellstunga tnikil jörð frá fornu fari, eða réðstu fljótt við að kaupa hana? — Jú, hún kostaði átján hundruð krónur, sem var mikið fyrir meira en hálfri öld. Við sjáum það af sögunum, henn- ar er getið í Reykdæla sögu, að þar hefur verið margt i heimili. Þar hefur víst verið hálfkirkja og haft fyrir satt, að í Þjóðminjasafninu séu varð- veittar vindskeiðar af bænhúsi í Hafrafellstungu. — Úr því að þið búið þar félagsbúi þrír ættliðir, sem ég held að hljóti að vera fremur fátítt nú til dags, langar mig að spyrja, hvort Öxfirðingar séu svo heimatryggir yfirleitt. — Það gengur upp og niður með það að fólkið tolli í sveit- inni, máske erum við heppnari með það sveitungar mínir en gerist sums staðar annars stað- ar. Ég gæti hugsað, að á vet- urna séu á annað hundrað manns heima í sveitinni. Þá er margt ungt fólk að heiman í skólum, en á sumrin fjölgar aftur í sveitinni, þegar heima- fólk kemur aftur og börn og unglingar til sumardvalar. — Hefur þú ekki fengizt við ritstörf, Karl? Rætt við Karl Björnsson bónda i Hafrafellstungu áttræðan hann á heimili dótturdóttur hans að Háaleitisbraut 36, hvort hann væri kominn suður til lækninga og því ekki heima hjá sér á þessum merkisafmæl- isdegi, kvað hann svo ekki vera og langt síðan hann hefði þurft á lækni að halda. — Ef ég á að' segja eins og er, svo enginn heyri til, bætti Karl við, — þá er ég eiginlega áflótta undan sjálfum mér ef ég má orða það svo. Eg er orðinn svo gamall, að ég sárkveið fyrir öllu því tilstandi, sem nú orðið er samfara öllum afmælum, og einkum ef þau standa á tug. Svo.fæ ég máske skammir fyrir tiltækið, þegar ég kem aftur heim í sveitina. — Hefurðu átt heima í Öxar- firðinum alla ævi? — Nei, þangað kom ég ekki fyrr en fulltíða. Ég fæddist í Glaumbæ í Reykjadal, en það lækjarseli í Öxarfirði hjá Jóni frá Gautlöndum, sem fluttur var þangað. — Sástu ekki eftir Mývatns- sveitinni? — Jú, fyrst í stað, og ég réð mig með þeim skilyrðum að fara eftir árið, ef mér sýndist svo. En þar ílengdist ég svo. Þar kynntist ég stúlku, sem síð an varð konan mín, Sigurveigu Björnsdóttur frá Skógum þar í sveit. Við hófum búskap í Hafrafellstungu, en þar hefur lengstum verið tvíbýni eins og á mörgum jörðum þar í sveit. Ég keypti hálfa jörðina. Nú seinni árin höfum við búið þar félagsbúi, við Björn sonur minn og synir hans tveir. — Hafa ekki orðið þar breyt- ingar síðan þú hófst þar bú- skap? — Jú, það eru nú orðin fimm tíu og fimm ár síðan við Sigur veig fórum að búa þar. Hús — Ég átti ekki kost á skóla- göngu í uppvextinum og því get ég ekki talið að ég hafi fengizt við ritstörf. Að vísu hef ég fært eitt og annað inn í bók í minni búskapartíð, aðallega viðvíkjandi búskapnum, um sauðféð, haldið búreikninga, og skrifað hjá mér lýsingar á tíðar fari, því gæti ég tínt í þig sitt af hverju um búskap minn og veðurfarið í Öxarfirði síðustu hálfa öldina, ef þú kæmir að heimsækja mig í Hafrafells- tungu. Og áður en ég fór suður, lofaði Sigurveig mín að færa inn í dagbókina mína eitt og annað frásagnarvert, sem kynni að koma fyrir á meðan ég er að spranga hér í höfuðborg- inni. — Ég óska þér til hamingju með afmælisdaginn, Karl, og hugsa gott til að heimsækja þig í Hafrafellstungu áður en langt líður. Sinfónáutónleikar Sinfóníuhljómsveit íslands hélt aðra tónleika sína á þessu starfs- ári í samkomuhúsi Háskólans, und ir stjórn Proinnsias O’Duinn, og með celloeinleik Erling Blöndal Bengtsson. Cellókonsert Sjostakovitsj er ekki á neinn hátt það frumleg tónsmíð að sú hlið komi neinum á óvart, en höfundinum sem vissu lega kann vel til verka tekst að draga fram ólíkustu svipmyndir, sem einleikarinn Erling Blöndal Bengtsson greiddi svo aftur úr, og flutti á þann einstæða hátt, að slíkur cellóleikur hlýtur að vera góður á mælikvarða, hvar í ver- öldinni sem er. Svo bergnuminn er hægt að verða er hlýtt er á leik Bengtsons, enda slíkt ekki á færi nema al- stærstu listamanna, að geta lyft hvaða verkefni sem er á það svið, að fullkcinnun sé helzt það sem í hugann kemur. Það er ekki venja að strá um sig með aukalögum á sinfóníu- tónleikum, en tvö aukalög Bengts sons juku enn við það sem hann hafði áður gert. Samleikur cellos og hljómsveitar var eftir atvikum ágætur og sýndi hljómsveitarstjór inn þar smekkvísi og tillitssemi. Forleikur að op. „Ruslan og Ljudmila" eftir rússneska tónskáld ið Glinka, var vel og liðlega flutt ur, og hljómaði þetta létta og þjóðlega verk prýðilega. Sinfónía no. 1 í C-moll eftir Joh. Brahms er í fáutn orðum sagt himneskt verk, sem höfund- ur varði mörgum árum í að fága, vinna og fullgera, enda handbragð ið á öllu verkinu meitlað og slíp- Það má segja, að stjórnandinn O’Duinn hafi færzt mikið í fang, að glíma við þetta risavaxna verk, en þá raun stóðst hann með prýði. Frá upphafi markaði hann lín- urnar skýrt, og hafði á örugg tök. Öllum smá aukastefjum, sem eru mörg og mikilvæg hélt hann vel til haga, og sást hvergi yfir. Sinfóní- an var í heild svo skýrt og fallega fracn sett, að óblandin ánægja var að, svo og þessum tónleikum í heild, og á þar vandaður flutning ur sinn stóra þátt. Unnur Arnórsdóttir. Erlenf yfiriit Framhald af 7. síðu. flokksþingi republikana næsta sumar. Líklegt þykir, að þeir Goldwater og Rockefeller muni báðir gefa kost á sér. Rocke- feller var á ferðalagi þar í sein ustu viku, en Goldwater fer þangað nú í vikunni. Ef Rocke- feller tapaði þessu prófkjöri, yrði hann sennilega alveg úr leik, þar sem norðurríkin hafa verið talin helzta vígi hans. Ef Goldwater ynni prófkjörið, yrði það honum mikilvægur styrk- ur, þar sem hann hefur verið talinn veikastur í norðurríkjun um. í skoðanakönnun, sem nýlega fór fram í New Hampshire, íékk Goldwater 55%, en Rocke feller 20%. Rockefeller virðist því mega spjara sig, ef hann á að sigra. Hann segist vita að hann standi höllum fæti nú, en margt geti breytzt á fjórum mánuðum. Víst er og það, að Rockefeller mun ekki liggja á liði sínu þann tíma. Þ.Þ. •; g '”'í Eltt af kunnarl fyrirtækjum I borglnnl og sem reyndar verzlar um land allt, húsgagnaverzlunln SKEIFAN I Kiörgarðl, átti nýlega 10 ára starfs- afmæii, sem mlnnzt var með því að einum viðskiptavina verzlunarlnnar var rétt bréf upp á að hann mætti velja sér ókeypls húsgögn fyrlr 10 þúsund krónur. Hinn heppni viðskiptavinur Skeifunnar var Elnar Björns- son, fulltrúi, sem hér sést vera að veita vlðtöku gjafabréflnu, úr hendi Guðmundar Jóhannssonar I Skeifunni. — Dregið var úr sölunótum þeim, sem afgreiddar voru i afmælisvikunni. T I M I N N, þriðjudaginn 29. október 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.