Tíminn - 17.01.1964, Blaðsíða 8
FORUSTUMENN FÉLAGA ATHUGIÐ!
Félagsstörf og mælska
eftir Hannes Jónsson félagsfræíing,
er úrvals handbók fyrir alla þá, sem taka
vilja ábyrgan þátt í féiagsstarfi og ná ár-
angri í fundarstörfum og mælsku.
Bók þessi er algjörlega hlutlaus og fjallar um mælsku og
allar tegundir félags- og fundarstarfa. f henni er líka
rökfræðiágrip, fróðlegur kafli um áróður og margar tekn-
ingar af fyrirkomulagi í fundarsal.
Ætla má, að bók þessi geti orð ð félagi yðar, stjórn þess,
fastanefndum og áhugasömum félagsmönnum að miklu
gagni.
Ef keypt eru minnst 5 eintök gegn sta'ógreiðslu fá félög
bókina með afslætti.
Munið, að leikni í félagsstörtum og mælsku getur
ráðið miklu um þjóðfélagslegan frama einstak-
lingsins og framvindu þjóðfélagsmála.
Einstaklingar, sem eignast vilji þessa hagnýtu bók, geta
pantað hana beint frá útgefanda eða fengið hana hjá
flestum bóksölum.
Notið þetta tækifæri
FÉLAGSMÁLASTOFNUNIN
Pósthólf 31 — Reykjavík — Simi 40624
PÖNTUNARSEÐILL: (Póstsent um land allt)
Sendi hér með 150 kr. fyrir emtak af Félagsstörf
og mælska sem óskast póstJagt strax.
(Sendíð greiðsluna i póstávisun eða ábyrgðarbréfi).
Nafn: ..........................................
Heimili: ..
Börn
Unglingar, etSa MlortSit? fóllt óskast til atJ
bera blaiSitS út í eftirtalin hverf’ ■
• UNDARGATA
AfgreitSsIs
Bankastræti 7 — Símar: ÍZJZ3—18300
Frúarleikfimi
í Austurbæjarskólanum á mánudögum og fimmtu-
dögum kl. 8—9 e.h. í Miðbæwskóianum kl 9.30
—10,15 e.h. Kennari: GumvÖr Bjnrnsdóttir.
Upplýsingar i síma 14215 k1. 1—4 daglega.
Fimleikadeild KR
HINAR stórstígu framfarir,
sem orðið hafa hér á landi á
síðustu mannsöldrum, eru ó-
mótmælanlega samtvinnaðar
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar
og ávöxtur hennar. Vöxtur sá
og þróun á öllum sviðum, sem
hér er um að ræða, væri alger-
lega óhugsandi, ef þjóðin hefði
ekki öðlazt smám saman fullt
sjálfsforræði í sínum eigin mál-
um. Eftir að alþingi fær löggjaf
arvald og fjárforræði árið 1874,
færist nýtt fjör í allt athafna-
líf þjóðarinnar. Þá hefst tíma-
bil framfaranna, hraðfara að
vísu ekki fyrst í stað, en ör-
uggra og óslitinna. Byrjað er
að leggja akfæra vegi um land-
ið, stórárnar eru brúaðar, og
tekið er að reisa vita með
ströndum fram. Það er tekið
að rækta landið meir en áður,
styrkja samtök landbúnaðarins
og veita bændum hagkvæma
menntun. Sjómennirnir hætta
að láta sér nægja að sækja á
grunnmið á opnum árabátum;
í stað þess taka þeir að sækja á
djúpmið á þilskipum og færa
þannig margfalda björg í búið.
Og þeir fá einnig sinn skóla, til
þess að geta staðið jafnfætis
stéttarbræðrum sínum í öðruim
löndum. Bankar eru settir á
stofn, verzlun og viðskipti auk-
ast og komast æ meir og meir
í hendur landsmanna sjálfra. —
EMIL NIELSEN
— fyrstl framkvæmdastjórinn
Hraðstígari verða þó framfar-
irnar, eftir að stjórnin flyzt
heim árið 1904. ísland kemst
í símasamband við önnur lönd
og sími er lagður um landið-
Togararnir leysa þilskipin af
hólmi og ýensar verklegar fram-
kvæmdir, sem hér verða ekki
taldar, sigla í kjölfarið. Skólar
rísa upp í ýmsum sérgrein-
um, fyrir iðnaðarmenn, verzlun-
armenn, vélstjóra, o, s. frv., að
ógleymdum Háskóla íslands,
merki menningarlegs sjálfstæð
is þjóðarinnar. Jafnframt þessu
heimta íslendingar smám sam-
an sjálfsforræði sitt aftur. Þeir
fá sérstakan fána til notkunar
innan íslenzkrar landhelgi, og
loks verður ísland frjálst og
fullvalda ríki þann 1. desember
1918.
Það er því eðlilegur þáttur í
rás viðburðanna, að einmitt á
þessu tímaþili skyldi rætast
draumur íslendinga um það, að
þjóðin eignaðist sín eigin skip
og þyrfti ekki að vera upp á
aðra komin um alla flutninga
til landsins og frá því, og meira
að segja á milli hafna í landinu
sjálfu. Þann 17. janúar 1914
varð þessi draumur þjóðarinn-
SVEINN BJÖRNSSON
— fyrsti formaðurinn
ar að veruleika við stofnun Eim
skipafélags íslands.
Tæplega verður bent á nokk-
urn einstakan viðburð á öllu
þessu glæsilega athafna- og
framfaratímabili, sem sametnar
GUÐMUNDUR VILHJÁLMSSON
— fyrrv. framkvæmdastjóri
á jafn fagurlegan hátt fram-
takssemi og stórhug kynslóð-
arinnar, nauðsyn þjóðarinnar
og sigur í sjálfstæðisbaráttunni
Eins og það er vafalaust, að
rýmkun frelsis og sjálfstæðis
undirbjó jarðveginn fyrir Eim-
skipafélagið, svo er það og
nokkurn veginn víst, að án Eim
skipafélagsins hefði fullveldið
orðið torsótt í hendur Dönum
árið 1918. Hvernig hefði skipa-
laus þjóð á fjarlægu eylandi,
sem varð að eiga alla fiutninga
til landsins og frá því undir
náð annarra, getað krafizt
þess að verða frjálst og full
valda ríki.
Þáttur landsmanna í stofnun
félagsins varð almennari en
dæmi eru tii fyrr eða síðar —
Hluthafarnir urðu milli 14 og
15 þúsundir að tölu og því nær
helmingur þeirra keypti
T í M 1 N N,
minnsta hlutinn, sem var 25
. krónur, en það var þó mikið fé
fyrir marga á þessum árum.
Eigi aðeins hér á landi varð
þátttaka svo almenn í stofnun
félagsins, heldur einnig meðai
íslendinga í Vesturheimi, sem
lögðu fram um 200 þúsund krón
ur í hlutafé, mest í smáhlutum
eins og hér heima. Fjárfram-
lög þeirra til stuðnings félags-
hugmyndinni voru ekki fremur
en í heimalandinu látin af
hendi vegna arðsvonar eða
gróðahugmyndar. Aðstoð þeirra
við stofnun félagsins var runn-
in af rótum þess vinarþels, sem
þeir báru í brjósti til ættjarð-
ar sinnar.
í Árbókum Reykjavíkur árið
1914 segir svo um stofnun Eim
skipafélagsins:
,,Merkasti atburður þessa árs,
ekki aðeins fyrir höfuðstaðinn,
heldur fyrir landið allt, var end
anlega stofnun Eimskipafél. ís-
lands 17. janúar, samkvæmt
auglýsingu, sem gefin var út
af bráðabirgðastjórn væntan-
legs félags 26. september árið
áður. Á þessum stofnfundi var í
einu hljóði samþykkt svohljóð-
andi tillaga: Fundurinn ákveð-
ur að stofna hlutafélag er nefn
ist Eimskipafélag íslands. —
Á framhaldsfundi, sem haldinn
var 22. janúar, voru lög sam-
þykkt fyrir hið nýja félag og
ÓTTARR MÖLLER
— núverandi framkvæmdastjóri
gengið til stjórnarkosninga. —
Þessir hlutu kosningu: a) Af
hluthöfum á íslandi kosnir:
Sveinn Björnsson, Ólafur John
son, Eggert Claessen, Garðar
Gíslason og Jón Björnsson. b)
Af hluthöfum meðai V.-íslend-
ínga voru kosnir: Jón Gunnars
son og Halldór Daníelsson, Jón
Björnsson vék nokkru síðar úr
sæti í stjórn félagsins fyrir 01-
geir Friðgeirssyni, sem tilnefnd
ur af Iandsstjórninni skyldi
taka sæti í stjórninni"
Útgerðarstjóri félagsins var
ráðinn Emil Nielsen og tók
hann við því starfi hinn 1, apr-
íl 1914 og gegndi því til 1 júní
1930 Emil Nielsen hafði áður
verið skipstjóri á Sterling. en
bráðabirgðastjórnin hafði þegar
í hyrjun tryggt sér að hafa
hann í ráðum með sér á ýmsan
hátt við undirbúning félags-
föstudaglnn 17. janúar 1964 —
8