Alþýðublaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞYöUBLAÐIÐ Laugardagur I. júíí 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilia Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alpýöuhúsið. Alþýðuprentsmiffjan h.f. ALLAR LÍKUR benda til þess, að þetta sumar ætli að verða mikið ferðasumar. Veður hefur verið með ágætum, það sem af er, og ferðaþrá lands- manna virðist meiri en nokkru sinni. Þá virðist gjaldeyris- ástandið hafa valdið því, að meira er nú ferðazt innanlands, og það getur varla endurtekið sig í sumar, sem komið hefur fyrir undanfarin ár, að islenzk sumargistihús standi auð meðan flugvélar og skip fara fullskip- uð til annarra landa viku eftir viku. Þó er þáð svo, að það er næsta ótrúlegt, hversu mikinn gjaldeyri ferðamenn komast yfir á sama tíma og nauðsynjar fást ekki inn í landið Að vísu má ekki leggja utanferðir nið- ur, eða neitt nálægt því, en þær mega ekki sitja fyrir lífsnauð- synjum, þegar lítið er um er- lendan gjaldeyri. Gjaldeyrisflóðið undanfarin ár hefur skapað það ástand með al efnaðri stétta landsins, að ekki þykir í frásögur færandi, að sumarleyfi sé eytt innan- lands. Þetta verður að breytast og komast í eðlilegt horf. Að sjálfsögðu er æskilegt, að sem flestum gefist kostur á utan- ferðum, en það er ekki heilbrigt éstand, þegar þúsundir manna í landinu tala af meiri áhuga og meiri þekkingu um Ráðhús- torg, Piccadilly og Champs Elysée heldur en Þórsmörk, Mývatn eða Hallormsstað. Það þarf að endurvekja áhuga á landinu sjálfu, náttúru þess og fegurð, atvinnuháttum og auð-j æfum. Það má ekki koma fyrir að stórir hópar landsmanna verði of fínir til þess að hafa áhuga á sínu eigin landi. i Aðstæður tií ferðalaga inn- anlands hafa aldrei verið betri en nú. Vegir eru lengri og betri en nokkru sinni, bifreiðakostur með ágætum, flugvélar rnargar og góðar, og gististaðir fleiri og betri en áður. Ekki er þó hægt að segja, að hér þurfi ekki enn Umbóta við. Gistihúsin eiga eftir að batna stórum, og lands- menn eiga eftir að læra að um- J gangast þau betur. Hvort tveggja er frumskilyrði, ef hingað á að lokka erlenda ferðamenn. Vegírnir eru enn ó- fullkomnari cn í flestum siðuð- um löndum, en það á sér 'eðli- legar orsakir og stendur til bóta. Langferðabílarnir stand- ast heldur ekki samanburð við ferðamannavagna erlendis, hvað þægindi snertir, og þann- ig mætti lengi telja. Allar þessar umbætur hljóta að koma. En landsmenn geta ekkert betra gert til þess að flýta þeim en að auka ferðalög sín um landið. Með auknum á- huga á samgöngutækjunum, Vegum, gististöðum og framar öllu þeim stöðum í landinu, sem skemmtilegast er að heim- sækja. !/•// / þ/ fjl/fil Hið opinbera hefur gert margt til þess að örva ferðalög iandsmanna og veita sem flest- um tækifæri til að fara um landið. Orlofslögin voru eitt stærsta skrefið í þá átt, og var það Alþýðuflokkurinn, sem barðist fyrir því máli og fékk lögin samþykkt. Með þeim var öllum launþegum tryggt sum- arfrí og verkamönhum.sérstak- lega gert kleift að taka sér slík leyfi, enda þótt þeir ekki vinni hjá sama vinnuveitanda allt ár- ið, eins og fastlaunamenn gera. Þá hefur ríkið sett á stofn ferðaskrifstofu, sem hefur hlot- ið lof allra réttsýnna manna fyrir starf sitt, þótt skrifstofan sé ýmsum afturhaldssinnum þyrnir í augum. Hefur skrif- stofan haldið uppi margþættri starfsemi, sem ekki verður rak- in hér, og á fyrir sér fjölþætt og vaxandi hlutverk á komandi árum. Erfiðleikar þjóðarbúsins hafa að sjálfsögðu komið hart niður á þeim, sem að ferðástarfsemi vinna, ekki síður en öðrum. Bifreiðar og flugvélar eiga erfitt um að fá varahluti og gistihúsin þurfa að vera án margs, er þau vildu gjarna veita gestum sínum. Hjá þessu verður vart komizt. Þá hafa erfiðleikarnir orðið til þess, að lítið liefur orðið úr byggingu nýrra gistihúsa, þótt þeirra sé brýn þörf. Þessi þörf er hvað mest í Reykjavík, sem jafn- framt er mesti ferðamannastað- ur landsins. Vonandi sýna yfir- völdin þessu máli skilning, þegar eitthvað birtir til, enda eru gistihúsin víðast hvar talin nauðsyrúegar menningarstofn- anir, og þjóðir eins og Norð- menn hafa leyft byggingu nýrra gistihúsa jafnhliða ný- sköpun atvinnuveganna árin eftir stríðið. ísland hefur margt að bjóða sem ferðamannaland og það á eftir að hljóta viðurkenningu á því sviði. Þegar að því kemur, mun ferðamannastraumurinn reynast drjúg tekjulind, og það í erlendum gjaldeyri. En ís- íendingar geta ekki ætlazt til þess, að útlendingar sæki hing- að í stríðum straumum, meðan áhugi landsmanna sjálfra á ferðalögum um landið er ekki óskiptur. Þess vegna verður bjóðin sjálf að sýna landi sínu fulla ræktarsemi á þessu sviði og með áhuga sínum að byggja upp það samgöngu- og þjón- ustukerfi, sem ferðamannaland verður að hafa. Þá munu er- lendir gestir koma fljótlega á eftir. \ Tónlisfarskólinn fulfugu ára. TÓNLISTARSKÓLANUM var slitið 3. júní, og hefur hann þá starfað í 20 ár. Nemendur voru í vetur 240, en kennarar 20, að skólastjóra, Páli ísólfs- cyni, meðtöldum. Fimm nemendur voru braut- skráðir í vor: þrír píanóleikar- ar: Inga Heiða Loftsdóttir, Ragnar Björnsson og Gunnar Axelsson, einn fiðluleikari, Ingvar Jónsson, og einn flautu- leikari, Gísli Fiðriksson. Tvennir nemendahljómleikar voru haldnir fyrir skólaslit. Skólástjórinn, Páll ísólfsson, og Ólafur Þorgrímsson formað- ur skólans héldu ræður við skólaslitin. Skólastjóri rakti í ræðu sinni sögu skólans. 44 nemendur hafa verið braut- skráðir úr honum samtals og starfsemi hans aukið tónlistar- þekkingu og áhuga þjóðarinn- ar. Brautskráðir nemendur til- kynntu, að þeir myndu gefa skólanum málverk af skóla- stjóranum í þakklætisskyni fyr ir giftudrjúgt starf hans við skólann og tónlist á fslandi. Þegar ungíingarnir losna úr skólunum. Athyglisvert bréf frá verkamanni. MINNI ÞÁTTTAKA verður sennilega af hálfu hinna Norð- urlandanna í síldveiðunum hér við land í sumar en undanfarin ár hefur verið, samkvæmt frá- sögn fiskimálastjóra, en hann er nýkominn heim af fiskimála ráðstefnunni í Lysekil. VERKAMAÐUR SKRIFAR: „Nú eru skólarnir hættir og vor prófum Iokið. Unglingarnir eru (5VO glaðir, að þeir kunna sér ekki læti. Það mætti segja mér, að kennararnir væru líka fegnir. Það eru 20 ár síðan ég var í skóla, en ég er líka glaður og það er af því, að í vetur var ég að reyna til að hjálpa strák í gagnfræðaskólanum. SKÓLATÍMINN'er of langur og það á að troða langsámlega of miklu í börniri, svo miklu, að etundum virðist svo sem kennslubókahöfundarnir viti naumast sjálfir hvað þeir eru að fara. EIN KENNSLUBÓKIN er í eðlisfræði og er eftir Jón A. Bjarnason. Við skulum taka of- urlítið af „bullufræði“ þeirrar bókar. ,,Bullufræði“ er dálítið tvírætt orð, en við getum' haft báðar merkingarnar í huga. Á BLS. 58 er talað um vatns- fergju. Vatnsfergjan hefur 2 bullur, bullu F og dælubullu og opna pípu á milli. Svo segir: „Sé þvermál bullunnar F t. d. 100 sinnum meira en þvermál dælu- bullunnar, þrýstist F upp á við með krafti sem er 100 sinnum meiri eri sá kraftur, sem dælu- bullunni er þrýst niður með.“ Til. frekari áréttingar er svo sagt, að með litlum krafti á dælubulluna megi fá mikinn þrýsting á F og að sama skajji meiri sem þvermál F sé meira en þvermál dælubullunnar. EG IIF.LI) að höfundur ætti að teikna upp tvo hringi, annan 100 sinnum meiri í þvermál og Kommmiistaklœkí r á kennaraþingi SAMÞYKKT sú, sem" komm- únistar fengu — með sínum alkunnu brögðum — gerða á nýafstöðnu fulltrúaþingi barnakennara, þess efnis, að það lýsti yfir eindregnum stuðningi sínum við hið svo kallaða ,,friðarávarp“, sem nokkrir áróðursmenn og ginningarfífl komúnista settu saman á fundi í Síokkhólmi í fyrrahaust, hefur að vonum vakið töluvert umtal, og þá ekki sízt vegna þess, hvenær hún er gerð, — þ. e. samtím- is því, að kommúnistar eru að hefja blóðuga árásarstyrj- öid austur í Asíu. En upp- lýst er nú fullkomlega, að barnakennararnir yfirleit eru algerlega saklausir af þessari hneykslanlegu samþykkt. Hún var gerð af aðeins 15 kommúnistum og fylgifiskum þeirra, þegar dagskrá þings- ins var á enda og flestir hinna 50 fulltrúa farnir! ÞEGAR TILLAGAN um þessa samþykkt var borin fram, voru, að því er Ármann Hall- dórsson skólastjóri hefur skýrt Alþýðublaðinu frá, að- eins um 30 fulltrúar eftir á fundi. Forseti þingsins, Snorri Sigfússon, fyrrver- andi skólastjóri, lagði þá til, að tillögunni væri vísað frá; en það var fellt með 15 at- kvæðum kommúnista gegn 12. Síðan var tillagan sjálf samþykkt með sama at- kvæðamun, og daginn eftir auglýsti Þjóðviljinn það, að „samband íslenzkra barna- kennara hefði lýst yfir ein- dregnum stuðningi“ sínum við „friðarávarp“ kommún- ista! En yfir og við hliðina á þeirri frétt gat að líta frásagnir af vopnaðri og blóðugri innrás „friðarpost- ulanna“ í Suður-Kóreu! ÞAÐ ÞARF MEIRA EN Ó- SVÍFNI til þess að leyfa- sér slík vinnubrögð á fulltrúa- þingi íslenzkra barnakennara og slíka misnotkun á góðu nafni sambands þeirra. Því að vita mega komúnistar þó það, að yfirgnæfandi meiri- hluti íslenzkra barnakennara mun með öllu afþakka þann heiður, að vera dreginn í dilk meÖ þeim hræsnurum, sem þykjast vera að vir.na að friði í heiminum á sama tíma, sem þeir eru að hefja tilefn- islausa og blóðuga styrjöld austur í Asíu, styrjöld, sem um það, er lýkur, getur vel breiðzt út um allan heim og leitt meiri hörmungar yfir mannkynið en dæmi eru til. Barnakennarar munu líta á það sem stórkostlega móðg- un við barnakennarasamtök- in, að kommúnistar skuli hafa leyft sér slíka misnotkun fulltrúaþings þeirra til fram- dráttar slíkum hræsnis- áróðri. EN ÞANNIG ERU öll vinnu- brögð kommúnista. Þeir nota sér til hins ýtrasta andvara- leysi hrekklausra manna, reikna svo út flatarmálið og vita hvort það verður 100 sinn- um meira á þeim stærri. Því hér er það fatarmál bullhaus- Qnna sem máli skiptir og það vex ekki í sama hlutfalli og þver mál þeirra. Á BLS. 81 ER VÉLFRÆÐI. Þar er verið að lýsa hinum fjór- um slögum fjórgengisvéla. Þar segir: ,,f fjórðu göngu útblást- ursslaginu þeytist bullan aftur upp á við vegna hreyfingarorku einnar.“ Og neðar á sömu síðu er sagt, að það sé aðeins í vinnu- slaginu, sem hinn knýjandi kraft ur veiti bullunni hreyfingar- orku. í. næstu þrem slögum heldur bullan áfram vegna „hraða síns“ og nú innan gæsa- lappa. Það er eins og það hvarfli að höfundinum, að þetta sé nú kannske ekki alveg tæmandi skýring, og ég held, að það sé alveg rétt. Þessi bulla sem hér er talað um, er ekki allt af að snúa við á hreyfingar- stefnunni, hvorki vegna hreyf- ingarorku sinnar né vegna hraða síns. Það væri andstætt tregðulögmálinu. EG ÆTLA EKKI aS nefna fleiri dæmi, enda gramdist mér mest vegna eðlisfræðinnar, því að það var mín skemmtilegasta námsgrein, þegar ég var í skóla og ég á ennþá litlu eðlis- vxæðina eftir Valdimar Snævar og þykir vænt um hana. — í stærðfræði er þjösnast yfir allt of mikið. Þar á að sleppa alveg- bókstafareikningi og ef til vill meiru, en læra betur það, sem farið er yfir. Jafnvel í íslenzku er farið of langt, því er z í þessu orði en ekki hinu? Hvað- an er þetta y komið? Og svo er vitnað í fornmálið, í dönsku, norsku, sænsku, ensku, þýzku gotnesku og latínu, alveg eins og krakkarnir kunni þetta allt saman eða hafi það að minnsta kosti í vasanum. ÍSLENZKUKENNARARNIR ættu heldur að reyna að kveða niður eitthvað af málleysunum, svo að t. d. blaðamenn framtíð- arinnar skrifuðu ekki t. d. þrepskjöld, voðaskot og eldur várð laus, þegar þeir meina bröskuld, slysaskot og það kviknaði í, eins og ykkur þessa gömlu hefur nú stundum hent. Eg held, að við ættum að spyrna við fótum og það snar,- lega og athuga hvar við erurp staddir. Gagnfræðaskóli á ekki að ala upp sérfræðinga, það er ekki hans hlutverk. Hann á að kenna það, sem kemur að hag- kvæmum notum í daglegu lífi; EG VAR NÆRRI ÞVÍ búinn sem ekki oru við klækjum að skrifa þér skammabréf eftir þeirra búnir. Þannig fá þeir oft og tíðum gerðar sam- þykktir, eftir sínu höfði, um fylgi eða stuðning við hin eða þessi vélráð kommúnista bæði hér og erlendis. Og svo er saklaust fólk, eins og barnakennararnir í því til- felli, sem hér hefur verið á minnzt, dregið í dilk með þesum flugumönnum, og gott nafn samtaka þess misnotað. að stúdentarnir töluðu um and- legt frelsi í vetur. Þær umræð- ur báru menningarástandi þeirra lélegt vitni. Ekki minnst á hvað væri andlegt frelsi. ■— Ekkert talað um hve víðtækt anllegt frelsi væri mögulegt eða andlegt frelsi væri mögulegt eða aðallega um hvort væri bölv- aðra, Sovétríkin eða Bandarík- in.“ Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.