Tíminn - 08.01.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.01.1964, Blaðsíða 14
/ ÞRIÐJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER Hitler að láta sér lynda, að Musso Dni yfirgæfi hann, þegar til átaka kæmi. Seint um kvöldið 26. ágúst sendi hann enr. eina orðsendingu til öxulfélaga síns. Hún var send í símskeyti frá Berlín klukkan í 10 mínútur yfir 12 á miðnætti og hún barst Mussolini um morgun-, inn klukkan 9. Duce (foringi): Eg hef móttekið tilkynningu yðar, þar sem þér skýrið frá loka- afstöðu yðar. Eg virði forsendur þær og ástæður, sem hafa orðið þess valdandi, að þér tókuð þessa ákvörðun. Undir vissum kringum- stæðum getur þetta samt farið vel.; Það er samt sem áður skoðun; mín, að frumskilyrðið sé, að heim urinn ætti ekkert að fá um það að vita, — ekki fyrr en átökin hefjast, — um afstöðu þá, sem ftalía ætlar að taka. Því bið ég yður eindregið að styðja sálfræði- lega baráttu mína með blöðum yðar og öðrum aðferðum. Eg ætla einnig að fara fram á það við yður, ef þér mögulega getið, að þér neyðið Breta og Frakka til þess að binda að minnsta kosti einhvern hluta liðs þeirra vegna hernaðaraðgerða yðar, eða þér látið þá vera í óvissu. En, Duce, mikilvægasti hlutur- inn er: Ef til stórstyrjaldar kæmi, eins og ég hef sagt, þá verður austurmálið leyst, áður en Vest- urveldin tvö geta gert nokkuð, sem mál'i skiptir. Síðan mun ég ráðast til vesturs í vetur eða í síðasta lagi í vor með liðstyrk, sem mun jafnast á við liðstyrk Frakka og Breta . . . Nú verð ég að fara fram á mik- inn greiða, Duce. í þessari erfiðu baráttu getið þér og þjóð yðar bezt hjálpað mér með því að senda mér ítalska verkamenn, bæði til iðnaðar og landbúnaðarstarfa . . . Eftir að hafa sérstaklega beint þessu til yðar, þakka ég yður fyrir allt það, sem þér hafið gert fyrir þetta sameiginlega málefni okkar. Adolf Hitler. ítalski foringinn svaraði hóg-, værlega seint um eftirmiðdaginn, í að heimurinn myndi „ekki fá að vita um afstöðu Ítalíu fyrr en til átaka kæmi“ — hann átti eftir að halda þessu vel leyndu. Hann skyldi einnig reyna að binda nið-: ur eins marga brezk-franska her-| menn og sjóliða og hægt væri, og| hann myndi senda Hitler ítölsku verkamennina, sem hann hafði farið fram á. Snemma um daginn hafði hann endurtekið við von Mackensen sendiherra „með kröft: ugum orðum“, að því er sá síðar- nefndi sagði í skýrslu til Berlín- ar, „að hann tryði því enn, að mögul'egt væri að fá framgengt öllum markmiðum okkar án þess að grípa til styrjaldar" og hafði bætt við, að hann myndi vekja máls á þessu í bréfi sínu til for- ingjans. En hann gerði það ekki. í augnablikinu virtist hann of ör- væntingarfullur til þess jafnvel svo mikið sem minnast á það aft- ur. Enda þótt Frakkland legði til svo til gervailan liðstyrk Banda- manna á vesturlandamærum Þýzka lands, ef styrjöld hæfist skyndi- lega, og þrátt fyrir það að hann myndi verða miklu meiri en liðs- styrkur Þjóðverja þar, fyrstu vik- urnar, virtist Hitler ekkert um það hugsa, þegar líða tók á ágústmán- uð, hvað Frakkland myndi gera. Daladier forsætisráðherra sendi honum djúprist og snjallt bréf 26. ágúst, þar sem hann minnti hann á það, sem Frakkland ætlaðist fyrir. Það berðist. ef ráðizt yrði á Pólland — Nema því aðeins þér teljið, að þjóðarstolt frönsku .þjóðarinn- ar (skrifaði Daladier) sé minna en það, sem ég viðurkenni sjálfur, að þýzka þjóðin hafi til að bera, þá getið þér ekki efazt um, að Frakkland verði trútt hinum há- tíðlegu loforðum sínum við aðrar þjóðir, eins og t. d. Pólland . . . Eftir að hafa lagt að Hitler að leita friðsamlegrar lausnar í deilu hans við Pólland, bætti Daladier við: — Ef blóði Frakklands og Þýzkalands verður úthellt aftur, eins og gert var fyrir tuttugu og fimm árum, í lengra og jafnvel 255 mannskæðara stríði, mun hvor þjóðin fyrir sig berjast með trú á sínum eigin sigri, en öruggustu sigurvegararnir verða þó eyðilegg ing og villimennska. Þegar Coulondre sendiherra af- henti bréf forsætisráðherrans, bætti hann við frá eigin brjósti heitri hvatningu, þar sem hann bað Hitler „í nafni mannúðarinn- ar og vegna hans eigin sálarfriðar að láta ekki þetta síðasta tækifæri hjá líða til þess að finna friðsam- lega lausn á málinu“. En sendi- herrann þurfti að flytja þær ,,sorglegu“ fréttir til Parísar, að bréf Daladiers. hefði engin áhrif haft á foringjann — „hann lætur sér hvergi bregða“. Svar Hitlers til franska forsæt- isráðherrans næsta dag var klók- indalega útreiknað og ætlað til þess að leika með hinn hikandi Frakka og hljóðaði upp á „að deyja fyrir Danzig", enda þótt hann notaði ekki þetta orðalag — sem frönsku friðmælendunum var látið eftir. Þýzkaland hafði fallið frá öllum landakröfum á hendur Frakklandi eftir afhend- ingu Saar, lýsti Hitler yfir. Því var engin ástæða til þess að þeir færu í styrjöld, Ef þeir gerðu það, þá væri það ekki hans sök, og það yrði „mjög sársaukafullt“ fyrir hann . Þetta var ailt, sem á milli Þýzka lands og Frakklands fór síðustu friðarvikurnar. Coulondre hitti ekki Hitler eftir fundinn 26. ágúst fyrr en allt var búið. Landið, sem þýzki kanslarinn hafði mestan áhuga á, var Stóra-Bretland. Eins og Hitler hafði sagt Göring að kvöldi 25. ágúst, þegar hann frest- aði innrásinni í Pólland, þá vildi hann sjá, hvort hann gæti ekki „komið í veg fyrir íhlutun Breta“. Þýzkaland og Bretland á elleftu stundu „Foringinn töluvert hræddur-*, skrifaði Halder hershöfðingi í dagbók sína 25. ágúst, eftir að fréttirnar frá Róm og London höfðu orðið til þess að Hitler hörf aði frá hyl'dýpi styrjaldarinnar. En næsta dag tók yfirmaður her- foringjaráðsins eftir skyndilegri breytingu í fari foringjans. „For- inginn er mjög rólegur og ákveð- inn“, hripaði hann í bókina kL 3:22 um eftirmiðdaginn. Það lágu ástæður til þessarar breytingar, og þær má finna í dagbók hers- höfðingjans. „Allt á að vera til- búið að morgni 7. hervæðingar- dagsins. Árásin hefst 1. septem- ber“. Hitler hafði gefið þessa skip un símleiðis, er hann hringdi til yfirherstjórnar landhersins. Hitler átti þá þrátt fyrir allt eftir að heyja styrjöl'd sína við Pólland Fyrir því hafði verið séð. Þangað til ætlaði hann að gera allt, sem hann gat til þess að halda Bretum utan við þetta. Athuga- semdirnar í dagbók Halders flytja okkur hugsanir foringjans og þeirra, sem með honum voru 26. ágúst, daginn sem ákvörðunin var tekin. — Þær sögur ganga, að England sé að velta fyrir sér hinni um- fangsmiklu uppástungu. Nánari fréttir, þegar Henderson kemur aftur. Samkvæmt öð.rum sögusögn- um leggur England mikla áherzlu á að það sjálft verði að lýsa því yfir, að Póllandi sé ógnað. f Frakk landi er stöðugt verið að leggja fastar að stjórninni að fara ekki út í styrjöld . . . Áætlun- Við krefjumst Danzig, leiðar gegnum Hliðið, og þjóðar- atkvæðagreiðslu eins og þeirrar, sem fram fór í Saar. Ef til vill 44 sinnti hann. Og ég skal gera það — með einu skilyrði. Hún l'eit snöggt upp, og Ijómi augna hennar sýndi, að hún vissi, hvað hann var að fara. — Hvaða skilyrði? — Að þú komir með mér. Að þú giftist mér — og að við bæði hjálpum Min. Það tók hann ekki langan tíma að sannfæra hana um, að hún gæti vel yfirgefið starf sitt í St. Louis, komið með honum til Berilo og gifzt honum, þó að efinn gripi hana nokkrar mínútur, þegar hún minntist gamals ótta, gamalla ákvarðana — Phil, ég sagði þér — — Já, þú gerðir það. En ég hlustaði ekki á þig, og ég man það ekki lengur . . . — Ó, Phil, í alvöru-------- — í alvöru, Page. Eg el'ska þig. Hvað segirðu um það? Elskar þú mig? Hún gat ekki neitað þeirri ein- földu staðreynd. Hún elskaði hann. Min til ævarandi heiðurs, skal það tekið fram, að það var hún, sem harðneitaði að förin til Berilo yrði láíiu nægja sem brúðkaups- ferð Phil og Page. Það lægi ekki þau ósköp á hennar vegna, sagði hún, þau skyldu bara taka það ró- lega, hún ætti enn eftir tvær vik- ur, sem hún yrði að vinna á blað- inu, og nú, þegar hún hefði ein- hverjar fastar áætlanir að byggja á, væri hún ekki lengur í uppnámi. Og þau fóru eftir hennar orðum. Phil fékk sig lausan af Boone „vegna aðkallandi starfa heima“. Page fékk sig lausa á rannsóknar- stofnuninni — til þess að giftast. Þau giftust — og að tveimur vikum liðnum voru þau komin til Berilo. TÓLFTI KAFLI. Eg var — vægast sagt — glaður yfir komu þeirra. Dr. Chappell 14 heilsaði Phil, eins og hann hefði verið í viku leyfi, og minntist ekki framar á burtveru hans. Gamli maðurinn hafði átt von á, að hann mundi birtast aftur. Við höfum mikla þörf fyrir hann, og störfin höfðu hlaðizt upp í fjarveru hans. Hann hló að því, hvernig við réðumst að honum með allt það, sem beið hans, en ég held, að hann hafi fagnað annríkinu. Okk- ar gamla vináttusamband var þeg ar endurnýjað, og smám saman sagði hann mér undan og ofan af því, sem hann hafði haft fyrir stafni á Boone. Mest talaði hann um, hvernig honum væri nú orðin ljós staða hans innan læknisfræð- innar. Aðrir menn gætu gert stór ar uppgötvanir, aðrir menn hefðu hugmyndir, sem einhvers virði væri að vinna að. — En sannieik- urinn er sá, Whit, að ég hef enga hæfileika í þá átt. Við rannsóknir mínar studdist ég aðeins við ann- arra reynslu og rannsóknir. Eg stóð sjálfan mig að því að læra frekar um skurðl'ækningar en framast á sviði rannsóknarvísinda. Hann talaði mikið um Jennie og gerði áætlanir um, hvað sjúkra- húsið gæti gert fyrir afskekktu og læknafáu héruðin. Hann vildi,. að við styrktum og hefðum nám- skeið fyrir lækna, sem vildu þjóna, slíkum héruðum og styddum þáj til að hafa samband við umheim-, inn. Kannske við gætum fengið; einhverja af svörtu læknastúdent- unum, sem mörgum gekk svo prýði lega í skóla, en áttu svo erfitt með að komast áfram að námi loknu. Það var ekki víst, að fjallafólkið væri svo hleypidómafullt, að það tæki ekki við hjálp læknis, þó að hann væri dökkur á hörund. Það væri alla vega þess virði að reyna það. Já, það var gott að fá hann aftur heim, ekki aðeins vegna allra þeirra verkefna, sem biðu hans, heldur einnig vegna andans, sem hann skapaði. Phil var góður læknir, og hann var góður maður. Nokkrar veizlur voru haldnar til heiðurs hinum nýgiftu. Við dáð umst öll að Page. Hún var sannar- lega fögur, dálítið fjarræn, ef til vill feimin og það var erfitt að kynnast henni. Sumir sögðu, að hún væri yfirlætisfull. Eg verð að viðurkenna, að ég var ofurlítið óöruggur gagnvart henni, og ég furðaði mig á því, hvað hafði kom ið Phil til að kvænast þessari konu. Eg held, að Phil hafi ekki rennt grun í þessar hugsanir okkar og umtal. Hann einfaldlega ætlaðist til og fannst sjálfsagt, að vinir hans væru alúðlegir við eiginkonu hans og skipti sér ekkert af því, hvernig hún vingaðist við okur í hópnum. Hans stóra áhyggja um þessar mundir var hvernig hann gæti hjálpað Min að komast á rétt an kjöl aftur. Min var nú komin heim til foreldra sinna, og hvað þeim viðvék, var hún velkomin, og allt hefði getað verið sem áður. En Min sjálf var óróleg og virtist ekki líða vel. Phil dreifði þeim orðrómi, að betra mundi að minn ást ekki á hina „sorglegu ástar- sögu“ við hana. Og ég var enn þá ástfanginn afj Min. Min var eina konan, sem ég mundi nokkurn tíma elska. Þess vegna — og ef til vill einnig af því að ég heyrði menn gaspra um þessa miklu umhyggju Phils fyrir Min — bauð ég hjálp mína. — Þú hefur alltof mikið að gera, sagði ég við Phil, komast aft- ur niður í starf þitt hér, stofna heimili og annast konu þína. — Allt í lagi, Whit, sagði hann. Gakktu bara ekki of nærri stúlk- unni. — Eg þekki Min jafn vel og þú. Eg gerði ekki mikið. Eg tók aftur við hlutverki hins hógværa trygga- aðdáanda, og Min virtist fús til að njóta félagsskapar míns á þeim grundvelli. Þennan vetur fórum við oft í kvikmyndahús og leikhús, ég bauð henni út að borða, og mörgum kvöldunum eyddum við fyrir fram an arininn á heimili foreldra henn ar. Min sagði mér smám saman frá þessu ári, sem hún hafði eytt í St. Louis. Hún sagði mér líka ýmislegt um veru Phils, ýmislegt, sem hún hafði heyrt og komizt að, sagði mér frá vinsældum hans og velgengni þar. Taugar hennar virtust færast í samt l'ag, þegar líða tók á vetur- inn, en hún var aldrei vel frísk, j og í aprílmánuöi fæddist barniðj hennar, tveimur mánuðum fyrir tímann. — Vesalings litla barnið mitt, sagði hún við mig með hryggð í augum, allir voru víst fegnir, að það skyldi fæðast and- vana. Hún hafði kallað sig frú Wil-! son. Eg hefði breytt því í frú Whitley, hvenær sem var þennan vetur eða að honum liðnum, en égj nefndi það ekki við Min. Eg fékkj mig einhvern veginn ekki til þess. Hún virtist svo stolt og sjálfstæð — og ég vildi ekki hætta á að, missa þá vináttu, sem við nutum! saman, vináttu, sem gæti átt eftir að þróast í eitthvað meira og sterkara. Eg veit ekki, hvað hún sagði for eldrum sínum — sennilega allan sannleikann Fólkið í borginni sló því föstu — án þess að nokkuð hefði verið sagt í þá átt af kunn- ugum — að Min hefði anað út í giftingu í St. Louis og fengið skilnað, án þess að vita, að hún var ófrísk. Það voru spunnar marg ar dramatískar sögur um þetta mál. Min tókst að hlæja með mér að því, hve slúðrið getur komizt langt frá öllum sannleika Síðan gleymd ist hrösun Min fyrir næsta tilefni til slúðurs Kenneth Knox, rithöfundurinn, sem keypt hafði húsið þeirra Marynelle og Phil, hafði mikinn áhuga á leiklist, og hann hafði lengi róið að því öllum árum, að litli áhugamannaleikflokkurinn okkar fengi utanaðkomandi leik- stjóra, sem mundi veita nýju lífi inn í ieiklist okkar. Og hann til- nefndi nokkra slíka, sem hann kannaðist við { rauninni var það samt leikfélagsstjórnin. sem valdi Lois Thornhiil. ekki Knox. Samt sem áður, þegar hún kom, hávax- in, glæsileg og frjálsmannleg kona, röggsöm og ákveðin í skoðunum, ákvað öli borgin. að Knox hefði haft sínar persónulegu ástæður til að vilja fá hana til Berilo. Min gleymdist alveg við þetta nýja slúðursagnaefni Sex vikum eftir fæðinguna tók Min aftur til við sitt fyrra starf við dagblaðið í Berilo og var nú T í M 1 N N , miovikudaginn 8. janúar 1964 — L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.