Alþýðublaðið - 15.05.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.05.1948, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 15. maí 1943. tJtgefandí: Alþýðuflokkurinn, Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan L'.f. Fjjöipn lyfjabúða LYFSÖLUMÁL REYK- VÍKINGA hefur mjög borið á góma í opinberum umræð- um og manna á milli á und- anförnum árum, og hér í blaðinu hafajnú fyrir skömmu átt sér stað mjög ýtarlegar rökræður um þessi efni. Mál þessi hafa og verið tekin til meðferðar í bæjarstjórn Reykjavíkur öðru hvoru. Á fundi bæjarstjórnarinnar í fyrradag bar þau á eóma í til- efni af því, að eigendaskipti hafa orðið á Ingólfs apóteki, en leyfi hins nýja eiganda til að reka lvfiabúðina er bund- ið því skilyrði, að hann reki hana á þeim stað í bænum, sem bæjarstjórn ákveður og heilbrigðismálaráðuneytið staðfestir. Þá upplýsti borg- arstjóri og, að ný lyfjabúð verði stofnuð hér í bænum innan skamms, og mun henni verða ætlað að sjá fyrir lyfja þörf íbúanna í Kleppsholti og nærliggjandi bæjarhyerfum. fbúar úthverfanna hafa mjög sótt á um fiölgun lyfja- búða í bænum, og bæjaryfir- völdin hafa verið óspör á að taka undir þær óskir og kröfur. Hins vegar hefur bæj- aryfirvöldunum láðst að gera nauðsynlegar ráðstafanir í þessu sambandi með tilliti til útþenslu bæjarins. Þessir erfiðleikar valda því, að tví- sýnt er, að bærinn telji mögu- legt, að hin nýja lyfjabúð rísi upp í sjálfu Kleppsholtinu, enda þótt henni muni verða ætlað að sjá sér í lagi fyrir lyfjaþörf íbúanna í þessum bæjarhluta. Og það, sem at- hyglisverðast er: Nú virðast litlar eða engar líkur á því, í"ð onótek verði flutt burt úr miðbænum, enda þótt bæjarstjórnm hafi aðstöðu til að segja til um, hvar því skuli ætlaður staður í fram- tíðinni. Um það verður ekki deilt, að staðsetning lyfjabúðanna í Reykjavík eins og hún er, getur ekki gengið í framtíð- inni. Hér starfa fjórar lyfja- búðir, og þeir mega heita Ál ar í hnapp í miðbænum. En á sama tíma eru íbúar út- hverfanna mjög illa settir um lyfjaöflun, og af hálfu þeirra eru uppi háværar, og mjög svo skiljanliegar, kröfur um nýjar lyfjabúðir. Bæjaryfir- völdin taka undir þessar kröfur. meðan þeim er bsint að heilbrigðisstiórninni. En þegar þau eiga þess kost að hafa úrslitaáhrif á það, að ein lyfjabúðin sé flutt úr hnapþi miðbæiarins út í út- hverfin, sjá þau engin úr- ræði íil athafna. Það er vel farið, að ný B B B Rabbað við Víkverja mn Chiírchiil, stræíisvagna og fleira. — Rabbað við Bæiarnóstinn um sósíal- isma og fleira. ÞA£> VAR HELÐUR en ekki „fuss og svei“ á honum Vík- verja okkar í fyrradag, enda var hann að ræða eftirlætis um- ræðuefni íslenzkra kjaftadálka, strætisvagnana. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé hinum opinbera rekstri að kenna, hvernig hrúgað er í strætisvagnana, og að þetta clæmi sanni Ijóslega, eins og vinur þeirra íhaldsmanna Churchill hafi sagt, „að ríkis- valdið eigi fólkið, en ekki fólkið ríkisvaldið“. ÞETTA ER dásamlegasta lýs- ing á bæjarstjórn Reykjavíkur, sem hið ágæta málgagn hennar, Morgunblaðið, hefur nokkru sinni sett á prent. Er nú Vík- verji blessaður búinn að gleyma því, að einkaframtakið átti einu sinni strætisvagnana hér og Reykvíkingar óku þá um í vögnum eins og þeim, sem jeppakrílið setti á hliðina uppi í Hlíðum um daginn? Er Vík- verji búinn að gleyma því, að þegar einkaframtakið fékk nóg af því að reka strætisvagnana og gat ekki grætt nóg á þeim, þá var bæjarstjórnin nógu góð til að kaupa fyrirtækið? Er Vík- verji búinn áð gleyma því, að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn samþykkti bæjar- rekstur á strætisvögnunum? Og er Víkverji búinn að gleyma því, að það er heildsali og gall- harður íhaldsmaður, sem stjórn ar þessu fyrirtæki bæjarvalds- ins? OG SVO VAR ÞAÐ hann Churchill. Er það ekki dásam- legt, að sjálft Morgunblaðið skuli skýra okkur frá því, að bæjarstjórn Reykjavíkur „eigi“ fólkið, en ekki fólkið bæjar- stjórnina?! Það er erfitt að skilja grein Víkverja á annan hátt, og er nú vonandi, að Gunn ar Thoroddsen og þeir aðrir, sem stjórna höfuðborg lýðveld- isins íslands, láti hendur standa fram úr ermunum og verji sig gegn þessari óvæntu árás. Væri ekki rétt, að meirihluti bæjar- stjórnar samþykkti, að senda Churchill skeyti og spyrjast fyrir um það, hvort hann hafi átt við bæjarstjórn Reykjavík- ur, er hann fordæmdi stjórnir, sem „eiga félkið“? AÐ LOKUM NOKKUR ORÐ um bæjarrekstur og einka- rökstur. Það er gamla sagan hjá Það er víðar þröngt í almenn- ingsvögnunum en í Reykjavík. Þessi teikning er frá neðan- jarðarbrautunum í New York. íhaldsmönnum, að einkafram- takið f ær að halda í , öll fyrir- tæki, sem gefa arð, en bæjar- valdið og ríkisvaldið mega hirða allt, sem eklri ber sig. Það er ekki gróðavaenlegt fyrir ein- staklinga að reka náðhús í Bankastræti, svo að bærinn er nógu góður til að gera það. Bú- kolla var í vandræðum, og þá rauk íhaldið til og vildi selja bænum. Rafveitur eru reknar með gróða í löndum einkafram- taksins, en hér eru þær dýr og vafasöm gróðafyrirtæki, svo að bærinn getur hirt þær. Og eins er það, ef bæjarvaldið kæmist yfir einhver atvinnutæki, sem hægt er að hafa arð af, þá er sjálfsagt að selja þau. Nýsköp- unartogararnir eru taldir góð fyrirtæki, svo að bærinn má til með að eiga sem fæsta og selja einstaklingum þá togara, sem harm á rétt til. Þannig gengur það, Víkverji minnr hér og víða annars staðar. MANNFLUTNINGAR í borg um eru víða erfið fyrirtæki að reka og hefur oftast farið svo, meira að segja í himnaríki einkaframtaksins, Ameríku, að borgaryfirvöld hafa orðið að taka við þeim og borga hallann. Og það eru víðar til þrengsli en í Reykjavik (þó ég vilji sízt vera að afsaka þrengslin í strætisvögnunum hér) — eins og meðfylgjandi mynd sýnir. ÚB ÞVÍ AÐ þessi laugardags dálkur er byrjaður á því guð- lasti að skammast við starfs- bræðurna við kjaftadálka hinna blaðanna, er bezt að snúa sér frá Víkverja og að Jónasi bæj- arpósti. Hann hefur nú skrifað Framh. á 5. síðu. 1.—3. hefti þessa árs er komið út. Hefir blaðið nú stækkað um fjórðung og myndum fjölgað. — Fæst í flestum bókaverzlunum. Undirrit ........ gerist hér með áskrifandi að Íþrótía- blaSinu Nafn ............................................. Heimili ....................................... Póststöð ...................................... Áskriftir sendist til Jch. Bernhard, Barónsstíg 43. Sími 6665. æoraieiag KeyKjav heldur fund þriðjudaginn 18. maí í Tjarnarcafé kl. 8,30. Fundarefni: 1. Rætt um mjólkurmálin og heimsending mjólkurinnar. Framkvæmdarstjóri Mjólkurstöðvarinnar mætir á fundinum, 2. Rætt verður um innflutning nauðsynja til heimilanna, 3. Sýnikennslunámskeið í matreiðslu. Stjórnin. S.G.T. hefst kl. 8. Gömlu dansarnir að Röðli annan í hvítasunnu kl. 9. — Aðgöngu- miðapaníanir í síma 5327. — Sala Húsinu lokað kl. 1014 Frá Tékkóslóvakíu útvegum við allar gúmmívörur, t. d. gúmmí gólfdúk, gúmmíslöngur, gúmmíhanzka o. fl. Sýnishorn og verð fyrirliggjandi. Fljót afgreiðsla. Krisfján G. GísEason & Co. fi.f. lyfjabúð verði stofnuð hér í bænum, og henni á að fá það hlutverk að sjá fyrir börf út- hverfanna, eins eða fleiri, en þó að sjálfsögðu með tilliti til sómasamlegra afkomuskil- yrða fyrirtækisins. Það virð- ist tilvalið, að hin nýja lyfja- búð sjái fyrir þörfum íbúa úthverfanna í austasta hluta bæjarins. En jafnframt virð- ist sjálfsagt, að miðbærinn verði látinn una við þrjár lyfjabúðir og að Ingólfs apó- tek verði flutt í bæjarhluta, þar sem engin lyfjabúð er fyrir en slíks fyrirtækis augljós þörf. Sýnist liggja beinit við, að Ingólfs apótek verði flutt í vesturbæinn og þar með séð fyKri lyfjaþörf íbúa hans á sama hátt og beirra, er byggia austurbæ- inn og koma til með að njóta hinnar væntanlegu nýju lyfjabúðar. Borgarstjóri upplýsti á bæjarstjórnarfundinum í fyrradag. að af hinum fjór- | um lyf jabúðum, sem nú starfa hér í bænum, séu við- skipti Reykjavíkur apóteks langsamlega mest. eða um 40% af lyfjasölunni. Við- skipti hinna lyfjabúðanna brifgja eru því um 60% af íyfjasölunni, og deilast þau nokkurn veginn jafnt milli þeirra allra. Þetta eru í meira lagi athyglisverðar upplýsingar. Sókn úthverfa- búanna til lyfjabúða beinist samkvæmt þessu ekki fyrst og fremst til þeirrar lyfjabúð ar, sem næst er dvalarstöð- um Jilutaðeigenda, heldur til stærstu lyfjabúðar bæjarins, sem er staðsett í verzlunar- hverfi borgarinnar. Virðist af þessu mega ráða, að ekki sé einhlítt að hverfa að því ráði að fjölga lyfjabúðunum von úr viti, heldur sá ráðlegra að þreifa sig áfram og leggja megináherzlu á að dreifa lyfjabúðunum, sem nú eru fyrir, meðan undirbúið er framtíðarskipulag þessara mála. Reykjavík ætti, mið- að við aðr?rr borgir, að kom- ast sæmilega af með fimm lvfjabúðir á næstu árum. En séu fjórar þeirra í hnapp í miðbænum, eins og nú er, gefur að skilja, að illa sé séð fyrir þörfum úthverfanna á beim tímum, begar sækja barf lyf á næturþeli og á hehndögum, ekki hvað sízt með tilliti til þess, að sam- göngumál íslenzka höfuðstað arihs munu naumast geta tal izt til fyrirmyndar. Og í bessu sambandi er væntan- lega ekki ótímabært að inna eftir bví, hvort ekki sé hægt á einhvern hátt að auðvelda lyfjaöflun þeir.ra, sem kalla þurfa lækni á veittvang að nóttu rtil eða á helgidögum. Slík tilraun mun hafa verið gerð annars staðar. og væri ekki illa til fundið, að hún yrði einnig gerð hér, virðist hún á annað borð ætla að gefa góða raun. Allt þetta er tímabært að taka til aiíhugunar. Úrbætur á sviði lyfsölumála Reykvík inga eru ótvírætt nauðsynja mál. En þeir aðilar, sem eiga hlut að Bessu máli. verða að leggja þálð á sip að gera kröf ur til sjálfra sín samhliða því, er þeir bera fram kröfur á hendur öðrum. Heilbrigðis stjórnin, bæjaryfirvöldin og borgararnir verða að ganga samhuga og samtaka að þessu verki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.