Alþýðublaðið - 02.04.1944, Síða 5
Sunnudagur 2. apríl 1944.
5
Kýikmyndaleikarl í loftárás.
Á mynd þessari sést kvikmyndaleikarinn James Stewart (þriðji maður frá vinstri), sem nú
hefir á hendi stjórn hóps Liberator-flugvéla á Englandi. Stewart er hér a3 ræða við þrjá
aðstoðarmenn sína eftir' að hann hafði stjórnað loftárás á borgina Frankfurt í Þýzlialandi.
Myndinni var útvarpað frá Lundúnum til New York.
ANNARRI hættu hefði og
verið þægt brott, því að síð
asta loftárásin var gerð á
Lundúni hinn 20. maí. Ungt
fólk gefur oft í skyn, að loft-
árásarhætta hafi engin verið í
fyrri heimsstyrjöld. Ungur mað
ur skýrði mér frá því eigi alls
fyrir löngu, að hann hefði fyrir
skömmu kornist yfir mynd af
loftárás á járnbrautarstöð í
Lundúnum frá fyrri styrjöld
eftir Walter Bayes og kvaðst
hafa orðið meira en lítið undr-
andi. En ég þekki af eiginraun
þessi viðhorf, sem myndin lýs-
ir, og endurminningarnar frá
1918 eru mér ríkar í minni. —
Tjón af völdum loftárásanna
var þá að sönnu hverf-
andi í líkingu við það, sem varð
í þessari styrjöld, en þó ollu
þær miklum þrengingum á sín-
um tíma.
Aðfaranótt hins 20. maí 1918
féllu og særðust tvö hundruð
marins af völdum loftárásarinn
ar á Lundúni. Ég minnist þess
glögglega, er ég sá Zeppelins-
loftfarið sigla yfir sjúkrasúsinu
í Lundúnum, þar sem ég lá,
árið 1915. Ég lá þar særður, og
það orkaði mjög á hug minn, er
hjúkrunarkonurnar tilkynntu
okkur, að hættan væri liðin
hjá. Ég minnist þess einnig, er
ég sá fyrstu dagárásina á Gotha
verksmiðjurnar í júnímánuði
árið 1917.
Sumarið 1918 hafði gömul
vinnukona okkar það fyrir sið
að taka sér stöðu á tröppunum
og vera reiðubúin að hlaupa í
þessa áttina eða hina eftir því
hvar sprengjurnar féllu. Mér er
ríkt í minni, hvaða áhrif loft-
árásirnar 1918 höfðu á börnin
í Lundúnum og varð því meira
en lítið undrandi yfir frásögn
ungrar stúlku eigi alls fyrir
löngu. Sú endurminning frá
loftárásunum árið 1918, sem
henni var ríkust í minni, var
sú, að móðir hennar hefði tekið
hana upp úr vöggunni og sett
hana undir slaghörpuna og það
an hefði hún horft á — ekki
flugvélarnar eða sprengjuregnið
— heldur móður sína, sem var
að skreyta ný jan hatt til pásk-
anna.
*
OFLUN MATVÆLA var þó
efalaust mesta áhyggjuefni
Siferi grems
SÍÐARI HLUTI greinar
Sir Stephens Tallents
um viðhorfin, er dró að úr-
úrslitum lieimsstyrjaldarinn-
ar fyrri, fjallar um það, að
Bretar hafi ekki faríð var-
hluta a£ loftárásum þá, þótt
smávægilegar væru í líkingu
við það, sem varð í þessari
styrjöld. Einnig ræðir hann
viðreisnarhug Breta og það,
hversu svartsýnir hershöfð-
ingjar þeirra hafi verið á
það, að úrslita stríðsins
myndi skammt að bíða.
fólks á Bretlandi um þessar
mundir. Styrjaldarárin hafði
það orðið að skipa sér í raðir
utan við verzlanirnar — bið-
raöirnar — eins og The Times
komst að orði, og bíða eftir af-
greiðslu. Fólkið skipaði sér í
raðir þessar snemma sérhvers
morguns og voru þar venjulega
hundruð manns saman komnir.
í ársbyrjun 1918 var þetta á-
stand orðið óþolandi, en í fe-
brúarmánuði var svo tekin upp
matarskömmtun í Lundúnum.
Sir William Beveridge hefir
lýst á áhrifaríka»hátt gerbreyt
ingu þeirri, er varð í þessum
efnum um helgina '25. febrúar
það ár. Á laugardeginum háfði
nær hálf niilljón manns skipað
sér í biðraðirnar, en á mánu-
deginum voru þær gersamlega
horfnar. Matarskömmtun var
svo tekin upp um land allt í
júlímánuði það ár, enda var
ástandið var þá orðið svo ískyggi
legt, að sumir spáðu því að
draga kynni til byltingar, ef
ekki væri einhver haldkvæm
lausn fundin.
Viðhorf öll höfðu breytzt til
hins betra, þegar hér var kom-
ið málurn, og menn og konur
dreymdi um auðnuríkari frarn-
tíð. Orðið ,,viðreisn“ var þá
sem nú á hvers manns vörum
og gætti mjög í blöðum lands-
ins. Mikilvægt spor var stigið á
viðreisnarbrautinni á hinum
myrku mánuðum ársins 1918,
með fræðslumálafrumvarpi því,
sem H. A. L. Fisher hafði lagt
fram í janúarmánuði og neðri
málstofa brezka þingsins tók til
þriðju umræðu í júnímánuði
dagana þegar Þjóðverjar þrey ttu
fastast sókn sína,er heitið var
til Parísar. Á öorum vettvöng-
um gætti þó óþreyju og svart-
sýni, eins og bezt sést af ræðu,
er Hughes, forsætisráðherra
Astralíu hélt í júnímánuði.
Húsnæðisskortur var þá mik-
ill eins og nú, og var það vanda
mál mjög á dagskrá. Hayes
Fisher kvað þannig að orði að
reisa þyrfti verkamannabústaði
yfir þrjú hundruð þúsundir
fjölskyldna í Lundúnum eftir
stríð. A.lþýðuflokkurinn bar
fram þá kröfu í séptembermán-
uði, að lekið yrði fyllsta tillit til
óska húsmæðranna um fyrir-
komulag, bústaða þessara svo
og ekkna, sem vinna yrðu fyrir
heimilum sínum.
Þessi voru mál þau, er voru
efst á dagskrá meöal brezku
þjóuarinnar, þegar hugur henn
ar beindist frá hinu mikla
manntjóni, sem skýrslur blað-
anna greindu frá svo að segja
daglega. En sú spurn, sem var
þó efst í allra hugum, var sú
hvenær styrjöldinni myndi
ljúka. Hvaða ummæli létu foí-
ustumenn þjóðarinnar falla um
það mál?
*
tLOK septembermánaðar
kornst Bonar Law þannig
að orði: — „Ég fullyrði ekki, að
úrslitastund styrjaldarinnar sé
runnin upp, en ég fuliyrði, að
hennar muni skammt að bíða“.
Churchill var engan vegin eins
bjartsýnn, sem kann að hafa
orsakazt af þrjózku þeirri, er
gætti meðal verkamanna, sem
unnu að hergagnaframíeiðsl-
unni. í ræðu, sem hann hélt í
Glasgow hinn 7. október, komst
hann þannig að orði: „Ég fæ
ekki skilið, þegar tillit er tek-
ið til þess tíma, en líður áður
en bregður til vetrarveðráttu í
Frakklandi og Flandern, að þar
sé skjótra úrslita að vænta.
Það kann að vera, að stríðsgæf-
an verði okkur hliðhollari en hér
er ráð íyrir gert, en við höf-
■um engan rétt til þess að vona
eða gera okkur í hugarlund, að
sú verði raunin.“ — Þess ber að
geta, að það hefði verið örðugt
fyrir ráðherrana að haga orð-
um sínum á aðra lund, þegar
Frh. 6 7. eíSu.
Ósíundvísi og óreglusemi — Skíðamót Norðmanna og
undrunarsvipur á andiitum beirra — Bréf frá litlum
dreng um atvinnu hans — Málleitun til blaðalcaupenda.
STUNDVÍSI os óreglusemi er
þjóðarlöstur okkar íslend-
inga. Því miður liefur íþrótta-
mönnum okkar enn ekki íekizt að
taka upp fasta og ákveðna reglu
um það að mót þeirra og sam-
komur bvrji alltaf á mínútunni.
Knatíspyrnumenn hafa þó gert
lcfsamlegar tilraunir í þessa átt,
en það hefur alltaf aftur sótt í
sama liorfið. Sömu sögu er til
dæmis að segja af skíðamótum og
er þetta allt mjög slæmur blettur
á íbróttalífi okkar.
ÞEGAR ÉG LAS fregnina um
það, að Norðmenn myndu efna til
fikí5astökkmóta hér, datt mér í
hug, að ef til vill myndum við
læra margt af þessum frændum
okkar, þó að til móts þeirra væri
efnt í skýndi, og þeir ættu við
allt aðrar aðstæður að búa en við
sjálfir, þegar við efnum til móta.
Nú hef ég fengið ágætt bréf, sem
staðfestir þennan grun minn, og
fer það hér á eftir.
ÍÞRÓTTAMAÐUR SEGIR: „Mig
langar til að segja þér, Hannes
minn, frá þremur atriðum, sem
sérstaklega vöktu athygli mína, á
skíðamóti Norðmanna þ. 26. þ. m.
Þegar þeir drógu fána sinn að hún,
við Kolviðarhól, þá gekk sá sem
það gerði að fánastönginni, tók
þar ofan og gætti þess vandlega,
að fáninn snerti ekki jörðina, er
hann dró fánann að hún.“ .
„VIÐ NAFNAKALUIÐ, sem fram
fór rétt áður en keppni átti að
hefjast, voru allir norsku kepp-
endurnir viðstaddir og tóku á móti
númerum sínum, en aðeins einn ís-
lenzltur keppandi (frá stúdentum).
íslenzki stökkdómari mótsins tók
á móti númerum hinna. Það var
ekki sérsíaklega skemmtilegt að
isjá undrimarsvipinn á andlitum
norsku íþróttamannanna.“
„ÞEIR IIQFÐU AUGLÝST, að
mótið byrjaði kl. 2 og á mínútunrii
tvö stökk fyrsti keppandinn! Þetta
mót ættu íslenzku íþróttamenn-
irnir að taka sér til fyrirmyndar,
því það vill oft brenna við hjá
okkur, að stundvísin verði á eftir
áætlun.“
ÉG TEK EINBREGIÐ undir
þessi orð. Við veröum að taka upp
nýjan sið í þessum efnum. íþrótta-
menn eiga að gánga á undan með
góðu eftirdæmi.
HAFA KAUPENDITR blaða at-
hugað það, hversu oft þeir skapa
börnum érfiðleika með því að
greiða ekki leikninga sína reglu-
lega? Fyrir nokkrum árum skrif-
aði ég um þetta mál og hvatti blaða
kaupendur lil þess að greiða börn-
unum reikningana strax og þau
koma með þá. Reikningana verður
hvort sem er að borga og þlöðin
eru ekki seld svo dýru verði, að
ekki sé hægt að greiða reikning-
ana nokkum veginn reglulega.
ÉG FÉKK fyrir nokkrum dög-
um dálítið bréf frá „Útburðar-
dreng“ um þetta efni, og er það
í raun og veru bón til blaða-
kaupenda, sem ég vona að þeir
taki til greina. Starf barnanna,
sem bera út blöðin, er svo erfitt,
að kaupendurnir ættu að gera allt,
sem í þeirra valdi stendur, til þess
að létfa þeim það.
ÚTBURÐARDRENGUR SEGIR:
„Mig langar til að biðja þig fyr-
ir nokkur orð til kaupanda blaða
í þessum bæ. Ég er einn af þeim
mörgu drengjum, sem bera út
blcð á morgnana, áður en ég fer
í skólann á daginn. Þetta geri ég
til að vinna mér inn nokkrar krón-
ur á mánuði.“
„EN NÚ KEM ÉG að því, sem
ég ætla að segja, og það er, hvort
fullorðna fólkið, sem kaupir blöð-
in, hafi nokkurn tíma athugað það,
hvað langur tími fer í rukkunar-
starfið hjá okkur. Það kemur nú
ekki ósjaldan fyrir, þegar ég kem
til að rukka, þá eru engir pen-
ingar til, og mér er sagt að koma
á morgun, og svo hinn daginn, og
svo í 3ja sinn, um næstu helgi, og
svo er borgað inn á, og svo safnast
alltaf meiri og meiri upphæð. Sem
betur fer, eru margar undantekn-
ingar frá þessu, en svona er það
að oftast fer allur mánuðurinn í
innheimtuna.“
, „NÚ VILDI ÉG mælast til þess,
að fólk breyti nú til og leggi allt-
af til hliðar aura í hverri viku,
svo það geti borgað reikninginn
strax og hann kemur, og aðrir,
sem eru sjaldan heima, bæðu fólk
fyrir peningana. Þetta þykir nú
kannske til nokkuð mikils mælzt,
en það finnst mér nú bara ekki.“
ÉG ER ALVEG á sömu skoðun
og þú, vinur minn, og ég skil ekki
í öðru, en fólk vilji hjálpa þér með
þetta. Það er virðingarvert af þér
að vilja hjálpa pabba og mömmu
með því að vinna þér inn nokkra
aura — og það er ekki til of mikils
mælzt, að fólk verðlauni dugnað
þinn með því, að gera þér starfið
eins létt og auðið er.
Hannes á horninu.
vantar okkur frá næstu mánaðamótum til að bera
blaðði um Framnesveg,
HÁTT KAUP
*
Alþýðublaðið. — Simi 4900.