Tíminn - 19.01.1964, Side 2

Tíminn - 19.01.1964, Side 2
LAUGARDAGUR, 18. jan. NTB-Hong Kong. — Kín- verska Alþýðulýðveldið hefur gert viðskiptasamning við Kúhu. Munu verzlunarviðskipti þessara tveggja landa aukast mjög verulega. NTB-Bern. — Svissnesku yf- irvöldin hafa handtekið OAS- ^-yði'uverkamanninn Georges Watin, og munu útvísa honum. Hann var dæmdur til dauða í Frakklandi fyrir að hafa reynt að myrða de Gaulle forseta tví vegis. NTB-Djakarta. — Um þús- und stúdentar gengu mótmæla- göngu til heimilis brezka sendi herrans í Djakarta, vegna þess, að tvö indónesísk pílagrímsskip voru færð í höfn í Hong Kong. Skipin voru tekin eftir skipun hæstaréttarins í Hong Kong. NTB-Cape Kennedy. Banda- ríkjamenn ætla að skjóta öðr- um sjónvarpshnetti af gerðinni Relay upp í geiiminn n.k. þriðju dag. Hann vegur 83,5 kg. Mesta fjarlægð frá jörðu verður 7.400 km. NTB-Álaborg. — Barn, sem vóg einungis 500 grömm, fædd ist í Álaborg í dag, og er það líklega minnsta barnið, sem fæðst hefur lifandi í heiminum. Það fæddist þrem mánuðum fyrir tímann. NTB-París. — Fastaráð NA TO kom saman til aukafundar í dag, og skýrði formaður bandarísku nefndarinnar á af- vopnunarráðstefnunni í Genf, William Foster, þar frá þeim nýju tillögum, sem USA mun leggja fram á ráðstefnunni í næstu viku. NTB-Moskvu. — Sovézkur vfsindamaður hefur fundið nýtt efni í skotlínur fyrir hvalveiði- skip, sem mun, að því er sagt er, lækka veiðarfærakostnað- inn um tvo þriðjn hluta- NTB-Dar Es Salaam. — Zanzi bar heitir nú Alþýðulýðveldið Zanzibar, og hafa bæði Kín- verska Alþýðulýðveldið o.g Sov- étríkin viðurkennt hina nýju byltingarstjórn. Tanganyika mun senda 100 lögreglumenn til eyjarinnar að ósk stjórnar- innar þar. NTB-Addis Abeba. — Eþíó- pía og Kenva hafa ákært Soma- liu-lýðveldið fyrir landamæra- brot og árásarstefnu gegn ná- grannalöndunum. Ákæran var send framkvæmdastjórn Einlng arbandalags Afríkuríkja. NTB-París. — De Gaulle, for seti Frakklands, fer í opinbera heimsókn tll Mexikó 16. marz n. k. Hann mun dveljast þar i þrjá daga ásamt konu sinni. NTB-London. — Makaríos erkiblskup, forseti Kýpur. sagði í gær, að ef Lundúnarráðstefn- an um Kýpur bæri ekki árang- ur, myndi málið verða rætt á breiðum grundvelli innan Sam- einuðu þjóðanna. Á FÖRNUM VEGI HÚSÁNÁSTRÁI - OG HÚS BYGGT Á VATNI ÞAÐ ER EKKERT á móti því aö byggja fallegt hús, einfalt 1 snlð- um og stílhreint, eins og sumir segja, þegar hyrnlngum er hlaðið ofan á hyrning, og það er heldur ekkert á móti því að setja það niður við vatn — vatnsins vegna, eins og fyrirhugað er að gera við ráðhús Reykjavíkur. Aftur á móti geta verið deildar meiningar um, hvort líta berl á slíkt hús sem skrifstofubygglngu eða tákn um veldi og reisn einnar borgar. Og ef þinghús heillar þjóðar og dómkirkja eru efnhvers staðar á nástrái f skugga hinnar voldugu bygglngar, þá segja menn að ann- að tveggja verði að gera, byggja nýtt þinghús og nýja dómkirkju eða setja failega og stílhreina hús- ið niður á öðrum stað. Jafnvel hefur verið talað um að gera nú alvöru úr ágaetri hugmynd og flytja höfuðstað landsins til Þingvalla og byggja þar yfir stjórn og löggjafarvald, allt vegna þess eina húss, sem samþykkt hef- ur verlð að relsa úr glerl og öðru fágaeti við Tjarnarend- ann. — Hvað sem þessu líður er engin ástaeða til að vera á móti stórbyggingu þessari. Hún verður alltaf hús on til mikilla nota, þótt menn hefðu ef ti! viil kosið að ráðhús borgarinnar hefði haft annan stíl. Undanfarið hafa töluverðar vangavcltur verið um þetta ágaeta ráðhús. Málið er þó ekkl nýtt, — enda hefur verið eytt þremur mill- jónum króna frá því fyrst var far- ið að hugsa fyrir þessari nauð- syn borgarinnar, og hverrar þeirr ar borgar, sem vill eltthvað vera og eltthvað helta. Líkan af bygg- ingu þelrri, sem bæjarstjórn hefur samþykkt, hefur nú legið frammi almenningi til sýnis, og hafa ýms- ar skoðanir verið upþi um ágæti þess. Krfan hefur jafnvel blandast i málið hjá léttsinna fuglavinum, eins og það hvarfll ekkl að þeim, að þótt þrengjast kunni um krí- una, fær dúfan nýjan og voldugan dritstað. En þegar sleppt er áhyggjum af fuglum, belnist athyglin að sjáif- sögðu að fyrirhuguðu umhverfi nýja hússins, sem þarna á að rísa í þelm stfl, sem auðug tryggingar- féiög, súpermarkaðlr og aðrar pen ingamyllur hafa pantað yfir sig, eftir að SÞ-byggingin í New York hafðl hrundið tfzkunnl af stað. Hln tvö öldruðu hús, Alþingi og Dómkirkjan,sæmilega stór á slnnl tfð, og allstór f husum lands- manna, vegna erfða og umsvifa og minja, verða harðast útl í nábýlinu vlð skrifstofubygginguna á Tjarnar bakkanum. Að sjálfsögðu má ekki rfkja sama sjónarmlðið hér og i höfuðborg Kinaveldls, þar sem ekk ert hús máttl byggjast hærra en tveggja hæða höll. keisarans, en hltf verður að teljast Iftll kurelsl, að ætla að kæfa elnu höfuðborgar- einkennin undlr praktuglegum gler veggjum nýtizkulegs þarfahúsnæð- is, sem hæflr vel útvegsbæ og umsvifastað, en gefur ekki annað til kynna eri að hér sé hreinlegt og myndarlegt athafnafólk, sem vilji vera nærri vatni. í höfuðborg elns og Reykjavfk þarf að sjálfsögðu að relsa bygg- ingar, sem rfsa eins og minnis- merki yfir umhverfi sitt. Eltt slíkra húsa er þegar komið, Þjóðleikhús- ið, og annað slíkt hús í byggingu, — Hallgrímskirkja. — Þessi hús eru ekki nefnd hér vegna þess að þau eru eftir sama meistarann í húsagerð, heldur vegna þess, að hugmyndin að þeim, góðu eða illu heilli, er sprottin af þörfinni til að reisa í senn vold- ugar byggingar og byggingar, sem samrýmast bví, sem við getum kallað okkar eigin list í húsagerð, jafnvei þótt þar liggi kannski ekki annað til grundvallar en eins konar skúlptúr í íslenzkri náftúru. Eflaust getur útfærsla á slíku leitt til mistaka, en það eru þá verðug mistök og ólíkt mann- eskjulegri en þau að teikna skrif stofubyggingar i stíl sem henta súpermörkuðum og kalla ráðhús. Varla verður taiið að Ifkanið, sem nú hefur verið til sýnis, bendi tii þess að þeir sem það gerðu, hafi haft nokkra innlenda erfð í huga, þegar þelr voru að raða kubbum sínum. Hingað kom nor- rænn maður og byggði sér bæ f brekkunni fyrir ofan Aðalstræti. — Og það voru súlur, sem ákváðu bélfestu hans. Seinna réði Skúli Magnússon þvi, að hér varð kaup- staður. Hann valdi innréttingunum stað í Reykjavík, frekar en í Hafn- arfirði af því að hér hafði jörð aldrei brunnið. Fleiri menn komu til áður en hér var ákveðinn þing- vt'ðui. Skúla hefur verlð relst stytta f gömlum kirkjugarði, tún- fæti Ingólfs, og þinghús reist yfir þá, sem hingaö vildu flytja alþingi. Nú hefði mátt álíta, að þeir, sem setztir voru við að teikna ráðhús jafn göfugrar borgar og langrar sögu og Reykjavikur, hefðu haft ýmis teikn í huga, til að auðvelda tengsl ráðhússins við sögu og byggð þessa staðar. Samkvæmt þeirri reglu hefði átt að ætla ráö- húsinu stað é grunni Ingólfsbæjar, og ekki verður séð að súlur Ing- ólfs hefðu fætt af sér Ijótt hús, þótt þær hefðu verið látnar ráða einhverju um gerð ráðhússins þar í brekkunni. Byggingar, sem eiga að vera sameiningartákn þjóðar eða borg- ar og eiga að bera í sér fegurð minnismerkisins þurfa mikið and- rúmsloft. í kringum þær eiga að vera víðir grasgrónir vellir og það þarf að finna þeim stað, þar sem hægt er að fegra á ýmsan hátt til landslns, sem er f krfngum þær. Nú er meiningin að ryðja burtu mörgum húsum til að koma ráð- húsinu fyrlr vlð Tjarnarendann, og setja upp elns konar Tívolibrú, þar sem Skothúsvegurinn er nú. Ekk- ert af þessu leysir vanda þing- húss og dómkirkju f nábýli við ráðhúsið. Sjálfgert er að byggja nýtt þinghús, þótt vonandi sé að það verði ekkl ein skrifstofubygg- ingin til. En komi nýtt þinghús tll sögunnar, þrengist enn við Austur- völl, og raunar er óhugsandi að hægt verði að reisa þinghúsið þar eða stækka það f beirri mynd, sem það er nú, enda ekki ástæða til að halda vlð þessari nýlendubygg- ingu með kórónunni. Vilji menn hins vegar endifega halda sig við gamla miðbæinn, þröngan og pláss lausan eins og hann er, þegar um er að ræða stórbyggingar eins og ráðhús og þinghús, þá liggur ekki annað fyrir en setja ráðhúsið nlð- ur í brekkunni hans Ingóifs og þinghúsið í brekkuna á móti, í Þing holtunum, og láta Dómkirkjuna vera þar sem hún er. Þegar tím- ar Ifða verður hægt að opna svæð ið milli þessara tveggja voldugu bygginga, þannig að á milli Lækjar götu og Aðalstrætis verði einn Austurvöllur. Hin leiðin er að ætla þessum þremur húsum eitthvert annað svæði innan marka Reykja- víkur. Það breytir engu þótt þessi skrif stofubygging verði reist við Tjörn ina. Seinni tíminn á eftir að taka henni eins og hún er oq reisa Reykjavík ráðhús. Hún gerir f mesta lagi að minnka Tjörnina, og kannski verður haldið þannig á- fram við Tjörnina að byggja f henni, unz hægt verður að taka hana upp í eina fingurbjörq og hella hennl í sjóinn. Byggð f Tjörn- inni kemur ekki húsum við, sem reist kunna að verða í brekku Ing- ólfs eða Þingholtunum. Það fer um þau hús, eins og háskólahverf- ið. Þau tilheyra öðru skipulags- svæði, nema þau verða ekki byggð í kaf eins og háskólinn. Margt höfum við tekið upp eftir öðrum þjóðum, og oft er það hent- ugra og auðveldara en að reyna að notast við eigln hugkvæmni. Um húsagerðarlist gegnir þó þvi máli, að svo miklu sem um list er að ræða, að þar verður krafizt ein- hvers frumkvæðis. Skrifstofubygg- ingin við Tjörnina bendir hvorki á hugkvæmni né frumkvæði. Nýlega birtist grein í New York Times, skrifuð af New York-búa, sem býr á Manhattan og hefur byggingu Sameinuðu þjóðanna við Austurá, daglega fyrir augunum. Hann var kunnugur í Evrópu eftir stríð, en greinina skrifaði hann skömmu eft- ir að hann kom úr annarri ferð sinni til Evrópu. í greininni bend- ir hann á, að það fari nú i vöxt að Evrópubúar byggi stórhýsi sín við vatn með lágri undirbyggingu, og glerstrók upp > loftið, misjafnlega háum. Auðvltað er ekkert þessara húsa eins, — nema í grundvallar- atrlðum. Maðurinn sagðist harma að svona skyldi komið fyrir sjálf- stæðri evrópskri húsageröarlist. Vér hörmum það einnig. DQ 2 TÍMINN, sunnudaginn 19. janúar 1964

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.