Tíminn - 16.01.1964, Blaðsíða 7
-- SSfMimt —
Utgeféndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Tómas Amason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). AncLrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriíii
G. Þorsteinsson. Fuiltrúi ritatjómar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Anglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjóroarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan-
lands. 1 iausasölu kr. 4.00 einL — Prentsmiðjan EDDA h.f. —
Stjórnin og dýrtíðin
Stjórnarblöðin hafa gumað mjög af því, að afkoma
ríkisins hafi verið mjög góð á undanförnum árum og
telja þetta eitt af ágætum „viðreisnarinnar".
Það er rétt, að miklir greiðsluafgangar hafa orðið hjá
ríkissjóði á árunum 1962 og 1963. En greiðsluafgangarnir
einir segja ekkert til um það, hvort fjárstjórn ríkisins
er góð eða léleg. Aðalatriðið er, hvernig þeir eru fengnir.
Greiðsluafgangar ríkisins á undanförnum árum hafa
ekki verið fengnir með sparnaði. Það ér erfitt að benda
á eitt einasta dæmi um sparnað hjá ríkinu á þessum
tveimur árum. Hins vegar hafa margir útgjaldaliðir auk
izt úr hófi fram.
Greiðsluafgangarnir rekja eingöngu rætur til þess,
að tollar og söluskattar, sem ríkið hefur lagt á, hafa
verið langt úr hófi fram. Á árinu 1962 urðu umframtekj-
ur hvorki meira né minna en 300 millj. kr. Á síðastliðnu
ári hafa þær sennilega orðið enn meiri.
Það er ekki mikill vandi að hafa greiðsluafgang hjá ríkis-
sjóði, þegar skattaálögum er hagað á þennan hátt.
En hvaða afleiðingar hefur þetta fyrir þjóðina? Hafa
menn athugað það?
Sumarið 1961 reiknuðu sérfræðingar ríkisstjórnarinn
ar út, að 1% almenn kauphækkur í landinu jafngilti
samanlegt 30 millj. kr. M. ö. o. 300 milii. kr. álögur þá
jafngiltu 10% kauphækkun. S’ðan hefur kaupgjald
hækkað. Miðað við kaupgjald nú, munu 300 millj. kr. þá
sennilega alltaf nema 7—8% alnumnri kaupgjaldshækli
un.
Á þessum samanburði geta menn bezt séð, hve mikil
áhrif þessar opinberu álögur umt'ram þarfir ríkisins
hafa haft í þá átt að auka dýrtíðina í landinu.
Það er þessi stefna ríkisstjórr.arinnar að hafa opin-
beru álögurnar miklu hærri en nokkur þörf hefur ver'ð
fyrir, sem hefur aukið dýrtíðina í landinu meira en
nokkuð annað.
Það er þessi stefna rikisstjórnarinnar, sem hefur ýtt
undir kaupkröfur eða kallað þær fram meira en flest
annað.
En samt virðist ríkisstjórninni ekki þvkja nóg að gert.
Gunnar Thoroddsen og Bjarni Benediktsson hafa und-
anfarið verið að boða nýjar aukrar álögur, án þess að
hægt sé að finna þeim réttlætanlegai forsendur, þar sem
fjárlögin fyrir 1964 eru raunveruleaa afgreidd með mikl-
um tekjuafgangi og ráðstafað er ríflegum greiðsluaf
göngum ríkisins frá 1962 og 1963
Það, sem nú þarf að gera umíram allt. er að reyna
að draga úr aukinni dýrtíð. Það er hms vegar ekki stefna
stjórnarinnar Hún ætlar nú eins og fyrri daginn að
auka hana úr hófi fram með nýjr.m, óþörfum álögum.
Stjórnarblöðin hafa rokið upp vegna þess, að nýlega
var bent á það hér í blaðinu að laí'naðarmenn á Norð
urlöndum hafa miklu minni verðlagshöft en hér eru. Álit
þeirra er það, að þegar vöruframboð sé nóg, tryggi
frjáls samkeppni kaupmanna og kaupfélaga neytendum
hagstæðast verðlag.
íslenzka ríkisstjórnin er annarrar skoðunar. Hún játar
sig fylgjandi viðskiptafrelsi í orð’ en er á móti því á
oorði. Hún vantreystir íslenzku Kaupmannastéttinni og
telur hana muni misnota frelsið. Öðru visi er ekki að
jkilja þessa afstöðu Bjarna Benpaiktssonar og Gunnars
Thoroddsen.
Panamaskurðurinn og Bandaríkin
Mál sem getur reynzt Bandaríkjunum örlagankt í Suður-Ameríku
UPPDRÁTTURINN sýnlr Panamaskurðinn oq yfirráðasvaeði Banda-
ríkjanna meðfram honum.
BANDARÍKJAMENN hafa
nýlega verið minntir alvarlega
á það, að vinsældir þeirra eru
harla litlar í Suður-Ameríku,
en hér er átt við átök þau, sem
áttu sér stað við Panamaskurð-
inn um seinustu helgi. Þessir
atburöir benáa til þess, að það
sé ekki fjarri lagi, er John
Danstrup, einn fróðasti danski
blaðamaðurinn á sviði utan-
ríkismála, segir í „Politiken“
á l'augardaginn, að Bandaríkja-
menn virðist tortryggðir jafnt
af vinstri mönnum sem hægri
mönnum í Suður-Ameríku.
Vinstri menn tortryggja Banda-
ríkin vegna þess, að þau muni
reyna að viðhalda réttindum og
gróðamöguleikum bandarískra
auðhringa í Suður-Ameríku, en
hægri menn tortryggja þau
vegna þess, að Kennedy og
fleiri forustumenn Bandaríkj-
anna hafa lýst yfir opinskátt,
að ýmsar félagslegar umbætur,
eins og skipting stórjarða, séu
óhjákvæmilegar. Við þetta bæt-
ist svo, að þeir Bandaríkja-
menn, sem hafa setzt að í Suð-
ur-Ameríku, hafa yfirleitt
reynzt heldur slæmir fulltrúar
lands síns.
Árekstrar þeir, sem urðu við
Panamaskurðurinn á dögunum,
verða hvorki fremur raktir til
vinstri manna en hægri manna
og erfitt mun að dæma um,
hvorir hafi þar látíð meira til
sín taka. Andúðin gegn Banda
ríkjamönnum virðist hafin yfir
flokkadeilur í Panama.
H ÞAÐ má teljast kaldhæðni
örlaganna, að átök þau, sem
urðu við Panamaskurðinn á
dögunum, rekja rætur til þess,
að Kennedy íorseti reyndi að
koma til móts við vissar óskir
Panamamanna á síðastl. sumri,
er Chiari, forseti Panama heim-
sótti hann. Panamamenn hafa
lengi óskað þess, að fáni þeirra
væri hafður uppi við hlið
Bandaríkjafánans á svæði því,
sem Bandaríkjamenn ráða yfir
við Panamaskurðinn, en það er
15 km. breið ræma hvorum
megin við skurðinn. Kennedy
féllst á þetta og ýmis fleiri
atriði, er áréttuðu það, að hér
væri um land Panama að ræða.
þótt Bandaríkin hefðu það á
leigu, t.d. að þar yrðu ein-
göngu seld Panamafrímerki
Jafnframt lofaði Kennedy að
hlutast til um, að Panamamenn,
er vinna við skurðinn, fengju
sama kaup og Bandaríkjamenn,
en mjög hefur skort á að svo
væri. Jafnframt var svo ákveð-
ið að ræða nánar um önnur
deiluefni síðar, eins og hækk-
''un á því gjaldi, sem Banda-
ríkin greiða Panama fyrir skurð
inn, en Panamastjórn hefur
lengi haldið fram, að hann væri
Bandaríkjamönnum mikil tekju
lind.
Þessir samningar, er Kenn-
edy gerði við Chiari, hafa verið
misjafnlega haldnir af Banda-
ríkjamönum á skurðsvæðinu,
t.d. hafa margir þeirra vanrækt
að draga upp Panamafána við
opinberar byggingar, ekki sízt
skólabyggingar. Þetta hef-ir vak
ið mikla gremju í Panama og
varð þess valdandi, að Síðastl.
föstudag fóru stúdentar og
fleiri frá Panama inn á svæði
Bandaríkjamanna og reyndu að
draga upp fána við skólahús
þar, en aðeins Bandaríkjafáni
blakti þar á stöng. Nemend-
urnir, sem voru bandarískir,
reyndu að hindra þetta, og kom
til áfloga og síðar til afskipta
lögreglu og herliðs. Þessi at-
burður leiddi svo til miklu
meiri átaka og skipta þeir, sem
féllu eða særðust í þessum á-
tökum, mörgum tugum. í fram-
haldi af því, rauf forseti Pan-
ama stjórnmálasambandið við
Bandaríkin, en það hefur nú
verið tekið upp að nýju eftir
að bandalag Ameríkuríkjánna
hefur komið á bráðabirgðasætt
Sú sætt mun hins vegar ekki
verða varanleg, nema komið
verði á ástandi á skurðsvæðinu,
er Panamarnenn sætta sig bet-
ur við.
RÍKIÐ PANAMA rekur ræt-
ur sínar til 1903. Þá höfðu
Bandaríkin lengi átt í samning-
um við Columbia um að mega
byggja skipaskurð í Panama,
en Panama var þá fylki í Col-
umbia. Sjórnin í Colombia var
erfið í þessum samningum.
Bandaríkjastjórn gerði sér þá g
lítið fyrir. Hún fékk sér hlið- i
holla menn í Panama til að gera í|
uppreisn gegn Columbia, og 1
veitti þeim hernaðarlegan §
stuðning, er Columbia ætlaði H
að bæla þessa uppreisn niður. h
Uppreisnarmenn lýstu Panama w
síðar sjálfstætt ríki, er strax I
hlaut viðurkenningu Bandaríkj- M
anna Rétt á eftir gerðu Banda- i
ríkin samninga við Panama um M
skurðinn, en hann var tekinn ffl
til notkunar 1915
Eins og áður segir, fengu 'n
Bandaríkin til umráða 15 km. a
breitt svæði hvorum megin B
við skurðinn. Þeir komu sér þar a
rækilega fyrir og minnir þetta *
rvæði á flestan hátt á bandar. f|
land. Það hefur sært metnað W
Panamabúa, að land þeirra hef- ja
ur þannig verið klofið, og þeir i
orðið fyrir ýmiss konar óvirð- |!
ingu að þeirra dómi á banda- H
rísku svæðunum, t.d. haft lægra «
kaup en Bandaríkjamenn, ekki ffl
fengið aðgang að skólum þeii-ra i|
o. s.frv. Þá hefur þeim vcrið
það vaxandi þyrnir í augum, að E
tekjur af skurðinum hafa stöð- i
ugt farið vaxandi. án þéss að i
leigugjaldið, sem þeir hafa f
fengið, hafi hækkað nokkuð til- |j
svarandi. í seinni tíð hefur sú ®
krafa hlotið vaxandi byr, að S
Panama taki við rekstri skurð-
arins.
Bandaríkjamenn hafa haldið
því fram, að Panama hafi grætt
á skurðinum og byggi tilveru
sína á honum. Sannleikurinn
er sá, að hann hefur verið of
stór þáttur í atvinnulífi lands-
manna og þeir vanrækt aðrar 1
atvinnugreinar vegna hans, m |
Framhald á 13 síðu H
w
Bandarískir hermenn á verSi vlð Panamaskurðlnn.
fÍMINN, fimmtudaglnn 16. ianúar 1964 —
7