Alþýðublaðið - 20.12.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.12.1947, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. des. 1947. ALÞVÐUBLAÐIÐ 3 í FORNÖLD voru draumar í miklum meitum hafðir. Rit- höfundur 'einn frá þeim tíma iskiptir þeim í fimm flokka, og fimmti flokkurinn er ispádómsdraumar eða vé- fréttir. Fólk hefur um hönd viðbúnað til þess að taka á móti draumunum, og í þeim tilgangi sefur það innan helgi musteriis, svo að það dreymi drauma, sem veita þeim gagn legar upplýsingar, drauma, sem gætu orðið því til viðvör unar f lífinu og iagt því -VÍðfangsefni til. Þegar dýrk- un Aiskulapi hófst voru draumar stór þáttur í lækn- ingunum. Enn þá er það margt, sem menn vita ekki um lækningar til forna, en það, sem kunnugt er, gefur til kynna, að sjúklingar hafi verið fluttir til einhvers mus'taris og seltir j sérstakt afhýsi, en þar áttu þeir 'að dvelja fyrstu nóttina og vita hvað þá dreymdi. Það eru hundruð slíkra mustera í Grikklandi, en tal'ið er að ) þau, sem grafin voru upp við Epidaurus og Cos hljó'ti að hafa verið frægust. Við komu sjúklingsins voru færðar fórnir og hafðir um hönd helgisiðir, siem nútímamenn þekkja ekki gerla. Þar næst var hann látinn sofa í sér- stöku svefnherbergi og með- an hann svaf birtist guðinn honum og annað hvort lækn aði hann formálalaust eða sagðí honum fyrir um hvað hann skyldi gera Draumarn- ir voru því eins konar sjúk- dómsauðkenning, alveg eins og draumar sjúklings gefa sálfræðingum nútímans eins konar táknræna mynd óafvit uðum þráhyggjuefnum og við fangsefnum. En miklu meira virði voru þeir í fornöld, því að allir trúðu-að þeir kæmu beint frá sjálfum guðinum. ®g var að hugsa uim eitt- hvað svipað þessu dag einn- í ágústmánuði árið 1939, er inokkrir góðkunningjar mín- ir stungu upp á því að fara í ferðalag til Epidaurus í Suð- ur-Grikkland;i. Aldrei hafði ég séð murterið og var ég því mjög óðfús að fara. Og svo var haldið af stað. Þetta var ekki löng leið frá Korinþos én þaðan fórum við. Og þeg ar bifreiðin brunaði niður .grunna dældina inn í dalinn skildi ég mætavel hvers vegna musterið og allt land- ið í Epidaurus var talið guði vígt. Sléttan ©r fagurgræn, umlokin viðivöxnum fjöllum, og iítur svo út siem allt lands lagið sé teiknað vandvirknis lega með mannhöndum. Við fyrstu sýn fannst manni strax eitt hvað innilegt og heilnæmt við umhverfið, Léttur blær þaut í laufinu’og ■ómur af ölduhljóði barst frá sjávars'tröndinni, en hún var kominn úr augsýn. Yfir höfð- um okkar hengu tveir ernir nærri hrpyfingarlausir og bár.u við hláan himinin. Öll- um deginum eyddum við í að ráfa um leikhúsið, mu.ster- ið og skoða gersemar lista- safnsins. í SAMBANDI við lækn- ingar á Grikklandi fornald arinnar höfðu draumar mikið gildi. En L. Durriee, höfundur greinarimnar, sem hér fer á eftir, slær því fram, hvort draumar manna frá þeim tímum geti enn þá ásótt menn, sem dvelja í námd við hin fornu musteri lækninga- guðsins. Greinin birtist í „The Listener“. Vörðurinn var vingjarnleg ur náungi. Hann var grísk- ur bóndi, og sagði hann mér að hann hefði sótt um að fá að flytja sig á annan stað — Mykene. En Mykene er frem ur glænæpulegur kastali á hæð, og þess vegna spurði ég manninn upp á grín, hvers vegna hann væri svo grunn- hygginn að vilja flytja úr þessum friðsæla dal með kyrrð og grænan gróður og fara til staðar ieins og' Mykene. Hann: svaraði: „Ef ég segði þér það, myndix þú halda að væri vitskertur. Það er vegna draumanna. Ég get ekki afborið draumana, sem sækja að mér í þessum dal“. Þetta fannst mér í meira lagi furðulegt. ,,Hvaða draumar?, spurði ég. „í þesisum dal dreymir alla“, svaraði hiann. „Sumir láta það ekki á sig fá, en ég er ekki einn af þeim.“ Ég hygg að ég hafi verið fremu.r efagjarn k svip inn, því að hann horfði á mig og sagði. „Já, þú heldur að ég sé vitskertur eins og hinir.“ Ég bað hann að segja mér frá draumum sínum, en hann virtist vera tregur til þess. „Þeir eru um allt mögulegt“, svaraði hann, og eftir stundar þögn: „En eitt verð ég að segja þér. Gamli maðurinn á veggmyndinni birtist mér iðulega í þeim“. Veggmál- verkið í safninu var af alvar legum manni. með austur- lenzkan svip og dökka hár- lokka, sem féllu niður á áxl- ir Ég man ekki hvort það átti að vera Aiskulapios eða einhver annar, en að minnsta kosti er það frábært listaverk. Vörðurinn hélt áfram: „Þér finnst það auðvitað ósköp eðli legt, að ég þykist verða var garnla manninn, af því að ég er á hverjum degi meira og minna í safninu. En segðu mér eitt. Hvernig stendur á því að krakkana mína tvo dreymir hann þóit þau hafi aldrei stigið fæti inn íyrir dyr siafnsins?“ Börnin voru að leika sér undir tré rétt hjá og ég rey-ndi að spyrja þau. Drengurinn var of feiminn til að geta sagt nokkuð og horfði niður, en stúlkan var einarð- ari. Hún var um það bií tólf ára. Ég spurði hana hvort hana dreyimdi stundum gaml an mann og hvort hún gæti lýst honurn. Ég get ekki sagt að hún hefði neitt sérlega j fréttnæmt að flytja, en ein [ hreyfing he.nnar var undar- I leg. Hún glennti fingurna ■ hvern frá öðrum og dró þa frá eyrum og niður á axlir eins og hún væri að lýsa hári öldungsins. Þegar hér var komið sögu vildu samferða- menn mínir halda áfram, svo að ég hafði engin frekari tækifæri til þess að grafast fyrir um málið. Er ég var að fara isagði vörðurinn við mig dálítið kuldalega og napurt. „Ef þú trúir mér ekki, spurðu þá einhvern bænd- anna, sem búa í þessum dal. Þá alla dreymir draum.a. Dal urinn er fullur af draumum.“ Á leiðinni aftur til Naupiia í ljósaskiptunum um töfrandi fagurt landslag, var ég að Velta því fyrir mér og undr- ast það, að draumar þessara óteljandi þúsunda af tilbeið endum gætu búið enn í daln- um, hvort þetta væru draum ar Grikkja hinna fornu, sem forðum dvöldu þar. Svo að ,um miðdagsverðinn bar é I málið undi’r hina, en þei 1 hlógu hjartanlega að því Þessi fallega mynd er úr myndabókinni sem kemur í bókaverzlanir í dag. Á brúðkaupsdaginn Þessi mynd var tekin af Elízabetu prinsessu í brúðarvagn- inum á leið til Westminster Abbey, þar sem hún og Philip, hertogi af Edinborg, voru gefin saman. minn kostnað, en stundum virtist þetta kynlega fyrir- brigði eiga fáeinár taugar í þeim. En þá var styrjöldin við Þjóðverja í algleymingi og annað stjakað þessu úr huga mér. Ög það er ekki fyrr en árið 1945 að sagan byrjar á ný. Þá var ég staddur á eynni Cos og vann hjá brezku um- boðsstjórninni, sem fór til Tylftareyja. Én í Cos var miðstöð Aiskulaplosardýrkun arinnar og hún var eins fræg til forna og musterið í Epi- daurus. Fornfræðingar fundu staðinn o.g létu grafa must- erisrústirnar upp að mestu. Ég ákváð að gefa mér tíma til að skoða það. Á vörubif- reið frá UNRRA ók ég eftir rykugum veginum að öxl á hæð nokkurri, þar sem must- erið er. Lega þess ein er nóg til þess að fá rrienn til þss að gleyma sér andartak. Musterið er framan í grænni hlíð, og af háhæðinni sést yfir græna og grösuga Cos- sléttuna út á bláan æginn. Ég var að ráfa um í kyrrðinni og blíðu sumar- kvöldsins, er ég kom auga á tjald, sem stakk toppnum upp úr dæld. Eg fór í áttijia tiiÖtjaldsins. Tveir hermenn voru þar fyrir, og einum dag- parti eyddi ég hjá þeim. Þeir voru báðir blóðdimmir Yorkshiremenn. og ég hygg, að þeir hafi verið úr her- deild, sem safna átti saman þýzkum og ítölskum hergögn um hér og þar á eynni. Við röbbuðum samari Og raddir okkar urðu mjóar og hreinar í þunnu loftinu. Þeir spurðu um hið glarnpandi musteri, eins og þeir kölluðu það, og ég sagði þeim allt sem ég gat tínt til um það. Eg sagði þeim um Aiskulaposaradýrk un og allt sem ég vissi um lækningaaðferðir guðsins, og er é.g kom að seremoníunum, varð ég var við að þéir breyttu um svip, og allt í einu minntist ég kynna minna löngu fyrr við vörð- inn í Epidaurus. Nærri því án þess að vita hvað ég var að segja, spurði ég þá, hvort þeir hefðu tekið eftif nokkru furðulegu í sam- j bandi við drauma sína þarna \ á. hæðinni. Sýnilega kom j þetta flatt upp á báða, en j loksins sagði hirift eldri ög reyndari: „Fyrst höfðum við i tjaldið í musterinu á hæð- inrii; en okkur líkaði ekfci að vera þar, svo að við fluttum okkur hingað. Betra loft hér — er það ekki, Charlie?“ „Jú“. Charlie kvað það rétt j vera. Þeir voru ekki ræðnir, j þsssir Yorkshiremenn. En að' því er ég f.ékk bezt að vita, höfðu þeir sofið nokkrar ó- næðissamar nætur innan helgi musterisins, og einú slnni eða tvisvar fékk Chajf- lie martröð. „Ef þú heldur að j það sé bjórnum að kenna, I skaltu hugsa um bjórskammt j inn,“ sagði hann hreinskiln- \ islega. Nei, það var -eitthvað j annarlegt við staðinn sjálfan, j og þó gætu þeir ekki lýst j draumum sínum greinilega, í var ég mjög .skýrt minntur \ á litlu dóttur varðarins í Epi ? daurus, er hún strauk með glenntum íingrum frá eyrum og niður á axlir. Það var ein ; hvern veginn kynlegt að reka | sig á sömu reynsluna á tveim f stÖðum og hjá ólíkum mönn um, þótt báðir staðirnir væru helgaðip sama guði og á báð 1 um stöðum hefðu endur fyr- - ir löngu farið fram sams köri ar helgisiðir og störf. Gat það verið undraðist ég enn, - að. draumar hyrfu ekki? Gelui það verið, að löngu effir dauða okkar mannanna Íiíi draumar okkar. Og liafði Charlie, þessi rauðnefjaði enski hermaður, einmitt á stað eins og þessum, sem hundruð þúsunda af draum, Frh. á 11. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.