Tíminn - 08.01.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.01.1964, Blaðsíða 8
Gísli Guðmundsson, alþingismaður: LANDSBYGGD ER LANDVÖRN i i i LandsbyggS fyrr á tímum Elztu heímildir um fólksfjölda hér á land’ og skiptingu hans eft- ir landshiutum tru frá ofanverðri 11. öld. Þá fór fram, sem kunnugt talning þeirra bænda, er þing- farakaup áttu aö greiða. Þeir voru þá að sögn íslendingabókar, tólf tundruð stór í Norðlendingafjórð- ungi, tíu hundrnð stór í Sunnlend- ingafjórðungi, :iíu hundruð stór '• Vestfirðiiigaíjórðungi, og sjö •har.druð stór í Austfirðingafjórð- ungi, alls samkv þessu eftir nú- tíma reikningi 4560 í landinu. — Ótalið var þá alÞ annað landsfólk, þ. á. m. bændui þeir, sem ekki voru svo -’fnum búnir, að þeim bæri að greiða þingfararkaupið. A þessari tö.u þingfararkaups bær.da hafa fræðimenn síðari tíma oyggt áætlanir um íbúatölu lands- Inr Þær áætlanir eru nokkuð ó- traustar. Hins vegar sýna tölur þingfararkaupsLænda sjálfsagt nokkuð glögglega hlutföllin milli •búafjölda lanasfjórðunganna í þann tíð. HluKfdlstölurnar voru 12, 10, 9 og 7. Landið var albyggt og fjölmenni fór eftir landkost- um eða landsstærð. Rúmlega 6 ölr.um síðar, 1702— 170? á miðjum einokunartímanum voru landsmeno allir taldir í 1. grein fyrsta sinn og reyndust þá 50 þús. rúndega. Vestuiland var þá fjöl- mennast, Suðuiland næst, þar sjást trúlega áhiii hinna stórauknu fiskveiða eftir 1300. Þorp eða bæir fyrirfinnast þá enn ekki. Fjölmennust svtitarfélög voru þá Eyjaf jallasveit með 1069 íbúa og Neshreppur á Snæfellsnesi, hinn forni, með 1027 íbúa. Á bisk upssetrunum tvr im, Hólum og Skál holti, voru þá 70—80 manns á hvo u. Þau voru þá sem fyrr höfuð- staðir íslenzkrar þjóðmenningar, en Bessastaðir danskra stjórnar- valfa. Vöxtur höfuðnorgar og fólks- flutningar milli landshluta Árið 1945, þegar hið endurreista Alþingi kom saman í Reykjavílc í fyrsta sinn, var hún orðin höfuð staður landsins og þar voru þá um 900 manns að ég ætla. Jón Sig urðsson var því h’ynntur sem kunn ugt er, að pingmu yrði valið að- setur þar en ekki á Þingvöllum við Öxará. Aðairök hans voru þau, að ísland, sem var að berjast fyrir sjáifstæði sínu, þyrfti að eignast höfu«stað í bæ eða borg og efla hann sem miðstöð þjóðlífs og fram faia og að óruggasta ráðið til þess væri að löggjaíarþing sæti þar og fleiri þjóðstofnanir. Það sá hann eflaust rétt. Vcvtur Reykjavíkur er verk þjóðfélagsins 1 fyrst og fremst eða byggist á aðgerðum þevs Hitt er ekki víst, að Jón Sig- urðsson hafi séð fyrir, að sá vöxt- ur vrði svo mikill, sem raun er á ug annarra bvggðarlaga svo lít- ill, að það gæti slapað nýjan vanda enda ekki hans eða stjórnmála- manna á þeirri tíð að ráða fram úr viðfangsefnurr næstu aldar. Framsóknarvist HIN VINSÆLA framsóknarvíst verður spiluð í félagsheimilinu a3 Tjarnargötu 26 n. k. föstudags- kvöld kl. 8,30. Allir eru velkonm- ir meðan húsrúm leyfir en vissara er að panta aðgöngumiða í tæka tíð. Síminn er 1 55 64. Það er ekki atlun mín að rekja hér þá þróun í skiptingu fólks- íjölda á milli landshlutanna sem áiti sér stað á rdðari hluta aldar- innar, sem leið cg á fyrstu tugum þessarar aldar. Ætla má, að sú þróun hafi verið að verulegu leyti eðlileg og heppileg vegna breyttra þjóðfálags- og þjóðlífshátta og nýrra möguleÍKa. Myndun bæja og þorpa við sjévarsíðuna hefur aukið velmegun þjóðarinnar og skapað grundvöh framfara á ýms- u m sviðum og höfuðborgin, sem hér hefur vaxið og dafnað við sundin blá á 19. öld og allt fram á okkar daga, hefur vissulega innt af hendi mikiisvert hlutverk í framfarasókn þjóðarirfbar. En fólksflutningarnir milli landshluta eru nú og það fyrir alllöngu komn- ir á það stig, að varúðar er þörf og skipulegra aðgerða af hálfu þjóðfélagsins. Eins og fulltrúar þjóðarinnar gerðu fyrir 120 árum rá*stafanir til að efla hér höfuð- borg, eins þyrflu þeir nú að gera það, sem i þeit’a valdi stendur, til þess að hér haldist landsbyggð og vaxi, sem er í raun og veru eitt og hið sama. þegar að er gáð. Hætta á ferðum Víð, sem á þetta bendum, höld- um því ekki fr»m, að íslendingar eigi að byggja upp heiðarbýlin, sem víða voru reist eða endur- byggð í góðærinu um miðbik 19. aldar. Við álítum heldur ekki nauð syn egt að keppa að því nú um sinn að byggja upp allar þær jarð- ir víðs vegar í sveituni, sem farið hafa í eyði undanfarna áratugi. Eins og nú hagar til, getur líka verið heppilegt sums staðar að breyta nokkuð fyrirkomulagi bygpðarinnar og miða það meir en verið hefur við tamgönguleiðir. En þegar svo gengnr til ár eftir ár og um áratugi, að björguleg byggð- arlög og heilir landshlutar halda ekki sínum hlut, að þar verður ekki eðlileg uppbygging til fram- fara og ekki eðlileg fólksfjölgun miðað við vöxt pjóðarinnar í heild, er hætta á ferðum fyrir framtíð þessara byggðailaga og þessara landshluta. Og hér er ekki aðeins um það að ræð.i sem lengi hefur verið augljóst, að fólk flyzt úr sve.tum, heldu- einnig það, að bæir og þorp í hlutaðeigandi lands hlu'um megna ekki að apka fólks fjölda sinn að sama skapi, halda jafnvel ekki eðlilegri fólksfjölgun sjálfra sín. Sú bætta sem hér er á ferðum, varðar ekki aðeins þá landshluta, sem ekki halda í horfi, neldur alla landsmenn og þjóðfé- lagið í heild. Þessi þróun ætti að vera öllum áhyggjuefni, sem gefa henni gaum og reyna að gera sér gvein fyrir, hvert stefnir. Borg án landsbyggðar Eg vil nefna það, sem augljós- ast er, að Reykjavíkurborg vex að J.angað streymir fólk úr öðrum lanlshlutum. Það er ekkert keppi kc'li fyrir þjóðfélagið nú, að höf- uðborgin sé sem fjölmennust, held ur, að hún sé fögur borg og vel upp byggð. að tólki líði þar vel, að af henni meg’ læra og hún sé landinu til sórr.a út á við. Það er he’dur ekkert. keppikefli fyrir Reykvíkinga helc'ur þvert á móti, að vöxtur borgarinnar sé svo hrað ur að aldrei sé ráðrúm til að Ijúka nauðsynlegum vorkefnum og þá má ekki gleyma því, að stór borg xrefst miKlu kostnaðarsamari mannvirkja t d. í sambandi við umferð en hær eða þorp. En borg án lands og landsbyggðar er illa GÍSLI GUÐMUNDSSON á vegi stödd St«ða borgar í stóru, auðu landi mikiiia möguleika verð ur ekki öfundsvprð á komandi tím um. íbúatala 1940 og 1962 Varðandi þá próun, sem ég nú hef rætt, skal ég finna orðum mín um stað í nokkntm tölum, sem ég æ'la, að þykja megi athyglisverðar Hér verður ekKi farið langt aftur í .ímann að þessu sinni, því að það skiptir minna máli. A 22 ára tímabili á árunum 1940—1962 hækkaði íbúatala lands ins um rúmlega 51%. Hún var ár- ið .940 121.474 en árið 1962 183,478 Ef fóiráfjölgunin hefði veríð hin sama í öllum byggðar- iögum eða t. d öllum sýslum eða kai-pstöðum, átt.i hún að sjálfsögðu allc staðar að vera jöfn heildar- fólksfjölguninm í landinu, þ. e. a s 51%. Nú er þess auðvitað c-Kki að vænta að svo sé. Spurn- iiigin er þá sú hvort víða vanti svo mikið á þessa fólksfjölgun, að umtalsvert s^ og réttlætanlegt að tala um að þar sé hætta k ferðum. Dæmin sem ég leyfi mér að taka, eru 12 og eitt þeirra úr kaupstað út af fvrir sig. í öllum þessiim dæmum er það reiknað út n m. k. lauslega. hver íbúafjöld- inn átti að vera, ef fjölgunin síðan á árinu 1940 hefði verið eðlileg, þ. e. a. s. 51% og síðan tilgreind- ur fclksfjöidinn eins og hann raun ver lega var samkv. manntali 1962 i hverju byggðarlagi. íðlileq íbúatala og raunveru- leq 1962 ínúatala Dalasýslu átti að vera 2178 var 1164. íbúatala Barða- strandarsýslu áiti að vera 4525, var 2578. íbúatala ísafjarðarsýslna beggja átti að vera 7612, var 3778. íbúatala í Strandasýslu átti að vt-ra 3150. var 1539. íbúatala í Húnavatnssýslum átti að vera 5543 var 3813. íbúarala í Skagafjarðar- sýslu og á Sauðárkróki átti að vera 5951, vai 3920. íbúatala í Siglufjarðarkaupstað átti að vera 4355, var 2625. íbúatala í Þingeyj- arsýslum báðum átti að vera 7518, þegar Húsarik er ekki meðtalin, var 4738. íbúat.ai? í Norður-Múla- sýslu átti að ver a 4032,* var 2457. íbúatala í Suður Múlasýslu átti að veva 6488, var 4567. íbúatala í Vesfur-Skaf tafeilssýslu átti að vera 2384, en var 1358. íbúatala í Rangárvallasyslu átti að vera 4971 en var 2P8C. Röskum iafnvægis milli ísndshlufa Nú kann einhver að segja, að þp**ar tölur sým ekki rétta mynd af -öskun iafn”ægis milli hinna stóru landshluta í heild og ber að viðurkenna það Flesta kaup- .slaðina vantar En samanburðar- dæmi landshlutanna hefur einnig vtrio reiknað o° skal ég nú gera grein fyrir því Það er sams kon- ar dæmi, sem þar er reiknað, sú ibúatala. sem hatði átt að vera í hvervum landsuhita árið 1962, ef ibuum þar hefðí fjölgað um 51% síðan 1940 og svo íbúatala, sem þar var 1962 samkv. manntali. Thúatala á Vesturlandi sunnan Gilsf.iarðar átti að vera 15003, en vei 12340. íbúatala á Suðurlandi austfn fjalls á*.i að vera 20530, en var 16300. /búatala á Norður- landi gtti að vpra 41383, en var 3083%. íbúatala ■, AusturJandi atti að >era 15286, sr var 10664. íbúa- tai? á Vestfjöiðum átti að vera 19559, en var , 0530. En i einum lan ishluta. ' K.a.'arnesþingi, þar sem fjölgunin hefur orðið átti SL YSIN OG UMFERÐIN OFT þegar ég hef verið stadd ur í fjarlægum löndum hefur ýmislegt borið fyrir mig, sem ég hef óskað eftir að veitt væri athygli og farið eftir eða tekið til hliðsjónar hér á ætt- jörð minni. Og hef ég þá stundum reynt að vekja at- hygli á því á mínum heima- slóðum. Eitt af þessu hefur verið hrifning mín af þeim áhrifum, sem mér hefur virzt kennsla í umferðarmálum hafa á íbúa ýmissa staða. Hef ég einkum minnzt þar á Honolu- lu-borg á Hawaii. Þegar ég var þar kynntist ég því og fannst mjög aðdáunarvert að skólaunglingar stjórnuðu með þrýði hinni miklu umferð borgarinnar, þó einkum í ná- grenni við skóla sína, enda voru umferðarmálin ein af skyldunámsgreinum skól- anna. Varð ég mjög hrifinn af röggsemi og dugnaði ungl- inganna, þetta 10—15 ára, er þeir sýndu í stjórnun sinni og leiðbeiningum. Hef ég oft minnzt þessa hér heima í blöðum og tímaritum. En ár- angur líklega orðið lítill. Þó sá ég einu sinni i Tímanum fyrir nokkru, að getið var um að skólanemendur í einum barnaskóla höfuðstaðarins hafði tekið til sams konar ráðs og íbúar Honolulu. Og þótti mér það gleðleíni. í bók minni „Umhverfis jörð- ina“ gat ég þessa upþeldisráðs hjá Hawaii-búum. Sú bók er fyrir löngu síðan algerlega uþþseld, svo að ýmsir hljóta að hafa lesið hana. — Einhverjir íbúar í Hono- lulu gátu þess við mig, að þeir héldu að umferðarkennslan og jafnvel ennþá meiri starfsemi unglinganna sjálfra úti í um- ferðinni, hefðu gjörbreytt til batnaðar umferðanmálum borgarinnar. I henni voru þá um 100 þúsund bifreiðar og í- búafjöldi 4—5 sinnum meiri en nú er i Reykjavík. En borg in er á fremur lítilli eyju og því mikil landþrengsli í henni. En umferðarslys eru þar fátíð. En reglan á umferðinni var fádæma góð. Ég hef stundum verið að líta í námsbækur unglinga, sem þeir eru látnir læra hér í skólum. Þar finnst mér stund um úi og grúi af óþörfum eða vitlausum lexíum, t. d. eins og það hvort ýmsar ár í Síberíu renni í austur, vestur, norður eða suður, og svo eiga ungl- ingarnir að læra og muna löng, rússnesk nöfn á þessum ám. Eða t. d. fjölda nafna á herforingjum, sem einhvern tíma hafa verið duglegir að dreþa menn, eða gamlar kast alarústir sem þessir eða aðrir hafa notað sem vígi eða gert árásir útfrá á aðra menn, og margt fleira þessu sviþað. Og svo halda margir að í skólun- um sé kennd eintóm „mennt- un“. Auðvitað á að kenna í þeim sem mest af því, sem menntun er í að læra, en þá má ekki gleyma hinu daglega, almenna lífi. Við lesum dag- lega í blöðunum um bílslys, meiðsli, sem stundum leiða til örkumla ævilangt eða bráðs dauða. — Og aldrei hefur slíkt verið eins títt í höfnð- staðnum okkar eins og síð- ustu mánuðina. Vilja nú ekki velviljaðir, at- hugandi menn fara að dæmi Hawaii-búa og fá æskuna í lið með sér í umferðarmálun- um, þvi hér er nauðsynjaverk að vinna, bæði hvað bífreiðar áhrærir og þó litlu siður og jafnvel stundum enn frekar gangandi fólks, sem hagar sér oft í umferðinni miður vel. — Við íslendingar erum ekkert montnir af að höfuðstaðurinn eigi borgarmet í umferðarslys- um i heiminum. Það er á valdi forystumanna og almennings í Reykjavík að draga úr því meti. Þegar ég var fyrst að fara um milljónaborgimar úti í heimi, þá fákunnandi, fátæk- ur og stundum mállítill var ég oft mjög kvíðandi fyrir því ferðalagi. En hve vel það hefur oftast gengið er mlklð að þakka því hve umferðar- menningin er orðin góð meðal flestra hvítra manna í stór- borgunum. Þó ég taki Honolu- lu sem lærdómsríkt fordæmi, þá er framförin viða mikil. En hún þarf að verða meiri þar á meðal í okkar höfuð- borg. í einni ferðabók minni skrif aði ég kafla, sem ég kallaði „leiðbeiningar og viðvaranir fyrir þá, sem ætla að ferðast til fjarlægi-a landa“. Vonandi gera aðrir betur í þessum vandamálum, sem langt er frá að séu leyst á voru landi enn þá á viðunandi hátt. Menning arleg umferð er áríðandi upp- eldismál. En vonandi að at- hugulir menn athugi það. Vigfús Guðmundsson. 8 TfMINN, mlSvlkudaglnn 8. ianúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.