Alþýðublaðið - 29.07.1944, Side 6

Alþýðublaðið - 29.07.1944, Side 6
6 ALÞYPUBlAÐiÐ Laugardagnr 29. Júlí 1944 Richard Beck prófessor Skrýfileg flugvél. Þetta ‘á að vera nýjasta þýzka flugvélartegundin skriokkurinn er ekki ú miðiu, en til hinnar handarinnar er klefi flugnaanns- ins og vegur hann upp á móti þunga ihreyfilsins. Vinnubókin / er nauðsynleg öllum þeim er vinna tímavinnu. Fæst í skrifstofu verkalýðs félaganna, í bókaverslunum og hjá útgefanda. FULLTRÚARÁÐ FERKALÝÐSFÉLAGANNA Hverfisgötu 21. Svar Eimskfpafélagslns Frh. á 4. síðu. unnar, að þau geti lítil sem engin áhrif haft á dýrtíðina innanlands, og er þeirri stað- hæfingu til stuðnings bent á, að vísitalan hafi ekki lækkað nema um rúmlega 2 stig við hina stórkostlegu farmgjalda- lækkun. * Engin af þessum mótbárum mun af óvilhöllum mönnum verða tekin sem fullgild af- sökun fyrir stjórn Eimsk’pafé- lagsins. Þó að nokkur hluti af reikn- ingshaldi félagsins fari fram vestan hafs, er það að minnsta kosti mjög ótrúlegt, að henni hafi ekki þegar um áramót verið nægilega vel kunnugt um hinn ævintýralega gróða félags- ins til þess, að viðskiptaráð hefðí þá þegar getað lækkað farmgjöldin stórkostlega, ef það hefði fengið refjalaus svör við fyrirspurnum sínum. Þá er það og ekkert annað en vísvit- andi blekking, að hin háu farm gjöld og hinn ævintýralegi gróði Eimskipafélagsins hafi ekiki átt meiri þátt í 'því, að aufca dýrtíðina innanlands, en sem svari einuim tveimur vísitölustig um. Er þá fyrst á það að benda, að ekki nema sumar þeirra vörutegunda, sem til landsins eru fluttar, koma fram í vísitöl- unr i, og einmitt á þeim hafa flutningsgjöldin verið miklum mun lægri en á hinum. Gefur hin óverulega lækkun vísiiöl- unnar við farmgjaldalækkunira því enga hugmynd nm, bve gífurlegan þátt hin háu farrn- gjöld og gróði Eimskipafélags- ins hafa átt í vexti dýrtíðarinn- ar irmanlands. * Það er alrangt, að halda því fram, eins og Morgunblaðið gerir, að menn sjái ofsjónum yfir velgengni Eimskipafélags- ins svo að ekki sé nú talað um svo smekklegan mlálflutning, að stimpla alla gagnrýni á því, sem „skítleg skrif“ eins og Morguniblaðið toomst að orði ein hvern undianfarinna daga. Það er áreiðanlega enginn íslend- ingur, sem ekki er hlýtt til Eimskipafélagsins og vill vel- gengni þess, og aUir vita, að það þarf að geta endurnýjað skipastól sinn. En þetta „óska- barn“ verður að hafa aðhald ekki síður en önnur börn, ef það á að verða þjóðinni að því gagni og til þeirrar gleði, sem af því hefur verið vænzt. Og fyrr má græða og búa í haginn fyrir framtíðina, en að 24 millj- ónum sé rakað saman á einu ári á flutningsgjöldum til landsins, meðan þjóðin sjálf berst í bökkum til að verjast vaxandi flóði dýrtíðarinnar. llallgTÍinssókn. Messað á morgun í Austurbæjar- barnaskóla kl. 11 f. h. Dr. Richard Beck heldur ræðu, en séra Jakob Jónsson þjónar fyrir altari. Ólafsvökumessa. verður haldin í dómkirkjunni í dag (laugardag) kl. 2 e. h. Séra Jakob Jónsson prédikar. Allir velkomnir. Frh. á 4. síðu. svo góða dóma og öðlaðist tals- verðar vinsældir. Árið 1943 kom síðan út í New York — á kostnað fræðafélagsins The American Scandinavian Foun- dation — Icelandic Poems and Stories (íslenzk Ijóð og sögur). Safnaði Beck þýðingum þeirra sagna og ljóða, sem eru í þess- ari bók, skrifaði inngangsrit- gerð um íslenzkar bókmemítir almennt og greinar um ævi og ritverk höfundanna. Bera þess- ar greinar vott um sérlega heilbrigðan skilning á skáld- ritum af hvers konar gerð, og ágæta hæfileika til að segja það í stuttu máli, sem gefi nokkurn veginn glögga hug- mynd um höfundana og gildi þeirra. Þessi bók hefir vakið mikla athygli og mikið verið um hana skrifað vestra í merk blöð og tímarit, en þó að hennar hafi raunar verið getið hér á landi, þá hefir það ennþá varla verið gert svo sem vert væri. Um mörg undaníarin ár hafa þeir próíessor Beck og hinn ágæti og sístai'fandi fræðimaður, prófessor Stefán Einai’sson við John Hopkins University í Baltimore, unnið að allstórri sögu íslenzkra bók- mennta, og er ætlazt til, að hún komi út á ensku innan fárra ára. Hafa þeir skipt þannig með sér verkum, pró- fessorarnir, að Beck skrifar einkanlega um ljóðskáldin, en Stefán um þá höfunda, sem að mestu eða öllu leyti hafa helg- að sig hinu óbundna máli. Bók- menntasagan nær eingöngu til nýíslenzkra bókmennta. Greinar Richards Becks um íslenzkar, enskar og norskar bókmenntir skipta hundruðum, og eiu sumar þeirra allstórár. Af tímaritum, sem hann hefir skrifað í á íslenzku, rná nefna Eimreiðina, Skírni, Tímarit Þjóðræknisfélagsins og Al- nanak Óleifs Thorgeirssonar Má t. d. nefna grein um vest- ur-íslenzkar bókmenntir, mjög ýtarlega og fróðlega, grein um íslenzk fornrit og enskar bók- menntir, ritgerðir um Huldu skáldkonu, Örn Arnarson og Jón Þorláksson á Bægisá, langa og nákvæma sögu Þjóðræknis- félagsins - út af 25 ára afmæli þess — og &ögu vikublaðsins Lögbergs, sem skrifuð var í sérstakt afmælisblað, sem út vai gefið, þegar blaðið var orðið hálfrar aldar gamalt. Af greinum hans á ensku má t, d- benda á langa grein um Jón skáld Þorláksson, og var hún birt í hinu merka fræðilega tímariti, The Joumal of Eng- lish and Germanic Philologi, en það rit gefur út ríkisháskól- inn í Illinois. Þá er Beck var á ferð í Noregi 1930, kynntist hann verkum norska skáldsins Johan Falkberget, sem Beck hafði þá lengi haft hug á að kynixa sér, og skrifaði síðan um hann bæði\á norsku og ensku í Ameríku, þar sem bæk- ur Falkbergets voru einmitt þá áð ryðja sér til rúms. Fyrirlestra og ræður um ís- lenzk og norsk, en einnig dönsk, sænsk, finnsk — og svo auðvitað amerísk efni hefir Beck flutt í hundraðatali í fé- lögum, á mannfundum, í há- skólum og í útvarp. Beck hefir alltaf starfað í fé- lagsskap bindindismanna og gerir það enn þann dag í dag, og í öðrum alþjóðlegum félags- skap, sem á rætur sínar í Bandaríkjunum, hefir hann einnig innt af hendi allmikið starf í borg þeirri, sem hann á heima í. Hann hefir og haft forustu um samband Norð- manna á þessum stöðvum við heimalandið, starfað mikið í átthagafélögum þeirra. Hann hefir verið og er formaður Leifs Eiríkssonar félagsins í Norður-Dakota, en það félag er stofnað af Norðmönnum og kynnir Ameríkumönnum landa fundi Norðimanna og íslendingia í gamla daga, og þá fyrst og fremst fund Ameríku — og má nærri geta, að ekki hentar það illa hróðri okkar íslendinga, að Richard Beck skuli hafa túlk- að þessi mál fyrir hönd félags- ' ins. Þá hefir hann og mikið starfað að kirkjumálum lút- erskra manna í Norður-Dakota, en eins og öllum þorra fólks mun kunnugt á landi hér, er fríkirkja í Banclaríkjunum, svo sem og í Car.ada, og er hinn mesti fjöldi alls konar afbrigða af mótmælendasöfnuðum þar starfandi. Þá er þess ennþá ógetið, að Beck hefir unnið geipimikið starf í þágu Þjóðræknisfélags íslendinga í Yesturheimi. Hann hefir haldið fjölda fyrirlestra víðs vegar um íslendingabyggð- ir, hann hann hefir með upp- lýsingum, sem hafa kostað hann bréfaskriftir og ærna fyrirhöfn, tengt saman á ný slitin tengsl • milli vestur-ís- lenzkra einstaklinga og ætt- ingja þeirra hér heima, og hann hefir verið formaður Þjóðræknisfélagsins nú um fjögurra ára skeið, en hafði áður verið varaformaður þess í sex ár samfleytt. Sækir hann stjórnarfundi um 160 enskra mílna vegalengd frá Grand Forks til Winnipeg og heim- sækir deildirnar víðs vegar á ári hverju. Þá hefir hann og tíðum umsjón og fyrirgreiðslur fyrir hönd félagsins, þá er það hebrisækja valdir menn héðan frá íslandi. Loks er hann rit- stjóri hins gamla og merka ársrits Almanaks Ólafs S. Thorgeirssonar. Beck hefir verið margs kon- ar sómi sýndur fyrir störf sín í þágu Islendinga og Norð- manna í Ameríku. Hann var sæmdur riddarakrossi S. Olafs orðunnar norsku árið 1939, og sama arið riddarakrossi Fálka- orðunnar —' og nix í febrúar s.l. varð hann stórriddari Fálkaorð- unnar. Þá er hann heiðursfé- lagi fjölmargra menningar- og þjóðræknisfélaga Norðmanna í Ameríku. Prófessor Beck kvæntist hér heima Ólöfu Daníelsdóttud frá Helgustöðum í Reyðarfirði, ágætri konu, en missti hana eftir stutta sambúð árið 1921 -— nokkru áður en hann fór til Ameríku. Þau voru barnlaus. Árið 1925 kvæntist Beck í íþöku í Bandaríkjunum Berthu Samson, hjúkrunarkonu frá Winnipeg. Rún er fædd í Norð- ur-Dakota í Bandaríkjunum, og voru foreldrar hennar ís- lenzkir. í fyrri heimsstyrjöld —- 19Í4 til 1918 — gegndi hún kornung hjúkrunarstörfum í Canadahernum í Frakklandi, en var síðan hjúkrunarkona við almenna sjúkrahúsið í Winnipeg. Þaxi Richard Beck eiga tvö börn, Margféti 14 ára og Richard 11 ára. Á seinni ár- um hefir frú Beck tekið mik- inn þátt í ýmsum félags- og mannúðarmálum í Grand Forks. Hún er kona vel íslenzk í anda, og hún talar íslenzku mætavel. Það er augljóst af því, sem hér hefir verið frá skýrt, að prófessor Beck er enginn með- almaður að dugnaði, starfs- þreki og áhuga. Þar á ofan bætist sitthvað, sem styour að því, að hann hafi meiri áhrif meðal alls þorra manna en flestir aðrir. Þegar hann flyt- ur alþýðu manna eitthvert áhugamál sitt í riti, skrifar hann þannig, að mjög auðvelt er að fylgjast með hugsunum hans og rökum, málið létt og lipurt, en þrátt fydr þetta er allmikil ýtni í öllum hans málflutningi. Sem ræðumaður — ekki sízt á mannfundum og samkomum, þar sem áheyrend- ur sjá ræðumanninn, er hann mjög álhrifamikill. Hann er bráðmælskur, kann mætavel að haga svipbrigðum, augna- ráði og málhreim í samræmi við efni, án þess að nokkuð sé þar að gert um skör fram. Þá er hann í dagfari glaðvær og skemtinn og kann vel að haga máli sínu eftir þeim skilyrðum þekkingar og skilnings, sem sá, hefir, sem við hann talar, og loks finnur það hver og einn, að þarna fer maður, sem er fullur velvildar og fúsastur manna til að styðja hvert gott málefni og gera hVerjum og einum góðum dreng þann greiða, er hann má. Er það því deginum ljósara, að heppi- legri mann en próíessor Beck getur vart til þess að vekja áhuga vestan hafs og áustan fyrir kynningu og samstarfi íslendinga hér og í Vestur- heimi. Hefi ég og greinilega orðið þess var, að hann hefir hér á landi tendrað áhuga fyr- ir því málefni, þar sem áður var allt dautt og dofið. Og auð- vitað hefir hann að sama skapi meðal íslendinga vestan hafs blásið að gömlum glæð- um ræktarsemi og samstarfs vilja, ,auk þess sem hann hefir með ræðum og ritgerðum á ensku og kennslu sinni í ís- ! lenzkum fræðum kynnt ísland og íslenzka menningu meðal Bandaríkjamanna og Canada- búa yfirleitt. Loks hefir hann eílt samhug og samstarf nor- rænna þjóðarbrota í Canada og Bandaríkjunum. En nú eru sjálfsagt þeir menn til, sem segja — og það' í fyllstu alvöru: Til hvers á að efla samstarf íslendinga vestan hafs og aust- an? Er Vestur-íslendingum það ekki einungis fjötur um fót að halda sambanai við heimalandið, i — er þeim það ekki frekar til ills eix góðs að samlag;así ekki að fullu sínu nýja fósturlandi og þeirri þjóð, s'ern það byggiy ? Og hvaða gagn getum við, sem bú- um hér á þessu landi, haft ’af kanadiskum eða bandarískum þegnum af íslenzkum uppruna, búahdi í Norður-Dakota, V/in- nipeg, Albérta — eða jafnvel vesíur við Kyrrahaf?v Það er ekki svo fráleitt ar spyrja svona, því að, sá r. n spyr, hann er viss raeð að viíja fá svar — en hinn tómláti spyr ekki og verður einskis vísari. Gagnvart Vestur-ís- lendingum — eigi síður ,en öðr- um — ber þess að gæta, að maðurinn lifir ekki á einu sam- an brauði. Honum er ekki nóg — til þess að fá notið mögu- - leika sinna til þi’oska — að hann hafi nægilegt að bíta og brenna. En í landi því, sem hann eða foreldrar hans eiga sér engar menningarlegar erfð- ir og saman ægir öllum þjóð- um og kynþáttum, alls konar trúarbrögðum og þjóðfélags- legum og siðferðilegum hug- myndum, hefir hann ekki á bjargi að byggja, jafnvel þó að stórfelld og athyglisverð menn- ingarleg nýsköpun sé þar ým- ist sköpuð eða í deiglunni. Það er mjög hætt við að liann verði þar „rótarslitinn vísir“ og ef ekki þáð, þá að minnsta kosti gróðrarmeiður, sem ekki verði svo beinn og blaðríkur sem ella. Og Vestur-íslendingar eiga að góðu að hverfa, þar sem er hin þúsund ára gamla og sanntigna íslenzka menn- ing. Hún á að geta orðið þeim sá grundvöllur menriiixgar- legrar mótunar og þroska, sem grísk og rómversk menning varð vestrænum þjóðum -— og þó ætti hún að verða þeim heldur meira,. því að „hjartað er með, sem undir slær.“ Um okkur liér austan hafs- ins er það að segja, að af ræktarseminni einni má okkur gagn verða — svo sem hverri annarri tilfinningu, sem á sér djúpar rætur í rnoldu lífsstríðs okkar og rnenningarlegrar mótunar. En svo er og hift, að auðsætt virðist það, að 120— 130 þúsunda þjóð — nú á vegamótum, þar sexn um liggja leiðir þeirra, sem mestu munu ráða um framtíð ein- staklinga og þjóða — geti' um margt verið ærinn styrkur að 30—40 þúsundum hollvina og frænda í þeim ríkjrm verald- ar, þar sem fram fer nú hiix furðulegasta óg sé ítæðasta til- raun forsjónarinnar um sam- steypu þjóðerria og kynþátta — og gnægð ef möguleika til hvers, sem vrra skal. Prófessor F .chard Beck skil- ur til hlítar þau viðhorf, sem hér hefir verið vikio að, og harin- hefir tii að bera það at- gérvi, sem til þess • irf að koma þarna miklu ti: ieiðar. Vel sé honum og öilum þeim, er eiírhvað vilja á sig leggja við sð jstyðja ajð sem mestúm og béztúm árangri starfs þeirra vestan hafs og austar^ sem skilja: að ber er hver að baki reiha sér bróður eigi. Megi Fdchard Beck snúa að heiman heirn stj/rktur til starfs af skilningi og velvild, megi hann fljúga héðan eigi aðeins á vængjum hinna furöulegu flugvéla, heldur einnig á vængjum þeirrar sannfæring- ar, að ísland og íslendingar megi 1 verða alheimsmenningu og alheimsbræðralagi til mik- illa og farsælla nytja. Guðm. Gíslasoxx Hagalín.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.