Tíminn - 21.11.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.11.1963, Blaðsíða 8
FRÓÐIR menn telja Holtin stærsta samfeUda gróðurlendiö og dýpsta jarðveginn á landinu. I daglegu tali nefna menn svo tvær sveitir, Holtahrepp og Ásahrepp, þar sem holt og mýrar skiptast á og hvorki sér rofbakka né sand nema á tveimur stöðum. Selsandur í Ásahreppi er ná- iega tveir ferkílómetrar að stærð. Sögur herma, að þegar Jólgeir djó á Jólgeirsstöðum, hafi sandurinn verið algróxn.n. Jólgeir var kirkju- fcóndi. Einhvern tíma, þegar hann reið heimleiðis. sá hann sand í sporum hestsins Mun Jólgeir hafa talið, að þá horfði til landauðnar, því hann ákvað að flytja sig og færa kirkjuna og setja hana niður, þar sem komið yrði um sólarlag. Sumir halda, að kirkjan hafi ver- íð flutt að Odda. Landið norðaust an við Jólgeirsstaði fór í sand, og enn þann dag í dag má finna mannabein í Jólgeirsstaðahól. — Nokkru af þessum sandi hefur nú \erið breytt í kálgarða og tún. Á Kamb-,vi>.iði í Upp-Holtunum hófst uppblástur. Sagan segir, að þar hafi meri lagzt í afveltu og myndazt flag undan. Síðan fór heiðin að b'ása Þessi uppblástur er nú hættur að vinna á landinu. Syðstu hoitin eru lág með stöku klettabeltum og breiðum mýraflák um á milli. Upp-Holtin eru krapp- ari, mýrasundin þrengri. Allt þetta svæði or þakið grasi og lyngi, svo hvergi sér ógróna jörð nema á fyrrnefnlum stöðum. Raunar nær þetta svæði miklu lengra en sveitamörkin. Mýrarnar ná suður að Háfshverfi að vestan, að aust- an að Djúpós. Holtin ná upp í Landsveit, við Rangá að Bjallalæk, við Þjórsá að Nautavaði. Þessi spilda er nálega þrjátíu kílómetr- ar á lengd yg fimmtán kílómetrar á breidd að jafnaði. Búskapur í Holtum er vel í með rllagi sunnan lands. Þorri bænda er með tíu til tuttugu nautgripi og um og yfir hundrað fjár. Tún- stærð fer eftir því, um hey skap utan túns er ekki að ræða r.ema á örfáum bæjum. Samt sem áður bera Holtin svip ónytjaðs lands. Þegar flogið er yfir Holtin, lita túnin út eins og vasaklútar á þessari algrónu víðáttu. Ræktun- armöguleikar á hverri jörð tak- markast einungis af landstærð. nú á vélaöld. Það væri engin fjar stæða að hugsa sér, að þetta land gæfi af sér alla þá mjólk, sem Reykvíkingar drekka. Fyrir nálega hálfum öðrum ára tug voru þáttaskil í sögu þessara sveita. Þá kom skurðgrafa í Holt TÍMINN kom nýlega að máli við nokkra bændur í Ásahreppi, sem hafa íátið ræsa mýrar s. 1. sumar. Við hittum þá Sigurð Jónsson á Kastalabrekku í Vetleifsholts hverfi og Auðberg Indriðason í Ási á fjárhúsum Sigurðar,, þar sem þeir voru að taka hrúta. Sig- urður kvaðst hafa látið ræsa 103 hektara. — Þessi ft smræsla er aðallega í svokölluðum Bugum, mýrinni milli Vetleifsholtshverfis og Rauða lækjar, sagðx Sigurður. Plógurinn EFST: Geir Sigurgeirsson stendor vi8 plóginn. — ' MIÐIÐ: Plóginum hleypt niSur. — NEÐST: Ristan. — (Ljósmyndii: Tíminn). in. Framræs.a mýranna hófst. Að vísu höfðu bændur þurrkað tún sín með handgröfnum skurðum, grafið með súrum sveita opna skurði og lokræsi, en skurðgrafan var bylting 4 þessum árum voru ný túnstæð) brotin milli vélgröfnu skurðanna. Annað nýtt tæki, kíl- plógurinn, kom til sögunnar og þótti gefast vel Bíiin stækkuðu, hagarnir þornuðu að nokkru leyti, en hinar seigu mýrar héldu þó í sér miklu /atni, þrátt fyrir skurð- ina. En á þessu vori urðu ný þátta skil í þurrkunarmálum Holta- liænda. Finnski lokræsaplógurinn var tekinn í nutkun. Plógurinn var reyndur í Ási í fyrra sumar en nú er komxð til alvörunnar. Plóg urinn hefur verið í notkun á nítj- án jörðum, nál þúsund hektarar hafa verið ”æstir fram. Nokkrir bændur hafa jafnvel látið ræsa á annað huudrað hektara. Þetta tæki virðist nú ætla að fullkomna það verk, sem var byrjað með skurðgröfum; jafnvel þar sem af- rennslisskurðir eru ekki fyrir hendi, þar hefur plógurinn verið í notikun og verið ræst í gilskorn- inga eða fram úr halli. Ræsin eru yfirleitt með tíu metra millíbili, cg svarar þá kílómetrafjöldi ræs- anna til nál. sömu tölu hektara í ræstu flatarmáli. Árangurinn er slíkur, að svakka mýrar hafa fullþomað á nokkrum dögum, þannig að hætti að drjúpa úr ræsunum, ef ekki rigndi. Og nú má skeiðríða mýrar, þar sem áð- ur var kafh'aup. Eins og áður hefur verið drepið á hér í blaðinu, er plógurinn á til- raunastigi Jíeðalafköst hafa verið um fimmtán kílómetrar á sólar- hring, og allt að fjörutíu kílómetr- ar. Verkið hefur tafizt vegna bil- ana, en að fenginni reynslu, og þegar nýir nxógar hafa verið smið aðir, er enn meiri árangurs að vænta. Kunnáttumenn gera ráð fyr ir. að þessi ræsi endist á við hand grafin ræsi í góðu landi, og ræsa- land er gott í Holtunum. Ef svo fer fram sem horfir og skurð- grefti og lokræslu verður haldið áíram í þessum sveitum, má reikna dæmið þannig: Á næstu ár- um verður hundruðum ferkm. vot- lendis breytt í valllendi með rækt- vnarmöguleikum, sem takmarkast aðeins af stærð hvers jarðnæðis. Þá kemur ril góða, að framræstar mýrar eru grasgefnari og þurfa minni áburð en nokkurt annað land. — Aðsfaða til búskapar verð- ur þá vart betri nokkurs staðar á landi hér. — BÓ. var hér í bvrjun september. Mitt land var ræst á hálfum fjórða sól- arhring. Yfirborðsvatnið er nú horfið, þar sem ræsin hafa ekki lokazt. NokKur ræsi hafa mis- heppnazt, til dæmis þau, sem hafa verið lögð gegnum móabörð. Þau hafa hrunið saman. Þar sem tvö ræsi voru 'ögð með sömu útrás, hafa þau lokezt Ég vil líka benda á, að það er ekki hægt að ræsa frá holti, þar sem vatn kemur undan, þar þarf opmn skurð til að fyrir- bvggja rennsli út á landið. Hinir bændurnir i Vetleifsholts fcverfinu létu einnig ræsa í stórum st.íl og aðallega á sama mýrarsvæði og fyrr getur Plógurinn var nýfarinn frá Auð bergi í Ási. eða daginn áður en T í M I N N, fimmtudaginn 21. nóvember 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.