Tíminn - 17.01.1964, Side 14

Tíminn - 17.01.1964, Side 14
 Jr : WILLIAM L. SHIRER um daginn, sendi hann Kennard annað skeyti: „Hafið strax samband við pólsku stjérnina og ráðleggið henni, með tilliti til þeirrar staðreyndar, að ■hún hefur samþykkt beinar samn- ingaviðræður, að láta pólska sendi herrann í Berlín skýra þýzku stjórninni þegar í stað frá því, að hafi hin síðarnefnda nokkrar til- lögur fram að, færa, sé hann til- búinn til þess að koma þeim áleið- is til stjórnar sinnar, til þess að hún geti tekið þær til athugunar nú þegar og komið með uppástung- ur í sambandi við viðræðurnar. En skömmu áður en þetta skeyti var sent af stað, hafði Beck, sem svar við tilmælunum frá kvöldinu áður, til'kynnt brezka sendiherran- um skriflega, að pólska stjórnin „staðfestir hér með, að hún sé reiðubúin til þess að skiptast á skoðunum við þýzku stjórnina milliliðalaust“ og hann hafði þar að auki fullvissað sendiherrann um það munnlega, að hann hefði sagt Lipski að biðja um viðtal við Ribbentrop til þess að skýra frá því, að „Pólland hefði samþykkt brezku till'ögurnar1. Þegar Kenn- ard spurði Beck, hvað Lipski myndi gera, ef Ribbentrop afhenti þýzku tillögurnar, þá svaraði utan- ríkisráðherrann, að sendiherra sinn í Berlín hefði ekki leyfi til þess að ganga að þeim, því „ef l'itið væri á það, sem á undan er gengið, geta fylgt þeim einhvers konar úrslitakostir.“ Það mikil- vægasta var, sagði Beck að koma á aftur sambandi „og síðan ætti að ræða nánar um það, hvar, með hverjum og á hvaða grundvelli samningaviðræðurnar færu fram.“ í ljósi „undanfarandi atburða“, sem hinn eitt sinn nazist-sinnaði utanríkisráðherra minntist á, þá var þetta ekki óréttlát afstaða. Kennard sagði í skeytinu til Lund-! úna, að Beck hefði bætt við, að ,,ef honum yrði boðið að koma til, Berlínar, færi hann að sjálfsögðu' ekki, hann ætlaði ekki að láta fara eins með sig og Hácha forseta." í rauninni sendi Beck ekki ná-! kvæmlega þessi fyrirmæli til Lip- skis. í stað þess að segja, að Pól-; land „gengi að“ tillögum Breta, var Lipski sagt að segja Þjóðverj- um, að Pólland „athugaði nú vin- samlega“ brezku uppástungurnar og myndi gefa formlegt svar „næstu klukkustundirnar í síðasta lagi.“ En það lá meira á bak við fyrir- mæli Becks til Lipskis og Þjóð- verjarnir, sem leyst höfðu dul- málslykla Pólverja, vissu það. Það var einföld og góð ástæða fyrir því, að Þjóðverjar voru ekki sérlega ákafir í að taka á móti pólska sendiherranum í Berlín, og hún kemur brátt í ljós. Það var orðið um seinan. Klukkan 1 eftir hádegi, aðeins fáum mínútum eftir að Lipski tók á móti skeytinu með fyrirmælimum frá Varsjá, fór hann fram á að fá viðtal við Ribbentrop í þeim tilgangi, að afhenda orð- sendingu stjórnar sinnar. Eftir að Lipski hafði fengið að bíða í nokkr ar klukkustundir, hringdi Weiz- sacker í hann og spurði hann, fyrir hönd utanríkisráðherrans, hvort hann kæmi sem sendiboði með full völd til samninga, „eða á einhvern annan hátt“. „Ég svarafii" sagði Lipski síðar í lokaskýrslu sinni, „að ég færi fram á viðtalið sem sendiherra, til þess að flytja yfirlýsingu stjórnar minnar". Önnur löng bið fylgdi á eftir þessu. Klukkan 5 kom Attolico til Ribbentrops og flutti „hina áríð- andi ósk foringja síns“, um að þýzki foringinn tæki á móti Lipski „til þess að koma á minnsta mögu- leikasambandi, sem nauðsynlegt væri til þess að koma í veg fyrir að slitnaði fullkomlega upp úr samningaumleitununum". Þýzki utanríkisráðherrann lofaði að ,,flytja“ óskir ítalska foringjans til foringja síns. Þetta var ekki fyrsta heimsókn ítalska sendiherrans í Wilhelm- strasse þennan síðasta ágústdag með það fyrir augum, að koma í veg fyrir, að friðurinn færi út um þúfur. Klukkan 9 um morguninn hafði Attolico skýrt stjórninni í Róm frá því, að ástandið væri „vonlaust" og því aðe/ns „eitthvað nýtt komi fram skellur stríðið á eftir nokkrar klukkustundir". í Róm lögðu þeir Mussolini og Ci- ano höfuðin í bleyti til þess að reyna að finna eitthvað nýtt. Fyrsti árangurinn af þessu var, að Ciano hringdi í Halifax og sagði, að Mussolini gæti ekki grip- ið fram í nema hann gæti lagt fyrir Hitler ,feitan bita“: „Dan- zig“. Brezki utanríkisráðherrann leit ekki við agninu. Hann sagði Ciano, að það, sem fyrst yrði að gera, væri að koma á beinu sam- bandi milli Þjóðverja og Pólverja gegnum Lipski. Þannig var það kl. 11:30 fyrir hádegi, að Attolico hitti Weiz- sacker í þýzka utanríkisráðuneyt- inu og sagði honúm, að Mussolini hefði haft samband við London og styngi upp á, að Danzig yrði aftur látin af hendi sem fyrsta skrefið í áttina að þýzk-pólsku samkomu- lagi, og að Mussolini þyrfti nokk- urn ,,fr'est“ til þess að fullkomna friðaráætlun sína. Gæti þýzka stjórnin ekki tekið á móti Lipski á meðan þetta færi fram? Ribbentrop tók á móti Lipski klukkan 6:15 um daginn, meira en fimm klukkustundum eftir að hann hafði farið fram á viðtalið. Það stóð ekki lengi. Sendiherrann kom virðulega fram, þrátt fyrir þreytuna og taugaspennuna. Hann las hina skriflegu orðsendingu fyrir nazista-utanríkisráðherrann. — í gærkvöldi skýrði brezka stjórnin pólsku stjórninni frá því, sem farið hafði milli stjórna Bret- lands og Ríkisins varðandi mögu- leika á beinum samningaviðræð- um milli pólsku og þýzku stjórn- anna. — Pólska stjórnin hefur athug- að þessar tillögur, og mun gefa 163 formlegt svar á næstu klukku- stundum. „Ég bætti við“, sagði Lipski síð- ar, ,að ég hefði verið að reyna að koma þessari yfirlýsingu á fram- færi frá því klukkan 1 um dag- inn.“ Þegar Ribbentrop spurði hann hvort hann hefði ekki komið sem fulltrúi, sem hefði heimild til samningagerðar, svaraði sendi- herrann, að „sem stæði“, hefði hann aðeins fyrirmæli um að af- henda orðsendinguna, sem hann hafði verið að enda við að l'esa, og að svo mæltu afhenti hann utan- ríkisráðherranum hana. Ribben- trop sagðist hafa búizt við, að Lipski myndi koma sem „fullvalda sendimaður“ og þegar sendiherr- ann lýsti því aftur yfir, að hann færi ekki með slíkt hlutverk, var hann látinn fara. Ribbentrop sagðist skyldi skýra foringjanum frá málinu. „Þegar ég kom aftur til sendi- ráðsins", sagði Lipski síðar, „komst ég að raun um, að ég gat ekki náð sambandi við Varsjá þar sem Þjóðverjar höfðu skorið á símalínu mína.“ Spurningar þeirra Weizsackers og Ribbentrop varðandi völd sendi herrans, voru aðeins formsatriði, notuð vegna skýrslnanna, þvi allt frá hádegi, þegar orðsendingin til Lipskis barst frá Varsjá, höfðu Þjóðverjar vitað, að hann kom ekki sem samningamaður, eins og þeir höfðu krafizt. Þeir höfðu leyst dulmálslyklana og lesið skeytið þegar í stað. Afrit hafði verið sent til Görings, sem sýndi það Dahlerus og fól honum að fara með það í skyndi til Hender- sons, svo að brezka stjórnin, eins og marskálkurinn útskýrði síðar í vitnastúkunni í Niirnberg, „gæti fengið að vita eins fljótt og hægt 52 óviss um fyrirætlanir okkar. Við enduðum í eldhúsinu, geysistóru eldhúsi með mörgum stórum skáp- um og gríðarstóru búri í einu horn- inu. — Það er útilokað fyrir nokk- urn að rata um þetta gímald án l'eiðarvísis, fullyrti Min. — Það er huggunarrík fullyrð- ing, tautaði ég. Svo sneri ég mér að Page. — Veiztu, að þessi dug- lega, unga stúlka hefur bitið það í sig að kenna þér matreiðslu? — Það er mjög vinsamlegt af henni, sagði Page vandræðalega. — Ég hygg, að það sé mjög þýðingarmikið atriði fyrir þig, sagði Min, sem var önnum kafin við að rannsaka einn af hinum víðáttumiklu skápum, — sem eig- inkona Phils, á ég við. Það mundi ekki skipta neinu máli, ef þú værir gift einhverjum öðrum — en rauð- haus — / Hún dró sig út úr skápnum og veifaði að. okkur postulínsdiski, þar sem hún stóð á háum eldhús- kolli. — Ég er sannfærð um, að pilturinn sá arna hefur alizt upp á einu af þessum fullkomnu heim- ilum — þar sem gljáfægðir silfur- stjakar prýða tandurhrein borð, máltíðirnar eru all'taf á réttum tíma, hreinir dúkar og lágvær hljómlist yfir borðum — allt án þess að vart verði nokkurra átaka. Ég get vel ímyndað mér þá kurt- eisi, sam hann sýnir Page, þegar henni mistekst að ná einmitt þess- um sérstöku áhrifum. —Hann segir ekki margt, sagði Page hjálparvana. En hann hefur sérstakt lag á því að sýna athygli jafnvel smæstu blettum í dúknum eða .... — Þar kemur skurðlæknirinn upp í honum, greip ég fram í til að mil'da sársauka hennar. — Nei, sagði hún, alvarleg í bragði, Min hefur á réttu að standa. Ef til vill — ef til vill hefði Phil átt að kvænast Min. Hún skilur hann svo vel — en ég er bara gallagripur. — Puh, sagði Min og steypti sér aftur inn í skápinn. Hvað er einn eða tveir gallar? Gallar eru nauð- synlegir. Whit, komdu og haltu við mig — það er lík hérna í skápnum. — Ég skal sækja það sjálfur, sagði ég. — Langar þig ekki til að styðja mig? spurði Min hneyksluð, en kom samt niður af stólnum, og ég dró fram „líkið“, sem reyndist vera ambáttarhöfuð úr alabastri. — Almáttugur! stundi Min. Það var þá lík eftir all't saman! Jafnvel Page gat ekki varizt hlátri. En Min lét ekki snúa sig út af laginu. — Við verðum að taka hlutina, eins og þeir liggja fyrir. Phil er kvæntur þér, ekki mér. Og þið búið í húsi, sem aldrei hefði átt að rísa af grunni, hvað þá að það eigi rétt á sér að vera til nú. En við því er ekki að gera. Hún fór að raða diskunum, sem hún hafði tínt út úr skápnum, á borðið. — Það'fyrsta, sem blaða- maður verður að læra, sagði hún, er, að taka kringumstæðurnar eins og þær eru, ekki eins og hann vildi að þær væru. Það, sem þú getur gert, er að safna hlutunum saman, eins og ég geri við diskana þá arna, og raða þeim saman í þokka- lega heild. Áform mitt er að velja einn eða tvo af þessum víðáttu- miklú skápum, safna öllu draslinu saman í þá og gleyma svo öllum hinum skápunum, — líkunum einnig. Já, og svo er það þessi ægilega eldstó. Hún þagnaði skyndilega, og augun glömpuðu. Eitthvað var að gerast í þessum önnum kafna’ ASTIR LÆKNISINS ELIZABETH SEIFERT heila, og við hin biðum í ofvæni. j Skyndilega snarsneri hún sér að okkur Page, eins og við hefðum gert eitthvað af okkur. — Þið himinhrópandi bjálfar, sagði hún æst. Hvers vegna hafið þið ekki minnt mig á, að það fyrsta, sem Page verður að gera, er að komast burt úr þessu húsi? Lítið bara í kringum ykkur! Aðeins stóra, Ijóta hótelið hérna hinum megin í dalnum kemst í hálfkvisti við þetta hryllilega hús. Og það er að sjálfsögðu merkilegur hlutur, en alls ekki heimili fyrir nýgifta konu. Hún þaut í átt til dyranna. — Komið þið, við förum og leitum’ að húsi! Page stóð stíf í sömu sporum. i Hún áttaði sig ekki á þessum lát- um. — Min!, sagði ég í skipunartón. Hún sneri sér við. — Þú veizt, að ég hef á réttu að standa, Whit, sagði hún ákveðin. Page kann að vera gallagripur, eins og hún seg- ir, en það var Phil, sem keypti þetta hús. Og henni ber að neita að búa í slíku hörmungarhúsi. Auðvitað hafði hún á réttu að standa. Phil hafði gert stóra skyssu, þegar hann keypti þetta hús, og það væri sannarlega and- stætt hans eðli, ef hann kunni vel við sig í því, hvað þá aumingja Page, sem varð að hírast hér all- an daginn. Og ég bjóst ekki við, að það yrði erfitt að fá hann til að skipta um bústað, ef við fynd- urn annan hæfilegri. Við Min viss- um bæði, hvernig hús hann mundi kjósa sér, við höfum heyrt hann lýsa því, einmitt þegar hann átti í deilum við Marynelle út af húsinu, sem hún hafði valið. Við eyddum því, sem eftir var dagsins í að skoða hús lengra uppi í hlíðinni. Og þegar við loks sáum eitt, sem var nákvæmlega eins og Phil mundi hafa óskað sér (vitan- lega bjó fólk í því, en Min hafði engar áhyggjur af því) þá litu konurnar það strax ágirndaraug- um. Ég bauðst til að ganga inn og segja eigendunum, að þeir væru í þann veginn að missa heimili sitt. Og það hefði ekki verið nein goðgá, því að þegar við sýndum Phil húsið, minntist hann drauma- hússins síns og talaði um það, þangað til ég var búinn að fá of- næmi fyrir því, þessu indæla, litla, rauða múrsteinshúsi með stórkost- legu útsýni yfir borgina og dal- inn. Ég klifaði í sífellu á því, hvað húsið við hliðina væri töfrandi, þangað til Phil sagði: — í guð- anna bænum, Whit, keyptu þetta hús. Ég vil hitt! \ Svo að ég keypti mitt hús, og hann keypti sitt, og báðir undu glaðir við sitt. Ég hafði ekki í langan tíma séð Phil jafn glaðan og ánægðan. Hann dásamaði Page í sífellu fyrir hugulsemina að labba út og finna einmitt rétta húsið! Og ég sagði vitanlega ékki neitt. Ég sá, að á- form Min hafði tekizt mjög vel til þessa, og mér var það persónulegt áhugamál að það tækist. Ég hafði líka sitt af hverju í huga, og ég vonaði, að það mundi heppnast jafn vel. Min vænti þess, að ég mundi biðja um aðstoð hennar við að koma mér fyrir í nýja húsinu, þangað til ég sagði einn góðan veðurdag, að mitt hús yrði algjör piparsveinsíbúð. Engin kona — hvorki hún, Page, eða nokkur önn- ur kona — skyldi hengja silkitjöld fyrir mína glugga. Og ég hélt mér fast við þessa ákvörðun. Min vissi ekki, hvernig hún átti að taka þessu. — Geðjast þér ekki að því, sem við erum að gera í húsinu þeirra Page og Phil? spurði hún mig einu sinni. — Mér geðjast vel að því, svar- aði ég aðeins. Og þó að ég vildi ekki þiggja hjálp þeirra við að endurskipu- leggja mitt hús, þá geðjaðist mér vel að því, sem var að gerast hjá þeim. Það tók nákvæmlega þrjá mánuði að gera húsið þannig úr garði, að Page og Phil — og Min —- væru ánægð með það. Kon- urnar tvær gerðu mestan hluta verksins, þær skúruðu og máluðu, jafnt utan sem innan, umbreyttu og lagfærðu, þangað til ekki var hægt að þekkja húsið að innan. Page og Phil urðu að flytja sig til eftir herbergjum, meðan á öllu þessu umstangi stóð, en þau virt- ust una því vel. Page blómgaðist með degi hverjum og Min ekki síður. Page fléttaði fallega, ljósa hárið sitt í tvo fléttinga, og þær Min töluðu mikið um hárgreiðsl- una, sem hún ætlaði að taka upp, þegar hún hefði tíma til að láta klippa hárið Á þessum þremur mánuðum færðust Page og Phil nær hvort öðru, og að þeim liðnum virtist samlíf þeirra orðið eins og hjá hverjum öðrum nýgiftum hjónum — eins og það hefði átt að vera strax í byrjun, en var vitanlega 114 TÍMINN, föstuda-jinn 17. janúar 1964 —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.