Tíminn - 10.01.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.01.1964, Blaðsíða 6
/ / 7 ’i t 7 .7 / 7 7 7 T r '/- konur og karl, sem nefnist Fríða Þa8 er heldur grámyglulegt í hvíldarstofu verksmiö j ustúlkn- anna, þar sem þær hafa fataskipti, drfkka kaffiC sitt — eru opinská- ar um hagi sina sem títt er um konur — í sinn hóp. Hér eru þær saman komnar niu vinnustúlkur — og tveim betur, þvottakona stof unnar og verkstjóri stúlknanna. En það stendur yfir verkfall í stof unni — af sérkennilegum toga spunniö. varir frá upphafi og fram undir leikslok. Á þeim tíma ger- ist leikurinn Læðumar, sem verið er að æfa í Þjóðleikhúsinu og verð ur frumsýndur 16. janúar, og er það fyrsta leikrit eftir finnskt skáld á þessari öld, sem sett er á svið hér á landi, er Baldvin Hall- dórsson leikstjóri, þýðandi Vigdis Finnbogadóttir, en leikendur eEefu leikkonur, því að í leiknum koma aðeins kvenpersónur fram á sviðinu, sem mun harla fátítt í svo fjöltnennum sjónleik. Hins veg ar umgangast þær á vinnustaðnum einn karlmann, sem þær nefna aldrei annað en Fríðu. íslenzkir útvarpshlustendur kannast við höfundinn, Walentin Ohorell, því að tvö af leikritum hans hafa verið flutt í útvarpinu hér, ,,Fabian opnar hliðin“ og „Veggurinn": Hann er rúmlega fimmtugur, gekk í menntaskóla og háskóla og lauk þar meistaraprófi í málfræði og bókmenntum. Fyrstu bók sína, ljóð, sendi hann frá sér 29 ára gamall og fer ekki geyst fram á ritvöllinn fyrst í stað. Næst komu út eftir hann þrjár skáld- sögur, ein leynilögreglusaga og síðan flutt eftir hann nokkur út- varpsleikrit. En það er ekki fyrr en eftir stríð, að hann snýr sér af alvöru að leikritagerð og hefur verið svo fádæma afkastamikill í þeim grein, að síðustu 15—20 ár- in hafa komið frá hans hendi um fimmtíu leikrit og er hann talinn í allra fremstu röð norrænna leik- ritaskálda eftir stríð, af sumum talinn einna snjallastur þeirra, er nú Hfa. Fyrstu verulegu viðurkenningu fékk hann fyrir „Fabian opnar hliðin“, sem frumsýnt var 1949. Siðan rekur hvert leikritið annað, en frægast hefur þetta orðið, Læð- umar, sem frumsýnt var í Kansan- teatteri í Helsinki vorið 1961 og eftir það í mörgum borgum ann- arra landa. Geta má þess, að Hlutverk og leikendur I Læðun- um eru: verkstýran Marta (Guð- björg Þorbjamardóttir), Rikka (Kristbjörg Kjeld), Xenía (Bríet Héðinsdóttir), Seija (Þóra Frið- riksdóttir), íílirka (Bryndís Pét- ursdóttir), Þóra (Helga Valtýsdótt ir), Inga (Margrét Guðmundsdótt- ir), þvottakonan Anna (Nina á nefinu, les í dagblaði og jórtr- ar stöðugt meðan hún les, það er orðið að óviðráðanlegum kæk, því að hún er forfallin togleðursæta. Innan skamms kemur nýráðin stúlka í verksmiðjuna, Inga, ný- komin til borgarinnar. Anna legg- ur henni reglurnar og þær taka tal saman unz hinar stúlkurnar þyrpast inn, ein af annarri. Þegar þær koma inn og þar sem þær standa í biðröð við stimpil klukkuna, bera þær hver sinn per- sónuleika. Þeim er enn í minni það sem frítíminn hafði upp á að ijóða: gönguferð með vininum, ?leði og sorgir, og loftið fyllist klið masandi kvenna. Enn eru þær einstaklingar og býsna mikið má ráða um manngerð þeirra af því, hvernig þær skipta um föt. Sumar hafa fallegan limaburð og eru kankvísar í fasi, jafnvel á þessum stað. Aðrar eru þreyttar og stara fram fyrir sig með beizkju í aug um. Nokkrar tala hátt og hvellt, aðrar hvísla sín á milli. Komizt hefur á kreik söguburð Hér þjarma þær verksmiSjustúlkurnar fyrst aS Mörtu verkstýru. XENÍA (Brfet HéSinsdéttlr) verSur alveg Ó3 og stefnir á hana meS barefil: Hvað er hún aS gera meS okkur? Hvers vegna er hún að leggja slg svo lágt, svona ffn dama, aS vinna með venjulegum verk smiSjustúlkum? norska leikkonan Gerda Ring hef- ur sett það á svið í þrem lönd- um, mun hún hafa vakið athygli á því, er hún vann hér að leikstjórn á Pétri Gaut í Þjóðleikhúsinu og jafnvel komið til tals, að hún setti einnig Læðurnar á svið þar en ekki getað sinnt því vegna anna ytra. Þetta verður óefað spenn- andi sýning og óvenjuleg og ekki Sveinsdóttir), Ellen (Jóhanna Norðfjörð), Sandra (Oktavía Stef ánsdóttir) og Lísa (Birna Bene- diktsdóttir). Leikurinn er í tveim þáttum en mörgum atriðum, og er hl'é þó aðeins eitt í sýningunni, hefst með nýjum vinnudegi með sker- andi hljóði úr mörgum verksmiðju flautum. Anna er fyrst ein í kaffi vonum fyrr, að við fáum að sjá j stofunni, þessi gamla, útslitna og á íslenzku sviði það, sem merkast | kaldhæðna vinnukona, sem hefur er að gerast í leikritagerð í ná-iumsjón með kvennadyngjunni. grannalöndunum. I Hún situr á stólkolli með gleraugu ur um Mörtu, verkstýruna þeirra, að ekki sé allt með felldu um til- hneigingar hennar, hún leiti frek- ar á stúlkur en karlmenn. Fyrst hafi það verið Lillian, og hún sé nú gengin af vitinu, og nú sé Marta búin að ná tangarhaldi á Rikku. Rikka hefur nú ekki mætt til vinnu í nokkra daga, en kemur nú, öll heldur ótútleg, enda skemmt sér nótt eftir nótt og legið með ýmsum. Samverkakonur henn ar yfirheyra hana nú um samband hennar og Mörtu, og Rikka stað- BALDVIN Ieikstjóri lætur hendur standa fram úr ermum. e festir söguburðinn að Mörtu áheyr andi, sem er yfir sig hneyksluð á óskammfeilni Rikku og vanþakk- læti fyrir að hafa þegið af henni húsaskjól, þegar hún lenti í gjá- lífi og kom sér út úr húsi heima. Stendur Marta á því fastar en fót- unum, að söguburðurinn sé hel- ber lygi, og kveðst hún hvorki hafa slíkt samband við karla né konur. Síðan rifjar hún upp hrylli atvik úr bemsku sinni, þegar óbunnugur fantur tók hana með valdi á víðavangi. Við þessa sögu setur þær allar hljóðar, en samt sitja þær fastar við sinn keip, þær hafa sem sé ákveðið að vinna ekki lengur undir stjórn Mörtu og fara ekki aftur inn í vinnusalinn fyrr en þær fá vissu fyrir því að Marta vflri úr starfi sínu. Síðan hefst verkfallið í kaffistofunni og leik- urinn fjallar um átökin í stofunni, það er Marta gegn þeim öllum hinum, sem verður ekki rakið frek ar hér. En það eru snarpar og Framhald á 15. siðu. RFKKA (Kristbjörg K|eld) hefur spunnið upp kynvillusögur um MÖRTU verkstýru, en Iðrast svo orða sinna, fleygir sér að fótum hennar og kysslr á hennl tærnar. ÞÓRA (Helga Valtýsdóttir) hreytir úr sér, að nú sé þeim báðum fyrir beztu að hypja sig burt. (Tallð frá vinstrl á mynd- Inni: GuSbjörg, Krlstbjörg, Nína, Helga, Þóra, Bryndts, Margrét og Oktavfa). Surtsey Eyja við landið ísa er nú úr sæ að rfsa. Sjá má eldsúlur æða óravegu til hæða. í djúpinu sjórinn sýður. Sædýr hvert burtu skríður. Kjamorka leyst úr læðing lýsir hér fslands fæðing. Þanniig „ár vas alda“ öfl dulin sprenging valda. Löndin risu úr legi logandi á fyrsta degi. Afl sem enginn mælir upp um gígsopið dælir eldi, ösku og gjalli, orðið er það að fjalli. Árin verða að öldum askan að jarðveg köldum. Þegar svo moldin myndast máttug öfl saman bindast. Frjókornin fuglar bera fúsir í ey áð vera. Loks koma blóm í brekkur burknar og gróður þekkur. Líður að landnámstíma leggja menn þangað síma reisa bryggjur og bæi brátt er svo græddur hagi kálfar og beljur haula börnin slagara raula. Elskast þar mey og mögur menn skrifa ljóð og sögur. Jarðeðlis jörmunkraftur jötunsins birtist aftur en meðan Surtur sefur svefn hans þá athöfn tefur. Þegar hann vaknar villtur verða mun risinn trylltur. Surtsey í djúpið sekkur seyðið jötunninn drekkur. Við búurn á gömlum glóðum i gróðri á jötna hlóðum. Því ísland er gamall gígur já, gosey, er aftur hnígur. Guðmundur Guðni. 6 TÍMINN, föstudaginn 10. janúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.