Tíminn - 08.01.1964, Blaðsíða 6
••
NDURSKOÐA ÞARF LOG
AFLATRYGGINGASJÓD
Þeir Gísli Guðmundsson,
Ólafur Jóhannesson, Jón
Skaftason, Helgi Bergs, Sig
urvin Einarsson og Ev-
steinn Jónsson flytja í sam-
einuðu Albingi tillögu til
bingsályktunar um endur-
skoðun iaga um aflatrygg-
ingasjóð sjávarútvegsins.
Tillaga þeirra er svohljóð-
andi:
Alþingi ályktar að kjósa 5
manna milliþinganefnd til að
endurskoða lög nr. 77 28. apríl
1962, um aflatryggingasjóð sjáv
arútvegsins, og gera tillögur
um breytingar á þeim, eftir því
sem henni þykir ástæða til. í
starfi sínu skal nefndin hafa
samráð við Fiskifélag íslands.
Alþýðusamband íslands, Sjó-
mannasamband íslands, Far-
manna- og fiskimannasamband
íslands, Landssamband ísl.
útvegsmanna og Félag ísl. botn
vörpuskipaeigenda. Enn frem-
ur skal hún sérstaklega gera
sér far um að kynna sér skoð-
starfsemi hlutatryggingasjóðs
og aflatryggingasjóðs.
Kostnaður við störf nefndar-
innar greiðist úr ríkissjóði.
í greinargerð með tillögunni
segja flutningsmenn:
Lög um hlutatryggingasjóð
bátaútvegsins voru sett áiið
1949. í stað þeirra voru sett
lög um aflatryggingasjóð sjáv-
arútvegsins 1962. Þau höfðu í
för með sér nokkrar breytingar
á hinum eldri lagaákvæðum
(um hlutatryggingasjóð), en
aðalástæðan til hinnar nýju
lagasetningar mun hafa verið
sú, að veita þurfi togaraflotan
um aðstoð og að þá þótti henta
að veita hana að verulegu leyti
sem aflatryggingu. Uim heildar-
endurskoðun laganna var hins
vegar varla að ræða í það sinn
á þann hátt, sem æskilegt hefði
verið.
Tekjur aflatryggingasjóðs
eru nú samkvæmt lögunum
1(4% af fob-verði útfluttra sjáv
arafurða (nema hval- og selaaf
urða) og framlag úr ríkissjóði,
deild bátaflotans, almenna deild
togaraflotans og jöfnunardeild,
sem hefur það hlutverk að
„veita hinum deildunum lán
eða styrki, er svo stendur á“,
eins og það er orðað í 3. gr
laganna.
Samkvæmt lögunum ber að
skipta landinu í bótasvæði, —-
veiðiskipum í flokka eftir
stærð, veiðiútbúnaði o. fl. og
árinu í bótatímabil- Reikna
skal út meðalveiðimagn í
hverjum flokki skipa á hverju
bótasvæði á hverju veiðitíma-
bili. Ef aflabrestur verður, ska)
skip, sem aflar 84% eða minna
af meðalveiðimagni, fá bætur,
sem nema 1—40% af því, rem
á vantar, að það hafi metafia.
Stjórn sjóðsins skipa 5 menn:
fiskimálastjóri og 4 fulltrúar
stéttasamtaka, og eru nú allir
nema einn búsettur í Reykja-
vík og Hafnarfirði Til að á
kveða skiptingu í bótasvæði
skipaflokka og veiðitímabil
þarf samþykki ráðherra og
stéttasamtakánna-
anir útvegsmanna og sjómanna sem nemur helmingi útflutn- Löggjöfin um þetta efni hef-
1 einstökum landshlutum várð- Tfi^sgj'álclsins:‘Sjóðú-finn sk{jU';rtlfiF bffá'r’fen einú sibní verið til
andi málið og reynslu þeirra af
ist í síldveiSideÍld,' ájmeriria'1 útnrséðú á fiákíþiitgi bj? þar
komið fram ýmsar tillögur- lit
breytinga. Útgerðarmenn og
sjómenn víðs vegar um land
eiga talsvert erfitt með að fylgj
ast með starfsemi sjóðsins og
starfsreglum. Stundum þykir
afgreiðsla bóta ganga nokkuð
seint, þótt fé sé fyrir hendi, og
kann það að stafa að einhverju
leyti af því, að útgerðarmenn
geri sér ekki ljóst, að ætlazt sé
til, að þeir sendi sjóðsstjórn
eða umuoðsmanni hennar afla-
skýrslur, hvort sem sótt er um
bætur eða ekki, og haldi, að
skýrslur til annarra opinberra
aðila nægi. Er það raunar vork
unnarmál, því að skyldur til
skýrslugjafar eru svo margar
orðnar hér á landi, að leikmenn
í skýrslugerð eiga fullt í fanai
með að uppfylla þær allar. A
þessu ári hefur borið nokkuð á
kvörtunum út af starfsemi
rjóðsins, a. m. k. í sumum
landshlutum. Þarf að athugn,
hvort þær séu á rökum byggð-
ar, og ef svo reynist, hvort göll
um á lögunum sé þar um að
kenna.
-niiMð'-TýHrkomulag (orkartví-
mælis að láta bátaútgerð og tog
araútgerð hafa sameiginlegn
aflatryggingu á þann hátt, sem
lögin frá 1962 gera ráð fyrir.
Með tilliti til þess, sem sagt
hefur verið hér að framan, þyk-
ir tímabært, að nú fari fram
gaumgæfileg athugun á 14 ára
reynslu aflatrygginga hér á
landi og að sem flestum, er
hlut eiga að máli, verði gef-
inn kostur á að láta uppi álit
sitt og færa rök fyrir nýmæi-
um, sem uppi hafa verið og
uppi kunna að verða, þegar end
urskoðun er hafin. Það er stór-
mál fyrir þjóðfélagið að draga
úr áhættu fiskveiðanna, eftir
því sem unnt er og á skynsam-
legan hátt, og þá ekki sízt með
tilliti til þess, að hægt sé að
hagnýta fiskimiðin sem víðast
við landið, án þess að menn
hljóti slík áföll, þegar illa árar
á sjónum, að þeir bíði þess
ekki bætur- Allmikið fjármagn
er nú fengið aflatryggingasjóði
í þessu skyni, en því meira sem
það f jármagn er eða verður, því
meira máli skiptir, að lagaá-
kvæði um starfsemi hans séu
seih raunhæfust, og svo vel úr
garði gerð sem unnt er.
Nauðsynlegt er að auka framlag
ríkisins til jarðræktarinnar
Hjörtur E. Þórarinsson
fjutti í neSri deild ásamt þeim
Ágústi Þorvaidssyni og Birni
Pálssyni frurrvarp til breyt-
ingar á lögum um jarðrækt.
Frumvarpið er svohljóðandi:
1. gr. 5. gr. laganna orðist svo:
Kostnaður við framkvæmd laga
þessara greiðist úr ríkissjóði eftir
reikningi, er landbúnaðarráðhtrra
samþykkir.
Laun héraðsráðunauta og ferða-
kostnaður þeirra greiðist að %
hlutum úr ríkissjóði, en að Vi
hluta af hlutaðeigandi búnaðar
sambandi-
Þóknun mælingamanna greiðist
á sama hátt, enda samþykki land-
búnaðarráðherra launagreiðslur
búnaðarsambandanna vegna starf-
sémi þeirra.
2. gr. 11. gr. laganna orðist svo:
Til framkvæmda þeirra i jarð-
rækt og húsabótum, sem taldar
eru í þessari grein, skal greiða
framlag úr ríkissjóði sem hér seg-
ír:
I. Framræsla vegna túna-, akur-,
engja- og hagaræktar (vélgratntr
og handgrafnir opnir skurðir, svo
og hvers konar lokuð ræsi)
Framlag 75% kostnaðar.
II. Jarðrækt: a) Framvinns)a
lands vegna grænfóðurs- og korn-
ræktar. b) Túnrækt á söndum. e)
Túnrækt á valllendi, móum og
melum. d) Túnrækt á þurrkuöu
mýrlendi. e) Endurvinnsla túna
vegna kals eða þýfis. f) Grjótnám.
Framlag 25% kostnaðar-
III. Girðingar um ræktunarlönd:
a) Sex strengja gaddavírsgirðing
b) Fimm strengja gaddavírsgirð-
ing. c) Þriggja strengja gaddavírs-
girðing á skurðbakka. d) Vírnets-
girðing með einum gaddavírs-
streng. Framlag 25% kostnaðar.
IV. Þurrheyshlöður úr varanlegu
efni. — Framlag 15% kostnaðar
V. Votheyshlöður úr varanlegu
efni. — Framlag 25% kostnaðar.
VI. Áburðargeymslur: a) Safn-
þrær. b) Áburðarhús, haugstæði og
kjallarar. — Framlag 25% kostn-
aðar.
VII. Súgþurrkunarkerfi með eða
án blására: Framlag 40% kostnaö-
ar.
VIII. Garðávaxtageymslur steypt
ar með þaki úr varanlegu efni: —
Framlag 15% kostnaðar.
Búnaðarfélag íslands og Teikni-
stofa landbúnaðarins Iáta sérfræð-
inga sína meta árlega kostnað
hverrar tegundar framkvæmda.
sem upp eru taldar í grein þess-
a'ri.
3. gr. Lög þessi öðlast þegar
gildi.
í greinargerð með frumvarpinu
segir:
Um fjörutíu ára skeið hafa hér
á landi verið í gildi lög um stofn-
framlög ríkisins til jarðræktar og
fleiri framkvæmda í sveitum. —
Framlög þessi hafa verið talin
sjálfsögð þátttaka þjóðarheildar-
ir,nar í kostnaði við það landnán,,
sem hér hefur átt sér stað á
þessu tímabili.
Svipaðar reglur hafa gilt og
gilda enn hjá grannþjóðum vorum
um opinberan stuðning við land-
búnað, þó að um eiginlegt landnátn
eða útfærslu hins ræktaða lands
sé þar yfirleitt ekki að ræða. Al-
mennt er litið svo á, að stofnfram-
lög ríkisins til landbúnaðar -geri
hvort tveggja í senn að örva til
framkvæmda og framleiðslu bú-
vöru og geri jafnframt kleift að
halda verðlagi hennar lægra en
ella og borgi sig þannig ríflega
fyrir þjóðarheildina, þegar til
lengdar lætur.
Gildandi lagaákvæði um ríki
framlög til jarðræktar og húsabóta
í sveitum eru úrelt orðin. í þeim
er gert ráð fyrir, að framlagið sé
ákveðin upphæð i krónutölu á
hverja framkvæmdaeiningu að við
b»ttri verðlagsuppbót samkvæn»t
vísitölu. En þar sem vísitala nef-
ur ekki hin síðari ár verið látin
verka á peningagreiðslur, þá hef-
ur síhækkandi ræktunar- og bygg
ingarkostnaður valdið því, að ríkis-
framlagið hefur farið hlutfallslega
lækkandi ár frá ári. Þannig hefur
t d. framlag til ræktunar eins ha.
mýrlendis á býli, sem hefur meira
en 10 ha. tún, lækkað úr rúmt.
fimmta hluta kostnaðar (20,20%)
1956, niður í tæplega tíunda hluta
kostnaðar (9.95%) 1962, samkv.
upplýsingum frá Búnaðarfélagi ís-
lands.
í frumvarpi þessu eru gerðar
nokkrar breytingar á gildandi lög-
um.
Á I. kafla er gerð sú breyting, að
ríkissjóði er ætlað að greiða %
hluta launa héraðsráðunauta í
stað V2 nú, en auk þess er það ný
mæli, að,r\kissjóður greiði einnig
% ferðákostnaðar ráðunauta, setn
búnaðarsamböndin greiða nú ein.
Er þetta ákvæði i samræmi við
eindregnar óskir búnaðarsam-
bandanna, sem flest hver hala
mjög takmörkuð fjárráð.
Á II. kafla er gerð sú megin-
breyting, að í frumvarpinu er rik-
isframlag til jarða- og húsabóta
bundið við ákveðið hlutfall af á-
ætluðum framkvæmdakostnaði,
sem tnetinn sé árlega af trúnaðar-
mönnum Búnaðarfélags íslands, og
Teiknistofu landbúnaðarins. Er
það gert til að fyrirbyggja, að
sagan endurtaki sig og aukning
verðbólgu rýri enn ríkisframlagið
Ihlutfallslega. Þá eru framlögin
hækkuð verulega frá því, sem nú
er, og verða samkvæmt frumvarp-
inu hlutfallslega nokkru hærri en
ákveðið var, þegar gildandi lög
voru sett. Er hækkunin mest á
fóðurgeymslum þeim, sem reynsl-
an hefur sýnt; að bezt tryggja
fulla nýtingu grass í óhagstæðu
tíðarfari, en gras er undirstaða
landbúnaðar á íslandi.
Utboð
Tilboð óskast í sölu á 6700 mtr. af stálpípum
3”'—100’ og 4.000 mtr ai’ asbest-sement pípum
3“—8“ vegna Vatnsveitu ttevkjavikur.
Útboðsgagna má vitja í sknLstofu vora, Vonar-,
stræti 8.
6
TÍMINN, miðvikudaginn 8. janúar 1964 —