Alþýðublaðið - 21.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.09.1944, Blaðsíða 5
]Fimmtudagur 21. sept. 1944. ALÞYÐUBLAÐgÐ Glæsilegt tilboð í Gullfoss — Svar dóttur bóndans: „Þú lætur ekki fossinn, pabbi — Umræður um hús og fagr- an stað — Hvað er hæft í þeirri sögu? — Gullið seyðir — Til eru gæði, sem ekki er hægt að meta til fiár — Bóndakona ber fram EGAR MEST var rætt um foss ana og „Titain“-félagiö var starfandi, bar það við að enskur auðmaður bauð bóndanum í Bratt Jbolti í Biskupstungum, en Gull- foss var í landareign hans, 50 þus- undir króna í fossinn. Það var geysilega mikið fé í gamla daga, og þó að bóndinn væri þjóðrækinn maður og góður íslendingur tók hann sér að minnsta kosti umhugs- unarfrest áður en hann svaraði til- boðinu. ÞETTA VÁR freistandi boð. Foss inn var gagnslaus afkomu bóndans «g afkomenda hans. Dóttur átti bóndinn og mun hún hafa séð að einhverjar vomur voru í pabban- um, en hún var ekki í nokkrum vafa. Hún gekk til föður síns, horfði í andlit honum og sagði: „Þú læt- ur ekki fossinn, pabbi.“ Meira var ekki talað um þetta mál og enski auðmaðurinn fékk afsvar. Fyrir þetta var svar varð dóttirin lands- kunn og var á þeim árum oft vitn- að til urnmæla hennar. ÞAÐ ER MARGT hægt að selja og gullið seyðir menn til sín. Það liefir löngum gert það. En til eru gæði, sem ekki er hægt að meta til ijár. Undanfarið hafa blöð verið að minnast á glæsilega húseign og glæsilegan stað hér í Reykjavík, sem erlend þjóð hefir boðist til að kaupa að því er sagt er fyrir geysi rnikið fé. Það fylgir sögum blað- anna að .nokkrar vomur séu í eig- endunum um svarið við tilboðinu — og þei-r eru hvattir til að néita boðinu. Hvort þeir eiga vini, sem segja ,,Þú lætur kki eignina“, skal ósagt látið. Vel má og vera að sög- ur um þetta1 séu ýktar. AÐ MINNSTA KOSTI fékk ég eftirfarandi bréf í gær um þetta efni. Bréfið. „Einkennilegt má það teljast hvernig skrifað er um Bind- indishöllina og templara. Ég hitti nýlega að máli kunningja minn í templarareglunni og spurði hann um hvað satt væri í þessum orð- rómi, um vætanlega sölu á Frí- kirkjuvegi 11, og fékk ég að vita, að satt inyndi það vera að eignin hefði nýlega verið föluð til kaups, og templarinn bætti við: ,,en líkt mun nú vera um allan þennan sögu burð og litlu fjöðrina, sem varð að sex hænum, því ekki er mér kunnugt að nokkur áhugi sé meðal templara um að farga eigninni, enda er svo til nýbúið að bægja ríkisstjórninni frá kaupum, er hún vildi fá eignina handa ríkisstjóran athyglisverða tillögu. um, eins og forsetinn okkar hét þá.“ ÞAÐ ER AÐ VÍSU ólíku sam- an að jafná Gullfossi eða Fríkirkju vegi 11, en þó er málið nokkuð skylt og ég veit að aíinenningur myndi ekki óska eftir því að þessi staður kæipist úr höndum íslend- inga enda hljóta erlendir menn sem hér þurfa að dvelja að geta feng- ið ágæt hús á góðum stöðum. — Það hefir lengi sviðið í Reykvíking um, að bærinn skuli ekki sjálfur eiga Landakotstún. FRÁ BÓNDAKONU fékk ég þetta bréf í gær — og hefir hún skrifað mér áður. „Það er ekki rétt að alls ekki sé hlustað á útvarp á sumrum. Að vísu mun vera hlust- að minna á það á sumrum en vetr- um, en mikill fjöldi manna hlust- ar þó. Það er því ekki sama hvern- ig dagskrá útvarpsins er skipulögð á sumrum. Það var þó ekki aðal- lega um þetta, sem ég ætlaði að tala, heldur ætlaði ég svolítið að minnast á þáttinn ,,Um daginn og veginn“. Mér hefir dottið í hug hvort útvarpsráð vildi ekki efna til samkeppni meðal almennings um sérstök alþýðleg erindi um dag leg störf fólksins og deglegt líf þess.“ „MÉR HEFUR DOTTIÐ f HUG að þessari samkeppni yrði hagað þannig, að fólk verði látið semja stutt erindi um störf sín og viðhorf til þeirra. Saumakonan segir frá sínum daglega starfi, sjómaðurinn kennarinn, kaupmaðurinn, bónd- inn, verkamaðurinn, blaðamaður- inn, tónlistarmaðurinn, rithöfund- urinn o. s. frv. o. s. frv. Sérstök verðlaun ætti að veita fyrir beztu erindin og svo ætti viðkomandi, eða einhver annar, ef sá hinn sami hefir ekki góða lestrarrödd, að lesa erindið í útvarpið í þættinum .„Um daginn og veginn." „ÉG VIDI GJARNAN að þú kæmir þessu á framfæri við út- varpsráð og þó að það sé rétt að erfitt sé að gera öllum útvarps- hlustendum til hæfis og ■ að varla sé mögulegt fyrir útvarpsráð að gera' anriað en fara að mestu eftir sínu eigin hyggjuviti, þá spillir það ekki, að við, sem njótum út- varpsins komum með okkar bend- ingar, svo getur þá útvarpsráð moð að úr því, sem það fær.“ ÞETTA ER RÉTT og hugmynd bréfritarans er góð. En ég vil segja það, að þetta þyrfti ekki endilega Framh. á 6. síðu. Óska eftir að gförasf áskrifandi aö Heímskringlu í skinnbandi — — óbundinni. (nafn) (heimili) Sendist tils Helgaíellsútgáfan. Box 263. Sfjórnar í Kína Á mynd þessari sést Josept Stillwell, sem stjórnar amerískum her- og flugmönunm í Kína. Þeir hafa m. a. getið sér góðan orðstír í bardögum í Norður-Burma. Hér sést Stillwell ræða við ameriska hermenn einhversstaðar í Kína. Ivan Maisky um æsku sína EGAR ÉG minnist barn- æsku minnar, sé ég fyrir hugarsjónum mínum eldhús með ofn, eldurnaráhöld, tré- borð, potta og diska. Baðker stóð á tveim stólum í miðju eldhúsinu. Ég sit í baðkerinu og andspænis mér er lítil stúlka, dökkeyg og frið sýnum. Ung kona er að þvo okkur. Hún er dökkhærð og hárprúð. Henni er heitt, og það bregður fyrir glettnisglampa í hinum blíðu og skæru augum hennar, enda þótt hún látist verða reið öðru hverju. Við börnin í baðkerinu bregðum á leik og skvettum vatninu yfir hvert annað. Vatn ið skvettist lika á ungu kon- una. Við erum að reyna að verja okkur gegn því, að hún þvoi okkur. „Hættið þessum látum!“ hrópar hún til mín, reynir að látast vera reið og slær á hönd mína. En ég trúi því sýnilega ekki, að 'hún sé reið í raun og veru. Ég hlæ dátt og skvetti vatninu með hendinni. Litla stúlkan gerir slíkt hið sama. Unga kon- an snýr sér þ.á að henni, brystir sig og segir: „Hvað eiga þessi læti í þér að íþýða? Langar þig til þess, að ég iberji ilíka á höndina á þór?“ En stúlkan svarar með því einu að hlæja. Hún veit, að það er engin hætta á því, að hún verði barin. Við leikum okkur þarna í baðkerinu enn um stund, en þá tekúr konan ökkur upp úr því, þurrkalr ókkur vandlega með handklæði og klæðir okkur að því búnu. Skömmu síðar sitjum við litla stúlkan svo hlið við hiiið við borðið og borðum og drekkum. Þetta var árið 1888. Ég er þá fjögurra ára gamall. Faðir minn hefur nýlokið námi við herlæknaskólann og er á leið til Síberíu til þess að taka þar við störfum. Við erum á leið- inni til Omsk, en höfum nokk- uúra daga viðdvöl í Moskvu til þess að heimsækja ættingja okkar, Tsjemodanoffana. Unga konan, er þvoði okkur, var frænka min, systir móður minn ar, enJ yngri en 'hún, og litla stúlkan, sem sat hjá mér í bað- O REIN ÞESSI, sem hér er þýdd iir tímaritinu World Digest, er kafli úr sjálfsævisögu I. M. Maiskys, fyrrverandi sendiherra Rússí í London og lýsir bernsku hans og æsku. Maisky. kerinu er ,,Birdie“ frænka mín, er kemur síðar svo imjiög við sögu bernsku minnar og æsku. OMSK, þar sem ég dvaldist lengstum í bernsku minni, var vissulega ömiuriegur stað- ur fyrir hálfri öld. íbúatgla borgarinnar nam þá þrjátíu til þrjátíu og fimm þúsundum. Húsin voru byggð úr timbri og voru aðeins ein hæð. Gluggarn ir voru litlir og þakið úr fjöl- um. Strætin voru leirug og ó- steinlögð og forarvilpa vor og haust. Á markaðstorginu var forin svo mikil, að hestar sukku þar í kvið. Götuljós voru engin, og niðamyrkur rikti í borginni um nætur. Þar var hvorki skólpræsi né vatnsveita. Úrgangi og skarni var ekið brott á náttarþeli, og vatnsberar báru vatn í hús. Fólk varð að not- ast við olíulampa, og lampi, sem nefndist „eldingin" naut mjög mikilla vinsælda. Hann kostaði þrjár rúblur, svo að það var ekki talið á annarra færi en þeixra, er voru i góðum efnum, að eignast hann. Tvær hrorleg- ar brýr lágu yfir Om og tengdu saman borgarhlutana beggja megin árinnar. En auk timbur- húsanna gat þarna að líta nokkr ar byggingar, sem veglegri gátu talizt, svo sem herforingjasetr- ið, herskólann, hermannaskál- ana, menntaskólana fyrir drengi og stúlkur, lögreglustöð ina, varðturna slökkvisveitar- innar, dómkirjuna og að sjálf- sögðu fangelsið, sem stóð við veginn út úr þorpinu. Allar voru byggingar þessar tákn yf- irvalda borgarinnar. Þegar ég minnist bernsku minnar, sé ég mig fyrir hugar- sjónum'mínum, þar sem ég sit í herberginu mínu og smíða skip, sem voru þau leikföng, er ég dáði mest. Mér er ókunnugt um það, hvað olli þessum áhuga míinum fyrir skipum upþhaf- lega. Ég skoðaði vandlega all- ar skipamyndir í bókum mín- um og reyndi að smíða mér skip eftir þeim. Stundum tókst mér vel, stundum miður. En ég lét aldrei mistökin á mig fá heldur hélt ótrauður áfram. Ég skýrði Birdie frænku minni frá öllum afrekum mínum og var það mikil huggun að eiga hana að trúnaðarvini. * HINN FYRSTA DAG ágúst- mánaðar árið 1892 hóf ég nám við undirbúningsdeild direngjamenntaskólans í Omsk. Dagur sá miun ávalt verða mér ríkur :í minni. Mér ivar mjög mikið niðri fyrir daginn áður en ég hóf nám mitt þar. Mér var ómögulegt að taka mér nokkuð fyrir hendur. Ég tók til kennsíúbækurnar og stíla- bækurnar, sem ég áitti að hafa með mér í skólann daginn eft- ir og fór mörgum sinnum í og úr skólaeinkennisbúningnum mínum, sem mér þótti mikið til um. Mér varð lítt svefnsamt um nóttina og var kominn á fætur fyrir dagmál. Móðir mín fór með mér í skólann fyrsta daginn. Skólinn var stórt tveggja hæða steinhús. Þegar Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.