Alþýðublaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 44

Alþýðublaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 44
44 JÖLABLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS S s s s s s s s s s S. s s s S' s s s s s i- s s s s l s s s s í- s s s s s s s s s S' s s s s s s s s s Ý' s s s s s s s s s GLEÐILEG JÓL! Fix, kjólaverzlun og saumastofa Garðastræti 2 — Sími 4578 GLEÐILEG JÓL! Kjötverzlanir Hjalta Lýðssonar GLEÐILEG JÓLI Blómabúðin Garður GLEÐILEG JÓL! Verzlun Ingibjargar Johnson GLEÐILEG JÓL! Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar Óskum öllum viðskiptavinum vorum GLEÐILEGRA JÓLA og gæfuríks árs Verðandi S s s s s s s * s GLEÐILEG JÓL! farsælt nýtt ár Þökk fyrir viðskiptin Poul Smith. s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ,..S s s s s s s s s s ...S s s s s s s s s s s "5s s s s s s s s s s ■'Js s s s s s s s s s ,.s s s s s s s s s s s grasi, hin svonefnda Arnarvatnsheiði, sem ber nafn af einu hinna fjölmörgu vatna á öræfunum norður af Eiríksjökli, og nefnast þau einu nafni Fiskivötn. Vötn þessi eru sælustaður svananna. Hinir fögru fuglar syntu fram og aftur á blálitum vötnunum og sungu unaðssöngva sína. Þegar við eftir nokkurra tíma reið vorum komnir yfir heiðina og jökulá, sem nefnist Norðlingafljót, tók við gamalt hraun, er umlykur Eiríksjökul á þrjá vegu. Sunnar skiptist hraun.þetta í tvær kvísl- ar beggja vegna fjallsins Strúts og fjallshlíðarinn- ar Tungu, en hraun þetta mun ná yfir allt að sex mílna landflæmi. Hraun þetta býr yfir einhverju hinna merkilegustu náttúruundra íslands, sem sé Surtshelli. Hellir þessi er mílufjórðungur að lengd og fimmtíu til sextíu fét á breidd og allt að þrjátíu og sex fet að hæð frammi við munnann. Er hellir þessi einhver hin sérstæðasta furðusmíð náttúru- aflanna. SURTSHELLIR er þó engan veginn eini hellirinn í hrauni þessu. Hann er eigi aðeins frægur vegna þess, hvílíkt náttúruundur hann er, heldur er hann og víð- kunnur sem samastaður útilegumanna, útlaga, sem flýðu til fjalla forðum, þegar viðsjár voru mestar, og lifðu af ránum og gripdeildum. íslendingar eru engan veginn á einu máli um það nú orðið, hvort útilegumenn þessir séu raunverulega til eða eigi. Þegar svo ber við, að fleiri eða færri kindur týnast á fjöllunum af völdurn óveðra, er það sem sé alsiða, að menn skelli skuldinni á útilegumennina í stað þess að gera sér grein fyrir sök sjálfra sín. Maður heyrir því iðulega greint og skynugt fólk segja sem svo: „Það skyldi þó aldrei vera, að útilegumenn væru til?“ Það virðist þó fyllsta ástæða til þess að ætla, að útilegumenn séu ekki til framar, og má fyrst og fremst ráða þaö að því, að þeir hafa ekki sézt öld- um saman. Það gefur líka að skilja, að þar eð fólk niðri í byggðum féll í hópum á harðindaárum, hafi útilegumönnunum, sem höfðust við uppi til fjalla, verið sama hlutskipti búið. En veigamesta röksemdin fyrir því, að þeir eða réttara sagt afkomendur þeirra, séu ekki framar til, felst þó í athugun íslenzks vinar míns, sem kvað þannig að orði, að það væri engin ástæða fyrir þá að hafast við til fjalla, þar sem engum manni myndi til hugar koma að vinna þeim minnsta grand, ef þeir leituðu til byggða. AFREK ÚTILEGUMANNANNA hafa orðið tiiefni margvíslegra sagna, enda þótt sannleiksgildi margra þeirra muni vera hæpið. í einni þeirra kemur Surts- hellir við sögu. Þessi útilegumannasaga telst til hirina beztu þessara sagna, enda þótt ótrúleg sé. Það er sem sé mál manna, að skólasveinar að Hólum í Hjaltadal í Skagafirði hafi ákveðið að hlaða snjó- kerlingu. En til allrar óhamingju varð það jafn- framt að ráði hjá þeim að leggja hendur á vesala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.