Tíminn - 21.11.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.11.1963, Blaðsíða 15
VANTAR FLUGSKÝL! Framhald af 16. síðu. — Þú hefur flogið svona vélum áður? — Nei, ég hef lítið prófað þær, svolítið flogið nýrri árgerð. Þessar vélar eru sjö ára, voru notaðar sem æfingavélar hjá hernum. Eg er viss um. að þær munu reynast vel hér. — Eitki ertu einn með allt þetta flug þama norður frá? — Eg hafði tvo flugmenn mér til aðstoðar í sumar og einn flug- virJcja. í vetur er svo annar flug- maðurin nátram hjá mér. Það er heldur minna að gera á veturna hjá mér, þá er ekki síldarleitin. Þá er og minni flugkennsla vegna veðursins. Það má með sanni segja, að Tryggvi Helgason hefur reynzt dugandi í fluginu þarna norðan- lands. Hann byrjaði sjúkraflug þar fvrir fjórum árum með tveggja hreyfla sjúkravél og átti þá líka Iifla eins hreyfils kennsluvél, en siðan hafa :vær eins hreyfils vél- ar bætzt við. Flugkennslu hefur Tryggvi annazt í tvö ár, og eru Akureyringar áhugasamir um flug ið. Og nú hefur flugvélakostur hans aukizt um fjórar tíu sæta véflar, samíals fjögurra milljón króna virðii VANDAMÁL ÆSKUNNAR Framnaid af 1. siðu. biskupsskrifstofan mun taka við fénu og síðar skipuð nefnd til að ráðstafa því. Myndin verð ur sýnd í öllum stærstu bæjum og kauDtúnum. Hún er bönnuð yngri tn 16 ára. Aðgangur kost ar 40 krónur. Fyrri hluti myndarinnar fjall ar sem fyrr segir um orsakir vandamálanna. Þar er m. a. drepið á óreglu og sundurlyndi á heimilum, tómlæti foreldra um þarfir barna sinna, áhrif kvikmynda og hasarblaða. — Magnús Sigurðsson sagði, að allt sem myndin flvtti byggðist á staðreyndum og flest á skjal- festum heimildum, en þar er m. a. sýnt, er móðir sendir ung an son sinn til að stela. í ann- an stað er sýnt, þegar móðir byrlar ungu barni lyf áður en hún fer að heiman til að svala skemmíanafýsn sinni. Aðspurð ur sagði Magnús, að þetta ætti að vera svefnlyf. Blaðið sneri sér í dag til Tómasar Einarsson ar, rannsóknarlögreglumanns. sem fjallar um vandamál barna og ungmenna, og spurði hvort slík tilfelli hefðu komið ti’ kasta rannsóknarlögreglunnar. Tcmas kvaðst ekki vita til, að lögreglan hefði skjalfest slík mál frá því að hann tók til starfa, en kvaðst hafa heyrt þess getið, að barn hefði stol- ið að undirlagi móður sinnar. Það skal tekið fram, að þessi fyrirspurr, var ekki gerð til að véfengja orð Magnúsar, sem er nákunnugur þessum málum. — En framsetning þessara atriða er háð mati hvers og eins, og verður ekki farið út í þá sálms* hér. Þá er sýnt, að svangur dreng ur nagar hráa rjúpu innan um öldauða vandamenn sína á jól um, þegar fulltrúi barnavernd- arnefndar kemur að sækja hann. Unglingsstúlkur heim- sækja togara og þjónar skip- verjutn meðan yngri systir hennar legst með jafnöldrum sínum úti í hrauni, en móðir- in tekur við kunnin.gja sínum Þegar eldri systirin hefur geng ið í faðm skipverja, vill hún að síðustu ganga í faðm Ægis, en varðmaður á togaranum kemur ? veg fyrir þau mök. — Fleira mætti telia. Þátturinn um Breiðuvík er athyglisverðastur í seinni hlut- anum. Hann sýnir uppbyggingu þessa heimilis við erfiðar a stæður, gjörð Rauðsendinga, er hafa sýnt heimilinu og drengj- unum staka velvild, svo að þeir viija gjarnan ílendast þar vestra að sögn, tómstundagam an drengjanna, leikir og störf þessara verðandi borgara. Magnús Sigurðsson sagði, að tilgangur myndarinnar væri m. a. að sýna fram á, hve ís- lendingar hafa verið tómlátir að koma i veg fyrir ófarnað meðan stórfé er varið til fanga húsa og drykkjumannahæla, án þess að hafa undan. Hann nefndi sem dæmi, að 4,5 millj. kr. hefði verið úthlutað til Breiðuvíkur á þeim 10 árum, sem heimilið hefur starfað, en á fjáriögum síðasta árs hefði jafn liárri upphæð verið ráð- stafað í Litla-Hraun. Magnús taldi þcssi hlutföll stafa af mis skilningi á grundvallaratriðum þess vandamáls, sem kvikmynd in fjallar um. FORSETAHEIMSÓKNIN Framhald af 16. síðu. f kvöld hélt íslenzka sendi- ráðið í London forsetahjónun- um samkvæmi á Dorchester hóteli, og var þangað boðið hátt á þriðja hundrað íslendinga, bú settum í Bretlandi eða stöddum þar. Að samkvæminu loknu fóru forsetahjónin í leikhús í boði Butlers, utanríkisráðherra, og sáu Hamlet. Daily Telegraph birtir grein um forseta íslands, þar sem hann er boðinn velkominn til Bretlands, og er þar farið mikl um viðurkenningarorðum um forsetann og störf hans. Þá hefur einnig verið birt mjög vinsamleg kveðja Farn- dale Philips, forseta Sambands brezkra togaraeigenda, þar sem hann segir m. a., að alltaf hafi farið vel á með brezkum og ís- lenzkura sjómönnum, jafnvel einnig meðan á landhelgisdeil- unni stóð. Hann minnist einn- ig starfa íslenzku landhelgis- gæzlunnar. sem hann segir, að oft hafi reynzt bjargvættur brezkra sjómanna. Sir Farndale segist saanfærður um, að Bret- landsheimsókn forseta íslands muni efla aldagamla sambú'ð brezkra og íslenzkra sjómanna. Á morgun heimsækja forseta- hjónin Oxford og skoða m. a. Icelandis seminar room. Heim- sókninni lýkur á föstudagsmorg un, en þá mun fulltrúi Elísa- betar drettningar kveðja for- setahjónin virðulega. Forsetahjónin eru mjög hrif in af þe'.m alúðlegu móttökum, sem þau hafa fengið hér. Hafa þau sérstaklega haft við orð, hve ánægjulegt var að heim- sækja Bretlandsdrottningu og ejginmann hennar, hvað þau væru skemmtileg. UPPGANGA BÍÐUR Framhald af 16. síSu. vestangola var á, og stóð mökkur- inn á haf út. Blaðið spurði Þorleif, hvenær hægt yrði að ráðast til uppgöngu á eyna, en hann svaraði, að það væri ekki viðlit í bráð, þvi að gló andi grjót rigndi stöðugt út frá eynni. Engir erlendir vísindamenn hafa enn komið til að fylgjast með gosinu. Fré iUbingi SKUTBÁTUR Framhaid af 1. síðu. komast af raeð 4 menn, og ekki sé þörf á að hafa vélstjóra á bátn- um. Mörg íjarstýrð tæki eru í bátnum, og þeim stjórnað úr stýr- ishúsi, og ouðveldar það störfin mjög mikið. / í sumar sKýrði blaðið frá því, að hingað kom hollenzkur skipaverk íræðingur, J. F Minnee, og kynnti hann skutbát. sem hann taldi beppilegan fyrjr íslenzkar aðstæð ur. Við höfðum í dag samband við Oarðar Þorsteinsson fiskifræðing og spurðumst fyrir um það, hvort nokkrir íslendingar hefðu enn pantað báta samkvæmt teikning- um Minnees Kvað hann nei við. og sagði. að enn hefði honum að- cins borizt öráðabirgðateikningar að bátnum, en fullnaðartejkningar væru vænta>>legar innan skamms. urinn hefur talið sig sérstakan málsvara landbúnaðarins og vill eiga heiður af þeirri þróun, sem hefur orðið í landbúnaði á íslandi. En séu hinar þrjár megin atvinnu- greinar, sjávarútvegur, iðnaður og l'andbúnaður athugaðar, kemur í ljós, að framleiðniaukningin í land búnaði er svo langsamlega minnst og er hagvextinum verulegur fjöt- ur um fót. Gerði ráðherrann síð- an samanburð á verðlagi á mjólk og kjöti í nágrannalöndunum og komst að þeirri niðurstöðu, að bændur fengju hér um kr. 1,26 meira fyrir mjólkurlítra en bænd- ur á Norðurlöndum og margfald- að með mjólkurmagninu væru það 119 mill'jónir króna, sem neytend- meira en neytendur á Norðurlönd- um þarlendum bændum. Miðað við heimsmarkaðsverð á ísl. kinda- kjöti fob.—Rvík og heildsöluverði hér munaði um kr. 9.48 á hverju kílói og margfaldað með kjötmagn inu væru það um 117,9 milljónir, sem ísl. neytendur greiddu um- fram heimsmarkaðsverð til' bænda stéttarinnar. Þetta tvennt þýðir það, að íslenzkir neytendur greiða þannig beint til bænda um 240 milljónir króna umfram það, sem bændum nágrannaþjóða er greitt fyrir sína framleiðslu eða miðáð við það, að þessar landbúnaðaraf- urðir yrðu fluttar inn. — Bcnti ráðherrann á í því sambandi, að unnt væri að fá miklu ódýrara kjötmeti en íslenzka kindakjötið erlendis og bætti það enn við •muninn. Þó ræða ráðherrans virtist boða það, að hann teldi, að bændur ættu að hætta hokrinu og við að flytja inn landbúnaðarvörur, sagði hann að lokum, að hann tel'di af öryggisástæðum, ef stríð brytist út, óráðlegt að leggja íslenzkan landbúnað niður — einnig af fé- lagslegum og sögulegum ástæðum, þrátt fyrir þá staðreynd, að unnt er að fá ódýrari landbúnaðaraf- urðir keyptar erlendis frá. Menn mættu i umræðunum um þessi mál hins vegar ekki loka aug unum fyrir þeirri staðreynd, að það kostar íslendinga mikið fé að halda hér uppi landbúnaði. Auk þeirra 250 milljóna, sem ísl. neyt- endur greiða bændum beint um- fram það verð, sem unnt væri að kaupa þessar vörur á erlendis, eru bændur styrktir stórkostlega af samfélaginu. Samkv. fjárlögum um 61 milljón og er þá upphæðin kom in upp í 300 milljónir, en að auki með ýmsum öðrum hætti, svo sem með raforku, sem bændur fengju langt undir kostnaðarverði, íviln- unum á verði á olíum og benzíni, verulegan hluta af símakostnaði og vegagerð og svo framvegis. Þessu mega menn ekki loka aug- unum fyrir, sagði ráðherrann, þeg ar menn reyna að gera sér í hug- arlund fjárhagslegan skerf land- búnaðarins til þjóðarbúsins. Það verður að koma stuðningi samfé- lagsins við landbúnaðinn niður í það, sem eðlilegt má teljast. Vitn- aði hann til greinar Björns Sigur- björnssonar í þessu sambandi og komst að þeirri niðurstöðu, að bændum ætti að fækka um helm- ing jafnframt því sem dregið væri úr stuðningi við þá af samfélags- ins hálfu, því að landbúnaðurinn er hagvextinum fjötur um fót. Einfaldasta ráðið til þess að ná þessu marki, sagði ráðherrann vera, að stuðla að flutningi vinnu- 1 afls frá landbúnaðinum í aðrar f ramleiðslugreinar. Ríkisstj órnin vill fara skynsamlegan meðalveg til þess að ná þessu marki, sagði ráðherrann að lokum. Þessi r-æða ráðherrans vakti mikla athygli eins og vænta mátti, því að ráðherra í viðreisnarstjórn hefur aldrei fyrr talað svo opin- skátt um afstööuna til landbúnað- arins. Mun forsætisráðherra þótt Gylfi tala nokkuð óvarlega og veitti honum föðurlegar snuprur. Bjarni Bene- diktsson, forsæt- isráðherra, sagði, að menn ættu ekki að vera að setja það upp sem reiknings- dæmi, hvort við viljum vera áfram sjálfstæð þjóð. Það viljum við, þótt það sé dýrt og það getur aldrei orðið um raunverulegt reikningsdæmi að ræða í sambandi við þann kostnað, sem við leggjum í til að vera áfram sjálfstæð þjóð. Án íslenzks landbúnaðar heldur ísl'enzk þjóð ekki eðli sínu og kem- ur ekki til mála, að íslendingar leggi landbúnað niður. FANNST LATINN Framhald af 1. síSu. eftirlitsferð meðfram brautinni á laugardagsmorgun, og þá hefðu menn ekki orðið neins varir. Mætti því telja, að mað- urinn hefði látizt einhvern tíma laugardags, eftir að eftirlits- ferðin var farin, en áður en snjókoman hófst. Þar sem líkið fannst, er engin byggð, heldur þéttvaxinn skógur og manna- ferðir þar strjálar. Lingeselt kvaðst ekki geta fullyrt, hver maður þessi væri, en líkur bentu til, að um ákveð inn íslending væri að ræða. Hann hafði ekki á sér neitt vegabréf eða önnur skilriki, en hins vegar var eitt símanúmer í vasa hans, og var það síma- númer sendiráðs íslands í Stokk hól'mi. Það kvað Lingeselt hafa vakið þann grun, að um íslend- ing væri að ræða, og hefðu síð- ari rannsóknir stutt þann grun. Hins vegar væri ekki hægt að fá fullnaðarsönnun um, hver maðurinn væri, fyrr en umbeð- in gögn væru komin frá lög- reglunni í Reykjavík. Ekki kvað Lingeselt heldur enn vera tök á að fullyrða, hver dánar- orsökin væri, þótt ætla mætti að hann hafi fallið út úr járn- . brautarlest. Krufning mun fara fram á föstudag. Hvorki lögreglan né utanrík- isráðuneytið hér hafa getað staðfest nafn mannsins, en lík ur benda til, að hér sé um að ræða mann, sem komst í kast við lögregluna hér í sumar, og haldið hefur verið uppi spurn- um um, en ekkert frétzt af þangað tii nú, að lík þetta fannst, sem haldið er að sé af honum. ® Bílaleigan Braut Melteig 10 — Sími 2310 Hafnnrgöto 58 — 2210 Síeflavík Bíla-ogbúvélasalan selur FÓLKSBÍLA Chevrolet iinpala ’60 ekinn að- eins 40 þús. km. Mercedes Benz ‘55—‘61 180—190—220 S. Fiat 1800 60 Opel Kapitan ’60 Volkswagen ’55—’62 Taunus 32 m og 17 m ’59—’63 Taunus 37 m station ’62 VÖRUBÍLAR: Mercedes Benz ’60—’63 Volvo 61 5 tonna Bedford '61—63 Scandia Vabis ’60 Volvo ’62, 9 tonna Chevrolet ’59 Jeppar og Weaponar. Jeppakerrur Dráttarvélar af öllurn tegund- um og aðrar búvélar. Bíla- & búvélasalan v/Miklatorg Sími 2-31-36 S®Ö£C£ • V/ Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvftts gleri. — 5 ára ábyrgft Parrtif tímanlega KorkiSjan h.f. Skúiaoötu 57 Simi 23200 Eiginmaður mlnn, Ólafur H. Sveinsson andaöist 18. þessa mánaðar. Guðrún Ingvarsdóttir. Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jaröarför Jóns Sigurðssonar loftskeytamanns. Lára F. Hákonardóttir Þórdís Jónsdóttir Sigurður Jónsson Guðlaug Jónsdóttir Katrín Jónsdóttir Sigrún Jónsdóttir William Gunnarsson Svanhildur Thors Þórður Thors Ástríður Eggertsdótfir ekkja Jóns Bergsveinssonar, lézt í Landakotsspítala 16. þ. m., 78 ára að aldri. T f M I N N, fimmtudaglnn 21. nóvember 1963. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.