Tíminn - 28.11.1963, Side 2
Dallas í sviðslj'ósinu
Tveir bílar, annar kádiljákur,
óku niður aðalgötuna á sunnu-
dagskvöldið. Á báðum voru
skilti, sem á stóð: „Til minn-
ingar um óstkæran forseta vorn
— blessi guð Jack Ruby.“ Þess-
ar tilfihningar virðast ekki
hneyksia marga íbúa þessarar
borgar glæsílegra skýjakljúfa
og æslra skoðana.
Mörgum finnst Jack Rubin-
stein, hinn fimmtíu og tveggja
ára gamli nektarklúbbseigandi,
sem ákærður er fyrir morðið
á Lee Oswald, vera hetja. Hug-
myndir þeirra um lög standa
enn á grunni aftakna án dóms
og laga, sem almenningur fram
kvæmdi oft í villta vestri gamla
tímans.
Þótt Kennedy forseti hafi
byrjað nýju vlglínuna í Banda
ríkjunum, þá dó hann í gömlu
víglínunni í Dallas, sem lifir
enn I minningu þess tíma, er
Texas var lýðveldi.
í gærkveldi gekk ég um aðal
götur borgarinnar, fram hjá
risastórum verzlanagluggum,
hlöðnum lúxusvörum. Ég talaði
við fólk á götunni um hina
hræðilegu -helgi í Dallas.
Margt það, sem fólkið sagði,
var furðulegt. Og ef þú vilt fá
sannanir fyrir því, að Dallas er
ekki á sömu bylgjulengd og
hinn nútíma siðmenntaði heim-
ur, þá skaltu fá nokkur dæmi.
Lagleg, ung húsmóðir, frú
Angela Kemp, sagði: „Já, þetta
er hræðilegt, en það sýnir að
minnsta kosti, að það er fólk í
Dallas, sem trúir á að taka
„auga fyrir auga“.
Grant Anderson, kaupmaður,
sagði: „Þeir tala um lög og rétt,
,en réttur getur oft verið flók-
inn. Þetta var fljótasta og bezta
leiðin til að láta Oswald fokka.“
Þannig eru tilfinningarnar í
Dallas. Eitt morð bætir fyrir
annað. Sumum finnst jafnvel,
að Dallas hafi með morði Os-
walds bætt fyrir morð Kenn-
edys.
Dallas hefur frá fyrstu tíð
átt villimannlega sögu. Fyrsta
húsið var reist þar 1847, en nú
er Dallas 1.250.000 manna olíu-
borg með gnótt skýjakljúfa og
um 460 milljónamæringa.
Peningar, sem koma inn,
verða líka að fara út, og mikill
hluti þeirra fer beint í hirzlur
róttækra hægri sinnaðra sam-
taka.
Tökum sem dæmi Harolds-
son Hunt, 74 ára gamlan olíu-
kóng, sem hefur um milljón
dala tekjur á dag (43 milljónir
króna á dag). Hann hefur stutt
vafasama baráttu, m.a. studdi
hann ákaft öldungadeildar-
þingmanninn sáluga, McCarthy.
Hunt er aðdáandi John Birch-
félagsins, sem er hópur hægri
sinnaðra æðikolla, sem halda,
að Eisenhower, fyrrum forseti,
sé flokksbundinn félagi komm-
únistaflokksins.
Birch-mennirnir eru mjög
voldugir í Dallas, og þeim tókst
m.a. að tuska Adlai Stevenson,
aðalfulltrúa Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, þegar
hann heimsótti borgina fyrir
nokkrum vikum.
En Þjoðlega hneykslisráðið
er enn voldugra í Dallas. Einn
leiðtoga þess krafðist fyrir
stuttu, að Kennedy forseti yrði
dreginn fyrir rétt fyrir landráð.
Þjóðþingsmaðurinn frá Dall-
asj Bruce Alger, er í nánum
tengslum við þessa' hópa og
kallar sig últra-íhaldsmann.
En það er mikið til af góðu
fólki í Dallas. Sennilega er það
í meiri hluta. En gallinn við
það er, að það þegir og hefur
hljótt um sig.
(Eftir David English).
BÆKUR FRA
ÆGE2ÚTGÁFU
Blaðinu hafa borizt fjórar bæk-
ur frá Ægisútgáfunni í Reykjavík;
tvær viðtalsbækur, ferðasaga og
skáldsaga. __ __________
Undir Fönn‘‘ nefnist bók, íeht
flytur frásagnir Ragnhildar Jónás
dóttur um dýr og menn, skráð af
Jónasi Árnasyni. Ragnhildur Jónas
dóttir bjó um skeið ein með dýr-
um sínum á afskekktum austfirzk-
um sveitabæ, og eru frásagnir
hennar mestmegnis af lífinu þar.
„Þér að segja“ nefnist veraldar-
saga Péturs Hoffmanns Salómons-
sonar, sem skráð hefur Stefán Jóns
Jónas Árnason, höfundur bókarinnar
son, fréttamaður. Þetta er þriðja
bók Stéfáns, og hefur Pétur þar
orðið frá tyrsta kapítula til hins
siffasta.
f'bókinm „Töfrar íss og auðna“
lýslr Ebbe Munck ferðalögum ým-
issa rannsóknarleiðangra um hinar
hrikalegu og lítt könnuðu hálend-
isauðnir Grænlands, og kemur þar
m. a. við sögu, er höfundur var á
súdveiðum á íslenzku skipi hér við
land.
Fjórða bókin er svo Hjúkrunar-
m-minn eftir Renée Shann, sem
býtt hefur Gissur Ó. Erlingsson.
Undir fönn, rœðir við sögupersónuna
Kaupfélagsstjérafundur
Hinn árlegi kaupfélagsstjóra-
fundur var haldinn í Reykjavík
22. og 23. nóv. s.l.
Forstjóri SÍS, Erlendur Einars-
son, setti fundinn og bauð fundar
menn velkorona- Minntist hann
Sigurðar Kriotinssonar, fyrrv. for-
stjóra, sem lézt 14. nóv. s.l. Bað
hann fundarmenn rísa úr sætum
og votta með því hinum látna sam
vinnuleiðtoga virðingu og þökk.
Fundarstjóri var Jakob Frí-
mannsson, formaður Sambandsins.
Aðalmáí fundarins var fjárhags-
mál samvinnufélaganna. Flutti for
stjóri SÍS ýtarlega ræðu um þau
efni. Sagði hann, að ört vaxandi
dýrtíð og verðbólga kæmi hart nið
ur á verzluninni og þar á meðal
kaupfélögunum og Sambandinu.
Væri það ásamt samdrætti afurða
lána orsök þess, að erfiðleikar í
fjármálum legðust með vaxandi
þunga á verzlunarfyrirtæki sam-
vinnumanna. Hvatti forstjóri ein-
dregið til varíærni í fjánmálum
og taldi nauðsynlegt, að fjárfest-
ing samvinnufélaganna yrði minnk
uð frá þvL sem verið hefur undan
farið.
Þá ræddi iorstjóri um vinnuhag
ræðingu og sparnað í rekstri og
benti á ýmsar leiðir í þeim efnum.
Eftir miklar umræður gerði
fundurinn eftirfarandi ályktanir:
I. AFURÐALÁN
Vonir stóðu til, að heildarupp-
hæð afurðalána hækkaði verulega
á þessu hausti, bæði vegna hækk
andi verðs afurða og fyrirheits
um það, að nú yrðu lánuð 55%
út á heildarverðmæti afurðanna.
Nú, þegar gengið hefur verið frá
afgreiðslu afurðalánanna, kemur
í ljós, að gerðar hafa verið breyt
ingar á reglum þeim, sem gilt
hafa á undanförnuen árum um lán
út á ógreidda sölu innanlands.
Auk þess hafa fleiri breytingar
verið gerðar á fyrirkomulagi lán-
anna, sem valda þvi, að heildar-
upphæð, sem lánuð er nú í haust,
er allmiklu lægri en búizt var við,
eftir þeim tyrirheitum, sem gefin
höfðu verið.
Fundurinn skorar á landbúnað-
arráðherra, að hann beiti áhrifum
sínum til þess, að Seðlabankinn
láni á þessu hausti 55% út á verð
mæti landbúnaðarafurða eftir
sömu reglum og undanfarin ár. —
Áréttar fundurinn kröfu bænda-
samtakanna um það, að veitt séu
lán úr bankakerfi landsins, svo að
hægt sé að greiða fullt verð fyrir
landbúnaðarafurðir þegar við af-
hendingu þeirra til sölumeðferð
ar.
II. VERÐLAGSMÁL
Fundurinn áréttar fyrri yfirlýs-
ingar ucn það, að samvinnuhreyf-
ingin er ó móti verðlagsákvæðum
og telur, að öflug samvinnufélög
í samkeppni við einkaverzlun geti
bezt og varanlegast tryggt neyt-
endum hagkvæma verzlun.
Lítur fundurinn svo á, að verð
lagsákvæði beri að afnema nú þeg
ar, og það því fremur sem nú-
gildandi verðlagsákvæði eru ekki
sett í anda þeirra laga um verð-
lagsmál, nr. 54/1960, sem nú gilda
og verðlagsnefnd ber að vinna eft
ir, þar sem svo er ákveðið, að
„verðlagsákvarðanir skuli miðað-
ar við þörf þeirra fyrirtækja, er
hafa vel skipulagðan og hagkvæm
an rekstur.“
III. FJÁRMÁL.
Fundurinn lítur eýiróma svo á,
að samvinnufélögin verði vegna
lánsfjárskorts, að fara mjög var-
lega í nýjum fjárfestingum, draga
úr vörulánum en stuðla að sparn-
aði og hamla gegn ónauðsynlegri
eyðslu.
Húsbyggjendur - Húsbyggjendur
í plötusteypunni við Suðurlandsbraut fáið þér
ódýrustu og beztu milliveggja plöturnar. —
Greiðsluskilmálar. — Mikill afsláttur gegn
staðgreiðslu. — Sími 35785.
Vil kaupa góða vel hýsta
jörð á Suðurlandi
Skipti á tveggja herb., 68,4 ferm. Happdrættisíbúð
í Reykjavík, ef óskað er. Tilb'ið sendist afgreiðslu
Tímans merkt: „Heppinn" fyrir 15. des. 1963.
2
Enn í sama knérunn
SVO SAGDI spakur maður
forðum, að ekki skyldi vcga
tvisvar í sama knérunn. En það
er oftar en einu sinni og oftar
en tvisvar, sem gengið hefur
verið á hlut bænda í löggjöf og
landsstjórn undanfariu ár. Það
er til dæmis um kostaaðar-
hækkun við framkværndir og
vélvæðingu búanna, að dráttar-
vél, sem kostaði 32 þús. kr. ár-
ið 1958, kostar nú 88 þús. kr.
Vextiir af föstum lánutn í Bún-
aðarbankanum hafa liækkað
um þriðjung vegna „viðreisn-
arinnar“. Áhrif bænda á verð-
lagningu landbúnaðarvaranna
hafa verið minnkuð. Lagður
hefur verið sérstakur lánsfjár-
skattur á bændur o. s. firv. Að
þessum efnum hefur oft verið
vikið hér i blaðinu.
Jarðræktarframlsgfd
Eitt er það enn, sem að vísu
hefur verið vikið að, en þó sér-
stök ástæða ti.l að ræða miklu
nánar: Að hið svonefnda jarð-
ræktarframlag hefur minnkað
stórkostiega í hlutfalli við hinn
iþ; aukna firamkvæmdakostnað.
IJarðræktarframlagið, samkv.
2. kafla, er greitt út á ræktun,
girðingar unf ræktarlönd, á-
burðargeymslur, heyhlöður og
garðávaxtageyms'Iur. Gildandi
ákvæði um framlag eru í jarð-
ræktarlögunum frá 1955 með
einni undantekningu þó. í lög-
unum frá 1955 og eldri lögum
stendur, að ríkissjóður grciði
verðlagsuppbætur á framlagið
samkvæmt vísitölu framfærslu.
kostnaðar. En samkvæmt „við-
reisnarlöggjöfinni“ frá 1960
átti sú verðlagsupbót að fa'lla
niður. A. m. k. hefur núverandi
I andbúnaðarráðherra túlkað
löggjöfina á þá leið.
F*'- lækkandi
Fyrir nokkru var, sem kunn-
ugt er, búið að tvöfalda ríkis-
útgjöldin frá því, sem þau voru
fyrir 5 árum. ng mun þess
skammt að bíða, að um þre-
földun sé að ræða. En sam-
kvæmt ríkisreikningunum hef-
ur jarðræktarframlag ríkisins
í heild. samkv. 2. kafla, verið:
Árið 1959 13.7 milljóniir króna
Árið 1960 13.5 mflljónir króna
Árið 1961 13.1 milljónir króna
Árið 1962 12.0 milljónir króna
Hver ríkisreikningur sýnir
það framlag, sem greitt er úr
ríkissjóði, fyrir framkvæmdir
næsta ár á undan reikningsár-
inu. Samkvæmt því er það fram
lag, sem greitt var út á „viS-
rei.snar“árunum 1960 og 1961
mun lægra en það, sem greitt
var út á framkvæmdir áranna
1958 og 1959. Að nokkru Ieyti
stafar þetta af því, að dregið
hefur úr framkvæmdum í sveit-
um vegna dýrtíðarinnar og ó-
hagstæðrar afkomu hjá bænd-
unum.
Það skal standa
í sta®
Það mun láta nærri að ný-
rækt f túnum og aðrar fram-
kvæmdir, sem hér er um að
ræða, hafi á árinu 1962 í opin-
berum stofnunum Iandbúnaðar.
ins verið metnar sem næst
þriðjungi dýrari en þær voru
metnar 1959, og enn dýrari
hafa þær orðið á þessu ári. En
jarðræktarframlagið er iafn
liátt að krónutali á hverja fram
kvæmdaeiningu og var 1959 —
engin vfsitöluuppbót greidd. —
Dagur.
TÍMINN, fimmtudaginn 28. nóvember 1963