Tíminn - 31.12.1963, Side 14
ÞRIÐJA RÍKID
WILLIAM L. SHIRER
Róm skyldi haldið áfram með áætl
unina, henni frestað eða hætt við
hana með öllu.
Schmid't, sem fylgdi Attolico út
úr skrifstofu Hitlers, rakst þar á
Keitel hershöfðingja, sem var að
flýta sér á fund foringjans. Fáein-
um mínútum síðar þaut hershöfð
inginn út og hrópaði í æsingi til
aðstoðarmanns síns: „Það verður
að talca aftur um sinn skipunina
um að hefja árás aftur!“
Hitler, sem Mussolini og Cham-
berlain höfðu ýtt út í horn og kró-
að þar af, hafði verið fljótur að
taka ákvörðun. „Foringinn er tölu
vert miður sín“, skrifaði Halder í
dagbók sína, og hélt síðan áfram:
7:30 um kvöldið. — Samningur
milli Póilands og Englands stað
festur. Ekki verða hafnar aðgerð-
ir. Allar hreyfingar herjanna stöðv
aðar, jafnvel í nánd við landamær-
in, ef annáð er ekki hægt.
8:35 um kvöldið. — Keitel stað-
festir þetta. Canaris: Símasamband
aftur leyft við England og Frakk-
land. Staðfestir að allt hafi verið
gert.
Skýrsl'a þýzka sjóhersins gefur
nákvæmari lýsingu af frestuninni,
og segir e.nnig ástæðurnar:
25. ágúst: — Hvíta aðgerðin,
sem þegar var hafin, verður stöðv-
uð klukkan 20:30, vegna þess að
stjórnmálaástandið hefur breytzt.
(Gagnkvæmur aðstoðarsáttmáli
milli Englands og Póllands 25.
ágúst, og upplýsingar frá Musso-
lini um, að hann muni standa við
orð sín en verði að fara fram á
að fá miklar birgðir af hráefnum.)
Þrír af aðalsakborningunum í
Nurnberg gáfu við yfirheyrslu
lýsingu á frestun árásarinnar.
Ribbentrop hélt því fram, að þeg-
ar hann hafði heyrt um ensk-
pólska sáttmálann og „heyrt1- að
skref í átt að „hernaðaraðgerð
væri verið að taka gegn Póllandi"
(eins og hann hefði ekki vitað um
árásina allan tímann) þá hafi hann
„þegar“ farið til foringjans og
hvatt hann til þess að hætta við
innrásina í Pólland, og „hafi for-
inginn strax fallizt á það.“ Þetta
er sannarlega ekki satt. ^
En framburður Keitels og Gör-
ings virðist að minnsta kosti vera
heiðarlegur. „Ég var skyndilega
kallaður á fund Hitlers i Kanslara-
höllinni“, segir Keitel í vitnastúk-
unni í Nurnberg, ,,og hann sagði
við mig: „Stöðvið allt samstundis.
Náið undir eins í Brauchitsch. Ég
þarfnast tíma til samningavið-
ræðna.“
Göring staðfesti í yfirheyrslum
í Niirnberg, að Hitler hafi trúað
því enn, að hann gæti komizt að
samkomulagi til þess að leysa
vanda sinn, þótt svona langt væri
komið.
— Daginn, sem England birti
opinberlega tryggingu sína við
Pólland, hringdi foringinn í mig
og sagði mér, að hann hefði stöðv-
að áætlunina um innrás í Pólland.
Ég spurði hann, hvort þetta væri
aðeins um stundarsakir eða fyrir
fullt og allt .Hann sagði: „Nei, ég
verð áð sjá, hvort ég get komið
veg fyrir íhlutun Breta.“
Þrátt fyrir það, að svik Musso-
linis á síðustu stundu hefðu verið
alvarlegt áfall fyrir Hitler, er Ijóst
frá ofangreindum framburði, að
það að Bretland undirritaði gagn-
kvæman aðstoðarsamning við Pól-
land, hafði meiri áhrif í þá átt að
fá þýzka leiðtogann til þess að
fresta árásinni. Samt er það und-
arlegt, að Hitler skyldi enn trúa,
að hann gæti, eins og hann sagði
Göring, „komið í veg fyrir íhlut-
: un Breta“, eftir að Henderson
! sendiherra hafði þennan sama dag
| varað hann við því, að Bretland
! mundi berjast, ef ráðizt yrði á
! Pólland og að eftir að brezka
stjórnin hafði nú hreinskilnislega
gefið loforð þessu til staðfestingar
1 með formlegum sáttmála. Líklegt
' er, að reynsla hans af Chamber-
lain í Miinchen hafi orðið þess
! valdandi, að hann trúði því, að
forsætisráðherrann myndi aftur
i láta undan honum, ef hægt yrði
j að finna leið út úr ógöngum hans.
En aftur á móti er undarlegt, að
maður, sem hafði áður sýnt slíka
innsýn í utanríkisstjórnmál, skuli
ekki hafa vitað um breytinguna á
Chamberlain og brezku afstöð-
250
unni. Þegar öllu er á botninn
hvolft, hafði Hitler sjálfur komið
þessu af stað.
Það þurfti meira en lítið til þess
að stöðva þýzka landherinn að
kvöldi 25. ágúst, því margir her-
flokkar voru þegar komnir af stað.
í Austur-Prússlandi barst I. her
Petzel hershöfðingja skipunin um
að hætta við árásina klukkan 9:37
um kvöldið og aðeins ákafar til-
raunir nokkurra liðsforingja, sem
sendir voru strax af stað út til
fremstu flokkanna, nægðu til þess
að stöðva herinn. Vélaherflokkar
í her von Kleists hershöfðingja
í suðri, höfðu lagt af stað í áttina
að pólsku landamærunum, þegar
skyggja tók. Herforingjaráðsmað-
ur, sem hafði komið flugleiðis til
landamæranna í njósnarflugvél og
lent þar, stöðvaði þá. Á nokkrum
stöðum bárust skipanirnar ekki
fyrr en eftir að skothríð var hafin,
en þar eð Þjóðverjar höfðu verið
að æsa til átaka meðfram öllum
landamærunum í allmarga daga,
grunaði pólska herforingjaráðið
auðsýnilega ekki, hvað var í raun
og veru að gerast. Það gaf þó
skýrslu 26. ágúst um, að margir
„þýzkir flokkar" hefðu farið yfir
landamærin og ráðizt á bjálkakofa
og landamæravarðstöðvar með vél-
byssum og handsprengjum, og „í
einu tilfellinu hefði verið um sveit
úr fastahernum að ræða.“
Ringulreið og gleði meðal
„samsærismannanna"
Fréttirnar að kvöldi 25. ágúst
um, að Hitler hefði hætt við árás-
ina á Pólland, vöktu mikla gleði
meðal samsærismannanna innan
Abwelir. Oster ofursti sagði Sch-
acht og Gisevius fréttirnar og
sagði um leið: „Það er úti um for-
ingjann", og næsta morgun var
Canaris aðmíráll jafnvel enn
hærra uppi í skýjunum. „Hitler",
lýsti Canaris yfir, „mun aldrei ná
sér eftir þetta áfall. Friðinum er
borgið í næstu tuttugu ár.“ Hvor-
ugur mannanna hélt, að frekari
þörf væri á að kollvarpa nazista-
einræðisherranum, hann væri úr
sögunni.
í nokkrar vikur, þegar líða tók
á þetta örlagaríka sumar, höfðu
samsærismennirnir, eins og þeir
kölluðu sjálfa sig, tekið til við sína
fyrri iðju, þó heldur erfitt sé að
geri sér' grein fyrir því, hvert
raunverulega takmarkið átti að
vera. Gördeler, Adam von Trott,
Helmuth von Moltke, Fabian von
Schlabrendorrf og Rudolf Pechel,
höfðu allir farið í pílagrímsför til
Lundúna, og þar höfðu þeir skýrt
ekki aðeins Chamberlain og Hali-
fax heldur einnig Churchill og
öðrum brezkum leiðtogum frá því,
að Hitler væri að undirbúa árás
á Pólland í ágústlok. Þessir þýzku
andstæðingar foringjans gátu
sjálfir séð, að Bretland, állt til
Chamberiains með regnhlífina,
hafði breytzt frá því, sem verið
hafði á Múnchendögunum, og að
eina skilyrðið, sem þeir höfðu
sjálfir sett árið áður varðandi á-
kvörðunina um að losa sig við
Hitler, þ e.a.s. að Bretland og
Frakkland lýstu yfir andstöðu
sinni við áframhal'dandi nazista-
áreitni með vopnavaldi, hefði nú
verið uppfyllt. Hvað vildu þeir
hafa þetta meira? Það kemur ekki
skýrt fram í þeim skjölum, sem
þeir hafa látið eftir sig, og maður
fær það á tilfinninguna, að þeir
hafi ekki vitað það fullkomlega
sjálfir. Enda þótt þeir meintu vel,
þá voru þeir gripnir algjörri upp-
lausnartilfinningu og l'amandi
gagnleysistilfinningu. Tök Hitlers
39
Hún dó viku áður en vígslan átti
að fara fram.
— Eg hef stundum verið að
velta því fyrir mér, hvort trúlofun
er ailtaf afleiðing ástar?
Hann var ánægður með, að hún
skyldi leggja orð í belg.
— Eg hef veitt því eftirtekt með
hjón, sem ég þekki, hélt hún
áfram, að í aðeins örfáum tilfell-
um er augsýnilegt, að til sam-
bandsins hefur verið stofnað af
heitri og einlægri og fagurri ást.
Þannig er það til dæmis með Mc-
Naire-hjónin, er ég viss um, en
með önnur, sem ég þekki, virðist
mér oft vera til hjónabandsins
stofnað ipeiva af — ja, við skulum
segja tilviljun eða af skynsemis
ástæðum. Karlmaðurinn bjó ná-
lægt stúlkunni og leitaði félags-
skapar hennar þess vegna, tvær
manneskjur unnu sama starf eða
höfðu áhuga á sömu íþrótfinni.
Þú skitur, hvað ég á við?
Phil horfði á hana með íhygli.
— Skrýtið, að þú skulir segja
þetta, Page. Því að skömmu áður
en Marynelle dó, sagði ég eitthvað
þessu likí við hana. Hún hafði
verið að þræta út af því, að ég
kyssti aðra stúlku . .
— Eg áfellist hana ekki fyrir
það! Viku fyrir brúðkaup ykkar.
Hann hló. — En þetta var Min
Brady. Enginn annar tók neitt
mark á þeim kossi. Hún var stúlk
an hans Whit. Eg kyssti hana
kvöldið áður, þegar hún kom til
okkar á skíðahótelið, og Marynelle
hengdi hatt sinn á þetta atvik til
þess að rífast út af. Við hnakkrif-
umst. Og ég fór þá að velta því
fyrir mér, hvernig það hafði viljað
til, að við Marynelle ákváðuim
að giftast. Það hefði alveg eins
getað verið einhver hinna stúlkn-
anna í klúbbnum.
— Min Brady, ef til vill *
— Alveg eins og hver önnur. Og
þegar ég sagði þetta við Marynelle,
sleppti hún sér alveg. í æðiskast-
inu þaut hún af stað niður fjalls-
hlíðina — lenti fram af Xlettabrún
— og lét lífið. Vitaskuld ásakaði
ég sjálfan mig um að hafa átt hlut-
deild í dauða hennar.
— Ef þetta hefði ekki gerzt í
þetta sinn, þá hefði eitthvað svip-
að átt sér stað síðar. Þegar þið
hefðuð farið að lifa saman í hjóna-
bandi, hefðirðu áreiðanlega ein-
hvern tíma reiH hana til reiði á
svipaðan hátt.
— Þú misskilur mig. Ég ásakaði
sjálfan mig fyrir að hafa trúlofazt
Marynelle, án þess að þessi heita,
einlæga og fagra ástríða, sem þú
talaðir um áðan, væri fyrir hendi.
— Þú el'skaðir hana þá ekki á
þann hátt?
— Ekki nógu einlæglega, er ég
hræddur um.
— Sótist hún eftir heitum á-
stríðum?
— Hvers vegna >. . ?
— Sumar konur sækjast ekki
eftir slíku.
— Ert þú stúlkan, sem ég sagði,
að vissi ekkert um fólk?
— Ég þekki mennina, sagði
Page hógværlega. Mér geðjast ekki
að þeim öllum. Ég er hrædd um,
að mér hefði ekki geðjazt vel að
Marynelle þinni.
— Hún hefði dáðst að þér.
— Heldurðu það? Hins vegar,
álít ég, að þú hafir ekki ástæðu til
að ásaka sjálfan þig harðlega fyr-
ir hlutdeild í dauða hennar, þrátt
fyrir deilu ykkar. Af þeim hug-
myndum, sem ég hef fengið um
hana af lýsingu þinni, þá var það
hún, sem veiddi þig í net sitt af
yfirlögðu ráði — ja, ef skynsemis-
ástæðum, — og með því tók hún
á sig margs könar áhættu. Dauði
hennar var aðeins ein af þeim.
Hann fann til þægilegrar undr-
unai yfir orðum hennar. Hann
kveikti sér í sígarettu, hallaði sér
makindalega aftur í sætinu og
ÁSTIR LÆKNISINS
ELIZABETH SEIFERT
hugsaði um það, sem hún hafði
sagt. Page teygði sig í ábreiðuna
í aftursætinu og lagði hana yfir
fætur þeirra. Hún hnipraði sig
saman í sætinu og hallaði vangan-
um að bakinu. Að skqmmri stundu
liðinni heyrði Phil á andardrætti
hennar, að hún var sofnuð. Hann
sat grafkyrr og horfði á hana. Því-
lík kona' Óskiljanlegasta kona,
sem hann' hafði nokkru sinni
kynnzt. Fögur og dularfull.
Hann færði sig nær henni, og —
eins og hann hafði vonað — brátt
hvíldi höfuð hennar á öxl hans.
Hann lagði vangann að mjúku hári
he'nnar og sat hreyfingarlaus og
dottaði við og við. Það hafði stytt
upp, og hann heyrði daufan niðinn
í fjallalækjunum. Veiðihundur
kom og þefaði af hjólbörðunum og
skokkaði síöan í burtu.
Um klukkustund siðar —
skömmu eftir miðnætti — hreyfði
Page sig, umlaði lítið eitt, settist
síðan upp og horfði á Phil. Hann
horfði á móti, og augu hans Ijóm-
uðu víð henni.
— Karlmenn, sagði hún alvar-
lega, eru ekki allir eins Er það?
Hann hló og lagði handlegginn
um herðar hennar. — Jú, ég er
hræddur um það, mín kæra Page.
— Þá — já, konur eru líka all-
ar eins, sagði þún. Ég er enn þá
sama konan og fyrir mörgum ár-
um, — alveg eins.
Faðmlag hans þéttist, hann dró
hana fast að sér. — Guði sé lof,
hvíslaði hann, um leið og varir
þeirra mættust. Koss hans var
harður og krefjandi, svo gróf hann
andlitið i mjúku ilmandi hári
hennar. Svo bar hann varirnar
hægt og blíðlega að augum henn-
ar spékoppunum, síðan aftur að
munninum.
Og Page kyssti hann á móti, log-
andi af ástríðu. Hún hélt honum,
eins og hann hélt henni, horfði
npp á hann og brosti, yfirkomin
af hamingju.
ELLEFTI KAFLl
Við fyrstu morgunskímu fór
Phil á stúfana og kannaði veginn,
! sem framundan lá. Hann komst
að þeirri niðurstöðu, að þeim væri
| óhætt að halda förinni áfram. Loft
; ið var kal't, og' snjólag þakti jörð-
ina. Þau stönzuðu í fyrsta þorp-
; inu, sem þau komu að, þar sem
þau fengu sér morgunverð, og
Pihl rakaði sig.
— Ég er að velta því fyrir mér,
hvort Nóa hafi bragðazt fyrsti
morgunverðurinn eftir syndaflóð-
jafn vel og þér, sagði Page stríðn-
!islega, þegar hún sá, hvað hraust-
lega Phil tók til matar síns.
— Ég yrði að fá að sjá eigin-
konu hans, áður en ég gæti sagt
þér það, svaraði Phil.
Page roðnaði, og augnaráð henn
ar varð feimnislegt, en hún virt-
ist samt ánægð með það, sem gerzt
hafði á milli þeirra og reiðubúin
að mæta því, sem framtíðin bæri
í skauti sér — með Phil.
Þau komu til borgarinnar fyrir
kl. níu. — Ég ætla að fara beint á
rannsóknarstofuna, ákvað Page.
Ég verð að byrja strax að vinna
úr þeim gögnum, sem okkur tókst
i að safna.
Phil ók henni þangað og hjálp-
aði henni með farangurinn, nema
þau skildu eina litla tösku eftir í
bílnum. Hann skyldi senda hana
upp í íbúð hennar, og svo myndu
þau borða miðdegisverð saman á
hótelinu.
Þau horfðust ástúðlega í augu
örstutta stund, síðan gekk hann
út í bílinn. Page horfði á eftir
honum og dáðist að karlmannleg-
um hreyfingum hans, breiðum
herðunum, stoltum hnakka hans
og bjarta, rauða hárinu. Stór mað-
ur, góður og traustur maður, hugs-
aði Page og fann hlýjuna til hans
gagntaka sig.
Phil tók þegm til sinna starfa
á fæðingardeildinni. Hann fékk
skilaboð um að koma á gamal-
mennadeildina, þar sem hann
hafði unnið í byrjun. Gamall mað-
ur, sem hann hafði stundað og
þjáðst hafði af slæmri liðagigt,
var á förum heim, göngufær og
hress í bragði. Hann langaði til
að þakka Phil það, sem hann hafði
gert fyrir hann. — Mér sýndist
réttast að leyfa þessum háu herr-
um að heyra, hvað þú ert mikill
læknir, sagði hann.
Yfirlæknirinn hló, og aðrir við-
staddir kinkuðu kolli til samþykk-
is. — Þetta er alveg rétt hjá þér,
sagði yfirlæknirinn við gamla
manninn. Jafnvel Scoles læknir
þarfnast við og við viðurkenningar
á því, hve góður læknir hann er.
Phil tvísté vandræðalegur og
sveiflaði til hlustpípunni sinni.
Hann vissi ekki, hvernig hann átti
eiginlega að taka öllu þessu lofi.
— Hvar hefurðu haldið þig upp
á síðkastið? spurði sjúklingurinn.
14
T í M I N N, þriðjudaginn 31. desember 1963.