Alþýðublaðið - 20.12.1947, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 20.12.1947, Blaðsíða 10
10 ALÞÝ&UBLAÐBÐ Laugardagur 20. des. 1947. Daphne du Maurier: DULARFULLÁ VEITINGÁHUSSÐ Filipus Bessason hreppstjóri: Heiðraði ritstjóri. Stundum fer svo, að mér svellur móður unz ég ekki get orða bundist, og svo er nú. Á ég þó dálítið örðugt með að segja það, sem mér í barmi býr um það mál, er veldur mér mestri innan ólgu, þar eð ég er við þau flæktur stöðu minnar vegna, — en ég segi eins og Gudda gamla á Hjalla, ég brenni ullarhnorðanum samt, þótt lykt in verði ljót. Frá blautu barnsbeini hef ég ekki þurft að gera mér upp virð ingu fyrir jólahátíðinni, þar eð hún er mér samgróin frá því, er ég fyrst sá ljós blakta á litlu jólakerti við rúmið mitt. Hefur mér því miður þótt, hversu virð ingunni og einlægninni í sam- bandi við það hátíðarhald, hef- ur hrakað mjög á undanförn- um árum. Sökum gjafafargans, auglýsingaskrums og hverskyns hávaða og látaláta, sem öll hafa til ills verið og stórum verri en ekki. Finndist mér, og hefur jafnan fundist, að valdamenn þjóðar vorra, þeir, er telja jóla hátíð mönnum nokkurs virði, ættu að taka sér fram um, að kippa aðstæðum þar að lútandi nær sínu gamla horfi, fremur en auka á, svo um þverbak keyri og undir kvið snarist, eins og þeir þó nú gera. Á ég þar við alla eignakönnun, framtal, og fjármálaupprótun, sem ég sem embættismaður hins opin- bera fúslega játa að fullþörf sé, og hefði gjarna mátt fyrr koma, — en sem maður, öðrum mönn- um almehnt hvorki betri né verri, leyfi ég mér að mótmæla því harðlega, að jólavikurnar skuli til þess notaðar. Er með þessu öllu saman svo miklu róti komið á hugi manna, að lítt mun gæta snefils af sannri jólahugs- un, og þætti mér líklegt, að margur muni jólalaus að þessu sinni, og hafa hugan við allt ann að bundinn, heldur en hátíða- helgi. Vil ég því gera að minni til- lögu, þar eð ógerlegt mun reyn ast að fresta fjármálahversdags leikanum úr því, sem komið er, að frestað verði hátíðarhaldi með lagaboði og blaðsíðustórum auglýsingum, sem gjarna mættu tölusettar vera. Mun einhver segja að guðlast sé, en hvað skal þá kalla hlut þeirra, sem afnema hátíðina með öllu, en hverjir það eru, hirði ég ekki um að íjölyrða. Virðingarfyllst Filipus Bessason hreppstjóri. F.TÖLSKYLDAN HANANTJ Frú Alstjórn Hananú Þú ferð með stofnaukann þangað, sem ég segi þér, þang- að, sem maður fær niðursoðna ávexti út á hann, auk þeirra ó- soðnu. Það er ég sem ræð, og hananú! Ufbreiðið Æflfðiililsðiii þarna á Jamaicekrá fyrir löngu, ef hann var þá ekki sjálfur einn aðstoðarmaður- inn. Kary hleypti brúnum og hyíldi hökirna í höndum sér. Ef það væri ekki vegna Patience frænku hennar myndi hún fara burt úr veit ingahúsinu núna, og reyna að komast til næstu borgar, og koma upp um Joss Merlyn. Hann myndi brátt vera í fang elsi og hinir þorpararnir með honum, og þessu yrði öllu Iok ið. En það var gagnslaust að ganga fram hjá Petencl þó, því að hundstryggð hennar við eiginmanninn gerði þetta allt mjög erfitt og alveg ó- mögulegt. Mary hélt áfram að velta þessu fyrir sér, og var ekki ánægð, þó að hún skildi þetta allt. Jamaicaskrá var hreiður þjófa og veiði- dýraþjófa, ogþaðan var skipu lagt af frænda hennar að því virðist, gróðavænlegt smygl millum strandarinnar og Devon. Svo mikið var aug- ljóst. En hafði hún aðeins séð örlítið af leiknum, og átti hún eftir að komaist að enn meiru? Hún mundi eftir skelfingarsvipnum í aumum Patience, og orðin sem voru hvísluð fyrsta kvöldið, þegar skuggar rökkursins teygðu sig yfir eldhúsgólfið: „Það skeður maxgt á Jamaicakrá. Mary, sem ég hefi aldrei þorað að nefna. Margt ill- mannlegt — ég þori ekki einu sinni að viðurkenna það fyrir sjálfri mér.“ Og hún hafði staulazt upp sigann upp í herbergi sitt, náföl, og.dreg- izt áfram eins og görnul og þreytt skepna. Smygl var hættulegt, því fylgdi margt óheiðarlegt, það var siranglega bannað af landslögum, en var það ill- mannlegt? Mary gat ekki skorið úr því. Hún þarfnaðist ráða, og það var enginn, sem hún gat spurt. Hún var ein í andstyggilegum og illum heirni, og hafði iítið útlit til þess að geta breytt um til batnaðar. Hefði hún verið kárlmaður þá hefði hún far- ið' niður og skellt þessu beint framan í Joss Merlyn og fé- laga hans. Já og barizt við þá' líka og úthellt blóði, ef hún var heppin. Og þotið svo af stað á hesti úr hesthúsinu ixiéð Patience frænku sína fyr ir-framan, og suður á bóginn til hinnar vingjarnlegu Hel- ford strandar, og setzt svo að sem smábóndi við Mawy- ah veginn, eða Gweek, og lát ið frænku sína annast heim- ilistörfin. Jæja; það var til lítils gagns að sökkva sér niður í drauma. Það varð að horf- ast í augu við það, sem var að gerast, og það af hugrekki, ef það átti að vera til nokk- urs gagns. Hérna var hún í rúminu sínu, tuttugu og þriggja ára gömuíl stúlka, í pilsi og með sjal, hafði engin vopn nema sinn eigin heila til að berjast gegn náunga, sem var helmingi eldri og átta' sinn- um sterkari, sem mundi, ef hann vissi, að hún hafði horft á það, sem fram fór, grípa hendinni utan um háls henn- ar og þrýsta svo léttilega að, og binda þannig enda á spurn ingar hennar. Þá hraut blótsyrði af vör- um Mary, en þao hafði aðeins einu sinni hent hana fyrr á ævi hennar, þegar naut elti hana til Manaccan, og þá hafði það verið í sama til- gangi og núna — ti-1 þess að auka hugrekki sitt. „Ég skal ekki láta Joss M-erlyn eða nokkurn mann annan sjá á mér ótta,“ sagði hún, „og til þess að sanna það, ætla ég að fara niður núna, inn í dimm göngin, og kíkja á þá í veitingastofunni, og ef hann drepur mig, þá er það sjálfri mér ao kenna.“ Hún klæddi sig í flýti og fór í sokkana, en -skildi skóna sína -eftir og svo opnað-i húh dyrnar og stóð og hlustaði i andartak, en heyrði ekkert nema tifið í klukkunni í and- dyrinu. Hún læddist út í -göngin og að stiganum. Nú vi-ssi hún að það brakaði í þriðja þrepinu ofan frá, og einni-g í því neðsta. Hún gekk -léttstíg og hvíldi aðra hendina á hand- riðinu og hina á v-eggnum til að létta á þunga- sínum, og þannig komst hún niður í -anddyrið, sem var tómt, nema einn váltur stóll stóð þar og gamla klukkan. Lágt tifið í henni fannst henni eins og hávaði við eyrun á sér, og það brakaði í henni í þögn- inni, eins og hún væri lifandi vera. Það var kolniða myrkur í anddyrinu, og þó að hún vissi, að hún var þarna -ein, þá var eitthvað uggvænlegt við ein- veruna, og lokaðar dyrnar á ónotaðri dagstofunni voru ó- hugnanlega óheillavænlegar. Það var þungt loft og myglu- þefur, og stóð í einkennilegri andstöðu við kaldar steinhell- urnar í ganginum, sem voru kaldar viðkomu á sokkaleist- um. Þegar hún hikaði, til að safna hugrekki til að halda áfram, þá skein alllt í einu svoliti-11 ljósgeisli inn í göng- in, sem lágu bak við -anddyr- ið, og hún heyrði raddir. Dyrnar á veitingastofunni hlutu að hafa verið opnaðar, og -einhver kom út, því að hún heyrði gengið inn í eld- húsið o-g heyrði-það svo nálg- ast aftur eftir nokkrar mín- útur; en hver sem það var, þá skildi hann enn eftir opnar dyrnar á veifingastofunni, þar sem kliðurinn af samtal- inu hélt áfram og ljósbjarm- inn sást enn. i ; Mary freistaðist.til að fara; upp stigann aftur, inn'í her- bergi sitt og reyna að sofna; en um leiö var einhver for- vitnispúki í henni, sern ekki var ánægður, og hann kom henni ti-1 að fara inn í göngin og 'hnipra sig saman fáein skref frá veiitingastofudyrun- um. Hendur hennar og enni voru nú vot af svita, og í fyrstu gat hún ekkert heyrt nema hjartslátt sjálfrar sín. MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS: ÖRN: Nú mundi mér finnast mái komið ítil að nota sendistöðina, — kalla á aðalstöðina og heimta liðsstyrk. EFTIRLITSMAÐURINNMundi hafa gert það fyrir -löngu, — ef einhverjir þorparar hefðu ekki þegar eyðilagt stöðina. — — ÖRN: Ég skal tala við þá um leið ÖRN ELDING og ég er kom-inn á flug. — Sæll, og þökk fyrir hj-álpina!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.