Alþýðublaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 51

Alþýðublaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 51
JÓLABLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS ^ W ^ ^ ^ ® ® W ?T ^ W tf ^ tfc W U 51 bíða — varla lengur en tæpar þrjár klukkustundir. Jakov til mikils léttis var það ekki héraðslæknirinn, sem tók á móti sjúklingum þennan dag, heldur sára- læknirinn, Maksim Nikolaitsj. Hann var maður mjög við aldur, og það var ahnannarómur í þoírpinu, að hann kynni mun betur til starfa síns en héraðs- læknirinn, enda þótt hann væri ölkær og honum laus höndin. „Góðan daginn, herra —“ mælti Jakov, þegar hann leiddi konuna við hönd sér inn í biðstofuna. „Afsakið, Maksim Nikolaitsj, að við gerum yður þetta sífellda ónæði. Sjáið þér til, nú hefir minn betri helmingur tekið krankleik, lífsförunautur minn eins og maður tekur til orða, þér afsakið —“ Sáralæknirinn 'hrukkaði ennið, hleypti brúnum og strauk vangaskeggið, meðan hann virti gömlu konuna vendilega fyrir sér. Hún sat á stól og hnipr- aði sig saman, holdgrönn, með hátt nef og opinn munn og minnti einna helzt á þyrstan fugl. „Hm, já, já-—“ mælti sáralæknirinn seinlega og varpaði þungt öndinni. „Þetta er kvefsótt og kannski hitasóttin. Svo hefur taugaveiki líka verið að stinga sér niður í þorpinu. En hvað um það — gamla konan er svo sem komin til ára sinna sem betur fer. Hvað er hún annars gömul?“ „Ja, hún verður víst sjötug að ári, Maksim Nikola- itsj.“ „Jæja, er þá nokkuð við þessu að segja — hún hefur lifað sitt fegursta og ætti að verða hvíldinni fegnust.“ „Satt er það, það er mikið til í því, sem þér segið,“ mælti Jakov og brosti kurteislega. — „Við erum yður mjög þakklát fyrir vinsemd yður, en leyfið mér þó að minna á það, að sérhverri skepnu jarðarinnar er nú einu sinni lífsþráin í blóð borin.“ „Það er bara kjaftháttur og þvættingur,“ greip sáralæknirinn fram í fyrir honum, og af málrómi hans 'hefði helzt mátt ráða, að það væri á hans valdi, hvort Mörfu gömlu skyldi lengra lífs auðið eða ekki. „Heyrðu mig nú, Jakov minn sæll, þú skalt leggja kalda bakstra við höfuðið á henni og gefa henni þessa skammta hérna, tvo á dag — og verið þið svo sæl — verið þið sæl —!“ Jakov gat ráðið það af svip hans, að hætta myndi á ferðum og engin von um afturbata. Honum var það ljóst, að Marfa myndi brátt deyja, annaðhvort í dag eða á morgun. Hann stjakaði við sáralækninum, deplaði öðru auganu og mælti lágum rómi: „Þér hefðuð annars átt að setja henni blóðhorn, Maksim Nikolaitsj!“ „Ég hef engan tíma til þess, vinur sæll, ég hef engan tíma til þess. — Hafið ykkur nú á burt í guð- anna bænum — verið þið sæl — verið þið sæl!“ „Gerið nú þetta fyrir mig,“ sárbað Jakov. — „Yður hlýtur að vera um það kunnugt, að ef hún hefði verki í magá eða annars staðar innvortis, þá væru skammt- ar og dropar sjálfsagðir, en Marfa hefur sko ofkælzt, og þegar svo er komið, er bezta ráðið að setja sjúk- lingnum blóðhorn, Maksim Nikolitsj!“ En sáralæknirinn hafði þegar kallað á næsta sjúk- ling, og bóndakona gekk inn í lækningastofuna og leiddi litinn dreng við hönd sér. •„Sláið henni þó að minnsta kosti æð, og ég skal alltaf minnast yðar d bænum mínum!“ Sáralæknirinn missti nú þolinmæðina og hrópaði: „Haltu bara þessu þvaðri þínu áfram, ef þú þorir, þrælbeinið þitt!“ En Jakov hafði einnig runnið í skap. Hann varð kafrjóður, en hafði þó ekki fleiri orð heldur tók Mörfu við hönd sér og leiddi hana út úr lækninga- stofunni. Þegar þau settust upp í vagninn, leit hann svo hvössum lítilsvirðingaraugum í áttina til sjúkra- hússins og mælti: „Það eru þokkapiltar, sem þarna er fyrir að finna! Hann hefði áreiðanlega ekki verið seinn á sér að setja ríkum sjúklingi blóðhorn, þótt hann fáist ekki til þess að slá fátæklingi æð, þorparinn að tarna!“ Þegar heim kom, stóð Marfa góða stund við ofninn án þess að hreyfast um set. Hún hélt að Jakov myndi fara að tala um fjárhagstjón sitt, ef hún legðist fyrir, og skamma sig fyrir að liggja í rúminu í stað þess að vinna. En Jakov horfði aðeins raunamæddur á konu sína og minntist þess, að næsti dagur var Jóhannes- armessa, hinn dagurinn Nikulásarmessa, þá sunnu- dagur en því næst mánudagur, óhappadagurinn. Hann yrði því að sitja auðum höndum samfleytt í fjóra daga, og Marfa myndi áreiðanlega deyja ein- hvern þessara daga, svo að það bar nauðsyn til þess, að hann smíðaði kistuna í dag. Hann tók fram járn- kvarðann, gekk að gömlu konunni og tók mál af henni. Því næst háttaði hún niður í rúm, en hann gerði krossmark fyrir sér og hófst handa um kistu- smíðina. Þegar hann hafði lokið að smíða kistuna, setti Bronzi upp gleraugu og skrifaði í vasabók sína: „Kista handa Mörfu — tvær rúblur og fjörutíu kóp- ekar.“ Hann varpaði þungt öndinni. Gamla konan hafði allan tímann legið grafkyrr með lukt augu. En um kvöldið, þegar dimmt var orðið, kallaði hún allt í einu á mann sinn. „Manstu Jakov,“ mælti hún, og andlit hennar ljóm- aði af gleði, — „manstu, að fyrir fimmtíu árum gaf guð okkur lítið barn með ljósa lokka? Þá sátum við löngum hjá þér niðri við ána og sungum undir píl- viðartrénu —“. Hún brosti beisklega og bætti við: „Og stúlkan okkar er dáin.“ Jakov braut heilann en mundi eigi að síður hvorki eftir litla barninu né pílviðartrénu. „Þú ímyndar þér þetta bara,“ mælti hann. Klerkurinn kom og veitti Mörfu hina síðustu þjón- ustu. Skömmu síðar tók hún að tala óráð og gaf svo upp andann seinna um morguninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.