Tíminn - 08.01.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.01.1964, Blaðsíða 9
fivíatalan aC vera 71665, en var 102810. Á sama tíma og meðai- fjölgunin er 5.1%, er fjölgun í Kjalamesþingi 117%. Hér er talið Kjaiamesþing allt vegna landfræði legs samræmis, en af íþúum þess vom nálega 93 þús. á svæði því, sem hagfræðingar eru farnir að kalla Stór-Reykiavík. Keflavík og þorpin á Suðurnesjum eru þar auðvitað ekki meðtalin. Hva5 er framundan? Það er auðvelt að halda áfram að reikna þetta dæmi áfram á sama háH. ef gert er ráð fyrir sömu þróun. T. d. að 22 árum liðnum eða að 44 árum liðnum, en þá ætti íbúafjöldi landsins alls að vera kominn nokkuð yfir 400 þús. Sá útreikningur er þó ekki ein- hiítur og samrýrr ist ekki. Ef Stór- Keykjavík, sem ég nefndi áðan, vex hlutfallslega eins og hún hef- nr gert undanfirin 22 ár, munu aðrir landshlutar. einhverjir eða allir á komandi árum verða að sjá á bak hlutfallslega fleira fólki en undanfarið. Það mun því eftir- Iriðis reyna enn meira á viðnáms- þr itt þeirra en gert hefur til þessa Hér eru að v< rki blind lögmál, sem Reykvíkingar sem slíkir eiga vitanlega enga sök á og getur orð- ið \'ðsjárvert fyrir þá eins og aöra, þótt á annan hátt sé. Margir Reykvíkingar gera sér ekki síður en aðrir iandsmenn grein fyrir þessu, og hafa sýnt það á ýmsan hátt. En Stór-Reykjavfk þarf vissu lega ekki að kv.'ða mannfæð, þótt aðrir landshlutar héldu sínu. Með sinni eigin eðrdegu fólksfjölgun án innflutnings ætti hún að hafa nálega 144 þúsund íbúa árið 1984, þótt um engan innflutning væri að ræða. Stærsta innamandsvandamál þjóðarinnar Við, Framsóknarmenn, lítum svo á, og flokkui okkar á Alþingi, að þjóðfélaginu beri að láta þessa þrúun til sín tal.a á sérstakan hátt og ekki láta h’.ind lögmál ráða öllu. Eg hika ekki við að segja það sem mína skoðun, að hér sé um að ræða stærsta innanlands- vandamál þjóðarinnar um þessar mundir og sennilega fyrst um sinn Vandamálið er að koma í veg fyrir stöðnun, hnignun eða eyð ingu landsbyggðar, ekki aðeins á tiltölulega lit.um, afskekktum svæðum, heldur í stórum lands- hlutum. Eg mirmist þess, að sjálf- ur höfuðstaður Norðurlands, næst stærsti bær landsins, hélt sam- kvæmt nýútkorruum hagskýrslum ekki einu sinni hlutfallslega við fólksfjölda sínum á síðasta ára- tug (1951—’60, þrátt fyrir inn- flutning þangað úr nærliggjandi byggðarlögum. í þessu sambandi ber að hafa í huga, að bæjartak- mcríin voru fætð út 1955. Hvað þá um aðra, er svo fór um hið græna tré? Bend? má t .d. á þróun íbúatölunnar á í.safirði, Siglufirði eða Seyðisfirði. Þar er ekki um sveitir að ræða heldur kaupstaði. Eg mun koma að því nánar síðar, í h-’erju mikilvægi þessa máls er ei''>um fóigið. Hér er ekki um auðvelt viðfangsefni að ræða, jafn vel þ'ótt alli’ varu um það á einu máli. Með íramkvæmd þeirra til- iagna er ræddar verða síðar í þess ari grein væri aðeins stigið spor í réíta átt og .‘kki þýðir að ætla sér að spá um árangur. Oft áður hafa verið stigi.i spor í sömu átt, þótt með öðrura hætti sé, t. d. með ýmiskonar löggiöf til stuðnings vprivíegum framkvæmdum — vega- og hafnagerða, ræktun, rafvæð ingu o s. frv. En í framkvæmd þessara tillagna kæmi fram ákveð- in stefna, akveðin skipulögð alls hcrjar viðleitni sem víða mundi i'tykja veikar vonir. Eg er einn þpir-a, sem tr>'’i þv., að öll Vnegin- byegð þessa lands eigi framtíð, ef rétt er að farið og ég kem einnig nánar að því s'ðar, hvers vegna við höfum þá trú. W I Á NORÐAUSTANVERÐU ís- landi, er sveit sú er Þistilfjörður nefnist, heitin eftir landnámsmann inum Katli þistli. Þessa strjálbýlu sveit við yzta haf byggir gott og friðsamt fólk sem unir þar við sitt í blíðu og stríðu. Því þykir vænt um sveitina sína og á í henni miðri gamalt höf- uðból og fyrrverandi prestsetur, þ. e. þing- og kirkjustaðinn Sval- barð. Þar höfum við mörg verið skírð, öll fermd og að endingu lögð til hvíldar í grasigrónum kirkjugarði við grunn hinnar gömlu kirkju. Svalbarðskirkja er allveglégt hús, þó að ekki skarti hún með turni, en aðeins á henni trékross, Sjötíu og fimm ára Bernharð Stefánsson fyrrverandi alþingismaður Bernharð Stefánsson, fyrr- verandl alþingismaður, er 75 ára 1 dag. Hann er fæddur að Þverá í Öxnadal 8. janúar 1889. Hann gerðist snemma mikill félagsmálamaður, starf aði í ungmennafélagshreyf- ingunni í héraði sinu og stóð fyrir mörgum félagslegum umbótum. Hann var kjörinn á þing fyrir Eyfirðinga 1923 og var þingmaður þeirra ó- slitið meira en hálfan fjórða áratug við óskorað traust. Á| Alþingi var hann mikilhæfuri og virtur þingmaður, lengi for j seti efrideildar, starfandi í fjölmörgum þingnefndum og milliþinganefndum, og lét einkum til sin taka landbún- aðarmál og fjármál. Bernharð er fjölfróður, einkum um íslenzka sögu fyrr \ og siðar, ræðumaður rökvís og málhagur. Sem stjórnmálaí maður setti háhli' það mark á samtíð sina, sem ekki fymist. Bernharð er kvæntur Hrefnu Guðmundsdóttur frá Þúfna- völlum, hinni ágætustu konu og eiga þau tvö börn. — Tím- inn sendir hinum mikilhæfa forystumanni Eyfirðinga og baráttumanni Framsóknar- flokksins um langa hríð hin- ar beztu afmælisóskir og þakkir. Jólatónleikar sinfóniuhljóm sveitarinnar fóru fram í Krists-: kirkju, milli jóla og nýjárs. Þessi þáttur hljómsveitarinnar er nú að verða fastur liður í hennar starf- semi, og þannig orðinn tilhlökk- unarefni hlustenda og um leið á- hrifamikill þáttur jólahaldsins. Préludia no. 1 í C-dúr eftir Bach, úr Wohltemperiertes-klavier, er slík perla að undrum sætir, hversu mjög hefir verið hlaðið utan um þetta fíngerða og einfalda verk, með hljómsveitarútsetningu. Segja má að engu verði við það aukið, með þessum hætti, utan þess hvað skapazt getur tækifæriskennd stemning Hörpuleikur Ladislava Vicarova, var fallegur og öruggur, og flutti hún prélúdíuna í sínu upphaflega formi, með hljómsveit- arfylgd. Samleikur hennar og hljómsveitarinnar var mjög hljóm fallegur, og myndaði einmitt þá stemningu, sem hugsanlega getur hafa vakað fyrir þeim, er umskrif- að hafa þetta verk, í það form, er þarna birtist. Konsert fyrir hörpu og hljóm- sveit eftir Handel, var í flutn- ingi Vicarovu, áheyrilegur og ör- uggur, ásamt einleikskadensu, er hún hafði sjálf samið. Prélúdíu og fúgu í g-moll eftir Frescobaldi, flutti dr. Páll ísólfs- son á orgel kirkjunnar. Verkið er rismikið og stórbrotið, og tók org- anleikarinn á því, af því sjálfsagða öryggi og þeirri stílfestu, sem oft- ast einkennir leik hans. Benedictus eftir Reger er verk hinnar ótakmörkuðu „litaharm- oníu“, og kom það skýrt fram í flutningi Páls. Framhalo á 13. si5u sem gefur til kynna hlutverk húss- ins.' Þegar kirkjan var að verða 100 ára varð ekki hjá því komizt að gera á henni miklar endurbætur. Söfnuðinum þótti vænt um kirkj- una og var á einu máli, um það að farga henni ekki enda engin fjárráð til nýbyggingar. Vitanlega var hægt að endurnýja rimabyrðing, timburþak og tjörupappa að utan, skarsúð í risi, gluggagrindur fyrir smáar rúð ur o. fl. en var það skynsamlegt. Nýtt verður aldrei það sama og gamalt sem ónýtt er orðið. Auk þess hefði slík endurnýjun orðið mjög dýr. Innbú kirkjunnar er hennar höfuðprýði. Altari, predik- unarstóll, bogi yfir kórdyrum og bekkir. Allt er þetta listasmíði og hafði verið mjög smekklega mál- að. Við engum þessum munum. hefði verið hróflað utan málning- ar. Æskilegt hefði verið að geta varðveitt hina gömlu málningu, en hún var orðin mjög máð og forn- fáleg. Þegar umrædd viðgerð fór fram var ekki þekkt sú aðferð sem nú er viðhöfð til að framkalla forna cnálningu. Var því allt málað að nýju og mætti segja niér að þeg- ar tímar líða finnist einhverjum verkið lofa meistarann. Endurbæt ur á Svalbarðskirkju voru unnar af heima- og nærsveitarmönnum. með sæmd og prýði fyrir ótrúlega lítinn pening og það þakka þeir sem njóta. Það hefði maður ætlað að ó- reyndu að þessi litla látlausa sveita kirkja mætti njóta friðar og till'ts- semi allra þeirra sem sækja hana heim og þess hefði hún sannar- lega notið af sínu fólki, en því miður hafa, svo ég veit til, tvisvar komið í hana óboðnir gestir, sem ekki hafa dregið skó af fótum sér við dyr hennar. Báðar þessar heimsóknir fær hún í „júnístillum“. Um hina fyrri heimsókn skal ekki fjölyrt. Messu vínið á altarinu var þar freistar- inn. Síðari heimsóknina skal aft- ur á móti rætt um hér í stuttu máli. 9. júlí síðastliðinn birtist í dag- blaðinu Tímanum og fleiri blöðum Framhalo á 13. sf8u. urnyjq TIMINN, miðvikudaginn 8. janúar 1964 — 9,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.