Alþýðublaðið - 06.10.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.10.1950, Blaðsíða 7
föstudagur 6. október 1950 ALÞÝÐUBLAÐÍÖ i FELAGSL3F ARMENNINGAB! í íþróttahúsinu í kvöld: kvöld: , Minni salurinn: Kl. 7—8 Frjálsar íþróttir, ' yngri fl. Kl; 8—9 Skíðaleikfimi. iStóri salurinn. Ki: 7—8 Öldungar, fimleik- -«ni' -ár. ■ -■■' r Kl. 8—9 I. fl. karla, fiml. Kl. 9—10 Frjálsar íþróttir, fullorðnir. Skrifstofan er opin frá kl 8—10. Sími 3356. ^ Stjórn Ármanns. Guðspekífélagið. Reykjavíkurstúkan heldur fund í kvöld (6. okt.) kl. 8,30 síðdegis. Gretar Fells rithöf- undur flytur erindi: Guð og menn. — Gestir velkomnir. SKiPAUTfieBÐ RIKISINS til Vestmannaeyja í kvöld. Tekið á móti flutningi í dag. oss 71 Eer frá Reykjavík laugaraag- inn 7. október, kl. 12 á hádegi til Leith og Kaupmannahafn- ar. Tollskoðun farangurs og vegabréfaeftirlit byrjar í toll- skýlinu vestast á hafnarbakk anum kl. 10,30 f. h. og skulu allir farþegar vera komnir í tollskýlið eigi síðar en kl. 11 f.h. H.f. Eimskipafélag íslands. talæfingar, stíla, les dönsku og ensku með skólafólki. HÚLDA RITCHIE Víðimel 23. Sími 80647. Samkvæmlskjólar Saumastofan UPPSOLUM. Sími 2744. Oháði fríkirkjusöfnuðinum gefin óð vestur í bæ. Lesli Alþýðublaðlðl Ræður séra Emils Biörnssonar gefnaif út til styrktar kirkjubyggingarsjóði. íhfih mu f'- 6iri VVTfoT- ■■ .Vö '-j: : i ,. ú ÓHÁÐA FRÍKIRKJUSÖFNUÐINUM í Reykjavík hefur nýlega' verið gefin lóð fyrir kirkjubyggingu á mótum Hring- brautar og Kaplaskjólsvegar. Hefur nú verið stofnaður kirkju- byggingarsjóður innan safnaðarins, og hafa sjóðnum þegar bor- izt nokkur þúsund krónur í gjöfum, en aulc þess hefur söfnuð- urinn ákveðið að gefa út ræður þær, sem séra Emil Björnsson hefur flutt í Stjörnubíói, og verður ágóðanum varið til eflingar sjóðnum. Ráðgert er, að ræðurnar komi út fyrir jólin. ------------------••----—♦- Stjórn safnaðarins átti í gær tal við blaðamenn og skrýði þeim frá helztu starfsemi sam- aðarins. Hafði Andrés Andrés son orð fyrir stjórninni og sagði meðal annars að meðlim- ir safnaðarins væru nú orðnir hátt á annað þúsund. Eins og að undanförnu munu guðsþjónustur- safnaðarins verða í Stjörnubíói annan hvern sunnudag í vetur, og hefur söfnuðurinn nú fengið sinn eigin kirkjukór^ undir stjórn Jóns ísleifssonar. Félags líf safnaðarins er blómlegt. Kvenfélag var stofnað í fyrra- vetur og eru í því 130—140 konur, og í undirbúningi er stofnun unglingafélags. Hús- næði fyrir félagsstarfið hefur formaður safnaðarins lánað í bakhúsinu á Laugaveg 3, en þar er fundarsalur, sem rúmsr um 60 rnanns. Þar er og skrif- stofa safnaðarins. Lóðin, sem söfnuðinurn var gefin er minningargjöf um Jón Magnússon yfirfiskmatsmann, en gefendurnir eru frú Helga ísaksdóttir, ekkja hans og dæt- ur þeirra hjóna, Guðrún og Manqrét, svo og Ingimundur Jónsson verkstjóri, Holtsgötu 1 og -Helga Jónsdóttir kona hans. Þegar eru farnar að berast gjafir í . kirkjubyggingarsjóð- inn frá safnaðarfólki og einn- ig fólki utan hans, t. d. má geta þess að kona utan safnaðarins gaf stjóðnum 1000 krónur sem þakklætisvott fyrir að vera við messur í Stjörnubíó. Eins og áður segir, verða ræður séra Emils Björnssonar gefnar út til styrktar kirkjubyggingar- stióðnum og tók hann það fram að ef prédikanir sínar, semhann hefði orðið að flytja í óvígðu húsi, geti stuðlað að því að koma upp guðshúsi, þá sæti sízt á sér að neita um leyfi til útgáfunnar, þótt hann hefði hins vegar síður kosið að gefa út fyrstu ræður sínar. Safnaðargjöld óháða fríkiskju safnaðarins eru 18 krónur eins og safnaðargjöld annarra safn- aða. en margir meðlimir safnað arins hafa greitt miklu m.eira í fríálsum framlös'um. ATHYGLI margra þjóða hefir beinzt að fulltrúum söguevj- unnar í nýafstöðnu Evrópu- meistaramóti í Brussel. Er ein- sætt af skrifum blaða um þenna merkasta viðburð á sviði íþróttanna, að Ólympíuleikun- urn einum undanskildum, að svo mikil afrek, sem íþrótta- menn okkar h.afa unnið, mælt í sekúndum og sentímetrum, hefur framkoma þeirra á ieik- vangi þó ekki síður verið þeim og landi þeirra til sóma. Hvort tveggja þetta ber að þakka, ekki síður hið síðarnefnda. Því þegar allt kemur til alls, eru það ekki stigin og metin, þótt mikilsverð séu, sem máli skipta, heldur fáguð framkoma og drengskapur þeirra, í og ut- an keppni, sem til þess veljast af okkar hálfu að koma fram i augsýn og áheyrn hinna stóru þjóða. Eftir því verðum við dæmdir, fyrst og fremst. Mælikvarðinn á íþróttagetu hinna einstöku þjóða, sern þátt taka í alþjóðlegum mótuni, verður þó væntanlega lengst af metinn í stigum. Því er það að ýmsir hafa haft af því nokk- urn beyg, að hinir færustu með al íþróttamanna okkar bafi þegar náð það langt, að ^rfitt muni reynast að fylla í skörð- in, þegar þar að kemur. Því er ekki að leyna, og mikið má til, ef duga skal. En þeir, sem bezt fylgjast með í þessum efnum, hafa ástæðu til þess að vera bj artsýnir. Og óneitanlega eru áþreifanleg rök þeirra fyrir þeirri bjartsýni, þegar litið er til þess, hver árangur náðist hér í sumar í keppni milli drengja undir 16 ára aldrþ á svokölluðu B-júníormóti. — Hvers má ekki vænta af drengjum á þeim aldri, sem hlaupa 60 metra á 7,3—7,5 sek., stökkva 1,65 metra í há- stökki, varpa kúlu (að vísu mikið léttari en fullorðinna) 15—16 metra, hlaupa 600 metra á einni og hálfri mínútu, stökkva nær 6 metra í lang- stökki, kasta kringlu (léttri kringlu) yfir 45 metra og hlaupa 5X80 metra boðhlaup á -um 40 sek.? Allt þetta skeði á móti þessu. Og þátttakan var þar að auki gífurlega mikil, 12 —20 keppendur í einstökum greinum, en það er meira en gerist að öllum jafnaði meðal hinna fullorðnu, þó stundum sé vel. Þessu er vert að gefa gaum. Því eru helztu afrek þessara drengja birt. Enginn vafi er á því, að leggi þeir rækt við íþróttirnar af alhug, og endist þeim aldur heilsa, munu nöfn þeirra eiga eftir að skreyta síður fundargerðabóka Þökkum innilega samúð við andlát og jarðarför Sesselju Sigríðar Þorkelsdóttur Einnig þökkum vii' sérstaklega læknum og hjúkrunarkonum IV:ífilstaðahælis fyrir góða og: fórnfúsa umönnun í veikindum hennar. Aðstandendur. Jarðarför föður míns Jóns Brandssonar fer fram að heimili mínu, Kirkjuvegi 36, laugardaginn 7. þ. m. kl. 2 e. h. Fyrir hönd barna hans og annarra ættingja Helga Jónsdóttir. alþjóðamóta og varpa ljóma a nafn íslands og' íslenzka í- þróttamenningu. Alþýðublaðið sr afgreitt til fastra áskrifenda og í lausasölu hjá þessum mönnum: Verzlun Gunnar Jónssonar, Olíustöðinni, Hvalfirði. Sveinbirni Óddssyni, Akranesi. Daniel Eyjólfssyni, Borgarnesi. Jóni Gíslasyni, Hellissandi. Ottó Árnasyni, Ólafsvík. Steinari Ragnarssyni, Stykkishólmi. Sæmundi Bjarnasyni, Fjósum, Dalasýslu. Ebeneser Ebeneserssyni, Bíldudal. Kolbeini Guðmundssyni, Flateyri. Verkalýðsfélaginu Súgandi, Súgandafirði. Páli Sólmundarsyni, Bolungarvík. Ólafi Guðjónssyni, Hnífsdal. Jónasi Tómassyni, ísafirði. ! Jóni Gíslasyni, Súðavík, Álftafirði. Guðm. Þ. Sigurgeirssyni, Drangsnesi, Steingrímsf. Friðjóni Sigurðssyni, Hólmavík. Jens P. Eiríkssyni, Sauðárkróki. Jónasi Hálfdánarsyni, Hofsós. Jóhanni Möller, Siglufirði. Lárusi Frímannssyni, Dalvík. Þorst. Jóussyni, Hafnarstræti 88, Akureyri. Sigurjóni Ármannssyni, Húsavík. Guðna Þ. Árnasyni, Raufarhöfn. Guðm. Einarssyni, Þórshöfn, Langanesi. Ingólfi Jónssyni, Sevðisfirði. Ólafi Jónssyni, Norðfirði. Guðlaugi Sigfússyni, Reyðarfirði. Jóni Brynjólfssyni, Eskifirði. Þórði Jónssyni, Fáskrúðsfirði. Bjarna Guðmundssyni, Hornafirði. Birni Guðmundssyni, Vestmannaeyjum. Arnbirni Sigurgeirssyni, Selfossi. Jósteini Kristjánssyni, Stokkseyri. Verzl. Reykjafoss, Hveragerði. Jóni I. Sigurmundssyni, Eyrarbakka. Árna Helgasyni, Garði, Grindavík. Ásgeiri Benediktssyni, Garði, Efra-Sandgerði. Alþýðubrauðgerðinni, Keflavík. ÞorJáki Benediktssyni, Garði. Birni Þorjeifssyni, Ytri-Njarðvík. Sigríði Erlendsdóttur, Kirkjuvegi 10, Hafnarfirði. Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis til næstu mán- aðamóta. — Snúið yður tii útsölumanna Alþýðu- blaðsins eða afgreiðslunnar í Alþýðuhúsinu, — Hverfisgötu 8—10, Reykjavík, og gerist áskrif- endur að Alþýðublaðinu. Úlbreiðlð ALÞÝDUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.