Alþýðublaðið - 19.12.1950, Síða 9
Þriðjudagur 19. desember 1950
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ
9
Glæsirií um gullöld Norðurlanda
ÞEIR, sem muna fyrsta og
annan áratug þessarar aldar,
munu minnast þess, hver á-
hrifavaldur og aflvaki þær
voru íslenzkri þjóðerniskennd
og djarfhug, ekki sízt meðal
aeskumanna, bækur Jóns Aðils,
Gullöld íslendinga, íslenzkt
þjóðerni, Dagrenning og Skúli
fógeti. Þá má ekki síður nefna
íþróttir fornmanna eftir dr.
Björn frá Viðfirði. Sú bók varð
með afbrigðum vinsæl og um
leið áhrifarík. Hún jók áhuga
ungra manna á íþróttum og
hún glæddi skilning, þeirra,
sem eldri voru og ráðameiri, á
gildi íþróttanna. Þá hafði hún
og, ásamt Gullöld íslendinga,
mjög mikil áhrif um örvun
ungra manna til lesturs íslend-
íngasagna, sem einmitt voru,
þegar þessar bækur komu út,
orðnar fáanlegar í ódýrri og
alþýðlegri útgáfu Sigurðar
Kristjánssonar.
íþróttir fo.rnmanna eru nú
komnar út öðru sinni — og er
það síðar en vænta mátti. Hef-
ur Bókfellsútgáfan gefið bók-
ína út, og er útgáfan mjög
■vönduð á allan veg. Fremst í
hókinni er formáli höfundar
fyrir frumútgáfunni, en síðan
er æviminning -hans. Hana hef-
ur skrifað Halldór meistari og
. menntaskólakennari Halldórs-
son, en hann er bróðursonur
■dr. Bjarnar. Er æviminningin
vel skrifuð og þar gefin allgóð
hugmynd um dr. Björn sem
mann, kennara og málsnilling.
Bókarlok eru eftirmáli, sem
Þorsteinn Einarsson íþrótta-
fulltrúi hefur ritað, og leggur
hann þar út af þessum orðum
dr. Björns:
„En vér huggum oss við þá
tilhugsun, að aðrar lindir hafa
náð framrás, og hver veit
uema þessi hin sama muni inn-
an skamms spretta upp á ný
eftir alda hvíld.“
Þarna á dr. Björn við hinar
alþýðlegu íþróttir.
Það leynir sér ekki, þegar
við lesum íþróttir fornmanna,
að bókin er ekki eingöngu
skrifuð af vísindalegum áhuga,
þó að hún þætti og þyki ennþá
merkileg sem vísindarit. Hún
er þrungin af ást höfundar á
viðfangsefninu, hrifni hans af
fornri menningu og atgervi ís-
lendinga og annarra Norður-
landabúa — og af djúpum
skilningi á menningargildi í-
þróttanna, þá er þeim er stefnt
í skynsamlega átt. Ekki mundi
það hafa verið sæmandi, að
slíkt rit væri klaufalega sam-
ansett eða ritað á lágkúrulegu
máli, enda- fer saman í þessari
bók frábærlega skýr og
skemmtileg framsetning og
fagurt, tigið og þróttmikið mál
Er það aðdáunarvert, hve vel
höfundi hefur tekizt að gera
bók þessa allt í senn: vísinda-
rit, bókmenntalega merka,
skemmtilega hverjum meðal-
greindum manni og loks afl-
vaka íþrótta- og menmngará-
huga.
Nú höfum við Islendingar
náð því marki, að íþróttir séu
kenndar í öllum skólum lands-
ins, að þorri ungra manna iðki
þær og að þær séu af öllum
nokkurs metnar. Þá höfum við
enn fremur á allra síðustu ár-
■um eignazt íþróttagarpa, sem
éru hlutgengir á erlendum vett-
vangi. Þetta er allt go+i og
þlessað, og heiður og ■ þökk sé
.þeim Huseby, Torfa Bryngeirs.
syni, Clausensbræðrum, Finn-
þirni Þorvaldssjmi og hverjum
öðrum, sem fram úr skara. Og
ekki hygg ég, að lengur sé .néin
hætta á því, að íþróttir verði
hér afræktar. Hættan gæti
frekar reynzt sú, að hinn raun- I
verulegi tilgaygur iþróttanna !
gleymdist, sá, að þær verði afl-
vaki alhliða líkamiegs og and- i
legs atgervis, líkamlegrar orku, '
hreysti og glæsileika annars
vegar, en hins vegar mann- !
dóms, áhuga, framtaks og
drengskapar á hvaca sviði sem
maðurinn staríar. íþróttamenn
og íþróttafrömuðir mega um
fram allt ekki gleyma því, að
íþróttirnar eiga ekki að verða
borra ungra manna allt i öllu, |
þannig. að þeir hugsi ekki um '
annað, tali ekki um annað og .
kunni ekki að meta önnur af-1
rek en þau, sem miðast við j
met.
Ég hvgg. að bók dr. Thörns 1
frá Viðfmði hafi engum af sin- 1
um verðleikum taoað. Hið '
glæsilega mál hefur enn sitt
gildi og svo p” um gerð búkar-
innar alla. Bókin mun og enn-
þá veit.a örvun til íþróttaiðk-
ana og verða hvatning til lestr.
ar íslenzkra fornbókmennta.
Og hún hefur nú ef til vill enn
þá frekar en áður því hiucverki
að gegna að skerpa skilning
manna á þeirri stfefnu, sem
nauðsynleg er í íþróttamálum,
ef íþróttirnar eiga að hafa al-
mennt lífs- og menningargildi.
Dr. Björn le.ygur sem sé mikla
áherzlu á, að íþróítirnar í forn
öld hafi verið miðaðar við það,
að þær ykju manndáð og dreng
skap á öllum sviðum og gerðu
menn hæfari í lífsbaráttunni.
Það er því fyrir margra
hluta sakir ástæða til að fagna
hinni nýju útgáfu á íþróttum
fornmanna, og vil ég að lokum
minnast á, að sú bók er tilvalin
fyrirmypd að hliðstæðum bók-
um um ýmis þaú svið íslenzks
þjóðlífs og menningarlífs, sem
nauðsvn ber til, að um verði
skrifað.
Guðm. Gíslason Hagalín.
Torgsalan.
Mínir heiðruðu viðskiptavinir eru beðnir að at-
huga, að ég hef verið látinn flytja frá Njálsgötu
og Barónsstíg að horni Barónsstíg og Eiríksgötu.
Eg mun eins og áður hafa alls konar skálar og
ker til jólagjafa, skreyttar hríslur á leiði, búnt
í vasa og mínar þekktu frostrósir. •— Komið og
athugið. — Eg mun eins og að undanförnu reyna
að gera mína heiðruðu viðskiptavini ánægða.
Eins og áður verður selt á horni Ásvallagötu cg
og Hofsvallagötu alla daga til jóla.
KOMIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN.
Gróðrarstöðin Sæból, Fossvogi
Sími 6990.
Farið sparlega með rafmagnii
HERSVEITIR sameinuðu
þ.ióðanna í Kóreu hafa bætt að-
stöðu sína á ýmsan hátt, og
flugvélar hafa gert. harðar loft-
árásir á herstöðvar Kínverja
og herskip skotið á þá frá sjó.
Frá stjórn Sogsvirkjnn-
arinnar og stjórn Raf-
magnsveitu Reykjavíkur 1
hefur blaðinu borizt eft-
irfarandi:
AFLÞÖRFIN á orkuveitu-
svæði Sogsvirkjunarinnar mun
komast upp í 40 000 kw á yfir-
standandi vetri. Ástimpluð
málraun allra véla í þrem afl-
stöðvum er 23 480 kw. Mun
vera hægt að leggja á vélarnar
4 400 kw álag umfram þetta
eða nærri 19% umfram. Verð-
ur þá hægt að anna um 28 000
kw mesta afl með vélunum éða
70 % mestu aflþarfar.
Mesta vélaálagið stendur yf-
ir um klukkustund á suðutím-
anum fyrir hádegi. Þegar véla-
aflið nægir ekki fyrir aflþörf-
inni, hefur það ráð verið tekið
að lækka spennuna til þess að
ofreyna ekki vélarnar. Þetta er
bagaminnsta takmörkunin,
sem hægt er að hafa, en hún er
ekki nothæf nema um sé að
ræða tiltölulegá litla lækkun,
5 til 10%. Þegar kemur veru-
Lega yfir það, truflast skilyrðin
fyrir störfum öryggis- og stilli-
tækja vélanna, svo að rekstur-
inn verður varasamur og
hættulegur vélunum, auk þess
rem nokkuð dregur úr afköst-
um þeirra, þegar börfin er
mest.
Þar sem sýnilega verður um
meiri aflþörf að ræða á þessum
vetri en óhætt er cða fært er
að takmarka með spennulækk-
un einni, er nauðsynlegt að
taka upp takmörkun á annan
hátt, en það er með því að taka
úr sambandi hluta af veitu-
kerfinu, meðan á mesta álagi
stendur um suðutimann kl. II
—12 f. h.
Þessi aðferð heíur tíðkazt
sums staðar erlendis, þar sem
líkt hefur verið ástatt og
myndi verða framkvæmd hér
á þessum vetri á þann hátt, að
veitukerfinu yrði skipt niður í
jafna hluta, þanmg^ að hver
hluti yrði . rofinn frá aðeins
einu sinni í viku á fyrirfram
tilteknum dögum um suðutím-
ann og yrði það auglýst, svo að
hver notandi gæti vitaö um
það fyrirfram.
Veitukerfið er ten'gt við afl-
stöðvarnar allt sem ein heild
og nær yfir Reykjavík og ná-
grenni, Hafnarfjörð með ná-
grenni, veiturnar á Reykja-
nesi, í Árness- og Rangárvalla-
sýslum.
Þessi takmörkun á notkun-
inni er ekki skömmtun, heldur
er gert ráð fyrir, að með þess-
ari skiptingu á veitukerfinu
verði hægt að komast hjá
skömmtun. Mætti kalla þessa
takmörkun fremur tímabind-
ingu notkunarinnar.
Til þess að taþmörkunin.
verði 'sém léttust og stand.i sem
stytzt yfir, er það mikusvert
atriði, að notendur sjálfir
h.jálpi til. með því að þeir geri
sér fár um að spara sem mest
tæki sín og notkun þeirra á
suðutímanum.
Rafmagnsveita Reykjavíkur
hefur leitað til nokkurra hxnna
.stærstu notenda með véiar og
hitunartæki í atvinnurekstri,
nú eins og oft endranæi*, og
hafa þeir tekið mjög vel í að
draga úr notkun sinni á suðu-
tímanum og sumir tekið tækin
alveg úr sambandi á meðan.
Þess er að vænta, að allir not-
endur vilji gera slíkt hið sama,
hvort heldur er í atvinnu-
rekstri eða heimilum.
Sérstaklega er þess vænzl,
að þeir notendur, sem eiga
varavélar, taki þær í notkun
reglulega á þessurn tíma, í stað
þess að bíða, þangað til annað
hvort spennan lækkar lijá
þeim um of eða rafmagnið
hverfur alveg.
Það skal tekið fram, að þótfc
þessi takmörkun, sem lýst hef-
ur verið, verði tekin upp, verð-
ur ekki að fullu komizt hjá
spennulækkun, svo að enn á
við sú aðvörun, sem oft hefur
verið send notöndum áður, að
gæta þess að leggja ekki fullt á
hreyfilknúin tæki, meðan á
spennulækkun stendur. Þetta
á við mörg heimilistæki og vél-
ar í atvinnurekstri.
Það eru því eindregin til-
mæli til allra rafmagnsnotenda
að spara tæki sín og draga úr
notkuninni um suðutímann
fyrir hádegið eftir fremsta
megni.
Sófti sjúkling vestur
á Snæfellsnes.
SJÚKRABIFREIÐ Slysa-
varnafélags íslands sótfi á
Laugardaginn veikan mann
vestur að Arnstapa á Snæfells-
nesi. Hafði formaður slysaVarna
deildarinnar Hafbjörg í Breiða
víkur símað skrifstofu siysa-
varnafélagsins í Reykjavík og
beðið um bifreiðina í þessa
ferð.
Bækur brezku skáídkonunnar
ENID BLYTON
um börnin fjögur og ævintýri þeirra, hafa farið sigur-
för um nálega allan heim. Sama sagan er nú að endur-
taka sig á íslandi. Fyrsta bókin,
Æv intýraeyjan
er nýkomin út. Öll börn, sem bókina hafa lesið, ljúka
upp einum munni um það, „að skemnitilegri bok hafi
þaa aldrei lesið“. — Spyrjið börnin sjálf, og þér mun-
uð fá sama svar.
Æv intýraeyjan
er bókin, sem börnin mundu velja sér sjálf, ef þau
mættu kjósa. Valdið þeim ekki vonbrigðúm á jólun-
um með því að láta þau vera án þessarar óvenjulega
skemmtilegu og vel gerðu barnabókar. — Hentar jafnt
drcngjum og telpum.
Finnur og Dísa og Jonni og Anna á leið niður í hina dul-
arfullu koparnámu. Það, sem þau komust á snoðir
þar niðri, var meira en furðulegt.
um
Draupnisútgáfan.