Tíminn - 21.11.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.11.1963, Blaðsíða 7
FREDEREÖ SONDERR Útgef&ndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur i Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 einL — Prentsmiðjan EDDA h.f — Landgnmnið allt ÞAÐ ER VENJA, þegar þjóðhöfðingi fer í heimsókn til annars lands, að ekki sé rétt á meðan verið að rifja upp deilumál, sem valda ósamkomulagi í sambúð við- komandi þjóða. Þennan hátt hafa stjórnarblöðin ekki haft á í sambandi við för forseta ísiands til Bretlands. Þau hafa notað það til áróðurs fy.rir nauðungarsamn- ingnum, sem gerður var 1961 milli íslands og Bretlands og talið hann fullnægjandi málalok a landhelgismálinu. Af þessum ástæðum verður ekki konrzt hjá því að minn- ast á þennan þátt í sambúð Breta og íslendinga. Þessi skrif stjórnarblaðanna geta ekki byggzt á öðru en því, að þau telja, að íslendingar eigi ekki að setja markið hærra en að hafa 12 mílna fiskveiðiland- helgi, eins og nú er. Þeir, sem þannig hugsa, geta talið samninginn frá 1961 fullnægjandi og við- unandl málalok. Meginþorri íslendinga lítur hins veg ar allt öðru vísi á þetta mál. Þeir felja, að ísland eigi ótvírætt rétt til að láta fiskveiðilandhelgina ná til alls landgrunnsins, og markvisst beri eð stefna að því að svo verði. íslenzk útgerð mun líka hafa fyllstu þörf fyrir slíka friðunaraðgerð áður en langt líður. Með nauðungarsamningnum frá 1961 hafa Bretar tryggf sér aðstöðu til að torvelda slíka útfærslu með laga flækjum og krókaleiðum. Það er rangt gagnvart Bretum og veikir einnig að- stöðu okkar í framtíðinni, ef við láium líta svo út nú. eins og stjórnarblöðin hafa gert seinustu dagana, að við teljum 12 mílna fiskveiðilandhelgi viðunanlega lausn Það er einnig rangt gagnvart Bretum, ef við látum í Ijós ánægju yfir því, hvemig samningurinn frá 1961 var knúinn fram. Sú ríkisstjórn, sem þá fór með völd í Bret- landi hótaði nýjum hernaðaraðgerðum og löndunar banni, ef ekki yrði fallizt á samninginn, eins og glöggt kom fram í ræðum íslenzkra ráðherra, þegar rætt var um hann á Alþingi. Þess vegna er þessi samningur einn af hinum mörgu nauðungarsamningum sem Bretar hafa þvingað fram. Það er þeim hins vegar til lofs, að þeir hafa fellt marga slíka samninga úr gildi á seinustu ár- um. Bretar eiga áreiðanlega eftir að eignast svo sann- gjarna og drenglundaða stjórn, að nauðungarsamning- urinn, sem gerður var um landhelgismál íslands 1963 mun fara þá leið áður en lýkur. Þá fyrst er landhelgisþrætan milli íslands og Bref lands farsællega leyst, þegar Breíer sýna þá réttsýni og drengskap, að þeir reyna ekki á neinn hátt að standa í vegi þess, að ísland fái óskert yfirráð yfir land- grunni sínu, og að þeir reyna ekki að nota sér ákvæði neinna nauðungarsamninga til að hindra það. Það er von íslendinga, að drenglund Breta sigri brátt þann yfirgang, sem þeir hafa sýnt í þessum málum. Þá verða gleðileg þáttaskil í þessum eina óskemmtilega þættin- um í sambúð íslendinga og Breta V mnutímaneí nd in MEÐ SAMÞYKKl allra flokka var sett á laggirnar haustið 1961 sérstök nefnd til að athuga. hvernig tryggia mætti 8 stunda vinnudag, með aukinni vinnuhagræðingu Nefndin, sem hlaut nafnið vinnutímanefnd vann goti undirbúningsstarf og óskaði síðan r.ltir frekari aðstoð rikisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur hins vegar dregió það fram að þessu eða á annað ár að veita bessa aðstoð Samt tala ráðherrarnir við flest tækifæri eins og þeir séu mjög fylgjandi aukinni vinnuhagræðmgu! Unglingadómurinn í Jacksonville L í AMERÍSKRI borg hefur hóp- ur ungs fólks ásamt vitrum dóm- ara tekið upp nýjar og árangurs- ríkar aðferðir gegn lögbrotum unglinga. Tvisvar í viku er fremsta bekkjaröðin í borgarréttinum í Jacksonville, Fl'orida, setin sex eftirtektarsömum ungum stúlk- um og piltum á aldrinum 18—19 ára. Þau eru ráðgjafar John San- tora dómara í málum gegn ung- um lögbrjótum. Santora dómari er fertugur maður, reyndur og vinsæll dómari. Ég fer nær alltaf að ráðum þessa unga fólks í dómum mín- um, sagði hann, en vitanlega kem ur það fyrir að ég verð að breyta þeim dálítið. Þau geta betur en ég séð hvort vitnisburður jafn- aldra þeirra er sannur eða log- inn. Þau geta einnig betur getið sér til um heimilisaðstæður við- komenda og skilja viðbrögð ungl- inganna, sem virzt geta undarleg í augum okkar, sem eldri erum. Þau taka ekkert tillit til laga- króka, eru eftirtektarsöm, hugsa sig vel um og eru óvenjulega réttlát. Það hef ég margreynt. Ég hef sjálfur setið í réttarsa) Santora dómara og séð unglinga- kviðdóminn að störfum og get tekið undir við hann. Ungur maður stóð fyrir rétt- inum, sakaður um að hafa á bíl föður síns ekið á annan bíl með þeim afleiðingum að bíllinn va!t og eldur kom upp í honum. Lög- reglan hélt því fram. að hann hefði ásamt nokkmm félögum sinum verið í kappakstri og hefði misst stjórn á bílnum í beygju Verjandi unga mannsins sagði aftur á móti að bilun í stýrisbún aði bílsins vaéri orsök slyssins Foreldrarnir fullyrtu og að sonur þeirra myndi aldrei hafa tekið þátt í kappakstri. Santora dóm- ari hlustaði gaumgæfilega og sagði að lokum, að hinn ákærði væri ekki orðinn 21 árs og kæmi því mál hans fyrir hina ungu kviðdómendur. Unga fólkið hvísl aðist ákaft á um stund og síðan reis formaður þess á fætur. „Herra dómari“, sagði hann, „við leggjum lil 3ja ára missi ökuleyf is, 30 daga fangelsi og 200 doll- araí sekt.“ Dómarinn hugsaði sig um. „Það er of þungur dómur“ sagði hann, „ég samþykki öku- leyfismissi i eitt ár, þar að auki 30 daga fangelsi eða 200 dollara sekt“. Það var með vilja gert að dóm- stóll hinna ungu tók ekki með neinum silkihönzkum á þessum jafnaldra sínum. Einn þeirra sagði við mig á eftir. ,.Hann er ábyrgðarlaust dekurbarn, sem er alveg sama um þó að hann valdi öðrum skaða. Þér sáuð sjálfur bve á nægður hann var með sjálfan sig fyrir réttinum í dag. Hann brosti til okkar meðaumkunar- brosi. Það þolum við ekki. Sum okkar eru frá fátækum heimil- um, sum frá ríkum. En við lít- um sömu augum á þetta mál Við viljum kenna bæði honum foreldrum hans og öllum öðrum að við viljum að við séum tekin alvarlega.“ Skýrslur lögreglunnar sanna þáð, sem Santora dómari segii að við til'komu unglingadóm stólsins ug við störf hans þetta eina ár. hafi afbrot unglings minnkað um helming en þar voru orðin áhyggjuefni í Jack sonville í flestum tilfellum vorr foreldrarnir lítt samstarfsfús réðu dýra verjendur eða virtust kærulaus gagnvart þessum mál- um. Ég veit hreint ekki hvað við eig um að gera, sagði hinn áhyggju- fulli dómari í blaðaviðtali síðast- liðið sumar. Fullorðnir borgar- búar létu orð hans sem vind um eyru þjóta. Þá var nýstofnað æskulýðsráð Jacksonvilleborgar, en í því voru um 200 áhugasamir menntaskólanemendur. Þeim fannst ástandið í borginni óþol- andi og vildu gera sitt til að úr því yrði bætt. Þeim mislíkaði að æskulýður borgarinnar í heild liði fyrir afbrot minni hlutans Formaður æskulýðsráðsins, Ern- est Evans, fór til Santora dómara og stakk upp á því við hann, að unglingakviðdómur yrði stofn- aður í borgarréttinum Fjörutíu af meðlimum . æskulýðsráðsins höfðu tjáð sig fúsa til að vera á skrá sem kviðdómendur, þar sem sex í einu skyldu sitja kviðdóm- inn. Dómarinn samþykkti að lokum að reyna þetta, þótt engin dæmi væru til um slíkan kviðdóm áður Eins og dómarinn sagði, þá hafði þetta lítil lögfræðileg áhrif, en hin sálrænu áhrif af nærveru kviðdómsins væru óumdeilanleg Ég var staddur í réttinum þeg ar yfirheyrð var ung stúlka, á- kærð i'yrir búðarþjófnað „Taktu nú eftir hvað skeður," sagði rétt- arþjónninn. sem sat við hliðina á mér. Meðan á yfirheyrslunum stóð, itárði unga stúlkan nær stanz- laust ó kviðdómendurna. Útskýr- ingar hennar voru langar og tví- ræðar. Hún sagðist hafa stungið nokkruni hlutum í vasa sinn í hugsunarleysi meðan hún var í verzluninni og gleymt síðan að borga þá. Andlit kviðdómend anna voru sem höggvin í stein. „Þér haldið þá fast við að þér séuð ekki sek,“ sagði dómarinn að lokum. Stúlkan leit enn einu sinni á kviðdómendurna og hik- aði. „Nei, herra dórnari,1' sagði hún svo hljóðlega. ,.ég er sek “ Þessi æskulýðsdómur hefur einnig komið fram með óvenju- legar refsingaraðferðir. Hinn seki er t. d. látinn vera yfir helgi á slysavarðstofu í einu af sjúkrahúsum borgarinnar. Hann er látinn horfa á kvalir þeirra, sem orðið hafa fyrir slysi, vegna kæruleysis eða vangár ann- arra. Það er hörð refsing fyrir ungt fólk að horfa á limlesta líkami, sagði Evans við mig, en það lærir miklu meira af því en að vera í fangelsi. Það sér afleið ingarnar af þvi, sem það hafðt sjálft gert eða hefði getað gert Bezta sönnunin fyrir því að ung) ingakviðdómurinn hafði rétt fyr ir sér, sést í málinu gegn unga manninum, sem hafði verið ölv aður við stýrið og valdið alvar legu slysi. Ilann kom í réttinn klæddur þröngum gallabuxum og leður.iakka o.g stóð keikur með hendur í vösum meðan á yfir heyrslu stóð. Úrskurður kviðdóm endanna var- Fjórar helgarvakt ir á slysavarðstofunni og missir ikuskírteinis Mánuði seinna kom þessi ungi maður á samkomustað eskulýðsráðsins. klæddur venju legum fötum, snyrtilegur og al örugefinn. Evans gat varla trú að sínum eigin augum, svo mikil ar breytingin. Þessi fyrrum for ’-erti lögbrjótur spurði nú, h-vort hann. brátt fyrir fortíð sína, mætti gerast meðlimur æskulýðs- ráðsins. Hann vildi einnig gjarn- an vera á kviðdómendaskrá ráðs- ins. Félagar í æskulýðsráðinu veittu honum inngöngu og hafa ekki þurft að iðrast þess síðan. Stundum fannst Santora dóm- ara kviðdómur sinni vera full vægur í dómum sínum. En oftast lá þar hugsun eða ástæða á bak við. Ungur piltur var ákærður fyrir að hafa stolið fötum að verð mæti 50 dollara úr ýmsum verzl- unum. Hann var örvilnaður og skelfdur fyrir réttinum. En kvið- dómendurnir virtust skilja vel hina fáorðu, sundurlausu skýr- ingu hans á stuldinum. Dómarinn lagði fagði til fangelsisvist, en það vildu kviðdómendur ekki. Skilorðsbundinn dóm með sex mánaða reynslutíma, auk þess sem hann skyldi borga hið stolna. Dómarinn lét að lokum undan. Á eftir spurði ég einn af kvið- dómendunum hvers vegna þeir hefðu vægt honum. Skiljið þér það ekki, sagði hann. Hann ætl- aði að vera almennilega klædd- ur. Foreldrarnir eru ofdrykkju- fólk og vildu ekki hjálpa honum. Þess vegna stal hann. Við vitum að það er rangt. En hann er ekki þjófur af vana. Hefðum við sett hann í fangelsi, hefði hann kann- ske orðið það. Við höfum aðvar- að hann, en ekki dæmt hann hart. Það er undarlegt, sagði San- tora dómari, að þau geta ætíð fundið refsingu, sem hæfir af- brotunum. Þau hafa t.d. k'omið með margs konar refsingar í stað- inn fyrir fjársektir Foreldrarnir borga sektirnar segja þau, en þegar ungur maður er látinn fægja skil'ti og hurðarhúna á lögreglustöðinni eða hreinsa garða, þá finna þau að það er refsing, og gleyma því ekki. Það hefur náðst mjög mikill árangur með unglingadómstóln- um, sagði Santora dómari, og það er sennilega vegna hinna sálrænu áhrifa sem þau hafa á hina ungu lögbrjóta. Ég get prédikað yfir þeim. en þó að þeir viti að ég get gert þeim lifið leitt þá glotta þeir á mig En þeir glotta ekki að unglingakviðdómnum, ekki nema einu sinni að minnsta kosti, svo falla þeir saman Þessi hópur heilbrigðra og réttsýnna unglinga fyllir þá skömm. Það eru áhrif, sem ekki bregðast (Þýtt úr Det Bedste). Samið viS Hinn 29 oktober 1963 var í Genf undii ritaður verzlunarsamn ingur milli íslands og Alþýðulýð veldisins Búlgaríu. Er þetta fyrsti verzlunarsamningurinn. sem ís- land genr við Búlgaríu Allar greiðslui milli landanna fara t'ram í frjálsum gjald- eyri. Engii vörulistar fylgja samn ingnum og engin skuldbinding er um, að jötnuður skuli vera í við skiptum ’andanna Samningur þessi gildir til eins árs og ftamlengist sjálfkrafa sé honum ekki sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. (Frá utanríkisráðuneytinu) T í MI N N, fimmtudaginn 21. nóvember 1963. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.