Alþýðublaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 8
Veðurhorfur í ReykjavíK í dag: Norð austan kaldi létt skýj- að. I»riðjnd.agur, 4. rnarz 1947. m 20.45 Erindi: Meðyitund jurtanna og sálarlíf. 21.15 Smásaga vikunn- ar. t * • - _ 21.40 S|t»rnifigar og svör> riffilskoí við herbúðir. Það er algengt - og stórhættulgt - að börn finni skotfæri við gamlar herbúðir. -------y------- TVEIR UNGIR SKÓLADRENGIR, 10 og 13 ára, fundu '' nýlega poka með 380 ameriskum riffilskotum og þótti - merkilegur fundur. Gáfu þeir félögum, sínum eitthvað af skotunum, emgrófu hitt niður í garði, sennilega með það fyrir augum að leika’sér að því seinna. Skólastjóri barna- skólans, sem þeir eru í, komst á snoðir um skot þessi, sem gengu miEi nemenda hans, og gerði hann þau upptæk. Við rannsókn kom i ljós, að piltarnir munu hafa fundið skotin i námunda við Kamn Knox. Bókbindarafélagið kaupir stofniánabréf fyrir 10 þús. kr. Guðgeir Jónsson. AÐALFUNDUR Bókbind- arafélags Reykjavíkur var haldinn á f östudaginn var og -var Guðgeir Jónsson sendur kosinn formaður félagsins. Fundurinn samþykkti að leggja 10 þúsund krónur í Styrktarsjóð félagsins og enn fremur 10 þúsund krónur í ' Vinnudeilusjóðinn. Loks sam þykkti fundurinn að félagið káupi hlutabréf. fyrir 10 þús und krónur í stofnlánadeild , sjávarútvegsins. Félagið gekkst í nóvember , síðastlðnum fyirir samsæti í tilefni af því að þá voru lið- in 40 ár frá stofnun fyrsta bókbandssveinafélagsins í Reykjavík. Á árinu 1946 luku átta nemendur sveins- prófi í bókbandi í Reykjavík. Stjórn bókbindarafélags Reykjavíkur skipa. nú: Guð- geSr Jónsson formaður, Bjarni Gestsson varaformað ur ÓÍEifur Tryggvason fjár- málaritari, Guðmundur Gíslason gjaldkeri og S. Fougner Johansen ritari. HINN NÝI aðstoðarprestur á Akureyri, Pétur Sigurgeirs son, flutti fyrstu guðsþjón- ustu sína á sunnudag. Margt manna var í kirkju og virtist fólkið mjög ánægt með hinn nnga mann. Það hefur verið mjög al- gengt, síðan herl'iðin fluttu héðan á brott, að börn fyndu skot af ýmsum gerðum, aðal- lega riffilskot, sem hermenn hafa glatað eða skilið eftir. Sigurður Magnússon, lög- gæzlumaður, sem fer með mál barna, hefur skýrt blað- inu svo frá, að þetta geti ver ið stórhættulegt, því að alltaf getur komið fyrir, að skotin springi í höndum barnanna, þó ekkert slys hafi orðið af þessu enn. Skýrði Sigurður svo frá, að allmikið væri um það, að hörn fyndu skot í námunda við herbúðir. SUM SKOTIN ÞÝZK. Skólastjórinn, sem gerði 380 skotin upptæk, fór með piltana, sem í hlut áttu, til rannsóknarlögreglunnar, til þess að ganga úr skugga um að allt væri með féldu um skotfærafund þennan, því að skotin voru ýkja mörg. Reyndist saga drengjanna um að þeir hefðu fundið skot in sönn og varð því ekki meira úr því. En það þótti heldur einkennilegt, að tvö eða þrjú af riffilskotum þess- um reyndust vera þýzk, fram leidd í Þýzkalandi á stríðsár- unum. Er talið líklegast, að einhverjir hermenn hefðu komizt yfiir þessi þýzku skot sem minjagripi og svo týnt þeim. Sigurður Magnússon skýrði blaðinu svo frá, að leikur bama með skotfæri hefði á stríðsárunum verið hættulegri en þessir riffil- skotafundir. Hefðu þá verið hér brezkiir skotfærabraggar, sem stóðu óvarðir, og komust börn inn í þá og vom að leika sér innan um djúpsprengjur og önnur meiri háttar skot- færi, áður en vörður fékkst um braggana. Sigurður sagði að lokum, að sjálfsagt væri fyrir for- eldra að taka öU skot af börn um og gæta fyllstu varúðar, ef þeir verða varir við, að börn hafa fundið riffilskot eða önnur skotfæri. - Ingólfur íer út á morgim INGÓLFUR .\RNARSON fer á morgun í fyrstu ferð sina, Er nú lokið uppsetn- ingu lýsisbr æ ðslutækjanna, og voru þau reynd í fyirra- dag og reyndust aUsæmiJega. Tæki þessi voru sett i skipið af vélsmiðjunni Héðni eftir fyrirsögn Ásgeirs Þorsteins- sonar, formarms lýsissamlags íslenzkra botnvörpunga, og mun að sjálfsögðu ekki fást fullnaðar'reynsla á þeim fyrr en út á miðin kemur. Þessi mynd vai tekin skömmu áður en orrustuskipið ,,Van- guard“ lagði úr höfn í Pc-rtsmouth á Suður-Englandi, með konungsfjölskylduna brezku innanborðs. í tilefni aí þess- ari fpr kpnungsb.jónanhu til Snður-Afríku, sem getið hefur verið um í fréttum, eru sjóliðamir á mvndinni í stórhrein- gemingu á þilfari hins mikla orrustuskips. SÍLDVEIÐIBÁTARNIR. hafa allix legið í höfn um helgina vegna hvassviðris og kulda, enda hefur síldin venju lega haft þann hátt að hv.erfa í kuldaköstunum. í gærdag fór. fyrsti bátur-. inn út aftur að leita síldar- innar og fleiri munu haía farið í gærkvöldi, en engar fréttir hafa borizt af þ.ví, hvort þeix hafi aflað. Búizt er við að síldin.hafi ekki farið langt nú fremur venju og komi aftur á fyrri slóðir, þegar hlýnar tekur. Bátarnir sem síldveiðina stunda hafa nú allir losað afla sinn, og voru þeir síðustu að lesta í „Ólaf Bjarnason‘-‘ í gær, en hann mun hafa Iagt af stað norður í gærkveldi. Á leið norður með síldarfarm eru nú þessi skip: Sæfell, Hrímfaxi og Snæfell. Þegar þessi skip eru komin norður með afla sinn mun vera búið a ðflytja um 70 þúsund mál af síld. BÆJARSTJÓRN AKRA- NES ákvað á fundi sínum 16. febrúpr s. 1. að gera þá séra Friðrik Friðriksson, og Ólaf Finnsen fyrrvecandi héraðs- læknir að heiðursborgunum Akraneskaupstaðar. Jafn- framtivar þá.ákveðið að heið ursborgara kjörið skildi far-a frarn í Akraneskirkju 1. marz. Á s.unnudaginn var fór he.iðursborgarak j örið fram með hátíðlegri viðhöfn og af henti forseti bæjarstjórninn- ar heiðurborgarabréfin. Um kvöldið hélt bæjarstjórnin samsæti fyrir heiðursborg- anna. RANNSÓKNARLÖG- REGLAN hefur nii hand- tekið mann, sem hefur jál að á sig árásina á konu á Hafnarfjarðarvegmum við Nýbýlaveg fyrra sunnu- dag. Mun hairn liafa verið tekinn fastur fyrir helgina og situr nú í gæzluvarð- ' haldi. Nokkrar líkur munu hafa verið taldar á því, að sami maðurinn hefði framið bæðí fyrr nefnda árás og árásina við Vesturgötu 7 á fimmtu- dagskvöldið, því að lýsingar kvennanna á árásarmannin- um virðtust benda tdl þess, að sami maðurinn hefði getað verið að verki. Hinn hand- tekni maður mun þó ekki! hafa játað á sig árásina á Vesturgötuna. SJ0 sinnum á 10 dögum SKÁLHOLT heíur nú ver- ið sýnt sjö sinnum á tíu dög- um við mlkla aðsókn og hina ágætustu blaðadóma. Á laug ardag komu yfir 100 manns j£pá Siglufirði með Esju og munu flestir hafa ætlað að sjá leikinn á sunnudag. Margir urðu frá að hverfa. 1 Hafr. Skemmfifundur fé- lags Vestur-lslend- inga. FÉLAG VESTUR- ÍSLENDINGA í Reykjavík heldur skemmtifund. í Odd- fellow-húsinu uppi næstkom andi miðvikudag og hefst hann klukkan 8.30. Til skemmtunar verður meðal annars kvikmvnda- sýning, myndir að vestan, firpm stúlkur syngja með guitarundirleik og Ioks verð- ur stiginn dans. Allir, sem dvalið hafa vestan hafs geta gerzt félagar, enn frernur er félögum heimilt að taka með sér gesti. Ekki líkur á meira frosti NORÐAN og norðaustan- átt er nú um allt land og 2— 12 stiga frost með ströndum og sennilega 15—20 stig í innsveitum. Er ekki útilit fyrir að iþað kólni mikið á næstunni, að því er veður- stofan hefm’ sagt blaðinu, þar eð frostið er svipað norður af landinu, allt norður með austurströnd Grænlands. Há- þrýstisvæði er yfir öllu Norð- ur-At'lian.tshafinu, íslandi, Grænlandi og Kanada. Snjóþyngsli eru mikil norðanlands, að því er frétta- ritari blaðsins á Aikureyri símar, og hamlar það bíla- flutningum í flestum sveit- um norðanlpnds. Fólksflutn- ingar munu hafa fallið niður í nágrenni Akureyrar alla síðustu viku, og útivinna ö»ll hefur lagzt niður í bænum. Jafnframt snjókomunni noxðanlands hefur verið heiðríkt um allt suðurland.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.