Alþýðublaðið - 17.06.1944, Síða 14

Alþýðublaðið - 17.06.1944, Síða 14
14 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17. juní 1344 Vindrafstöðin KÁRi gerir híbýli yðar björt og vistleg Eykur vellíðan og vinnuafköst PAÖL S M I T H Hafnarhúsinu . Sími 1320 . Reykjavík Skrifst©fur, afgreiðsla ©g tófoaks- gerS ¥©r verÓa lokaóar frá 3LCL til 24. fúlð næsikontandi vegna sumarleyfa ViSskiptamönnum vorum er hér meö bent á aö birgfa sig nægilega ypp í tæka tíö með vörur þær, sem tóbakseinkasalan selur, svo þeir þurf i ekki að veröa fyrir óþægindum áf lokuninni. Tóbakseinkasala ríkisins Cerebos Borðsalt er salt jaröar Það er alltaf jafn hreint og fínt og;| ekki fer eitt korn til ónýtís Húsmóðirin má aldrei láta það vanta á borðið Fæst í öllum verzlunum Höfum ffririiiiJandi: Rafmagnsmótora 220 Volta frá 1—15 hestafla Ljósaskálar, margar gerðir Forstofulampa, eldhúslampa, loftfali o. fl. Rafmagnsperur Rðftækjaverzl. Ljósafoss Laugavegi 27 Annáll mennfaþréunarinnar 1816: 1818: 1835: 1841: 1846: 1847: 1863: 1869: 1874: 1876: 1877: 1880: 1884: 1889: 1891: 1904: 1905: 1907: 1908: 1911: .1912: 1918: 1919: 1928: 1929: 1930: 1931: 1935: 1936: 1936: 1941: 1944: \ Hið íslenzka bókmenntafélag stofnað. Landsbókasafnið stofnað. Fjöbiir byrjar að koma út. Ný félagsrit byrja að koma út. Bessastaðaskóli fluttur til Reykjavíkur. Prestaskólinn stofnaður. Fomgripasafnið (Þjóðminjasafnið) stofnað Hið íslenzka þjóðvinafélag stofnað. Kvennaskólinn í Reykjavík stofnaður. Læknaskólinn stofnaður. Fyrstu gagnfræðaskólamir: Flensborgarskólmn og Möðruvallaskólinn stofnaðir. Fyrsti bændaskólinn stofnaður í Ólafsdal. Tímaritið Verðandi kemur út. Þjóðskjalasafnið stofnað. Stýrimannaskólinn stofna(Sur. Iðnskóiinn stofnaður. Latínuskólanum í Reykjavík breytt í menntaskóla. Möðmvallaskólinn fluttur til Akur- eyrar. Verzlunarskólinn stofnaður. Fræðslulögin: Skólaskylda lögleidd frá 10—14 ára aldri. Safnahúsið í Reykjavík fullgert. Kennaraskólinn og Lagaskólinn stofnaðir. Háskóli íslands stofnaður. íþróttasamband íslands stoí'nað. Samvinnuskólinn stofnaður. Fyrsti alþýðuskólinn, á Eiðum. Menningarsjóður og Menntamálaráð stofnað. Fomritafé- lag íslands stofnað. Lögin um héraðsskóla. Útvarp hefst í Reykjavík. Menntaskóli á Akureyri. Hljómlistarskóíinn stofnaður. Atvinnudeild háskólans stofnuð. Ný fræðslulög: Skólaskyldan lengd um þrjú ár, niður til 7 ára aldurs. Þjóðleikhúsið fullbyggt hið ytra. Háskólabyggingin fullgerð. Nýr sjómannaskóli reistur í Reykjavík. um licftð og lifeð, það sem við höfum skapað af verðmætum, það sem við höfum fyllstu á- stæðu til að ætla að við getum gert og reynist okkur gulli verð- mætara í framtíðinni? Sú að- stöðubreyting, sem orðið hefir og verður nú með stofnun lýðveldis á Islandi og eigin fyrirgreiðslu og forræði í hinum miklu menn- ingarlöndum heims, gefur tæki- færi til aukins vegs og vaxandi gengis, ef rétt er á haldið — eins í menningarlegum efnum sem í fjármálalegum og atvinnulegum. Við fáum nú tækifæri til að kynná út um heiminn íslenzk menningarafrek, bókmenntir, myndlist og hvað annað, sem við getum talið okkur til gildis, tækifæri, sem okkur hafa aldrei áður veitzt, Og við þurfum sann- arlega ekki að bera í brjósti neina minnimáttarkennd gagn- vart öðrum þjóðum. Við höfum gefið öllum germönskum þjóð- um ævarandi verðmæti, getum sýnt öllum heiminum, að lítil þjóð getur skapað stórbrotna menningu. Við getum bent á það, að öldum saman höfum við íslendingar varðveitt við hin erfiðustu kjör ekki aðeins gömul handrit, heldur anda þeirrar máttugu menningar, sem hefir endurnýjunarþróttinn í sér fólg- inn. Við getum sýnt, að við höf- um af eigin rammleik rétt við og átt okkur nýtt blómaskeið í menningarlegum efnum, auk þess sem við höfum reist úr rústum atvinnulegt og fjárhags- legt sjálfstæði þjóðarinnar. Við getum sagt og sýnt það flestum öðrum fremur, að gildi þjóðar fyrir menningu veraldar fer ekki eftir stærð hennar, héldur eftir gildi hvers einstaklings, að miklu sprottið af þeirri rækt, sem þjóð- félagið leggur við hann — og af þeim áhrifum, sem hann verður fyrir af til afreka og menningar- legs metnaðar. Og við getum meira að segja notað okkur, án þess að gefa á okkur fangastað, væntanlega afbrýði mikilla þjóða gagnvart hverri annarri okkur til aukinnar velmegunar og menn- ingarlegs þroska — ef við höfum vit á að hugsa fyrst og fremst um það, að þetta land er okkar land, vígt blóði og hörmungum kynslóðanna og helgað andleg- um afrekum íslenzkra afburða- manna, og að ef við getum ekki vænzt þess af okkur sjálfum, að við gætum þjóðfélagslegra og menningarlegra hagsmuna okkar og séum þess megnugir, með hliðsjón af þróun umheimsins, ♦.........................—— að skapa okkur þau menningar- og stjórnarform, sem okkur henti bezt, þá getiun við ekki vænzt þess af öðrum Hví ekki, íslenzk æska, að láta hinn 17. júní 1944, þann dag, sem Island verður lýðveldi, verða dag þeirra tímamóta í ís- lenzkum menningarmálum, að engum tjái framar að bera fyrir borð aldagömul verðmæti ís- lenzkrar menningar og virða að vettugi eða vanmeta möguleika íslendinga til nýsköpunar, þeirra tímamóta, að öllum skilj- ist, að í ríki framtíðarinnar verði fyrst og fremst menningin mátt- ur og aðalsmerki þjóðanna. ------------------------------- Nýjustu verkamannabústððirnir í Reykjavík. Myndin er af nýjustu verkamannabústöðunum í Austurbænum, sem byggðir hafa verið síðustu árin af Byggingarfélagi verkamanna.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.