Tíminn - 29.10.1963, Blaðsíða 16
FYRSTA PRÍSTVlGSLÁ 1SKALHOLTI
KH-Reykjavík, 28. okt.
Mynd þessi er frá fyrstu prests-
vígslunni í hinni nýju Skálholts-
kirkju, er þar fór fram í gær. Sýn-
ir hún biskupinn yfir íslandi,
herra Sigurbjörn Einarsson, fyrir
altari, en frammi fyrir honum
standa hinir nývígðu prestar i
höklum, séra Hreinn Hjartarson
t.h. og séra Lárus Þ. Guðmunds-
son t.v. Sitt hvoru megin við þá
standa vígsluvottarnir, séra Guð-
mundur Óli Guðmundsson, prestur
í Skálholtsprestakalli, séra Gunnar
Jóhannesson, prófastur í Árnes-
prófastsdæmi, séra Þorgrímur Sig-
ursson, pfófastur í Snæfellsnespró-
fastsdæmi og séra Magnús Guð-
mundsson, fyrrv. prófastur í Snæ-
fellsnesprófastsdæmi. Biskupinn
yfir íslandi vígði Hrein Hjartarson
til Ólafsvíkurprestakalls og Lárus
Þ. Guðmundsson að Holti í Ön-
undarfirði. Séra Magnús Guð-
mundsson iýsti vígslu, og séra
Framhald á 15. síðu.
nasiaMEwraifTiWMm
F—nrrartimBrtaai
FÉLL OFAN AF TUIN! BORGARSJÚKRAHÚSSINS
BANASLYS
Þriðjudagur 29. okt. 1963
234. tbl.
47. árg.
KJ-Reykjavík, 28. okt.
í hádeginu í dag féll ungur
maður ofan af þaki turns Borgar-
sjúkrahússins í Fossvogi, sem er
í byggingu, og mun hann þegar
hafa beðið bana.
Eins og fyrr segir átti atburð-
ur þessi sér stað í hádeginu í dag,
og munu engir sjónarvottar hafa
verið að slysi þessu. Turninn á
Borgarsjúkrahúsinu er fjórtán
hæðir, og lenti maðurinn, sem var
um tvítugt, á skyggni sem er yfir
vesturdyrum sjúkrahússins. Við
rannsókn kom í ljós að maðurinn
hafði skilið eftir uppi á þakinu
úr, úlpu og aðra muni. Eins og áð-
ur segir munu engir sjónarvottar
hafa verið að þessu hörmulega
slysi, en hinn látni vann ekki, eða
var á neinn hátt viðkomandi bygg-
ingu sjúkrahússins.
AKVEÐIN LAUN STUNDAKENNARA
HÆST 123,05
LÆCST 71,45
UM HÁDEGISBILIÐ í gær kom upp eldur í vinnuskúr úti á Grandagarði.
Kvlknað! í út frá olíuofni, sem í skúrnum var, og urðu miklar skemmd-
Ir. Vinnuskúr þessi var í eigu Byggingariðjunnar, og var þarna vegna
byggingar vörugeymslunnar miklu við Rvíkurhöfn. (Ljósm.: Tfminn—GE).
KH-Reykjavík, 28. okt.
Stundakennarar í skólum
landsins hafa ekki verið á-
hyggjulausir síðan þeir réðu
sig til starfa í vetur, því að
enn þá hafa þeir ekki fengið að
vita, hver Iaun þeir fá greidd
samkvæmt hinum nýja launa-
skala kennara. En þeir geta nú
dregið andann léttar, því að
búið er að ákveða Iaun þeirra,
sem þeir væntanlega fá greidd
um næstu mánaðamót.
Blaðið fékk þær upplýsingar
á Fræðslumálaskrifstofunni í
dag, að verið væri að ganga
frá auglýsingu um laun stunda-
kennara og yrði hún væntan-
lega tilbúin á morgun. Fá þá
stundakennarar laun sín greidd
um næstu mánaðamót, eða e.t.
v. nokkrum dögum síðar, og
fer það eftir því, hve fljótt
skýrsluvélarnar geta skilað sínu
verki.
Laun stundakennara eru á-
kveðin 80% af meðallaunum
kennara í 25 ár, miðað við laun
in í dag, og gildir þessi ákvörð
Framhald á 15. sfðu.
.
KJ-Reykjavik, 28. okt.
Á laugardaginn um kl. 15.30 var
bifreið ekið útaf rétt vestan við
Engidal á Álftanesi. í bílnum voru
tvær stúlkur og einn piltur, sem
ók.
Nánari atvik voru þau, að er
bíllinn var kominn vestur fyrir
Engidal, missti ökumaður stjórn á
bílnum, er hann fór í lausamöl,
•sem hentist síðan 30 imetra út fyr-
ir veginn.
Bifreiðin, sem var af Mercury-
Comet-gerð, árg. 1963, var í eigu
Bílaleigunnar Bíllinn, og ók hon-
um 19 ára piltur. Bróðir piltsins
hafði fengið bílinn lánaðan, og lán-
að hann svo aftur ti) hans Sam-
kvæmt reglum um útlán á bílum,
má aðeins sá, sem fær bílinn að
Framhald á 15. siðu.
Rann í höfnina
KJ-Reykjavík, 28. okt.
„Snemma í morgun fór bfll í
höfnina í Reykjavík. Óttazt var í
fyrstu að maður hefði verið í bíln-
um, en sá ótti reyndist ástæðuiaus.
Myndin hér að ofan sýnir, er bíll-
inn var dreginn upp úr höfninni.
Bílnum, sem er í eigu Lands-
síma íslands af Unimog-gerð. hafði
verið lagt á bifreiðastæðið vestan
við Hafnarhvol, en ökumaðurinn
Framhald á 15. síðu.