Alþýðublaðið - 01.07.1950, Síða 6
6
ÁLÞYÐUBLAÐSÐ
Laugardagur 1. júlí 1950.
Gina K au s
Ritstjóri sæll.
Slátturígur er sízt betri en
hver annar rígur; það hef ég
fengið að reyna þessa dagana.
Bar niður á laugardaginn var;
sló ívær eða þrjár brýnur og
varð ekki meint af. Byrjaði
sláttinn aftur upp úr hádegi á
mánudag og ætlaði mér ekki af,
hafði mig ekki á ról á þriðju-
dag;f engu líkara en ég væri
allur reirður og hertur um bol-
inn með hártagli. Hafði ekki
einu sinni rænu á að líta í blöð-
in, en las hins vegar Heljarslóð-
arorustu Gröndals gamla, góð
lesning og hressandi. Skemmti-
lega frásögn mundi sá maður
hafa getað skrifað af átökum
stórveldanna á þessum síðustu
og verstu tímum,’ ef hann væri
ekki svo lánsamur að vera
löngu dauður. En hvað um það;
nú eru þeir farnir að berjast
þarna einhvers síaðar í Vestur
Asíu, ef til vill verður úr því
ein heimsstyrjöld eða einn
heimsendir. Þótt ég væri á fót-
um, — en ég gæti þó ef til vill
verið búinn að koma töðunni í
gryfjur og hlöður, áður en þeir1
eyða öllum veraldargróðrinum,
væri ég fleygur og fær, og hefði
þá Auðhumla II. eitthvað til að
jótra á„ unz grundir greru á ný.
Yrði það og líklega eitt verka
minna, sem öld Baldurs kæmi
að notum, en af því verður
sennilega ekki, sökum sláttu-
rígsins og fari hann og veri. —
Hefði mér þótt það verðugur
heiður mér og minni stétt, að
heyöflunarforsjálni mín hefði
bjargað móður næsta mannkyns
frá doða----------
Það las ég í mánudagsblað-
inu, sem mér þykir að mörgu
leyti merkilegt, að ritstjóri þess
hefði hlotið sekt og kárínur fyr
ir óvirðulegt tal um tvo dánu-
menn, sem illgjarnir menn hafa
löngum orðað við karakúlinn-
flutning og ýmsa fylgifiska
þeirrar framtakssemi. Er rit-
stjóranum það mátulegt, og svo
væri öllum þeim, sem einhverra
hluta vegna vilja umfram allt
kenna einhverjum um hvaðeina
sem mistekst, eða eru jáfnvel
haldnir þeirri sálsýki að vilja
koma fram ábyrgð á hendur hin
um og þessum. Það væri þokka-
legt, eða hitt þó heldur, að tveir
frómir heiðursmenn, — ekki
fremur þessir fyrrnefndu, held-
ur einhverjir tveir, ■— væru allt
í einu dæmdir ábyrgir glappa-
skota sinna, en ekkert blakað
við öðrum! Væri það hins veg-
ar löggildur úrskurður, að á
vissu tímabili, árlega, skulum
við segja, væru alltaf einhverj-
ir tveir af þjóð vorri valdir til
þess að þola refsingu fyrir
glappaskot allra í landinu,
mætti segja, að ekki væri að-
eins kerfisvottur heldur og hag
sýnisvottur í hringavitlevsunni.
En þá ætti auðvitað að velja
refsiaðgerðaþolana með hlut-
kesti, og að sjálfsögðu úr hópi
þeirra, sem fæst eða engin
glappaskotin hafa framið, með-
al annars vegna vöntunar á
hentugri aðstöðu til slíkrar
starfsemi, og kæmist þá um leið
löghelgun og friðun á alla hina.
Sefn ég segi, — fimm þúsund
krónur væri hæfileg sekt fyrir
slíka flónsku og þá, sem rit-
stjóri mánudagsins hefur gert
sig beran að. Og svo er vesalings
maðurinn að furða sig á, að
ekki skuli hafa verið hrakið
neitt það, er í grein þeirri stóð,
sem hann hlaut dóminn fyrir.
Mætti segja mér að hann héldi
að allir menn væru góðir, en
sumir bara svolítið breyzkir.
Jæja, nóg um það.
Virðingarfyllst.
Filipus Bessason
hreppstjóri.
GENGIÐ UNDIR LEKA.
Fýluframleiðsla og milliríkja-
keppni. Það kom í ljós, þegar
danskir knattspyrnumenn
kepptu við íslenzka dittó á í-
þróttavellinum á dögu-num, að
fýluframleiðsla sú, sem löngum
hefur verið kennd við Klett,
og flestum ,,neytendum“ hvim-
leið, getur komið okkur að gagni
í milliríkjaviðskiptum, — að
minnsta kosti þegar Danir eru
annars vegar. Þegar leið á leik-
inn, sló nefnilega megnri
Klettssvælu yfir völlinn, svo
þeim dönsku sló fyrir brjóst,
urðu miður sín og máttu þeim
íslenzku, — sem af skiljanleg-
um orsökum kunnu fýlunni bet
ur, — lítið viðnám veita. Eru nú
frjálsíþróttamenn vorir lagstir
á bæn og heita gríðarlega á
Teresíu, að hún sjái þeim fyrir
a.ustanátt, þegar danska lands-
liðið kemur, og ekki þarf að
spyrja að því, að Klettsverk-
smiðjan sinni sínu hlutverki.
Þá mun og hafa komið til
mála, að ríkis?tjórnin taki á
leigu liúsnæði ré,tt v.ið verk-
smiðjuna og fari þar fram end-
urskoðun dansk-íslenzka verzl-
unarsamninga og aðrar umræð-
ur milli danskra og íslenzkra
"ulltrúa......
Lesið Álþýðublaðið
Winterfeldt opnaði dyrnar
og fullvissaði sig um, að klið-
urinn úr samkvæmisstofunni
væri órofinn, svo að engin
truflun virtist hafa orðið þar.
„Þínum málefnum? Þegar
þú hefur smánað fjölskyldu
þína, þá er það ekki lengur
þitt einkamálefni. Geturðu
ekki hugsað þér, að ég og mitt
heimili muni verða fyrir dá-
litlu af því skítkasti, sem verð-
ur af þessu máli? Ef kona
Grimms deildarstjóra hefði
hugmynd um það, sem nú á
sér stað á rnínu heimili með-
an hún er gestur minn, þá . . .“
Og hann talaði lengi á þenn
an hátt. Það var eins og ó-
hamingjan snerti hann mest
allra manna. Ef einhver hefði
séð hann tala án þess að heyra
orðin, sem hann sagði, séð hið
fagra, gráhærða höfuð'hans og
handaslátt, þá hefði sá hinn
sami getað haldið að þar væri
prestur að halda ræðu um
hörmungar mannkynsins. Og
hann hélt áfram að tala þang-
að til honum datt allt í einu
í hug að fjarvera hans frá gest-
unum gæti orðið til þess að
gera allt verra fyrir hcnum.
Þrátt fyrir allt og allt, þrátt
fyrir þá miklu sorg, sem Lotta
hafði valdið mér, gat ég ekki
annað en dáðst að því, hvað
hún bar sig vel, hvernig henni
tókst að dylja hið rétta hugar-
far sitt, já, bókstaflega hvern-
ig hún var kát og jafnvel glett-
in á svipinn, þegar hún kom
aftur inn til gestanna. Það var
alveg útilokað að nokkur gæti
séð á henni, hvað fyrir hefði
komið síðast hálftímann.
Herra Kleh tók heldur ekki
eftir neinu, þegar hann, eftir
að hafa unnið vel í bridgespil-
inu við konurnar, ók með okk-
ur heim á eftir.
Eftir að við komum heim sat
ég lengi á rúmstokknum hjá
Lottu og reyndi að spyrja hana~
spjörunum úr. Hún starði óaf-
látanlega upp í loftið og svar-
aði ekki spurningum mínum.
,,Ég get alls ekki skilið“, sagði
ég, að mér skuli hafa skjátl-
ast svona hrapallega með Mar-
tin. Mér datt ekki í hug, það
er mér eiður sær, að hann væri
svona samvizkulaus“.
Hún yppti öxlum. „Lofaðu
mér að fara að sofa, Eula“,
sagði hún aðeins.
Og sannarlega virtist hún
hafa sofnaö undir eins. Það
l.eyrðist ekki minnsta hljóð úr
berbergi hennar alla nóttina.
Ég gat alls ekki farið að hátta.
Ég lá andvaka í fötunum og
hugsaði óaflátanlega um það,
hvernig þetta hefði getað átt
sér stað —■ og hvað við gætum
tekið til bragðs. Hvernig það,
hafði átt sér stað? — Það ]
skildi ég ekki fyrr en mörgum
árum seinna. En það skildist
mér undir eins, að eina vonin
til að frelsa Lottu var ao hún
losnaði við fóstrið þegar í stað.
Það mundi liorna í veg íyrir
hneykslið og bjarga henni. En
hvernig, hvernig átti að koma
þessu fram? Ég var gömul
meykerling frá liðinni öld, og
svo mikill fáviti í þessum efn-
um, að fimmtán ára stúlkur
r.ú til dags vita miklu betur.
Og ekki gat ég leitað ráða hjá
neinni manneskju um þetta,
það var ég handviss um. Ég
gat ekki einu sinni gert Lis-
beth að trúnaðarmanni okkar
í þessu efni, því að ég skamrn-
aðist mín svo mjög að ég á
engin orð til að lýsa því. Ég
skammaðist mín vegna sjálfr-
ar mín og. ekki síður vegna
í.ottu minnar. Já, ég fyrirvarð
mig. Nú finnst mér að það
hafi verið heimskulegt af mér,
en svona var, og ég gat ekk-
ert að því gert.
Nokkru áður hafði ég lesið
skáldsögu. Hún var eftir mjög
kunna skáldkonu og allir lásu
þá þessa bók. Hún fjallaði um
unga stúlku, sem var þunguð
og framdi að lokum sjálfsmorð
eftir mikið hugarvíl. Hún hafði
ekkj séð neina aðra leið út úr
vandræðunum. Mér varð hugs-
að til þess, sem Lína frænka
hafði sagt; „Þetta er heimsku-
leg og ósönn skáldsaga. Nú á
tímum vita allar ungar stúlk-
ur; hvernig þær geta losnað
við að eiga barn, sem þær vilja
ekki eiga. En ég gat ekki spurt
Línu frænku um það, hvað
hún hefði átt við, og ég gat
heldur ekki farið með Lottu
til hvers kvenlæknisins á fæt-
ur öðrum og spurt þá ráða og
reynt að finna einhvern sem
vildi . . .
Og þannig liðu næstu dag-
ar. Lotta hafði alltaf verið
mjög ráðagóð stúlka og uppá-
finningasöm. Nú var hún gjör-
breytt að því leyti. Það var
því líkast, sem henni sjálfri
kæmi þetta í rauninni hreint
ekkert við. Ég reyndi alls kon-
ar húsráð, sem ég hafði heyrt
talað um. Ég bjó henni heitt
sinnnepsfótabað og fékk hana
til þess að taka inn sterkt
hægðameðal. Hún gerði allt
sem ég sagði henni af stökustu
þolinmæði, en svipur hennar
var steinrunninn eins ■ og hún
væri tilfinningalaus, og ein-
mitt þetta gerði það að verk-
um, að ég var full örvænt-
ingar. Ég þorði alls ekki að
láta hana vera eina stundinni
lengur. Og þegar Winterfeldt
kom til okkar viku seinna,
fannst mér næstum því að
i hann kæmi sem engill af himni
| sendur.
„Ég ræ ðekki við fjölskyldu
tilfinningar mínar“, sagði hann
starx, og útmálaði það með
mörgum orðum hve góður
hann væri í sér. Ég leyfði hon
um að tala, og þó vissi ég það
fullvel, að hann var bara
hræddur við hneýkslið sjálfs
sín vegna og að ault þess vildi
hann gjarna íengjast barón
von Ried.
„Ég má vitanlega ekki koma
nærri málinu sjálfur“, sagði
hann. ,,Þið verðið báðar að
sverja það að nafn mitt verði
alls ekki á neinn hátt bendlað
við þetta . . .“
Við sórum og sárt við lögð-
um.
„Á morgun eigið þið að fara
á fund stéttarbróður míns
DÐamnitzer og þið segið hon-
um að Lotta hafi hita á hverju
einasta kvöldi, að vísu ekki há-
an hita, en dálítið yfir. þriátíu
og sjö. DDamnitze'r hefur þá
bjargföstu skoðun að ef um
veik lungu sé að ræða, þá sé
fullkomlega leyfilegt að eyða
fóstri. Ég aftur á móti er á
gagnstæðri skoðun. Ég álít
meira að segja, að kona lækn-
ist af mörgum kvillum ein-
mitt með því að eignast af-
kvæmi“. Hann skýrðí þetta
svo allt saman út fyrir okkur
með miklu orðskrúði og sagði
okkur frá því, hvernig hann
hefði komizt á þessa skoðun.
Síðan urðum við enn -einu
sinni að lofa því statt og stöð-
ugt að tala ekki við einn eða
neinn um þetta mál, ekki einu
sinni við Lisbeth.
Damnitzer læknir bjó á ein-
faldan hátt, en kröfur hans
voru geysilega háar. Hann
krafðist svo mikils gjalds fyr-
ir aðgerðina að það nálgaðist
helminginn af sparafé mínu.
Hann krafðist að fá að rann-
saka Lottu og varð mjög reið-
ur þegar hún vilai ekki leyfa
honum það. Hvað meintum við
eiginlega með því að vera að
leita til hans? Hafði nokkur
íæknir nokkurn tíma skoðað
hana og staðfest að hún væri
með barni? Við urðum að
svara því neitandi, því að við
í rishæð til sölu fyrir að-
eins kr. 57 þús. Útborgun
kr. 40 þús. Laus til íbúð-’
ar strax.
SALA & SAMNINGAK, ■
Aðalstræti 18
Sími 6916.