Tíminn - 08.01.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.01.1964, Blaðsíða 5
 ÍÞR □T TIR ÍÞRÓTTIR ' RITSTJÓRI: HALLUR SIMONARSOIsl K.R.-ingar byggja nýja íþrótta hðll Frá aðalfundi KR í síðustu viku KR-ingar hyggjast leggja út í stórframkvæmdir á næsta ári með byggingu nýrrar íþróttahallar. Mannvirkið mun reist á félagssvæðinu við Kaplaskjólsveg og innan veggja þess verður íþróttasalur af fullkominni stærð. — Þetta kom m. a. fram á aðalfundi KR, sem haldinn var i síðustu viku. Hér er mjög merkilegt mál á döfinni, en sem kunnugt er, hafa litlir og í alla staði ófullnægjandi íþróttasalir hérlendis hindr- að framþróun flokkaíþrótta innanhúss, t. d. handknattleik. Búast má við, að seint á þessu ári verði tilbúin til notkun- ar höllin í Laugardal, en það er fyrirfram vitað, að hún ein leysir ekki allan vanda. Bygging nvrrar „KR-hallar" ætti því að vera fagnaðarefni. Á aðalfundi félagsins, sem var mjög svo fjölsóttur, kom einnig m. a. fram: • að innan félagsins starfa nú níu deildir, þar af voru tvær stofnaðar á árinu, badmintondeild og glímu- deild. • að innan vébanda KR, þ. e. virkir félagar í keppni, eru um 30% af öllu íþrótta- fólki Reykjavíkur og 12% af íþróttafólki landsins. • að velgengni félagsins, bæði íþróttalega og félags- lega var mikil á árinu, sér- staklega í knatfspyrnu- og frjálsíþróttadeild. Liðlega 100 KR-ingar kepptu á er- lendum veftvangi á árinu. © að íþróttamannvirki KR við Kaplaskjólsveg urðu að mestu skuldlaus á þessu ári, og á næsta ári er ráð- gert að hefja byggingu nýs íþróftahúss. @ að KR ve*-ður 65 ára á þessu ári, og verður af- mælið haldið hátíðlegt á margvíslegan hátt. N(u deildir ■— Nýjar deildir Ir-nan KR eru nú starfandi níu deildir. Badmimondeild var stofn uð á árinu að frumkvæði hins kunna badminronleikara, Óskars Cuðmundssonar. og sýnist hlut- verk hennar ekki sízt ætla að vera samastaður fyrir eldri félaga úr öðrum deildum. Að sjálfsögðu er deildin hins vegar opin öllum og n unu félagar hénnár taka jöátt í op.nherum mélum strax í vetur. Glímudeild va. endurnýjuð inn- an félagsins, eu hún hefur legið niðri um nokkui t skeið. Formað- ur deildarinnar er Rögnvaldur Gunnlaugsson, pekktur glímumað- ur irá fyrri árum og undir forustu hans starfa og æfa ungir og áhuga samir menn. Handknattleiksdeildin hefur ein deild átt í nokkrum erfiðleikum á átinu á íþróttafviðinu, m. a. varð ekki mögulegt að senda kvenna- flokk til keppni í meistaraflokki og meistaraflokKur karla þurfti að leika aukaleik til að forðast fall niður í II. deiid. Hins vegar er en^u _að kvíða III. fl. KR-inga varð fslandsmeistarar á árinu, og nú ‘ haust fóv meistaraflokkur katla utan í k.ppnisferðalag og hefi’i flokkurinn staðið sig vel í haust varð anr.ar í Reykjavíkur- móMnu. Knattspyrnudei’din fagnaði mörg um frækilegum sigrum á árinu, í fslandsmeistar&móti, Bikarkeppni og íslandsmóti II. flokks. Yngri flokkar deildarinnar stóðu sig einn ig mjög vei, og samtals sigruðu KR ingar í 14 mótum af 33, sem þeii tóku þátt í. Átta KR-ingar léku með íslenzks landsliðinu í ein um og sama leiknum í sumar. Kerfuknattleiksmenn félagsins stóðu sig vel, sigruðu m .a. í II. fl., bæði í Revkjavíkur- og ís- landsmóti. Franmistaða meistara flokksins fer batnandi með hverj um leik, og ógna hinir ungu KR- ingar nú fslandsmeisturum ÍR, er lengi hafa ver'3 einráðir í þess- ari íþróttagreir, skíðadeildin á við erfiðleika að stríða, þar sem snjóleysið er, enda tðkst vart að halda opinber mót hér syðra s.l vetur. KR fékk einn meistara, Karólínu Guðmundsdótt ir i Reykjavíkurmótinu. Karólína er nú formaður deildarinnar. -griíoiíiéf 30 'xe oS i;;pjieika,dei1din heldur uppi æf- ingum fyrir yngri sem eldri, karla og konur. Drengjaflokkur æfði vel allan s.l. vetur. Frjálsíþróttan.tnn félagsins voru sigursælir á árinu. Á meistaramóti íslands vann Klt 16 greinar af 32 mögulegum, og samanlögð sveina, drengja og ungiinga meistaramót- um íslands vann KR 21 grein af 39 inögulegum. Á Reykjavíkurmót- inu hlaut KR heitið bezta frjáls- íþróttafélag Reykjavíkur og fékk næstum tvöfalt fleiri stig en önnur félö? til saman= Að venju kepptu KRir.gar víða bæði innanlands og utnn. Deildin tók á móti 20 sænsk- um irjálsíþróttakonum frá Gauta- boig Sunddeildin átti 40 ára afmæli á árinu. Glæsilegt sundmót var hald- ið í tilefni þess. Sundknattleikslið deiidarinnar tók þátt í öllum sund knætleiksmótum og stóð sig með Framhald á 15. slðu. EFTIRFARANDI spil er frá Evrópucneistaramótinu í Baden- Baden s. 1. sumar úr leik Frakk lands og Belgíu. í því felast margvíslegir möguleikar á loka spili. Suður gefur, allir á hættu WtÉUUU&KmRHDnaHnQRMMKE Þar sem Frakkar sátu norður suður gengu sagnir þannig: Suður: Vestur: Norður: Austuv: 2* pass 2V pass 3* pass 3Ó pass 5 gr. pass 6é pass 6 gr. pass pass pass Tvö lauf er sagnregla, og tvö hjörtu sýna einn ás. — Fimm grönd er sögn Culbertsson, sem biður félaga að segja sjö tígla eigi hann tvo af þremur hæstuj Hann átti það ekki og sagði því sex tígla, en þar sem suður vissi ekki un. laufastuðninginn varð lokasögnin sex grönd. Vestur spilaði út spaða kóng og Frakkinn í suður, Théron, fann skemmtilega leið til að vinna spilið. Hann spilaði laufi fimrn sinnum og þrisvar hjarta. Austur átti þá eftir hjarta 10 og D, 10, 8 í tígli. Sagnhaíi 1 spilaði tígli og tók á ás í blind- um. Hann spilaði nú hjarta, íí sem þvingaði austur að spila $ frá drottningu sinni í tígli í 12. j§ slag. Á hinu borðinu tókst Belguo- um ekki að komast í nema þrjú | grönd, sem ekki er hægt að hæla. Sjö lauf er nokkuð sæmi- 1 legur samningur, sem byggíst | á því að hjörtun falli eða að | finna tígul drottningu. Hvort * iveggja bregz* í reyndinni, en í eins og í sex gröndum tekst | austri ekki að standast kast- l þröngina. Sagnhafi trompar spaða og spilar síðan fjórurn sinnum laufi og þrisvar hjarta. ;! Ef hann metur stöðuna rétt spilar hann síðasta laufinu, og | heldur Á, G í tígli og hjarta 9 | í blindum. Austur á þá etíga % vörn. • Östersund. NTB-Bo Ollander hefur sett sænskt met í 1000 m. skautahlaupi, hljóp á 1:26.5 mín., en eldra metið, sem Bengt Malmsten setti 1955, var 1:29.2 mín. — Á sama móti hljóp Orj- an Sandler 5000 m. á 7:56.2 mín. — ágætum tfcna, og bætti árangur sinn um þrjár sekúnd- ur. Svíar búast við miklu af honum í framtíðinni. • Oslo NTB. — Evrópumeist- aramótið í skautahlaupum, hefst í Osló 18. janúar. Tólf þjóðir taka þátt í mótinu og verða þátttakendur 33. Noregur hefur flesta eða fimm, en Sví- þjóð og Sovétríkin fjóra þátt- takendur. Dregið verður í riðla 17. janúar. • Osló NTB. — Á nýjársleikj- unum í skautahlaupum í Osló áttu Sovétríkin þrjá fyrstu menn samanlagt, þá Jumasjev, sem sigraði með yfirburðum, Matusevutsj, og Kositsjkin. Lie- brechts, Holl'andi, var fjórði, en Rússi fimmti, Habibulin að nafni. Norðmenn áttu einn mann í úrslitum, Solberg, sem var tíundi, en Daninn Stille varð í næsta sæti. Hinn nýi stórhlaupari Rússa, Jumasjev, náði frábærum tíma í 10000 m. hlaupi, 16:04.7 mín. • Kalundborg NTB. — Danir sigruðu Svía hinn 3. janúar í unglingalandsleik I handknatt- leik með 20—17. • Las Vegas NTB. — „Ég slæ Cassius Clay niður í 2. lótu, sagði heimsmeistarinn í þunga- vigt, Sonny Liston, við blaða- menn nýlega, en keppni þeirra um heimsmeistaratitilinn verð- ur á Miami hinn 25. febrúar næstkomandi. „Ég hef veðjað skeiðklukku um að ég muni slá monthanann niður innan við þrjár lotur, og þá klukku vil ég eignast, sagði heimsmeistarinn. • Helsinki 6/1. NTB. — Finnski heimsmethafinn Ju- hani Jarvinen virðist vera að komast í mjög góða æfingu á ný. Á móti hér í dag, setti hann finnskt met í 1500 m. skauta- hlaupi, beztu vegalengd sinni, 2:14.2 mín., en heimsmet hans er sem kunnugt er 2:06.3 mín. sett á Ólympíuleikunum í Squaw Valley 1960 (finnsk met verður að setja í Finnlandi). Á sama tíma setti Jouko Laun- onen finnskt met í 10000 m. hljóp á 16:48.5 mín., en hann sigraði samanlagt í keppninni. Jörð óskast á Suður- eða Suðvesturlandi Skipti á nýlegri 3ja herb. íbúð 1 Reýkjavík koma til greina. Tilboð sem greini verð og ástand jarðarmnar, sendist Tíman- um merkt, „Jörð“. Frá sjúkrasamlagi Njarðvíkurhrepps Vegna fráfalls Björns Sigurðtsonar læknis, þurfa þeir samlagsmeðlimir sem höfðu hann fyrir heim- ilislækni að velja sér heimiiislækni sem fyrst. í síðasta íagi fyrir 31. þ.m. Eftirfarandi læknar starfa á vegum sambandsins: Arnbjörn. Ólnfsson, íæknir, Guðjón Klemenzson. tæknir Jón K. Jóhannsson, sjúkrahúslæknir, Kjartan Ólafsson, héraðslæknir. Sjúkrasamlag Njarðvíkurhrepps Afgreiöslustúlkur Viljum ráða nokkrar dugiegar afgreiðslustúlkur til starfa í nokkrar kjötverzlanir okkar. Nánari upplýsingar í skrifstofu már/arfélags Suðurlands. Skúlagötu 20. Sláturfélag Suðurlands til kaups T í M I N N, Cjðvikudaglnn 8. janúar 1964 — 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.