Tíminn - 28.11.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.11.1963, Blaðsíða 9
HART í BAK - 150 SÝNINGAR í KVÖLiD verður leikurinn Hart í bak sýndur í hundrað og fimmtugasla sinn, þar af 105 sýningar í Reykjavík. Þetta er sýningamet hjá LR hér í Reykjavfic, en næst kemur Delerium bubonis, 94 sýningar í Reykjavík og 154 sýningar alls. Forráðamenn LR, höfundur, leikstjóri og leikendur úr Hart í bak, spjölluðu við fréttamenn nýlega að þessu tilefni, og bar þá m.a. á góma, að Jónatan gamli strandkapteinn er hundrað fitnmt ugasta og þriðja eða fjórða hlut- verkið, sem P.rynjólfur Jóhannes- son hefur iekizt á hendur hjá LR. Hlutverkatala Brynjólfs er um 180, en hann er hlutverkahæstur íslenzkra ieikara. Brynjólfur á 40 ára leikafmæli hjá LR næsta haust. Hlutverkið Jónatan var skrifað fyrir hann, og fleiri hlut- verk í Hart í bak, voru stíluð upp á ákveðna leikara. Æfingar voru rúmlega 100, en það er mct út af fyrir sig. Gísli Halldórsson leikstjóri sagði, að menn skyldu hafa í huga, að þar hefði verið leyst af hendi vinna, sem búið væri að framkvæma í sambandi við flest önnur leikrit, seim hér eru tekin til sýningar, þ.e.a.s. erlend leikrit. Þessi vinna er ekki hvað minnst falin í því að sníða smá agnúa af verkunum. Höfundurinn tók sjálfur virkan þátt í þessari slípun, og Brynjólf ur Jóhannesson kvað upp úr með, að á öllinm sínum leikferli, hefði hann ekki kynnzt öðrum höfundi, sem jafn gott er að vinna með. Höfundurinn, Jökull Jakobsson, kvaðst aðspurður vera með nýtt leikrit í smíðum, en skammt á veg komið. Hari 1 bak hefur verið þýtt Stelndór Hjörleifsson sem Stígur skósmiöur i Hart I bak. á ensku sem þegar hefur verið skýrt frá, en frekari ráðstafanir bíða sins tíma. Jökull var spurð- ur, hvort Harl í bak styddist við liðna atburði, en það hefur flogið fyrir. Hann sagði, að leikurinn styddist ekki við slíkt, meðvit- andi, af sinni hálfu, þótt likir at- burðir kynnu að hafa gerzt, og að sjálfsögðu væri slíkt yrkisefni aldrei úr lausu lofti gripið, al- gjörlega. Sveinn Einarsson, leikhússtjóri, sagði LR mundu frumsýna Fang- ana í Altona eftir Jean Poul Sartre á 3. í jólum. Gísli Hall- dórsson stjórnar. Hlutverkin eru níu: Bryniólfur Jóhannesson, Sig ríður Hagalín, Helgi Skúlason, Helga Bachrnann og Guðmundur Pálsson iara með aðalhlutverkin. Sigfús Daðason þýddi leikinn, er hefur verið sýndur víða um heim og hlotið þá dóma að vera eitt merkasta leikverk samtíðarinnar. Sýningartíminn er rösklega fjór- ar klukkustundir. Um miðjan janúar frumsýnir LR gamanleikinn Sunnudagur í New York eftir Normann Krasna, bandarískan. Helgi Skúlason stjórn ar; Loftur Guðmundsson þýddi. Þá stendur tU, að írski leikstjór- inn Thomas MacAnna komi hér í janúar að stjórna Shakespeare- sýningu, Rcmeó og Júlíu í þýð- ingu Helga Hálfdánarsonar. Ærsladraugurinn er nú sýndur til ágóða fyrir húsbyggingarsjóð LR. Að öðru leyti situr allt við sama í þvi ir.áli, staðarákvörðun hefur ekki verið tekin. Þetta er nú margrætt í blöðum, og þykir mönnum kynlegt, að LR skuli ekki fá einhverja lóð, sem það getur Sætt Síg'við. Leikhússtjórinn var spurður um nýtt íslenzkt leikrit, sem látið er í veðri vaka að muni sýnt í vetur, ef guð lofar. Sveinn sagði, sem fyrr, að ef til vill mundi félagið sýna nýtt íslenzkt léikrit, en neitaði að varpa ljósi á höfund inn. Þetta leikrit heldur því áfram að vera „dularfulla blómið“. Skrífar bók um íslenzkan sié- mann og rómanska gleðikonu Mfl KRISTJÚNSS0N. Rætt vi9 nýjan höfund, Ekki fer hjá því, að menn líti upp, þegar nýr höfundur kveður sér hljóðs, og um leið og ég heyrði, að stór skáldsaga eftir áð- ur óþekktan mann væri að koma á markaðinn, fór ég á stúfana að hafa upp á hófundinum. Sagan heUir ósköp sakleysislegu nafni, sem sé Saklausa dúfan, kvað gerast í suðurlöndum, en höfundurinn heitir Már Kristjóns- son, og þegar við vorum setztir yfir kaffibolla á Skálanum, tók ég að forvitnast um bókina, sem ég var alls ókunnugur. — Hvaðan ertu af landinu? — Héðan úr Reykjavík og hef alla tíð átt heima við sömu göt- una, Skólavörðustíginn. — Hvað kemur til, að þú lætur sögu þína gerast suður í löndum, eða hvar gerist hún nánar til tek- ið? Einhvers staðar, þar sem þú hefur dvalizt? — Það er hvort tveggja, að hún gerist ekki á sérstökum stað, held ur í einhverri höfn í suðurlönd- um, en þargað hef ég samt aldrei komið, ekki enn, en vonast til að láta verða af því, þegar bókin fer að gefa nokkuð í aðra hönd. — Svo að söguviðburðir byggj- ast þá ekki á eigin reynslu? — Ekki á ytra borði, þó að ekki sé loku fyrir það skotið, að eigin reynsla sé þar að nokkru leyti á bak við, enda þótt ég velji henni svið á slóðum, sem ég hef ekki heimsótt sjálíur. En söguhetjan er íslenzkur sjómaður, sem strýk- ur af útlendu skipi í erlendri höfn, þar sem hann hittir þar- lenda gleðikonu, fellir hug til hennar og dvelst þar I nokkrar vikur, en við söguna koma einnig sjómenn frá öllum heimshornum. Nei, ég hef ekki sjálfur verið til sjós, en ég á marga kunningja í íslenzkri sjómannastétt, og það hefur sitt að segja í sambandi við söguna. En í sögunni stilli ég upp rómanskri skapgerð gagnvart ís- lenzkri og leitast við að fylla út þessar tvær andstæður. — Og betta er allmikil saga fyr irferðar þó að hún gerist á aðeins nokkrum vikum? — Já, hún er býsna löng, og þó hef ég margstytt hana, ég held MÁU KRISTJÓNSSON fjórum sinnum. Byrjaði á henni fyrir fimtn sex árum. Ingólfur Davíðsson Hugleiðing um hufgrænmeti Grænu gróður er eins og böndum i dýrunum sjálfum. kunnugt er undirstaða lífsins á jörðinni. Sólin geislar stöð- ugt orku til jarðarinnar og þessa orku hagnýtir gróðurinn til að vinna koltvísýring úr loft inu og breyta ólífrænum efnum í lífræn efnasambönd. Menn og dýr lifa á gróðrinum beinlínis eða með aðstoð milliliða. Gróð urinn græni framleiðir mörg hundruð sinnutn meira af líf- rænum efnum, heldur en nægja mundi til að fæða allar þjóðir jarðarinnar. En hagnýt- ing þessara lífrænu efna í nógu ríkum mæli veldur erfiðleik- um. Talið er að um 90% líf- rænu efnanna sé að finna í gróðurriki hafsins og í gras- lendi og skógi á landi. Lfkicga er aðeins brot af prósenti hagnýtt til mann- eldis. E.t.v. má ætla að ræktað ar jurtir framleiði aðeins um 10% heildarframleiðslu gróðr- arins. Iiagnýting gróðrarins verður að vaxa, því hún er und irstaðan að lífsviðun'æri þjóð anna beint og óbeint. — Nú er talið að gróður hafsins, aðal lega örsmáir, grænir þörungar, framleiði allt að 80% af öllum lífrænum efnasamböndum sem myndast með aðstoð orku sólar innar á jörðinni. En þessi smá verugróður hafsins er, enn til- tölulega lítt nýttur. Við íslend- ingar nýtum hann tiltölulega mikið óbeint með því að veiða fisk o.fl. hafdýr, sem beinlínis eða óbeinbnis lifa á smáverun- um. Mannkynið aflar sennilega ekki öllu meir en 2% af fæðu sinni úr sjónum og þó er um % af vfirborði jarðarinnar haf. Sjávarafli okkar íslendinga er aðallega ýmsar fisktegundir. Enn fremur selir og hvalir og rækjur Skelfisk mætti enn fremur telja, ostrur, smokk- fisk, humar og fleira. En Japan ar og flein strandbúar og eyja skeggjar í Austur-Asíu, myndu auk þessa telja fram þörunga þ.e. sjálfa frumátuna í hafinu. „Rándýr“ hafsins nota mikinn hluta fæðu sinnar beinlínis til að viðhalda lífinu og fer mik- ið af efnum til spillis. T. d. er talið að aðeins 1/10 hluti eggjahvituefnanna, sem dýrið neytir, verð' að eggjahvítusam — Gekk greiðlega að fá útgef- anda? — Fyrst sendi ég hluta af handriti sögunnar til eins á- gæts útgefanda, sem fannst hún of hrá, og endursendi mér hana. Þá tók ég mig til og umskrifaði hana og sendi hana aftur sama útgefanda. Þá vaknaði áhugi hans á sögunni. En endirinn varð samt sá, að bókaútgáfan Fróði fékk hana í hendur og tók hana um- svifalaust cil útgáfu. — Hefur ekkert birzt eftir þig áður? — Nei, ég hef aldrei snúið mér að því fyrr að skrifa skáldverk. Ég bar iiandritið undir Halldór Stefánsson rithöfund, sem las það, gaf mér góðar bendingar. Ég á honum mikið að þakka, og einnig útgefandanum, Þorvaldi Sigurðssyni, sem lagði sig fram um að gera bókina sem bezt úr garði. — Úr því þú leggur upp með En er hægt að nota frumátuna í hafinu án milliliða? Japanska húsmóðirin hag- nýtir til matar talsvert af þör- ungum sem vaxa i þangbelt- inu, samanber sölvaát fyrrum hér á landi! En er hægt að hag nýta örsmáu lífverurnar — svifþörungana, til matar? Þetta hefur verið reynt en er enn þá á tilraunastigi. Reynt hefur verið að láta skip draga net til að veiða svifþömnga. Ef notað var kramarhúslaga net með 2 m. viðu opi, taldist G. T. Karson til, að veiða þyrfti í 2% tíma til að ná í næga nær ingu í dagsfæði “handa einum manni. Sú aðferð er sem sé vonlaus. Enski prófessorinn Alister Hardy vildi láta sérlega öfluga sjávarfallastrauma við Skotland sia sig sjálfa gegnum stór net, sem gátu sveiflazt og veitt í tvær stefnur. Samkvæmt útreikningum hans, gátu 10 stór net veitt svifverur, sem nægðu til matar handa urn 300 manns, þegar mikið var af srvif verum i sjónum. Veitt var 12 tíma og þurfti 2—3 fiskimenn við veiðarnar. Betur má ef duga skal. Reynt hefur verið að auka jurtasvifið í grunnum vogum með áburði, og hefur það borið talsverðan árangur. Til er öismár grænfrumung ur einfruma sem klórella (Chlorella) heitir og lifir I fersku vatni. Hann fjórfaldar þyngd sina á Vz sólarhring. Japanar hafa sett á stofn klór- ellaverksmiðju til að hagnýta þennan grænþörung. Þeir rækta hann í tjörnum sem sfór „vélaarmur" hrærir í og bera áburð í vatnið. Um helmingur þörungsins er eggjahvítuefni, fita 20%, fosfor, kalk og fleiri ólifr. efni 10% og kolvetnissam bönd 20%. Talið er að upp- skeran í hálfs hektara stórri klórellatjörn geti verið um 100 tonn á ári. Það er miklu meira en kornuppskera af jafnstóm landi. Japanar segja að klórella grænmeti sé svipað spínati á bragðið. Þetta er efalaust að- eins á tilraunastigi, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sínu Kannski verður „hafgrænmeti" einn af uppá- haldsréttum niðja vorra? svona langa sögu, þá finnst þér víst ekki tími skáldsögunnar á enda? — Nei, ekki er ég nú trúaður á að það sé, og verði ekki fyrr en* skáldsagnahöfundar gerist upp til hópa svo leiðinlegir, að enginn fáist til að lesa sögur þeirra. Ég sé ekki hilla undir það. FENGSJ SÍLD KJ-Reykjavík, 26- nóv. 24 bátar fengu síld í nótt 50 —60 mílur vestur af Öndverða- nesi. Stóð hún djúpt og var erfitt að ná henni. Alls fengu þessir 24 bátar rúmar sjö þúsund tunn- Heildarafli frá vertíðarbyrjun er kominn upp í 197 þús. tunnur. Veður hefur hamlað veiðum undan farið og því lítið borizt á land. Aflahæstur er Hrafn Sveinbjam- arson frá Gríndavík með 7.921 t. en alls hafa 107 skip tilkynnt afla. T í M I N N fimmtudaginn 28. nóvember 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.