Tíminn - 21.11.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.11.1963, Blaðsíða 14
 ÞRIÐJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER saltsríkjanna, jafnvel þótt ekki væri um neinar alvarlegar ógnanir að ræða af hendi nazista, og þetta vildi Lundúnastjórnin að minnsta kosti ekki samþykkja. — Frakkar voru reiðubúnir að láta heldur meira undan. Þá höfðu Rússar einnig krafizt þess 2. júní, að hernaðarsáttmál- inn segði nákvæmlega með hvaða „aðferðum, í hvaða formi og að( hve miklu leyti „hernaðaraðstoðin,' sem löndin þrjú skyldu veita hvert öðru, ætti að öðlast gildi um leið og hinn gagnkvæmi aðstoðarsátt-1 mál'i gengi í gildi. Vesturveldin,1 sem ekki höfðu háar hugniyndir um herstyrk Rússa, reyndu að setja Molotov út af laginu. Þau vildu aðeins samþykkja, að hern-i aðarviðræður hæfust, eftir að stjórnmálalegi sáttmálinn hafði verið undirritaður. En Rússar voru( harðir í horn að taka. Þegar Bret- ar reyndu að koma ár sinni vel fyrir borð með því, 17. júlí, að bjóða hernaðarviðræður þegar í stað, ef Sovétríkin myndu falla frá kröfum sínum um að undir- rita stjórnmálalega og hernaðar- lega sáttmálann samtímis og einn- ig —- af góðum ástæðum — ganga að skýrgreiningu Breta á „óbeinni árás“, svaraði Molotov með því að hafna þessu hreint út. Hann sagði, að samþykktu Frakk- ar og Bretar ekki báða samning- ana í einu lagi, væri ekki nokkur ástæða til þess að halda viðræðun- um áfram. Þessi rússneska hótun um að hætta viðræðunum, olli mik illi ringulreið í París, sem virðist frekar hafa gert sér grein fyrir hverja stefnu leynimakk Sovét- ríkjanna og nazista var að taka, en Lundúnastjórnin gerði, og það var aðallega vegna tilmæla Frakka, að brezka stjórnin samþykkti í rauninni með tregðu 23. ágúst, að fram færu viðræður herforingj- anna, á meðan stjórnin neitaði að ganga að tillögum Rússa um „ó- beina árás“. Chamberlain var meira en hál'f- volgur í sambandi við herforingja- viðræðurnar. Von Dirksen sendi- herra í London tilkynnti Berlín, 1. ágúst, að hernaðarviðræðurnar við Rússa væru „litnar efasemdar- auga“ innan brezku stjórnarinnar. — Ástæðan er aðallega sú, hvern ig brezka herforingjasendinefndin er saman sett. Aðmírállinn . . . er í þann veginn að hætta störfum vegna aldurs og var aldrei í sjó- hersráðinu. Hershöfðinginn er einnig aðeins bardagamaður. Flug- marskálkurinn er mjög fær flug- maður og kennari, en ekki hern- aðarsérfræðingur. Þetta virðist benda til þess, að verkefni hern- aðarlegu sendinefndarinnar sé fremur að staðfesta baráttugildi Sovétríkjanna, heldur en að gera samning um aðgerðir . . . Hernaðarfulltrúar sendiráðsins hafa allir orðið varir við undra- vert vantraúst meðal herstjórnar- innar brezku hvað við kemur við- ræðunum, sem fram eiga að fara með yfirmönnum Sovétherjanna. Já, og vantraust brezku stjórnar innar var í rauninni svo mikið, að hún lét undir höfuð leggjast að gefa Drax aðmírál skriflega heim- il’d til samningagerða — yfirsjón, ef um hana var að ræða —, sem Voroshilov marskálkur kvartaði yfir, þegar liðsforingjarnir hittust fyrst. Trúnaðarbréf aðmírálsins kómu ekki fyrr en 21. ágúst, þegar ekki var lengur nokkurt gagn í þeim. En þótt Drax aðmíráll hafi ekki haft meðferðis skriflegt heimildar- bréf, þá var hann að minnsta kosti með skrifleg fyrirmæli um það,; hvernig hann ætti að haga sér í! viðræðunum í Moskvu. Eins og fram kom í' brezkum leyniskjölum j frá utanríkisráðuneytinu miklu! síðar, þá var aðmírálnum ráðlagt að „fara mjög hægt í sakirnar varð andi hernaðarsamning, og gæta vel að því hverja framvindu stjórn- málalegu viðræðurnar fengju,“ þar til stjórnmálalegur samningur hefði verið undirritaðui. Útskýrt var fyrir honum, að leynilegar hernaðarlegar upplýsingar mætti ekki gefa Rússunum fyrr en fyrr- nefndur samningur væri kominn. En þar eð stjórnmálalegu við- ræðunum hafði verið hætt í bili 2. ágúst, og Molotov hafi gert mönnum ljóst, að hann myndi ekki samþykkja, að þær hæfust aftur fyrr enn náðst hefði einhver árangur af hernaðarviðræðunum, þá er varla hægt að draga aðra á- lyktun af þessu, en að stjórn Cham berlains hafi verið fullkomlega undir það búin, að fara nákvæm- lega út i allar hernaðarlegar skuld- bindingar hvers ríkis fyrir sig í hinum uppástungna gagnkvæma aðstoðarsáttmála. Vissulega leik- ur lítill vafi á því, þegar athuguð eru leyniskjöl brezka utanríkis- ráðuneytisins, að í byrjun ágúst hafi Chamberlain og Halifax næst- um því gefið upp alla von um að komast að samkomulagi við Sovét- ríkin um að stöðva Hitlei. en hald- ið, að drægju þeir viðræðurnar í Moskvu á langinn, gæti það heldur hrætt þýzka einræðisherrann frá því að taka, einhverjar næstu vik- ur, hið örlagaríka skref í átt að styrjöld. Andstætt Bretum og Frökkum sett Rússar sína beztu liðsforingja í hernaðarnefndina: Voroshilov marskálk, sem var varnarmálaráð- herra, Shaposhnikov hershöfð- ingja, yfirmann hershöfðingjaráðs Rauða hersins, og æðstu menn sjóhers og flughers Rússarnir gátu ekki komizt hjá því að taka eftir, að þótt þeir hefðu sent æðsta mann herforingjaráðsins, Edmund Ironside hershöfðingja til Varsjár í júlí-til hernaðarviðræðna þar, þá álitu þeir ekki nauðsynlegt að senda þennan háttsetta brezka liðsforingja til Moskvu. Það er varla hægt að segja, að ensk-frönsku hernaðarsendinefnd- irnar hefðu verið sendar með mikl um flýti til Moskvu. Þær hefðu komizt þangað á einum degi með flugvél. En þær voru sendar á hægfara skipi — flutninga- og far- -gaskipi -- • em var eins lengi á ieiðirmi til Rússlands, og Queen Mary var á ieiðinni til Bandaríkj- anna Þeir sigldu af stað til Len- ingrad 5 ágúst og voru ekki komn- ir til Moskvu fyrr en 11. ágúst. Þá var það orðið um seinan. Hitler hafð; orðið á undan þeim. Á meðai. brezku og frönsku | liðsforiijjgjarrnr voru að bíða eftir ! þessu hægfara skipi sínu til Len- ingrad, störfuðu Þjóðverjarnir i með miklurr. hraða. Hinn 3. ágúst . var úrslitadagur bæði í Berlin og | í Moskvu. Klukkan 12:58 eftir hádegi þenn- j an dag sendi von Ribbentrop ut- : anríkisráðherra sem venjulega lét ' ríkisritarann sjá um allar skeyta- sendingar sínar, sjálfur skeyti, sem merkt var „Leyndarmál mjög áríðandi“ til Schulenbergs í Moskvu. í gær átti ég langar viðræður við Astakhov. og fylgir hér skeyti um þær. Ég lét í Ijós þá ósk Þjóðverja, að sambúðin milli okkar og Rússa yrði bætt og sagði, að allt frá Eystrasalti til Svartahafs, væri ekkert vandamál, sem ekki væri hægt að leysa svo báðum líkaði. Sem svar við ósk Astakhovs um ákveðnari viðræður um einstök atriði . . . lýsti ég yfir, að persónu- lega væri ég tilbúinn til þess að hefja slíkar viðræður, ef Sovét- stjórnin, í gegnum Astakhov, léti í Ijós ósk sína, um, að samband- inu milli Rússlands og Þýzkalands yrði komið í fastara form. í utanríkisráðuneytinu vissu rnenn,, að Schulenberg atti að hitta Molotov síðar þennan sama dag. Klukkustund eftir að skeyti Ribbentrops var sent af stað, sendi Weizsacker sjálfur skeyti, einnig merkt: „Leyndarmál. — Mjög áríð- andi“. £8 Phil kvaddi og þakkaði móttök- urnar, kvaðst hafa notið þessarar heimsóknar sérstaklega vel. Dr. Lowry lagði fast að honum að láta sjá sig þarna sem oftast og halda sambandi við þau. Það ætti að vera auðvelt, hann heimsækti Boone þrisvar í viku. Jane sótti þriggja ára son sinn upp á loft og bar hann steinsof- andi út í bílinn, þar sem þau mæðgin komu sér fyrir 1 aftursæt- inu. Phil sat fram í hjá McNaire, sem ræddi vinsamíega og af sýni- legum áhuga um áform Phils. Hann spurði Phil um álit hans á blóðtappa. — Ég veit í rauninni harla lítið um blóðtappa, játaði Phil. Eina, sem ég veit með vissu, er, að ég er á móti þeim, og ég vil berjast gegn þeim. McNaire kinkaði kolli. — Og á hverju ætlið þér að byrja? — Á byrjuninni, svaraði Phil blátt áfram. — Á eigin kostnaö, muldraði McNaire hugsandi. — Vissulega, sagði Phil. Starf mitt er ekki nokkrum nokkurs virði, í það minnsta ekki í byrjun. Hann hló ofurlítið vandræða- lega. — Skiljið þér, áætlanir mín- ar hljóma ærið barnalega og eins og út í bláinn hér ykkar á meðal. Meðan ég enn var í Berilo, var ég sannfærður um réttmæti þeirra og ágæti, og ég tal'di mig sýna bæði hugrekki og óeigingirni. En nú? Ég veit ekki. Það eina, sem liggur ljóst fyrir, er, að ég mun verða til aðstoðar á fæðingardeild- inni, og ég hef fengið loforð um aðstöðu á rannsóknarstofunni. En ég verð að játa hreinskilnislega, að ég hef ekki hugmynd um, hvert gagn ég geri með þessum áform- um. — Hafið þér ekki unnið að rannsóknum áður? — Nei, það get ég ekki sagt. Ég hef gert lítils háttar tilraunir í sambandi við vefjafræði, það er nú allt og sumt. — Hmmmm, sagði Mc Naire. — Haldið þér að ég sé geng- inn af vitinu? — Það hafa þegar verið gerðar lítils háttar tilraunir í sambandi við blóðtappa hér á Boone. Þér ættuð að geta þegið ráð frá þeim, sem að þeim unnu, eða jafnvel unnið með þeim > — Ég kom hingað, af því að ég vissi, að ég þarfnaðist leiðsagnar. — Það var skynsamlega ráðið. — Ég hef eitt í huga . — Já?. Þetta „Já?“ hefði hljómað yfir- lætislega og jafnvel hæðnislega af vörum einhvers annars, t.d. Page Arning, hugsaði Phil. En McNaire var aðeins áhugasamur og uppörv- andi. —- Mér datt í hug, að mér yrði e.t.v. leyft að gera rannsóknir á fólki, sem látizt hefur af blóð- tappa,kryfja það og bera rann- sóknir mínar mjög nákvæmlega saman við sjúkrasögu þeirra. Ég mundi einnig vilja fara lengra aft- ur í tímann, rannsaka sjúkrasögu fjölda slíkra sjúklinga, leita or- sakanna. Bera saman líkamlega byggingu sjúklinganna, ástand líf- færanna, og þar fram eftir götun- um. — Það lízt mér vel á, sagði Mc- Naire. — A'ð sjálfsögðu mundi ég vilja annast krufningarnar sjálfur. >— Ef þér eruð skurðlæknir, — Ég er það. . . . býst ég við, að ég gæti kom- ið því svo fyrir. Sjúklingar til krufningar eru ekki svo eftirsóttir, og sem yfirlæknir, ætti ég að geta . . . — Ó, ég var búinn að gleyma, að þér eruð yfirlæknir, sagði Phil ÁSTIR LÆKNISINS ELIZABETH SEIFERT vandræðalega, og Jane skellti upp úr. Phil sneri sér við og brosti til hennar — Miller ráðlagði mér að koma mér í mjúkinn hjá manni yðar, en ég var einnig búinn að gleyma þeirri ráðleggingu. — Hreinskilinn maður Jane, hló McNaire, mjög hreinskilinn mað- ur. — Eg vona, að það hjálpi mér eitthvað sem algjörum byrjanda á rannsóknarstofu sagði, Phil. — Allir eru einhvern tíma byrj- endur, sagði McNaire. En það er eitt, sem ég ekki skil. — Hvars vegna snúið þér, yður nú allt í einu algjörlega að rannsóknum? Hvaða grein skurðlækninga hafið þér stundað? —■ Ég er séríræðingur í . . . — Sérfræðingur? Bíllinn hoss- aðist niður í holu í veginum, og Jane sagði mjúklega „Renny" í mótmælaskyni. — Fyrirgefðu, tautaði hann og hægði á ferðinni En Scoles, haldið þér áfrarn, segið mér í hverju þér eruð sérfræðingur. Phil varð vandræðalegui — Fæð- ingarhjálp og kvensjúkdómum. — Ég þori að veðja, að konurn- ar í Berilo sakna yðar, sagði Jane- McNaire gaut augunum til Phil, ræskti sig og kinkaði kolli til samþykkis. — Rautt hár og svona bros . . ! Ef þér eruð góður skurðlæknir. — Ég held ég megj teljast sæmilegur, sagði Phil. — Og þér voruð í Idaho. Hvern- ig aðstöðu höfðuð þér þar? Phil sagði honum frá Berry og Chappell. McNaire hafði heyrt þess getið, að góðu. Phil sagði hon- um frá ýmsum sjúkdómstilfellum, sem hann hafði fengið til með- ferðar á þessum átján mánuðum, sem hann var á Berry og Chap- peU. — Ég bíð enn eftir skýringu, sagði Mc Naire, eða afsökun! — Ég skal reyna, sagði Phil. Sjáið þér til læknir, ég slasaðist alvarlega nú í vetur, og um tíma hélt ég, að ég mundi deyja. Og þá var það, sem mér skildist, að ég var alls ekki ánægður með það starf, sem ég innti af höndum á Berry og Chappell — Ég hugsaði um alla mína framtíðardrauma, sem nú virtust ekki eiga að fá að rætast. — Meðal þeirra hafið þér att eðar „rannsóknar-draum" — Einmitt: Og svo, þegar mér eftir allt saman tókst að halda lífi, virtist mér það beinlínis skylda mín að láta drauma mína rætast — eða að minnsta kosti gera tilraun til þess. — Svo að þér tókuð saman föggur yðar og komuð hingað til að kryfja fólk, sagði McNaire með óvæntri andúð í hreimnum. — Ég vona, að það verði aðeins byrjunin, sagði Phil i vörn McNaire ræskti sig enn. — Kunnuð þér vel við yður vestra? — Já, vissulega Hafið þér nokk urn tíma komið til Idaho? — Nei, aðeins til Kaliforníu. — Ég efast um, að ég geti lýst umhverfinu þar. Fjöllin eru til dæmis svo hrikaleg og ógnvekj- andi, að ég á engin orð til að lýsa þeim. Ég hræddist þau í fyrstu. Berilo liggur í dalbotni, og fjalls- ræturnar eru alveg við enda gatn- anna. Berilo er falleg borg, prýdd trjágróðri, fallegum götum, görð- um og húsum. Og þarna er hægt að gera allt, sem hugurinn kýs í tómstundum. Á veturna er stutt í afbragðs skíðabrekkur alveg fram í apríl. Og á sumrin eru það veið- arnar. Hrífandi straumharðar ár, fullar af fiski. Ó, drottinn minn, og þetta allt hafði hann yfirgefið! Og Phil hélt áfram að lýsa Ber- ilo og Idaho. — Mér geðjaðist sér- staklega vel að fólkinu þarna, hjartahreint og dugmikið fólk. Og loftslagið er dásamlegt. einkum niðri í dalnum .... — Og sjúkrahúsið, er það ríkisi eign eða einkaeign? spurði Mé- Naire. — Einkaeign. Læknarnir, sem starfa þar, eiga það. — Áttuð þér eitthvað í því? spurði McNaire. Hann virtist furðu sleginn Rödd Phils lýsti slíkri hrifningu og eftirsjá, þegar hann talaði um Idaho. — Já, sagði Phil kæruleysis- lega. Ég á hluta í því. — Jæja, sagði McNaire. Ef þér segið allan sannleikann um stað- inn, landið, fólkið og starf yðar, þá er mér lífsins ómögulegt að skilja, til hvers þér eruð hingað kominn. — Til að kryfja fólk, sagði Phil og glotti. 14 T I MI N N. fimmtudaginn 21. nóvember 1963. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.