Tíminn - 17.01.1964, Qupperneq 2
Fimmtudagur, 16. janúar.
NTB-London. — Hinni
Iveggja daga opinberu heim-
- ókn Ludwig Erhards, kanslara
'.-Þýzkalands til Bretlands,
luk í dag. Hann átti marga
andi með Sir Alec Douglas-
. lome, forsætisráðherra Breta.
NTB-Tokío. — Robert Kenn-
f’dy, dómsmálaráðherra Banda-
ikjanna, kom til Tokio í dag.
rann mun ræða við Sukarno,
rrseta Indónesíu, um afstöðu
ans til Malaysíusambandsins,
•am hann er mjög andvígur.
NTB-Stokkhólmi. — Aðiljun-
rp tveimur í Helandermálinu
>nti harkalega saman í réttin-
n j dag, þegar vitnaleiðslan í
ambandi við vélritunina á
’ inum margfrægu bréfum
r ófst.
NTB-New York. — U Thant,
-amkvæmdastjóri Sameinuðu
jóðanna, hefur skipað ind-
erska hershöfðingjann L. S.
'■■-ykni sem sinn sérlega sendi-
fulltrúa á Kýpur.
NTB-Zanzibar. — Brezk sþip
nunu á morgun flytja um 130
’ rezka borgara frá eyjunni.
NTB-París. — Líklegt er tal-
•ð, að Frakkland muni viður-
’-enna Kínverska Alþýðulýðveld
ið fvrir 15. marz n. k.
NTB Löndon. — Samþykkt
■ ar á Lundnarráðstefnunni um
Kýpur í dag, að skipuð skyldi
nefnd grískra og tyrkneskra
’fýpurbúa, sem vinna skyldi að
’ausn deilumála þessara tveggja
þjóðarbrota.
NTB-Oslo. — MikiJ hátíðar-
höld verða haldin í sambandi
ýið 150 ára afmæli stjórnar-
skrár Noregs, en hún gekk í
gildi 17. maí 1814.
NTB-Bamako. — Chou En-
Lai, forsætisráðherra Kín-
verska Alþýðulýðveldisins, kom
í dag til Malí í fimm daga op-
inbera heimsókn. Hann mun
ræða við forseta Malí, Mobido
Keita, um m. a. fjárhagsaðstoð
við Malí.
NTB-Frankfurt. — Hans
Stark, fyrrverandi fangavörður
í Auschwitz-fangabúðunuim, hef
ur játað að hann hafj stillt sov
ézkum stríðsföngum upp við
múr og skotið þá, og að hafa
hjálpað við að drepa rúmlega
200 menn og konur með gasi.
NTB-Oslo. — 30 tíbetsk börn
komu til Oslo í dag, og munu
þau ganga í skóla í Gjövik í 4
ár. Síðan munu þau starfa í
Tíbet sem kennarar, hjúkrun-
arkonur o. fl.
NTB-Bonn. — Unnið er að
björgun sjö námuverkamanna,
sem lokuðust niðri í kolanámu
í V.-Þýzkalandi s. 1. miðviku-
dag. Tekist hefur að grafa göng,
sem eru einungis 11 metra frá
námugöngunum, sem Jiggja til
mannanna.
NTB-Ifouston. — Bandaríski
geimfarinn, John Glenn, ætlar
að bjóða sig fram tij Öldunga-
deildar Bandaríkjaþings fyrir
dcmókrata í Ohio-ríki.
VIÐRÆÐUR EKK! VÆNLEGAR
PANAMASTJÓRN BRÝTUR FYRRA SAMKOMULAG, 0G NEITAR VIÐRÆÐUM
NTB-Balboa og Washington, 16. janúar.
Chiari, forseti Panama, lýsti því yfir í dag, að
stjórnmálasambandið við Bandaríkin yrði ekki tek-
ið upp á nýjan leik, fyrr en bandaríska stjórnin
hefði samþykkt’ að gera nýjan samning um skipa-
skurðinn. — Búizt er við nýjum mótmælagöngum
í Panama innan skamms.
Um eitt þúsund Panama-stúd-
entar fóru í dag í mótmæl'agöngu
og söfpuðust saman fyrir utan há-
skólann og forsetahöllina í Pan-
amaborg. Roberto Chiari, forseti
Panama, hélt ræðu af svölum for-
setahallarinnar. Hefur Chiari lýst
því yfir, að Panama muni ekki
taka upp stjórnmálasamband við
Bandaríkin að nýju, fyrr en Banda
ríkjastjórn hefur lofað að gera
nýjan samning um skipaskurðinn.
Er þetta algerlega í andstöðu við
samning þann, sem Bandaríkin
og Panama gerðu í gær.
Bandaríski herinn lét í dag
völdin við Panamaskurðinn í hend
ur svæðislögreglunnar. Eru svæð-
ismörkin nú algerlega án varð-
manna, og engir bandarískir her-
menn eru á svæðinu. Bandarískir
liðsforingjar hafa í dag þjálfað
lögreglumenn í notkun táragass,
ýmissa skotvopna og fleiri her-
tækja.
Talsmaður Hvíta hússins í Wash
ington, Pierre Salinger, sagði í
dag, að bandaríska stjórnin væri
reiðubúin að ræða öll þau vanda
mál, sem fyrir hendi eru milli
Panama og Bandaríkjanna. Hann
sagði, að svo virtist sem Panapia-
stjórn væri enn þá ekki viljug til
samningaviðræðna, eins og áður
hefði þó náðst samkomulag um.
Hefur tekið 600
myndir af gosinu
Arabar eru sammúla
ÆTLA AÐ VEITA VATNI ÚR ÁNUM í
JÓRDANÍU, LÍBAN0N 0G SÝRLANDI
i^.j-Reykjavík, 16. janúar
Diimviðri var í Vestmannaeyj-
m í öag og sást því ekkert til goss-
ms. — Blaðið Lafði í dag sam-
band við dr. Sigurð Þórarinsson
jarðfræðing og spurði hann um
gpsið í Surtsey.
Sigurður sagðist hafa flogið yf-
ir gosstöðvarnar í gær um kl.
elleíu og hefði þá verið tiltölu-
iega lítið gos. Gigurinn hefði ver-
ið opinn til suðurs og sjór hefði
fiætí inn í hann. Um hádegið jókst
gosið svo aftur, og um tvöleytið
er hann flaug aftur yfir gosstöðv
arnar, hefði verið hörkugos, með
mijrtu öskufalli og grjótflugi. Þá
hefbi gígurinn verið lokaður og rif
hafði myndast íyrir sunnan hann.
F.vjan hefur greinilega hækkað
nokkuð upp á síðkastið sagði dr.
Sigurður en fyrir jólin var sagt
að hún væri orðinn 160 metrar
sem ekki væri rétt, átti að vera
145. Nú er hún kominn yfir 150
meírar að minnsta kosti.
Dr. Sigurður sagðist nota hvert
tad-íifæri til þess að athuga gos-
slöðvarnar, og færi hann venju-
lega einu sinni í viku í athugunar-
feiðir, þegar einhverjir góðviljað-
ir aðilar skytu undir hann flug-
vél, svo sem eins og í gær er
flugvél flugmálastjbrnarinnar
þurfti að fara til Eyja og Sigurður
fékk að fljóta með.
Myndavélina hefur Sigurður
með sér í öllum ferðunum, og sagð
ist fcann vera búinn að taka rúm-
lega 300 litmyndir og annað eins
af rvart-hvítum myndum.
I
NTB-Cairo, 16. janúar.
7EÐSTU menn Arabalandanna^
GB-Reykjavík, 16. janúar.
ANNAÐ KVÖLD (föstudag)
verður sérstæð kvikmyndasýning
fyrir almenning á amerísku bóka-
sýningunni í Bogasal Þjóðminja-
safnsins og þá sýnd kvikmyndin
„Máry, Mary“, sem tekin hefur
verið af samnefndri leiksýningu á
Broadway í New York.
Myndin er sem sé tekin beint af
leiksviðinu, þar sem þetta leik-
rit hefur nú verið sýnt samfleytt
1500 sirinum. Leikstjóri er Gerie
Kerr( seirri gift er kvikmyndagagn-
rýnanda stórblaðsins New York
Herald Tribune), en aðalhlutverk-
in leika hinir frægu leikarar
Debbie Reynolds og Barney Nel-
son.
Á undan kvikmyndinni kl. 20,30
flytur leiklistarsérfræðingurinn
Frank Pavalko fyrirlestur um nú-
tíma leiklist í Bandaríkjunum. Að-
gangur er ókeypis meðan húsrúm
leyfir.
sem hafa setið saman á fundum í
fleiri daga í Cairo, höfuðborg Eg-
yptalands, og rætt áætlanir ísraels
um að veita vatni úr árini Jordan
í áveitur á Neva-eyðimörkinni,
greiddu í kvöld atkvæði um sam-
eiginlega aðgerðaráætlun gegn
ísrael.
Talið er að áætlunin gangi út á,
að Arabaríkin sjálf veiti vatni úr
ánum í Jordan, Líbanon og Sýr-
landi, og að þessar aðgerðir verði
studdar með sameiginlegri her-
stjórn. Munu Jeiðtogar Arabaríkj-
anna að öllum líkindum sammála
um þessa áætlun.
Áætlunin, um að veita vatninu
úr ánum í Arabalöndunum, getur
ekki hafist fyrr en komin er á fót
sameiginleg herstjórn. Kuwait og
Saudi-Arabia munu styðja þá her
stjórn með fjárframlögum, og írak
tuun gera hvoru tveggja, veita
fiármagn og hersveitir. Að því er
Cairo-blaðið A1 Ahram hermir,
munu leiðtógarnir sammála um, að
fela æðstu herstjórnina í hendur
egypzkum hershöfðingja.
MINNI SÍLD
KJ-Reykjavík 16. janúar
Sæmilegt vebur var á síldarmið
unun, á Sfðugrunpi í dag. Blaðið
jalaði við Jón Einarsson leitar-
stjóra á Þorsceini þorskabít og
sagði hánri að tveir bátar væru
nú að athafna sig á miðunum.
Mánatindur og Árni Magnússon.
Þeii voru ekki búnir að kasta um
sexk-ytið. Nóg síld virðist vera
þarna enn þá að minnsta kosti
var Jón að 'lóða á eina stóra og
mika torfu er blaðið talaði við
ha.nn. Jón sagði að bátarnir gætu
c-íki átc við stór köst í þessu
veðri, en aftur á móti gætu stærri
báta. nir innbyrt smærri köst. Þeir
á Þ'.rskabít vatða ekki kvikindi,
en vísa bátunum bara á veiðina.
Um fcurð éru fimmtán sálir, en þó
engin af þeim fiskifræðingur.
Ti) Reykjavíkur komu tveir báfc
ar í dag Rifsnes og Ögri hvor með
800 tunnur.
Sólrún kom með 800 mál síld-
ar til Eskifjarðar í dag og er það
fyrtta síldin sem berzt þangað á
vetrinum.
FLUGVELLIRNIR
Framhald af 16. siðu.
Pétur Guðmundsson sagði það
sína skoðun, að heppilegast og
skynsamlegast væri að leggja
Reykjavíkurflugvöll niður í áföng
um, t. d. á 10 til 15 árum. Ef
starfrækja á flugvöllinn áfram
sem aðalflugvöll landsins, þarf að
fara fram á honum mjög dýr
bráðabirgðaviðgerð. Það er tak-
markað fjármagn, sem unnt er að
verja til flugsamgangna. Það fjár-
magn, sem annars færi til við-
halds og endurbóta á Reykjavíkur
flugvelli eða í nýjan flugvöll á að
frA krabbameinsfélúgunum
Á síðastliðnu hausti sendi
KrnbbameinsféJag íslands eftirfar
anúi bréf til 60 barnaskóla á land-
inu:
,.{ viðleitpi torri til að hamla
gegn tóbaksreykingum barna og
ungbnga, teljum vér mikilsvert að
eiga samvinnn við skólastjóra
lanósins.
ÁS þessu sinni sendum vér yð-
ur filmræmu, ásamt íslenzkum
texta sem gjöf til skóla yðar, í
trausti þess að þér notið þessi
gögp til að fræða pemendur yðar
um skaðsemi reykjnga.
Félag vort er fúst að lána skól
um kvikmynd (með ísl. tali) um
jójiakSfeykingár. Enn fremur er
vei.ð að búa tii prentunar fræðslu
bækling um þessi efni og er oss
ljúft’ áð senda ókeypis eintök
handa nemendum yðar“.
Krabbameinsíélagið hefur nú
feng;ð til umráða þrjú eintök af
ame.úskri kvikmynd um skaðsemi
rcykipgs) (með isl. taji), sem það
helur látið sýna í nokkruin fram-
haldsskól jm hor síðan í haust og
er fúst »ð 'áná öjjuþi skójppi þess
ar fvijttrivp'dir
Verið e' a5 prepta bækjing
þfipn. áeir. 'nfpnst p> á i bréfj fé
Íat.Vns til skp'ánpa. en útkomp
han.s seinkaði vcgna preptaravppk
Ígjlíms.
Krabbameinsfélag Islands og
Kranbameinsféíag Reykjavíkur
hafa nú ráðið mann, sem einnig
vinnar að öðrum fræðslumálum
fyrjj skólana, til þess að sinna út-
breiðslú og kynningarstarfi á verk
urn krabbameinsfélaganna.
Þá má og geta þess, að í síðasta
heít’ tímarits krabbameinsfélag-
anna „Fréltabiéf um heilbrigðis-
mál“ eru tvær merkar greinar um
áhrif reykinga á heilsuna:
1 /Eðasjúkdómar fara vaxandi
1 eíiií próf. N. Dungal). 2. Áhrif
evVinga á heitsu manna (eftir
r.rnenska vísjndpmannin Cuyler
ilammond.
verja til að byggja nýja og endur-
bæta flugvelli úti á landsbyggð-
inni. Flugsamgöngur innan l’ands
verða ekki bættar með því að
reisa nýjan fullkominn flugvöll
hér við Faxaflóann, ef ekki er
unnt að lenda úti á landi. Hér
vantar áætlunargerð um flugvelli
og flugsamgöngur og áætlanir
eiga að vera í tengsl’um og sam-
ræmi við vegaáætlanir og áætlan-
ir um samgöngur á sjó. Það þarf
að stilla þessa þrjá höfuðþætti
samgöngumálanna sem bezt sam-
an.
Þá skýrði Pétur frá því, að
ákveðið væri að reisa nýja slökkvi
stöð á vellinum. Verður hún fyrir
15 slökkviliðsbíla og af fullkomn-
ustu gerð. Þá er verið að setja
upp nýtt tæki við NS-braut vall-
arins og mun það mjög auðvelda
lendingar á vellinum. Þá er fyrir-
hugað að koma Aipp aðflugsljós-
um í framhaldi af svokölluðum
„kólfljósum“, sem eru mjög mikil-
væg fyrir aðflug, en þau Ijós kost-
uðu hvorki meira né minna en
20 milljónir króna. Þá er og fyr-
irhugað að byggja nýjan flugturn
og verður hann við hlið flugskýl-
is þess sem nú er gegnt flugstöðv-
arbyggingunni. Verður hann með
mjög fullkomnum radar. Gamli
flugturninn er orðinn úreltur, of
lágur, illa staðsettur og liggur sér-
lega illa við vetrarsól. Þá hefur
verið skipuð nefnd til að fjalla
um endurreisn og endurskipulagn
ingu flugstöðvarbyggingarinnar.
TÍMINN, föstudaginn 17. janúar 1964 —