Tíminn - 08.01.1964, Síða 7

Tíminn - 08.01.1964, Síða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvæmdastjórl: Tómas Axnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson, Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305 Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan. lands. í lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f — Hentistefna Bjarna Stjómarblöðin finna, að ríkisstjornin nýtur nú annars og minna álits hjá þjóðinni en fyrir kosningar í vor. Blekkingarnar, sem þá hjálpuðu stjórninni, hafa afhjúp- ast. Röksemdir Framsóknarmanna hafa verið staðfestar af reynslunni. Nú má því ekkert láta ógert til að finna Framsóknarmönnum eitthvað til foráttu, svo að þeir njóti ekki góðs af því að hafa sagt þjóðinni satt. Mbl. og Vísir telja sig nú hafa fundið púðrið, sem muni duga. Forustumenn Framsóknarflokksins eru ekk- ert betri en Bjarni Benediktsson Þeir eru með kaup- hækkunum, þegar þeir eru í stjórnarandstöðu, eins og Bjarni var 1958, en annars á móti þeim. En hér eins og endranær, eru staðreyndirnar óhagstæð- ar málflutningi íhaldsblaðanna. Stefna Framsóknarmanna í dag hefur ekki breytzt síðan 195b, þegar þeir voru í stjóm. Stefna Bjarna hefur hins vegar breytzt. Haustið 1958 beittu Framsóknarmenn sér fyrir því, að kaupmáttur launa yrði ekki minni en í októbermánuði það ár. í dag berst Framsóknarflokkurinn enn fyrir því, að kaupmátturinn verði ek'ki minni en hann var þá. Þeir gera hér sömu kröfu til núv. ríkisstjórnar og þeir gerðu til sinnar eigin stjórnar, þótt eðlilegt væri að gera rneiri kröfur nú en þá, vegna aukinna þjóðartekna. Eftir kauphækkanirnar á dögunum, er Dagsbrúnar- kaupið kr. 32,20 á klst. í októbei 1958 var Dagsbrún- arkaupið kr. 21.85 á klst. Það hafur hækkað um 47,4% á þessum tíma. Síðan í marz 1959, er núv. útreikning- ur framfærsluvísitölunnar hófit, hefur vísitala vöru- og þjónustu hækkað úr 100 í 166 stig. eða um 66%. Þegar fjölskyldubætur eru reiknaðar með hjá þeim, sem njóta þeirra, hefur framfærsluvísitala hækkað úr 100 í 146 stig á þessum tíma eða um 46%. Fram- undan eru svo nokkrar fyrirsjáenlegar verðhækkan- ir. Þetta sýnir, að kaupmáftur launa, miðað við 8 klst. vinnudag, er nú almennt minm hjá láglaunafólki en haustið 1958, og það miklu rnun minni hjá öllum þeim, sem ekki njóta fjölskyldubóta. Það er ekkert ósamræmi né ábyrgðarleysi fólgið í því hjá Framsóknarmönnum að berjast fyrir því að kaup máttur launa eftir 8 klst. vinnudag verði ekki lakari nú en hann var haustið 1958, því að það var sú krafa, sem þeir gerðu til sinnar eigin stjórnar, þegar þjóðartekjurn- ar voru þó mun minni en nú. Og vissulega á þetta ekkert skylt við vinnubrögð Bjarna Beuediktssonar og félaga hans, sem börðust fyrir miklum kauphækkunum 1958 þegar kaupmáttur daglaunanna var meiri en nú, en vilja hins vegar ekki láta launin hafa sama kaupmátt nú og þá, þrátt fyrir auknar þjóðartekjur Þau vinnubrögð sýna ábyrgðarleysi og hentistefnu. er ber að fordæma. Neiía staðreyndim. Enn halda stjórnarblöðin áfram að neita þeim staó reyndum, að núv. stjórnarstefna heiur gert stórum lak ari hlut unga fólksins og annarn beirra, sem eiga eftr að eignast eigin íbúðir, reisa bú og koma upp atvinnu fyrirtækjum. Það er þó öllum ljost, að siðan „viðreisn in“ kom til sögu, hefur allur stofrk ostnaður stórhækk að, lánskjör hafa versnað og ýmis opinber aðstoð verif skert, t. d. framlag atvinnuaukmngarsióðs Verðhækk un sú, sem hefur orðið á meðalibúð, gerir ein talsverl' meira en að gleypa |það lán, sem Húsnæðismálastofnunin veitir. Þannig hefur ,viðreisnin“ gert hlut unga fólks- ins miklu lakari og örðugri en hann áður var. fÍMINN, miðvikudaginn 8. janúar 1964 — MfaSfer Lippmann ritar um alþj6#amál!8Br"""-l"í^**u,**ww"ia— jÞýzku þjóöarhlutarnir tveir eiga aö finna leið til samstarfs Það er nauðsynlegur aðdragandi að samemingu Þýzkaianls FUND'UR þeirra kanslara Þýzkalan’ds og forseta Banda- ríkjanna 1 Texas hefur valdið athyglisverðri breytingu á af- stöðu Þjóðverja qg Bandaríkja manna hvorra til annarra. Við fyrri komur kanslara Þýzka- lands til Bandaríkjanna hefur megintilgangur heimsóknarinn- ar verið að fá nýja yfirlýsingu forsetans um, að Bandaríkin ætluðu að standa við fyrri skuldbindingar sínar. Hinar gömlu skuldbindingar voru endurnýjaðar í Texas. Bandaríkin munu ekki flytja herafla sinn burt af þýzku landi né taka þátt í samningaviðræð- um um Þýzkalandsmálin, nema samþykki, tillögur og þátttaka Sambandslýðveldisins komi til. En þetta var ekki sá þáttur heimsóknarinnar, sem mestan áhuga vekur. í raun og veru er engum efa undir orpið, að þessi þjóð stendur við skuld- bindingar sínar. Meginatriðið var að fá staðfestingu kanslar- ans á því, að þarna sé um að ræða upphaf nýs tímabils í Þýzkalandsmálunum og veita honum í staðinn uppörvun og stuðning í átökunum við leifar hinnar gömlu stjórnarstefnú MEGINVANDINN í samskiptT um Bandaríkjamanna og Þjóð. verja er leitin að færri leið til að koma í kring endursamein- ingu Þýzkalands. Slík leið hlyti jafnframt að stuðla að aukinni einingu á meginlandi Evrópu. Adenauer kanslari stóð á þvi fastar en fótunum, að við ítrek uðum stuðning okkar við leið, sem hlaut að gera sameiningu Þýzkalands óframkvæmanlega án þess að valda nýju stríði. Vegna þessa voru samskipti Þýzkalands og Bandaríkjanna aldrei svo traust sem skyldi, meðan Adenauer kanslari fór með völd. Honum fannst alltaf, að hann yrði að fá nýja full- vissu um að við værum enn fylgjandi þessari hættulegu og þess vegna ófæru leið. Verulegar vonir standa tiL að Erhard kanslari og Gerhard Schröder utanríkisráðherra ætli — ef unnt reynist að draga úr áhrifunum af stefnu Aden- auers eða sigrast á þeim — að gangast inn á þá einu stefnu. sem getur leitt til friðsamlegr- ar endifrsameiningar Þýzka- lands og þá Evrópu um leið ÞESSI breyting hófst þegar Adenauer missti hreinan meiri hluta meðal þjóðar sinnar í september árið 1961 Það var tveimur árum áður en hin nýja stjórn tók við völdum Hin nýja stjórn leggur á þetta mikla áherzlu og athafnir henn- ar eru meira sannfærandi en þau orð, sem þeir Erhard og Schröder hafa til þessa talið hyggilegt að viðhafa. Gleggst kemur breytingin fram í breyttri afstöðu til ríkj- anna í Austur-Evrópu. Á árun- um milli 1950 og 1960, meðan Adenauer hafði hreinan meiri hluta að baki sér, taldi Sam- bandflýðveldið^ig knúið til að f X WA? 5|»pef ”d11 . I-Iallstein-kenningu. Samkvæmt henm átti stjórnin í Bonn eng in stjórnmálaleg samskipti við stjórn neins ríkis, sem stóð í stjórnmálasambandi við Austur Þýzkaland Ráðstjórnarríkin sjálf voru þarna eina undan- tekningin. Hallstein-kenningunni hefur ekki verið hafnað formlega. Hún hefur þó verið sniðgengin nú í seinni tíð og stjórnin í Bonn ' hefur verzlunarsendi- nefndir, undir forsæti stjórn- málaerindreka, í mörgum Austur-Evrópuríkjum. Þetta er stórt skref í átt til sameiningar í Evrópu og auk þess eitt af því, sem heyrir til óhjákvæmi- legum undirbúningi undir hugs anlega endursameiningu Þýzka- landanna tveggja. Um leið og efnahagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg samskipti aukast mill'i hinna tveggja hluta Evr- ópu hljóta samskiptin milli Austur- og Vestur-Þýzkalands einnig að aukast. SEGJA MÁ, með nokkurri vissu, að engin önnur leið sé fær til endursameiningar Þýzkalands Stefna Adenauers um bann gegn viðurkenningu og svo lítil samskipti sem fram ast var unnt, gat aldrei leitt til endursameiningar. Til þess að það gæti orðið, varð að gera ráð fyrir því ómögulega, það er að segja, að Sovétríkin af- hentu Vestur-Þýzkalandi Aust- urÞýzkaland ' skilyrðislaust. Þetta er svo einstaklega ólík- legt, að gild ástæða hefur ver- ið til að efast um einlægni Ad- enauers í sambandi við endur- sameininguna og láta sér til hugar koma, að innst inni hafi hann heldur kosið, að Þýzka- land héldi áfram að vera í tvennu lagi. Stefna aukinna samskipta milli oeggja hluta Þýzkalands og milli beggja helminga Evr- ópu byggist á þeirri skoðun, sem óneitanlega er skynsamleg, að þýzku þjóðarhlutarnir tveir muni finna leið til sameiningar, ef þeir geta komið saman, átt viðskipti saman, unnið og leikið sér saman. Nema þá því aðeins að stórveldin kæmu í veg fyrir það, eitt eða fleiri. MÉR virðist því, að heil- brigð bandarísk stefna gagn- vart Þýzkalandi krefjist ákveð- Frímhaic á 13. síðu Frá fundi þeirra Johnsons og Erhards í Texas. 7

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.