Tíminn - 21.11.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.11.1963, Blaðsíða 9
fréttamaður hafði tal af honum. Þar höfðu verið ræstir fram 70— 80 hektarar. —Mýrin befur þornað, sagði Auðbergur, hún gerir það strax, þar sem landið er ekki of flatt. Þetta land var ekki jafn blautt og mýrarnar 1 Vetleifsholtshverf- inu, þ6 voru nokkur keldudrög sem þeir ákváðu að skilja eftir. ,En ég hef ekki orðið var við, að ræsin hafi misiheppnazt; þau opnast flest í skurði, nok.<ur fram úr halla, en ég er ekki jafn ánægður með slíka íramræslu. Skurðir eða gil þurfa að vera til staðar að flytja vatnið burt. Nú hefur verið ræst hjá öll um bænum í Áshverfinu, eitt- bvað nálægt 300 hektarar samtals, en margir bíða eftir plóginum, og ég tel að maður eigi ekki að vera mjög stórtækur til að byrja með. Plógurinn var nýkominn að Berustöðum, og þar hittum við Geir Sigurgeirsson frá Hlíð undir Eyjafjöllum sem hefur unnið með þessu verkfæri í sumar. Það var kominn hörkugaddur og Geir var cnn að ræsa, kvaðst þó gera ráð fyrir, að hætta um hríð ef hann færi ekki að lina frostið. Þeir Geir og Oddur Daníelsson frá Trölla- tungu hafa unnið með verkfærun- um og skipzt á vöktum allan sólar hringinn. ÓJafur Ásgeirsson bú- fræðikandidat hefur mælt fyrir ræsunum. Berustaðabændur, Trausti og Stefán Runólíssynir, kváðust báð- ix mundu láta ræsa allstórt land. Plógurinn var þá í landi Trausta, skammt fra bæ, þar sem skurðir höfðu verið grafnir. Stefán kvaðst meðal annars láta ræsa grasgefna mýri fjarst í landareigninni. — Ég mun ekki brjóta það land á næstunni sagði Stefán, eri mér hefur komið í hug að láta slétta það með þungum valtara svo hægt sé að bera á það Þetta hefur gef izt vel, það er jafnvel hægt að valta þýfi svo hægt er að flæmazt yfir það með sláttuvél, en ég þarf ekki á þessu að halda til heyskap- ar, ekki heldur vegna þrengsla i högum. En ép ætlast til að fá betri haga og meiri afurðir af fénaði. Að síðustu hittum við Eirík Guð jónsson bónöa í Ási, en hann var með þeim stórtækustu í framræsl unni í sumar Eiríkur hefur fyrir skömmu reist 20—30 kúa fjós með tilheyrandi heygeymslum. Hann er með nær 20 mjólkandi kýr á fóðr um í vetur og hefur stórbætt jörð s;na sem aðrir Ásbændur á síðasta áratug. Raunar má segja, að um- liverfið þar j hverfinu sé gjör breytt frá þvi. sem var fyrir 20 árum. Skurðgröfur og stórvirkar dráttarvélar ræktunarsambandsins hafa umbylt jörðinni, jafnvel göm ul kennileiti eru horfin. Eiríkuv kvaðst hafa purft á lokræsaplóg- ínum að naKa nú þegar, enda margt í högum — Búin hafa stækkað, sagði Ei- ríkur, og sc-nniiega halda þau á- fraip að stæKka Það virðist óhjá- kvcémilegt Smábúskapur virðisl rkki eiga rétt á sér. Sá réttur hef- ui verið afuuminn. Afurðaverðið sker úr um það Á hinn bóginn ex þungur róðui að gera það sem gera þarf meðan lánamálum er háttað eins og nú er. En við er- um bundnir /ið það sem við höf- um fjárfest, afturhvarf kemur ekki til greina, vegurinn liggur fram — BÓ. VIÐ ÓKUM SUÐUR Í Dr. Sigurður Þórarínsson: Veitið upplýs- ingar um gosið Enn einu sinni hafa fjölmarg ir íslendingar orðið sjónarvott- ar að stórfenglegum náttúru- hamförum. Sem betur fer er gosið við Vestmannaeyjar enn sem komið er einkum til augna- yndis. Þannig var og um síðasta Öskjugos 1961. Er ástæða til að minna á, að því fer viðs fjarri, að svo hafi verið um öll eldgos á íslandi. Oftlega hefur þessi þjóð goldið mikil afhroð vegna eldsumbrota, og eflaust á hún einnig eftir að verða fyrir skakkaföllum í eldgosum Saga íslenzkra eldfjalia er snar þátt- ur baráttusögu íslands þjóðar í þúsund ár og hefur sú saga aldr- ei verið skráð svo nákvæmlega sem skyldi. Því miður er skráð- um heimildum um mörg gos- anna mjög ábótavant. stórgos hafa orðið hér eftir að land byggðist, sem hvergi eru skráð. og allt fram á þessa öld hafa orðið hér eldsumbrot, sem ekki er hægt að segja frá hvaða ári eru. Eg hef vikið að því í sam- bandi við síðasta Öskjugos, að upplifun þess auðveldaði túlk- un á sumum gömlum frásögn- um af eldsumbrotum. Þetta á við í enn þá ríkara mæli um það gos, sem menn hafa nú fyr- ir augum. Frásagnir af xxeðan- sjávargosum kringum ísland eru margar mjög óljósar og oft erfitt úr að skera, hvort raun- verulega hefur verið um gos að ræða Þess vegna eru grein- argóðar lýsingar á því hvað ber fyrir augu þeirra. er fyrst litu gosið við Eyjar, mjög þýð- ingarmiklar heimildir. ekki að- eins um þetta gos, heldur og til skýringar heimilda um göm- ul gos. Því heit.i ég á þá, sem urðu fyrstir, eða meðal þeirra fyrstu, til að veita yfirstand- andi gosi athygli, af sjó, úr Eyjum eða af meginlandinu, að senda mér frásagnir af því, hvernig þetta kom þeim fyrir sjónir og tímasetja athuganir sínar eftir því sem auðið er. Einnig bið ég alia þá, sem mynd ir taka af þessu gosi. úr lofti, af láði eða legi, að skrá hjá sér myndatökustað og stund og dag, og gera það strax að mynda töku lokinni eða við heimkomu úr myndatökuferð. Framköllun mynda getur dregizt, einkum ef um litmyndir er að ræða, og því ekki ráðlegt að treysta á minnið um skráningu þangað til myndirnar koma úr fram- köllun, en rétt að skrifa þá á þær þær upplýsingar, er máli skipta, svo sem tímasetningu og stað. Tímasettar myndir eru a hinar ágætustu heimildir um 1 þetta eldgos. Mjög æskilegt væri einnig, að veðurathugun- armenn á veðurstöðvum, þar sem vel sést til eldstöðvanna, svo sem Stórhöfða, Eyrarbakka og víðar, skráðu hjá sér dag- lega stutt yfirlit um gang goss- ins og breytingarnar frá degi til dags, eins og þetta kemur þeim fyrir sjónir. Eg hef um margra ára skeið á vegum jarðfræðideildar Nátt- úrugripasafnsins unnið að söfn- un og könnun gagna varðandi eldfjallasögu íslands og þá að sjálfsögðu einnig reynt að safna öllum gögnum varðandi þau gos, sem í gangi hafa verið. Margir brugðust vel við í_ sam- bandi við Heklugosið og Öskju- gosið og treysti ég því, að svo verði einnig um þetta gos. All- ar npplýsingar eru þakksam- lega þegnar svo og myndir eða upplýsingar um hverjir hafa myndir, sem þeir telja athyglis- verðar. Utanáskrift mín er: Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur, Náttúrugripasafnið, Reykjavík. Jens Kruuse: VII) ÓKUM SUÐUR. Andrés Kristjánsson þýddf. Fróði gaf út. Ferðasaga Jens Rruuse suð- ui meginlandið ber undirtitilinn: Og konan mín hafði fjárráðin. Þar má kenna lieiti bókarinnar á dönsku: Mine kone sidder paa kass en. Þessi bók hlaut góðan byr í Danmörku, enda höfundurinn þekktur blaðamaður, gagnrýnandi og rithöfund ir þar í landi. Kruuse hefur lengi ritað bókmenntaþætti í Jyllandsposten en hann er lærð ur í þeim efnum. Annar undirtitill bókarinnar er svohljóðandi Fimmtán kaflar og tex póstkortaumslög ásamt við- bæti, sem nctundur bókarinnar neitar að ábyrgjast. Þetta mættu virðast óþar'f skilmerki á titil- blaði einnar ferðasögu. en sver sig raunar i att við söguna sjálfa. þar sem gasiti höfundar hleypur til og frá og gerir kúnstir. Með við bæti, sem Kruuse neitar að ábyrgi ast. er átt við eftirmála Einars Sig- fússonar, fið’uleikara, en Einar og kona hans voru ferðafélagar Kruuse og hans konu og dóttur í bíl suður og ntrður aftur Annars hafði Kruuse áhættulaust mátt á- byrgjast þennan viðbæti. Kruuse er sjálfskipaður leiðsögu maður í pessari ferð, enda vel heima í staðháttum, þjóðlífi og sögu á leiðinni suður Frakkland, til ítalíu og norður Þýzkaland, En Kruuse fer ekki alltaf marg- troðnar túristaleiðir; hann sneið- ir gjarnan hjá stórborgum, sting- ur við fótun ' einhverju þorpi eða sveit, sem túnstar hafa gleymt, og hvar sem hann kemur eys hann af söguþekkmgu sinni, nýtur gam- alla minja og kemst þegar í sam- band við fólk;ð í þorpinu eða sveit inni Stíllinn er blæbrigðaríkur v'tnar um xímnigáfu höfundar og duttlunga, ein.1 það. sem hann t'-kur sér tvnr hendur Kruuse er maður, sem gerir það sem hann langar til og skrifar eins og hann iystir. Hann vii ðist auk þess mað ur til að haga sér þannig, en bók hans er afar skemmtileg aflestrar þrátt fyrir nr.kkur sérvizkuleg ein kenni, sem gera mann tortrygginn við fyrstu Kvnru Ég minnist þess ekki að haí? haft jafn góða skemmtun ai annarri ferðasögu, sem hér hefui gengið á þrykk í seinni tíð Þýðingin ivðist af hendi leyst með mikluir ágætum Að vísu hef eg ekki lesK bókina á frummái- inu. en hið glaða og fullkomlega eðlilega orðiæri Andrésar Krist jánssonar í þessari bók sannfærir mann um, að öllu er haldið vel til skila. Bókin er 23fc blaðsíður, prentuð á þykkan og sterkan pappír í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. — Prentun er ve) gerð, en frágang- urinn á titiiblaðinu er afbrigðileg- ur og ekkert aðlaðandi. Bandið er t.raustlegt, »n spjaldapappírinn til leiðinda Kánuteiknara hefur láðst að setja nafn sitt eða merki á kápuna, en það er yfirsjón. Kápan ei afar smekkleg. — BÓ. ÁRSFUNOUR Nordisk Hotei- cg Restauranrforbund var haldinn í Kaupmannahöfn dagana 20.—23 október s. 1.. Fund þennan sátu að þessu sinni 19. ful’trúar frá öilum Norð- ■irlöndunum. Á ársfundum þessum eru jafn- an rædd margvísleg sameiginleg ahugamáJ veitinga- og gistihúsa- cigenda á 'Jorðurlöndum. en þeir hafa verið haldnir síðan 1936. þó ,7erðist fslani ekki þátttakandi í iiessum saintökum fyrr en árið 1948. Þátttakendui frá Sambandi veit- inga- og gistihúsaeigenda voru að bessu sinni, 'urniaður S V .G., Lúð- vík Hjálmtýsson. Pétur Daníels son. Þorva'.dui Guðmundsson og Jón Magnússon. MINNING Rósmundur Sveinsson bóndi Efra-Ási í dag fer fram frá Hóladóm- kirkju útför Rósmundar Sveins- sonar, bónda að Efra-Ási í Hjalta- dal. Rósmundur Sveinsson hefur um langt skeið búið að Efra-Ási. Hann var einn traustustu og beztu skagfirzkra vina minna. Hef ég hug á, nú við útför hans, að kveðja hann örfáum orðum, Þegar við hjónin fluttum að Hólum í Hjaltadal árið 1928 og tók um við búsforráðum þar þá voru búsett í nágrenni Hóla ung hjón, er fljótt festu vináttu og tryggð við okkur. Það voru þau Rósmund ur Sveinsson, er þá bjó s Kjarvals stöðum f Hjaltadal, og kona hans, Elisabet Júlíusdóttir, þá fyrir skömmu setzt þar við búskap Ekki voru þessi ungu hjón auðug að Framhalo á 13. síðu RÓSMUNDUR SVEINSSON búlnn tll velðlferSa. T í IH I N N, fimmtudaginn 21. nóvember 1963. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.