Alþýðublaðið - 28.04.1943, Side 2

Alþýðublaðið - 28.04.1943, Side 2
I r ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. ap(ríl 194S, Mr. Shepherd, hinn nýi sendiherra Bretlarids. Hinn nji sendiherra Oreta ávarpar blaðamenn. .....------- Hann var ræðismaður Breta í Danzig íyrir stríðið, en hefir undanfarið Yt|||ð á vegum brezku stjórnarinnar i Amep^u HINN NÝI SENDIHERRA BRETA hér á landi, Mr.>'Ed- ward Henry Gerald Shepherd kvaddi blaðamenn k í; i fund sinn 1 gær. Mr. Shepherd var fyrir stríð ið ræðismaður Breta í Danzig, en þó farinn þaðan áður en Þjóð verjar réðust á Pólland. Seinna fór hann í erindum brezku stjórnarinnar tiJ Hol- iands og slapp þaðan naumlega áður en Þjóðverjar hertóku Iandið. Að undanförnu hefir Mr. Shepherd dvalið í Bandaríkjun- um og haft þar umsjón með vissum stríðsmálum fyrir Bret- land. Nokkur dráttur varð á því, að sendiherrann gæti komizt hingað til landsins til þess að taka við embætti. sínu. tsland teknr fsátt i alþjóðarððstefnu. Um framleiðslu oa dreif iu0D maívæla eftir strlðið T SLANDI hefur verið boðið að senda full- trúa á alþjóðaráðstefnu um framleiðslu og dreifingu matvæia eftir styrjöldina, sem haldin verður í Hot Springs í Virginia í Banda- ríkjunum í næsta mánuði. íslenzka ríkisstjórnin hefir ákveðið að taka boðinu og mun einn eða fleiri fulltrúar hennar sitja ráðstefnuna. Enn mun ekki fyllilega ákveðið hvaða fulltrúar þetta verða, en vafa- samt er að hægt sé að senda nokkurn héðan, þar sem svo stuttur tími er til stefnu, því að ráðstefnan á að hefjast 18. maí. Munu þá íslendingar vestan hafs mæta þar. Mikill fjöldi þjóða tekur þátt í ráðstefnu þessari, sem á fyrst og fremst að undirbúa það, að hægt verði að dreifa matvælum með mikl- um hraða meðal þeirra þjóða, sem telja má líklegt að hungrið sverfi að í stríðslokin og verði illa fyrirkallaðar vegna lang- varandi skorts á stríðsárunum. Sendiherranii Iagði áherzlu á ósk sína um að hafa gott sain- starf við íslendinga og koin það greinilega í ljós i sambandi við fyrirspnrn, sem einn iilaða- mannanna gerði til hans um fisksöluniálin, að sendilierrann skilur vel sjónarmið okkar ís- lendinga i því máli, og má þvi alls góðs værita af honum í sambandi við ]>að mál. Hér fer á eftir ávarp, seni sendiherrann flutti hlaðamönn- unum. „Mér er það sérstök ánægja, að hitta yður, blaðamenn, vegna þess, að í fyrri embættum mínuin liafa skipli mín við stallbræður yðar verið hin á- nægjulegustu. Við aðstoðuðum hvern annan í sameiginlegum liagsmunamálum, og þeir voru nauðsynlegur liður milli inin og almennings, en blöðin gegna ábyrgðarmiklu hlutverki í jiágu almennings, einkum nú á ttm- um, vegna þess, að þau safna fréttum og skoðunum og dreifa þeim. Sökum þe!»s að ég leitasl jafn- án við að sjá bjartari Íiliðina á lífinu, liefi ég notið ti.l fulln- ustu kostanna við hvert það embætti, sem ég hefi haft þann heiður að gegna, og ég minnist með sönnu þakklæti og ánægju reynslu minnar alls staðar þar, sem ég hefi starfað siðustu þrjátíu árin. Ég liefi ]>ví enga ástæðu til að ætla, að dvöl mín liér á íslandi verði undantekn- ing frá þessari ágætu reglu. Ég er þvert á inóti sannfærður um, að dvöl min hér verði liin á- nægjulegasta á allan hátt og tek því við hinum nýju skvld- Lim mínum með gleði. Ég er ennþá sannfærðari um þetta þegna ]>eirrar miklu velvildar, sem íslenzk yfirvöld og al- mennir íslenzkir borgarar liafa sýnt mér, fyrst i Bandarikjun- um, síðar í Bretlandi og nú loks á íslandi sjálfu. En hér hefir mér verið teki.ð með svo mikilli hlýju og vináttu og ég hefi notið slíkrar gestrisni hjá ölluni, sem ég hefi ennþá hitt, einkmn hjá hinum hágöfugu ! ríkisstjórahjónum, iir. Sveini I Frh. af 2 .sxO*. I Tjón Suðurnesjabúa af setu liðsaðgérðum á Reykjanesi. "■ —- Fyrirspurair Ouðmundar f. Guðmundssonar I efr! deild alpingis, síðasta daginn, sem pingið sat, og swar Filhjálms Þóps utanrikisráðherra. SÍÐASTLIÐINN MIÐVIKUDAG, þ. e. sama daginn og þingi var frestað, bar Guðmundur I. Guðmundsson fram nokkrar fyrirspurnir í efri deild til Vilhjálms Þór utanríkis- málaráðherra út af tjóni því, sem Suðunesjabúar hafa orðið fyrir í sambandi við hernám Bandaríkjaherliðsins hér á stóru landsvæði á Reykjanesskaga. Spurði Guðmundur I. Guð- mundsson, hvort hemám þessa landsvæðis hefði farið fram í samráði við þáverandi íslenzk stjómarvöld, og hvort nú- verandi ríkisstjórn væri reiðuhúin til þess að láta meta tjón Suðurnesjabúa af völdum þess og ganga eftir því, að Banda- ríkjasetuliðið bætti það að fullu, eða hæta það að öðrum kosti sjálf og standa á annan hátt á verði um hagsmuni Suður' nesjabua í sambandi við þetta mál. Utanríkismálaráðherrann upplýsti í svari við fyrir- spurnunum, að hernám landsvæðisins hefði farið fram í samráði við fyrrverandi ríkisstjórn, en taldi setuliðið hafa fengið óþarflega stórt landsvæði, enda hefði það nú verið minnkað fyrir atbeina núverandi ríkisstjórnar, sem einnig myndi ganga eftir því við Bandaríkjasetuliðið, að tjón Suð- urnesjabúá af völdum hernámsins yrði að fullu bætt. Fyrirspnrnir Guð* mnndar I. Gnðmunds sonar. Umræður þessar voru hinar athyglisverðustu og þykir því rétt, að skýra hér nokkru nán- ar frá þeim. Guðmundur í. Guðmundsson sagði: „Þegar Bandaríki N.-Ame- ríku tóku að sér hervernd ís- lands á árinu 1941, var því lof að af þeirra hálfu í sérstakri opinfaerri yfirlýsingu, að hern- aðaraðgerðir þeirra hér skyldu gerðar í samráði við íslenzk stjórnarvöld, að svo miklu leyti, sem mögulegt væri og að hvert það tjón, sem. íbúar ís- lands yrðu fyrir af völdum hernaðaraðgerða Bandaríkj- anna skyldi bætt. Síðan þessi yfirlýsing var gefin, eru nú senn liðin 2 ár og af hálfu . Bandaríkjanna hefir verið flutt hingað mikið lið og hér gerðar víðtækar hernaðarað- gerðir. Hvort Bandaríkjastjórn hefir staðið við gefin loforð og hagað hernaðaraðgerðum sín- um hér í samræmi við íslenzk stjórnarvöld, að svo miklu leyti, sem við hefir verið kom- ið, veit ég ekki og væntanlega upplýsir hæstv. utanríkismála- ráðherra, Vilhjálmur Þór, eitt hvað um það hér á eftir, en hitt veit ég, að af hálfu Banda ríkjanna hefir ekki.til fulls ver ið staðið við þá skuldbind- ingu, að bæta landsmönnum hvert það tjón, sem þeir hefðu af hernaðaraðgerðum Banda- ríkjahersins hér. Er mér kunnugt um fleira en eitt til- felli þar sem misbrestur hefir á orðið, að Bandaríkin bættu landsmönnum tjón þeirra af hernaðaraðgerðum Bandaríkja hers hér og stundum hefir ver- ið um að ræða svo verulegt tjón að afkoma tjónþola hefir ekki verið þannig, að hann méð nokkru móti gæti þolað tjónið óbætt. Ætla ég að svo stöddu ekki að fara nánar út í það mál almennt, en vil í tilefni af því, að til mín hefir verið leitað alveg sérstaklega vegna tjóns Suðurnesjabúa af hernaðaraðgerðum Banda- ríkjanna bera hér fram nokkr- ar fyrirspurnir og tilmæli til hæstv. utanríkismálaráðherra, Vilhjálms Þór, sem staddur er hér í deildinni. Tilefni fyrirspurna minna er það, að snemma á árinu 1942 tók herstjórn Bandaríkjanna . fyrirvaralaust til sinna þarfa stórt landssvæði á Reykjanesi. Land þetta höfðu Suðurnesja- búar notað fyrir beitarland og var það jafnvel einasta beitar- landið sem sumir hreppar þar syðra höfðu aðgang að. Þegar landið var tekið, voru bænd- ur fyrir nokkru búnir að reka fé á land þetta, en gátu ekki smalað því aftur vegna þess, að herstjórnin tók landið til sinna þarfa fyrirvaralaust. — Vorhirðing fjárins fór því að mestu út um þúfur vorið 1942. Haustsmalamennska s.l. haust reyndist lítt framkvæmanleg og fjárheimta því fyrir neðan allar hellur. Á þessu ári sjá Frh. á 7. síðu. Þýzk flugvél skotin niður. AMERÍSKIR orustuflug- menn skutu niður þýzka flugvél yfir Suð-Vesturland- inu s.l. laugardag. Var flugvélin í könnunar- flugi. Loftvarnamerki var gefið kl. 13.55, en merki um að hætta væri liðin hjá, var gefið kl. 14.24 eða 29 mín- útum síðar. llngnr maðnr bíðor bana f bifreiða- slysi ð 2. pásbadag B ANASLYS varð hér í bæn- um á annan páskadag. Ungur maður, Halldór Ketill Sigurðsson norðan úr Aðaldal í Suður-Þi ngeyj arsýslu varð fyrir erlendri faernaðarbifreið og heið bana. Halldór liafði farið í vöru- flutningabifreið inn Hverfis- götu. Nain bifreið lians staðar sunnan megin gölunnar skammt frá Gasstöðinni. Hljóp Halldór nokkuð hratt fram fyr- ir bifreiðina og ætlaði hann að ná í strætisvagn, sem stóð hinum megin á gölunni. En í sömu svifum koin erlend her- bifreið um götuna og varð Halldór fyri. rhenni. Var hann slrax fluttur í Landsspítalann og þar 'andaðist hann eftir éina klukkust. Halldór var starfs- ínaður í Raflainpagerðinni í Suðurgötu. anna 1. mai í fillnm gangi. Opinberir starfsmenn í fyrsta sinn með Norskir sjómenn einnig með í göngunni 1. MAÍ fer nú í hönd — hann ber upp á laugardaginn í þessari viku — og undirbúningurinn að hátíðahöld- um verkalýðsins og launastéttanna þennan árlega, alþjóð- lega hátíðisdag er þegar í fullum gangi. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna gengst fyrir hátíða- höldunum hér í Reykjavík eins og endranaer í samráði við verkalýðsfélögin og önnur stéttarfélög launþega, og munu meðlimir þeirra svo og allir aðrir 'stuðningsmenn verkalýðs- hreyfingarinnar taka þátt í þeim án tillits til stjómmála- skoðana eða flokkagreiningar. 1. ma,í nefnd fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna hefir með þátttöku fulltrúa frá hinum einstöku verkalýðsfélögum um nokkurt skeið starfað að undir- búningi hátíðahaldanna og munu þau í öllum aðalatriðum fara fram eins og undanfarin ár -— með hópgöngu um nokkrar aðalgötur höfuðstaðarins og fundarhaldi að henni lokinni eftir hádegið undir beru lofti, svo óg með skemmtunum í hús- um inni ög ávörpum í útvarpið um kvöldið. Það verður þó nýstárlegt við hátíðahöldin 1. maí í ár, Frfa. á 7. sáðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.