Alþýðublaðið - 13.08.1947, Page 4

Alþýðublaðið - 13.08.1947, Page 4
A ílRL AB Miðvikudapur 13. áci;st J:347> Úígefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Framkvæmdastjórasími: 6467. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Af tilefni slyssins af vöidnm rafmagnsstraums- ins. — Hvað olli slysinu? — Vanræksla þeirra, sem lögðu leiðslurnar? — Ábyrgðin á einstakling- imum. — Hætta, sem bjóðféiaginu og almenningi stafar a£ kæruleysinu. — Aimenningur bíður eftir úrslitum rannsóknarinnar. í FORUSTUGREIN VÍS- -IS í fyrradag er því spáð, að „fellibylur sé í aðsigi í ís- lenzku. atvinnulífi, engu síð- ur en á Englandi.“ Er í því sambandi sérstáklega vitnað 1 gjaldeyrisskortinn og tóm- ar verzlanir annars vegar, en ógreiddar vörubirgðir hins vegar, sem hrúgast hafi upp hér við höfnina. En Vísir er ekki úrræða- laus í vandræðunum- Það á bara að ,,fá bráðabirgðalán erlendis til að fleyta okkur yfir erfiðasta hjallann“, seg- ir hann; hitt telur hann óráð, að innflutningur verði tak- markaður til þess að spara gjaldeyri, því að það myndi máske draga eitthvað úr gróða heildsalanna! Töluvert öðrum augum en Vísir virðast Bretar líta á þau vandamál, sem nú steðja að flestum Evrópuþjóðum vegna gjaldeyrisskorts. Sjálfir eru þeir búnir að fá beiska reynslu fyrir því, að erlent lán, og það jafnvel þótt stór- lán sé, eins og dollaralánið, sem þeir tóku í Ameríku fyr- ir ári síðan, til ,,að fleyja sér yfir erfiðasta hjallann," nægir hvergi nærri til þess að vinna bug á hinum efna- hagslegu erfiðleikum. Til þess þarf annað og meira á- tak innanlands. Það verður að draga úr gjaldeyriseyðsl- unni og auka útflutninginn; það eitt telja Bretar að geti varanlega tryggt þeim þann gjaldeyri, sem þeir þarfnast. Bretar eru því ekkert að hugsa um að taka nýtt lán er- lendiis; í stað þess eru þeir undir forustu jafnaðarmanna stjórnarinnar að hefja mikið átak til þess að korna atvinnu lífi sínu og fjárhag af eigin rammleik á réttan kjöl. Til þess verða allar stéttir brezku þjóðarinnar að færa fórnir, ekki aðeins með meiri vinnu við óbreytt laun, held- ur og með sparnaði á öllu því, sem ekki fæst nema fyr- ir erlendan gjaldeyri. Þar er ekki verið að hugsa um það, hvort slíkar sparnaðarráð- stafanir og hömlur á innflutn ing fnuni draga eitthvað úr gróða heilsalanna; þar eru ráðstafanirnar til þess að sigr ast á gjaldeyrisskortinum og erfðleikunum miðaðar við alþjóðarheill. En það er annað, sem Vís- ir ber fyrir brjósti, þegar hann ræðir gjaldeyrisskort okkar og aðra erfiðleika- Ár- BARN HEFUR Iátið lífið af völclum rafmagnsstraums. FuII yrt er, að þarna sé um að kenna vanrækslu rafmagnsmanna, þar sem Ieiðslan hafi ekki verið einangruð eins og skylt sé og lögnin auk þess ekki höfð í | þeirri hæð yfir braggaþakinu, sem ákveðið sé. Mál þetta er nú í rannsókn og munu menn bíða úrslita þeirrar rannsókn- ar. En ef um vanrækslu er að ræða, þá er hún ekki eins dæmi. Það er mjög algengt að illa sé unnið og af sviksemi, höndum kastað til verka og algert kæru Ieysi sé ráðandi. m ÞETXA STAFAR af slæmu vinnuuppeldi á tiltölulega fá- um árum, algerum sljóleika manna gagnvart ábyrgð sem á hverjum starfsmanni á að hvíla — og síðast en ekki sízt, að jafn- vel þó að slys eða stórtjón verði af vanrækslusyndunum, er ekk- ert sagt við því, ábyrgð ekki komið fram á hendur hinum seku og þeir látnir flagga sjálf- um sér eins og þeir séu jafn gjaldgengir í stöðum sínum og áður. Það er alveg víst, að þetta framferði okkar verður hættu- legt því lengur, sem það er lát- ið viðgangast. Algert agaleysi, á hvaða sviði sem það er, skapar kæruleysi og ábyrgðarleysi, sem fer sífelt vaxandi, því að slíkt er eins og snjóbolti, sem veltur niður skafl, hann hleður utan á sig. FYRIR NOKKRUM ÁRUM kom það fyrir ungan efnilegan flugmann hér, að hann gleymdi að taka upp hjól flugvélar sinn- ar áður en hann settist á sjó. Þetta olli slysi. Ég benti þá á það, að slíkt mætti aldrei henda neinn og þá allra sízt flugmann. Hann hefði líf fjölda manna í höndum sínum og gleymska af hans hendi væri sama og afbrot, sem ekki væri hægt að fyrir- gefa. Ég taldi rétt að þessi flug maður fengi ekki framar að stýra flugvél, en í stað þess fengin önnur störf við flug- gæzlu. | MÉR VAR LJÓST, að meiri- | hluta manna rnyndi þykja þetta | of harðar kröfur. Það var vitað, að þessi flugmaður hafði ætíð reynst prýðilega, og ekki fund- ist ávirðingar í fari hans. En ég er enn á sömu skoðun og ég var þá. Það á ekki að fyrirgefa slíkt og hvílíkt. Það á að koma fram refsing fyrir slíka gleymsku: Refsingin á ekki að vera hugs- uð, sem hegning á viðkomandi mann, þó að hún hljóti hins vegar að verða það, heldur sem yarnaöur fyrir aðra. SLYSIÐ NÚNA, þegar litla telpan bíður bana, vegna van- rækslu, tvennskonar vanrækslu eftir því sem fullyrt er, er enn verra en gleymska flugmanns- ins. Maður skilur að menn geti gleymt, þó að maður vilji ekki fyrirgefa hættulega gleymsu, en hér er ekki um gleymsku að að ræða, heldur um vanrækslu vitandi vits. Gleymzt hefur að einangra rafleiðslur með 220 volta straum. Maður getur ekki heldur kent gleymsku um að leggja leiðslurnar ekki í löglega hæð. ÞESS VEGNA vil ég ekki láta draga fjöður yfir það afbrot, sem hér er talið að hafi verið framið, hver sem í hlut á. Slíkt ,má aldrei koma fyrir. Þjóðfé- lagið getur ekki falið mönnum störf, sem þannig hegða sér. Ef það gerir það er það komið í istórkostlega hættu. Þá er það að ala upp sviksemi, sem ríður :því sjálfu að fullu. ALMENNINGUR væntir þess, lað rannsókn slyssins leiði hið (sanna í Ijós, að rannsókninni íverði hraðað, að hún verði birt almenningi, og að þeir seku hljóti þá refsingu, sem þeim ber samkvæmt lögum og að allir fái að vita hvað í húfi er. Við vit um öll hvað í húfi er þegar kæruleysi er látið ráða gjörð- um sínum, en það virðist vera svo að mönnum sé ekki alveg eins vel ljóst, að ábyrgð, þung ábyrgð, hvílir á hverjum þeim sem falið er starf. um saman hefur bans höfuð- krafa . verið launalækkun. V'erkamann eiga að fórna; kaupgjaldið á að skera niður. En að innflutningurinn verði takmarkaður, óþarfinn skor- inn niður, — það má ekki ske; því að þá er tekinn spónn úr aski heildsalanna. Þess vegna er það nú þjóðráð Vísis að taka gjaldeyrislán erlendis til þess „að fleyta okkur yfir erfiðasta hjall- ann,“ eins og hann segir. En það gildir áreiðanlega jafnt fyrir okkur sem fyrir brezku þjóðina, að slík lán- taka myndi reynast skamm- góður vermir. Við verðum að spara gjaldeyri eins og þeir og margar aðrar þjóðir, og sætt-a okkur í því skyni í bili við margvíslegar tak- markanir á innflutningi og eyðslu, sem við höfum van- izt undanfarin ár, hvoxt sem heildsölunum líkar betur eða verr. En samtímis verðum við að taka dýrtíðarmálin hér heima fyrir föstum tökum til þess að tryggja útflutning inn og vinna á þann hátt var- anlegan bug á gjaldeyris- skortinum. Ríkisstjórnin hefur í dag sett reglugerð um skömrnt- un á nokkrum byggingarvörum. Samkvæmt 2. gr. reglugerðarinnar skulu allir þeir, sem verzla með hvers konar trjávið, krossvið og hvers konar þilplötur, sement og steypustyrktarjárn, gefa við- skiptaneínd skýrslu um birgðir sínar eins og þær voru áður en viðskipti hefjast 12. ágúst 1947. Skýrslu þessari skal skila fyrir 14. ágúst 1947. í Reykjavík skal skila skýrsium þessum til viðskipta- nefndar á Skclavörðustíg 12, en utan Reykjavíkur skal skila skýrslum til sýslumanns eða bæjaríógeta. Ef ekki - er* unnt að skila skýrslum fyrir 14. ágúst, skal senda sýslumanni upplýsingarnar í símskeyti. Skylt er að gefa sundurliðaða skýrslu, þar sem til- fært er vöruheiti og magn hverrar einstakrar vöruteg- undar. Sement og steypustyrktarjárn skal talið í kílógrömm- um. Trjáviður alls konar skal talinn í teningsfetum, og jafngildir einn standard 165 teningsfetum. Krossviðux', masonit, karlit, tex, asbestplötur og aðrar þilplötur og einangrunarplötur skulu tilfærðar eftir tegund, þykkt og ferfetafjölda. Fyrst um sinn mun öllum fyrirspurnum um bygg- ingar.efnisskömmtun þessa svarað hjá Fjárhagsráði. Einnig liggja þar frammi eyðublöð fyrir verzlanir og aðra til noíkunar við skömmtunina. Reykjavík, 12. ágúst 1947. Fjárhagsráð Ofbreiðið ALÞYÐUBLAÐID fyrir árið 1946 fer fram daglega í skrifstofu vorri. íslenzk endurirygging (áður Stríðstryggingafélag ísl. skipshafna), Garðastræti 2. Tilkynning frá Fjárha Fjárhagsráð vill vekja athygli á því, að í Reykjavík og nágrenni er frestur til að skila umsóknum um fjár- festingarleyfi útrunninn föstudaginn 15. ágúst, en annars staðar á landinu 25. ágúst. Þeir aðilar, sem eru byrjaðir á framkvæmdum eða hafa ákveðið að hefja framkvæmdir eru því alvarlega áminntir að senda umsóknir sínar fyrir tilskilinn tíma, þar sem fjárfestingarleýfi verða ella ekki veitt. Sérstök umsóknareyðublöð um fjárfestingarleyíi liggja frammi hjá Fjárhagsráði og úti á landi hjá írún- aðarmönnum verðlagsstjóra og bæjarstjórum. Þá skal og á það bent, að framkvæmdir án fjárfest- ipgarleyfis eru lögbrot, sem varða refsingu. Reykjavík, 12. ágúst 1947.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.